Þjóðviljinn - 27.02.1985, Blaðsíða 16
Aðalsími: 81333. Kvöldsími: 81348. Helgarsími: 81663.
Miðvikudagur 27. febrúar 1985 47. tölublað 50. órgangur
DJÓÐVIUINN
Seyðisfjörður
Tankurinn tómur í tvö ár
Olíufélögin deila um hagkvœmni olíubirgðarstöðvar á Seyðisfirði. Olís:
Sparar 5,5 -7,5 miljónir á ári. Esso og Shell: Ohagkvœmt og eykur kostnað
Olíubirgðageymir Olís á
Seyðisfirði hefur nú staðið
tómur í tvö ár. Síðast var landað
gasolíu í tankinn í október 1982 og
hann hefur staðið tómur frá því í
febrúar 1983. Ástaeðan er ágrein-
ingur milli olíufélaganna um hag-
kvæmni birgðarstöðvarinnar á
Seyðisfirði.
Olíuverslun íslands sem á
tankinn telur að innflutnings-
Blaðrið
1204 miljónir
út á 5 dögum
Gjaldeyrissalan
5 daga fyrir gengis-
fellingu þriðjungur af
mánaðarsölu!
Á síðustu 5 dögum fyrir gengis-
fellinguna 17. nóvember s.l.
runnu út úr viðskiptabönkunum
1203.8 miljónir króna. Ef út-
streymið úr Seðlabankanum,
109.8 miljónir, er meðtalið, nam
gjaldeyrissalan þessa daga
31,1%, af gjaldeyrissölu nóvemb-
ermánaðar.
Þetta kom fram í skriflegu svari
viðskiptaráðherra við fyrirspurn
Ragnars Arnalds á alþingi í gær. í
svarinu kemur fram að út-
streymið fer hraðvaxandi dag frá
degi, eftir að forsætisráðherra gaf
gengisfellinguna til kynna. 12.
nóvember fóru 184 miljónir út og
þann 16. fóru 271,4 miljónir út.
- ÁI
London
Stórkostleg
upplifun!
Tónlistarhúsið eignaðist
sínafyrstu mynd
Frá Inga R. Helgasyni í London
„Þessir hljómleikar voru stór-
kostleg upplifun, sérstaklega
söngur Elísabetar Söderström og
leikur Fílharmóníunnar í 9. sym-
fóníu Dvorsjak,“ sagði Ingi R.
Helgason í samtali við Þjóðvilj-
ann frá London í gærkvöldi.
Mikil stemning var í salnum,
og að afloknum hljómleikunum
afhenti forstöðumaður Royal
Festival Hall Vigdísi Finnboga-
dóttur forseta innrammaða mynd
af tónleikahöllinni með þeim
orðum að skila henni til réttra að-
ila svo koma mætti henni fyrir í
anddyr tónlistarhússins í Reykja-
vík þegar það væri risið. Tónlist-
arhúsið hefur þannig nú þegar
eignast sína fyrstu mynd.
Að loknum hljómleikunum
bauð íslenski sendiherrann í
London fólki úr Fílharmóníu-
hljómsveitinni og öðrum að-
standendum hljómleikanna til
samkvæmis. Þar voru einnig
mættir íslendingar búsettir í
London, sem þarna fengu tæki-
færi til að heilsa upp á Vigdísi
forseta. Ingi sagði að lokum að
ekki væri vitað hversu miklir pen-
ingar hefðu safnast á hljóm-
leikunum, en sá hugur og sá sið-
ferðilegi stuðningur sem þessi at-
burður sýndi væri ekki minna
virði. —ólg.
stöðin á Seyðisfirði spari þjóðar-
búinu 5,5 - 7,5 miljónir króna á
ári, því hann komi í veg fyrir nið-
urgreiddan flutningskostnað á
olíu frá Reykjavík austur á firði
úr verðjöfnunarsjóði olíu.
Olíufélagið og Skeljungur sem
neitað hafa að landa í tankinn
telja hins vegar að kostnaður
vegna stöðvarinnar á Seyðisfirði
sé meiri en mismunur á dreifing-
arkostnaði frá Reykjavík austur á
firði og frá Seyðisfirði. Einnig
nefna félögin að stöðin muni
auka birgðahald og þar með
fjármagnskostnað.
„Við sjáum ekki að notkun á
þessum geymi þurfi að auka birð-
gahaldið um einn dropa. Okkar
álit er alveg óbreytt, en við getum
ekki endalaust barist fyrir þess-
um tanki meðan það fær engar
undirtektir og því spurning hvað
við höldum þessu áfram“, sagði
Þórður Ásgeirsson forstjóri Olís í
samtali við Þjóðviljann í gær.
Þessi mál komu til umræðu á
Alþingi í fyrravor er Hjörleifur
Guttormsson spurði viðskipta-
ráðherra um afstöðu hans til
deilu olíufélaganna. Matthías Á.
Undirbúningshópur samtaka um kjarnorkuvopnalaust Island: Fr. v.: Árni Hjartarson, Brynjólfur Eyjólfsson, Oddur
Benediktsson, Helga Jóhannsdóttir, Hólmfríður R. Árnadóttir, María Jóhanna Lárusdóttir, Sigurður Örn Brynj-
ólfsson (hönnuður veggspjalds) og Sólveig Georgsdóttir. Ljósm. - E.ÓI.
Samtök um kjarnorkuvopnalaust ísland
Sprengjan fer ekki
í manngreinarálit
Stofnfundur á Hótel Borg 3. mars
Sunnudaginn 3. mars nk. verður haldinn á
Hótel Borg stofnfundur samtaka um kjarn-
orkuvopnalaust íslands. Markmið samtakanna
er að Ajþingi íslendinga gefi bindandi yfirlýsingu
um að ísland muni aldrei taka við eða leyfa öðr-
ym ríkjum að koma fyrir kjarnorkuvopnum á
landinu né fara með slík vopn um lögsögu lands-
ins. Hyggjast samtökin beita sér fyrir því að
kjarnorkufriðlýsing landsins verði sett inn i
stjórnarskrá lýðveldisins.
Að stofnfundi sámtakanna stendur hópur
fólks úr ýmsum friðarhreyfingum og hefur hann
unnið að stofnun samtakanna síðan í friðarviku
1984. Stofnfundinum er valinn þessi dagur með
tilliti til þess að á mánudag 4. mars hefst hér þing
Norðurlandaráðs. Um öll Norðurlönd er í gangi
mikil umræða um myndun kjarnorkuvopnalauss
svæðis á Norðurlöndum. Færeyjar og Grænlend-
ingar hafa gengið þar á undan með góðu fordæmi
og friðlýst lönd sín. Er það von undirbúnings-
hópsins að með stofnun samtakanna verði
auðveldara að koma á framfæri ósk íslendinga
um að lenda ekki utan við slíkt svæði. Sagðist
undirbúningshópurinn vera þess fullviss að flest-
ir hefðu tekið afstöðu til málsins og með stofnun
samtakanna væri öllum gert kleift að starfa að
friðlýsingu íslands þvert á flokkalandamæri því
eins og ein úr hópnum komust að orði: „sprengj-
an lendir bæði á hægri og vinstri mönnum“.
aró
Mathiesen lýsti því þá yfir að ekki
væri réttlætanlegt að greiða úr
verðjöfnunarsjóði flutning á gas-
olíu austur á firði eins og málum
væri háttað og einnig lagði hann
áherslu á öryggi birgðastöðvar-
innar fyrir Austfirði. En olíufé-
lögin deila ennþá og tankurinn
stendur tómur og ónotaður.
-•g-
Sjómenn
Ríkis-
stjómin
að koma
inní málið
Sáttasemjari á
löngum fundi með
ráðherrum í gær
Að sögn fulltrúa sjómanna og
útgerðarmanna í gær, ríkti þá al-
ger kyrrstaða í samningamálun-
um. Ljóst var að menn vörðust
allra frétta, þótt allir vissu að á-
kveðnir hlutir væru að gerast.
Þannig gerðist það í fyrrakvöld
að Jón Sigurðsson forstjóri Þjóð-
hagsstofnunar kom að máli við
fulltrúa sjómanna til að þreifa
fyrir sér fyrir hönd ríkisstjórnar-
innar um hvað ríkisstjórnin gæti
boðið til liðka fyrir samningum.
Þá gerðist það líka í gær að LÍÚ
boðaði til formannafundar um
hádegið og stóð sá fundur fram
undir kl. 16. Þar var staðan rædd
og einnig sú mikla pressa sem
komin er á LÍÚ að semja frá fjöl-
mörgum útgerðarmönnum úti á
landi.
Loks gerðist það svo að um
miðjan dag í gær fór sáttasemjari
Guðlaugur Þorvaldsson á fund
ráðherra. Veltu menn því fyrir
sér hvort í uppsiglingu væri sátta-
tillaga frá honum, þar sem inn
kæmi eitthvað frá ríkisstjórninni.
Ljóst er af öllu þessu að ein-
hver hreyfing er komin á málin.
En eins og einn fulltrúi sjómanna
orðaði það í gær: Það verður erf-
itt að fjá sjómenn út aftur fyrir
eitthvað lítið, fyrst þeir á annað
borð eru komnir í verkfall og
samstaðan jafn mikil og raun ber
vitni. _ s.dór
Toyota
Loðna og ull til Japan?
Toyota-umboðið P. Samúelsson
hefur að undanförnu verið að
kanna möguleika á útflutningi á
bæði fiskafurðum og iðnaðar-
varningi til Japan í gegnum
innkaupafyrirtæki Toyota hér-
lendis.
„Við eigum von á mjög hátt-
settum manni frá Toyota í vor
hingað til lands og hann er mjög
áhugasamur og jákvæður fyrir
því að finna vörur hér“, sagði Páll
Samúelsson forstjóri Toyotaum-
boðsins í gær.
Það er einkum loðna sem horft
er til af sjávarafurðum en að sögn
Páls hafa Toyotaverksmiðjurnar
verið einn stærsti kaupandi af
heilfrystri loðnu héðan á liðnum
árum. En það eru ekki eingöngu
sjávarafurðir sem koma til
greina, heldur er mögulegur út-
flutningur á alls kyns gæða iðnað-
arvöru og hafa ullarvörur komið
þar sterklega til greina.
„Við erum vongóðir og erum
að leita fyrir okkur um hugsan-
legar útflutningsvörur", sagði
Páll Samúelsson.
-lg-