Þjóðviljinn - 27.02.1985, Side 1
AWNNUUF
MENNING
Hvalveiðar
Veiðibannið að bresta
Bandaríkjamcnn hafa ákveðið
að þeir muni ekki beita Japani
efnahagslegum þvingunum þó
þeir brjóti bann Alþjóða hval-
vciðiráðsins við veiðum á búr-
hveli og hrefnu. En refsiaðgerðir
Bandaríkjamanna voru af vernd-
unarsinnum taldar eina leiðin til
að knýja Japani til að halda bann-
ið og þarmeð að tryggja að bann
við öllum hval veiðum taki gildi að
loknu þessu ári.
Samkvæmt ákvörðun Alþjóða
hvalveiðiráðsins eiga allar veiðar
á hvölum að hætta frá og með
næsta ári. Mikil hvalfriðunaralda
reis í Bandaríkjunum á sínum
tíma sem lyktaði með því að sam-
þykkt voru lög sem gáfu
stjórnvöldum vald til að skera
niður um helming fiskveiðikvóta
í bandarískri landhelgi hjá þjóð-
um sem hygðust halda upptekn-
um hvalveiðum í blóra við bann-
ið.
Japanir veiða fisk í bandarískri
landhelgi fyrir 500 miljónir doll-
ara, og með því að beita þá ofan-
greindunt lögum var talið að þeir
myndu hlíta hvalveiðibanninu,
annars ekki. Með hinum skjótu
sinnaskiptum Bandaríkjanna er
ljóst, að þeir munu stunda hval-
veiðar enn um sinn. Talið er að
Norðmenn og Sovétmenn muni
fylgja í fótspor þeirra og þar með
er mikil hætta á að bannið falli
um sjálft sig.
Að sögn breska blaðsins
Observer telja bandarískir
verndunarsinnar að
stjórnvöldum sé skylt að framfyl-
gja banninu og hafa dregið þau
fyrir lög og dóm til að knýja á um
beitingu refsiaðgerðanna.
Japanir hyggjast láta kné fylgja
kviði og hafa lagt til að fyrir-
komulagi Alþjóðahvalveiðiráðs-
ins verði breytt þannig að úr
áhrifum verndunarsinna verði
dregið, að því er Observer
hermdi, en völd virkra hvalveiði-
þjóða aukin.
fslenskir embættismenn, sem
haft var samband við, vissu lítið
um ákvörðun bandarísku
stjórnvaldanna og gátu ekkert
um hana sagt síðdegis í gær.
Japanir œtla ekki að hlíta hvalveiðibanni Alþjóða hvalveiðiráðsins.
Leggja til að áhrifverndunarsinna í ráðinu verði minnkuð
Bankaleynd
Þótt sjávarútvegur á Suðurnesjum sé nú að veslast upp vegna fjármagnsskorts er ekki hægt að segja það sama um hernaðarfram-
kvæmdir og framkvæmdir við flugstöðvarbyggingu á Keflavíkurflugyelli. Mynd þessi var tekin af framkvæmdum við flugstöðvarbygg
inguna í fyrradag, en þar veröur unnið fyrir 271 miljón á þessu ári. Flugvélinsemflýguryfireraf gerðinni Orion^-3, enþaðeru þærvélar
sem bera eiga kjarnorkudjúpsprengjurnar sem áformað er að flytja til Keflavíkur á hættutímum. Sjá fréttir af atvinnulífi á Suðurnesjum á bls.
3, 5 og 6. Ljósm.: E.ÓI.
Blaðauki
AB-fréttir
Með Þjóðviljanum í dag fylgir
sérstakur blaðauki sem Alþýðu-
bandalagið gefur út og ncfnist
AB-fréttir. Þar er að finna út-
skýringar flokksins á því hvað sé
að gerast í íslensku þjóðfélagi
undir hægri stjórn og um leið
bent á úrræði Alþýðubandalags-
ins. Þar kemur m.a. fram að
flokkurinn vill að vextir verði
lækkaðir verulega, að skattar á
skrifstofu- og verslunarhúsnæði
hækki verulega, að bankar greiði
hærri skatta og að gróði Seðla-
bankans verði nýttur til að lækka
fjármagnskostnað húsbyggjenda
og atvinnuvega, að innflutnings-
verslunin verði tekin til sérstakr-
ar rannsóknar og að margháttað-
ar kerílsbrey tingar verði gerðar á
trygginga- og olíudreifingarkerfi.
Sjá miðopnu
Alþingi neitað um upplýsingar
Ríkisbankarnir, jafnt og einka-
bankar og sparisjóðir, neita
að gefa alþingi tölulegar upplýs-
ingar um stærstu útlán sín. Bera
þeir við bankaleynd og trúnaði
sem starfsmenn þess og stjórn-
endur séu bundnir. Til harðra
orðaskipta kom vegna þessa á al-
þingi í gær þegar Matthías A.
Mathiesen viðskiptaráðherra
lagði blessun sína yfir þessa af-
stöðu bankanna og kvaðst ekki
sjá neitt athugavert við hana.
Það var Jóhanna Sigurðardótt-
ir sem spurði hver heildarfyrir-
greiðsla viðskiptabanka og
þriggja stærstu Sparisjóða hefði
verið 1983 og 1984 til fimm
stærstu lántakenda hvers banka.
Viðskiptaráðherra las svör bank-
anna sem öll voru á einn veg: Þeir
telja sér ekki skylt eða fært að
veita alþingi slíkar upplýsingar
vegna trúnaðar við viðskipta-
menn sína.
Jóhanna Sigurðardóttir, Guð-
rún Helgadóttir og Eiður Guðna-
son mótmæltu þessum fyrirslætti
harðlega. Guðrún lýsti því yfir að
hún myndi ekki taka þátt í kjöri
bankaráðsmanna oftar og alþingi
ætti að leggja af þann sið að senda
þingmenn inn í þessa frímúrara-
reglu fjármálavaldsins.
Bankaráðsmennirnir Valdi-
mar Indriðason og Garðar
Sigurðsson sneru bökum saman í
þessari umræðu. Sagði Garðar
fyrirspurnina bera vott um
ómerkilega forvitni og Valdimar
sagðist ekki vita til þess að hann
hefði verið kosinn í bankaráð til
að veita alþingi upplýsingar,- ÁI
Sjá bls. 3
Blankheit
Forsala á frumsyningu
Fjársvelti íslenskra kvikmyndagerðarmanna tekur á sig ýmsar
myndir. Yfirleitt reyna þeir þó að vera það stórir í sniðum að bjóða
fullu húsi á frumsýningar mynda sinna. Blankheitin gera það hins
vegar að verkum að íslenska kvikmyndasamsteypan hefur ákveðið að
selja miða á frumsýningu myndarinnar Hringurinn sem verður á
laugardaginn kemur kl. 16 í Háskólabíói.
Mynd þessi er allnýstárleg því hún sýnir útsýnið úr bíl sem ekið er
eftir hringveginum. Myndavélin er tölvustýrð og tekur mynd á 12
sekúndnafresti sem þýðir að hringferðin er farin á hljóðhraða.
Forsala aðgöngumiða á frumsýningu Hringsins er hafin og á hún sér
stað í Háskólabíói, Fálkanum og Gramminu við Laugaveg. í næstu
viku kemur út hljómplata með tónlistinni úr myndinni en hún er eftir
Lárus Grímsson. - ÞH