Þjóðviljinn - 27.02.1985, Side 3

Þjóðviljinn - 27.02.1985, Side 3
FRETTIR ísfisksala Algerlega eflirlits- laus útflutningur Viðskiptaráðherra MatthíasÁ. Matthiesen: Enginn veit hve mikið verð fékkstfyrir gámafiskinn frá hverri veiðistöð. Fyrr í vetur komu fram upplýs- ingar um of lágt skilaverð á ísuðum fiski fluttum út í gámum til Bretlands. Nú hefur Matthías Á. Matthiesen viðskiptaráðherra staðfest á Alþingi að þessi útflutn- ingur er eftirlitslaus. I svari við fyrirspurn frá Geir Gunnarssyni alþingismanni um málið kemur í ljós að ráðherra getur ekki fengið svör við tveimur spurningum af þremur, sem Geir bar fram. Ráðherra segir ekki unnt að svara því hve mikið verð fékkst fyrir þennan útflutning frá hverri veiðistöð, þar sem aflanum sé safnað saman frá mörgum ver- stöðvum og fiskibátum. Ráðherra gat heldur ekki svar- að því hvert var meðalsöluverð hverrar fisktegundar að frá- dregnum sölukostnaði, þar sem söluverði einstakra fisktegunda er ekki haldið aðgreindu. Eina spurningin sem ráðherra gat svarað var hve mikið magn af ísuðum fiski var flutt út í gámum. Samkvæmt tölum Fiskifélagsins var um að ræða 16.128 lestir, sem þannig eru fluttar út eftirlitslaust. - S.dór. Húsbyggjendur 6.640 umsóknir 6.640 umsóknir um íbúðalán liggja nú hjá Byggingarsjóðum ríkisins og verkamanna en aðeins hefur verið tekin ákvörðun um útborgun 1230 þeirra. Áætlun um frekari greiðslur er ekki fyrir hendi og strandar ásamt lánsfjár- lagagerð á ríkisstjórninni. Þetta kom m.a. fram á alþingi í gær þegar Alexander Stefánsson félagsmálaráðherra svaraði fyrir- spurn Jóhönnu Sigurðardóttur um stöðu byggingarsjóðanna. Hann sagði óraunhæft að spyrja um áætlunargerð þar sem alþingi hefði ekki enn afgreitt lánsfjár- lög. Þetta varð ráðherrann að éta ofaní sig síðar í umræðunni og viðurkenna þau orð Svavars Gestssonar að ekki væri við al- þingi að sakast, heldur ríkis- stjórnina. Hún ætti eftir að gefa efri deild fyrirmæli um hvernig að lánsfjáráætlun yrði staðið. _ í i Guðrún Ólafsdóttir: Margar konur eru að verða búnar að fullnýta rétt sinn til atvinnuleysisbóta í Keflavík. Ljósm. E.ÓI. Fiskverkakonur Réttlausasta fólkið Alþingi Guörún og Garðar deila um bankaleynd kæmu út reglulega og þá gæti hvur kjaftur kynnt sér ef hann kynni að lesa. Kvenfólk líka. Að lokum sagði Garðar að þingmenn í bankaráðum hefðu lagt sig eftir því að kynna sér peningamál þjóðarinnar og veitti svo sannar- lega ekki af. „Við Jóhanna kunnum bæði að lesa og telja“, sagði Guðrún Helgadóttir m.a. í svari við orð- um Garðars. Orð hans sýndu að- eins að bankaráðsmenn gerðu ekki neitt og botnuðu ekki neitt í neinu. „Við Jóhanna lesum árs- skýrslurnar betur en bankaráðs- mennirnir“, sagði Guðrún, „en þar stendur ekkert sem máli skiptir". Guðrún minnti á þegar hún upplýsti þingheim um það á sínum tíma að Seðlabankinn ætti stórhýsi og einkabókasafn úti í bæ, - slíkt hefði ekki staðið í árs- skýrslunni. að skiptir engu hvort flokk- arnir kjósa kommisara úti í bæ eða þingmenn í bankaráð, meðan allir gangast undir sömu bankaleyndina, sagði Guðrún Helgadóttir m.a. í heitum um- ræðum á alþingi í gær um skyldur bankaráðsmanna og bankaleynd. Tilefnið var fyrirspurn Jó- hönnu Sigurðardóttur um útlán bankanna og neitun þeirra við að veita umbeðin svör. Jóhanna og Eiður Guðnason mótmæltu þeirri túlkun harðlega að banka- leynd væri brotin með því að veita tölulegar upplýsingar um stærstu útlán og sögðu brýnt að rjúfa samtryggingu bankakerfis- ins. Stefán Benediktsson sagði meinið fólgið í eignaraðild ríkis- sjóðs að bönkunum. Meðan svo væri hefðu ákveðnir pólitískir að- ilar upplýsingar sem þessar undir höndum og gætu hagnýtt sér þær eftir hentugleikum. Lausnin væri að ríkið afsalaði sér eignaraðild að þessum peningastofnunum og hætti afskiptum af þeim. Garðar Sigurðsson sem sæti á í bankaráði Utvegsbankans taldi þetta mikinn gusugang, einkum hjá háttvirtu kvenfólkinu. Hann vék að orðum Stefáns Benedikts- sonar og sagði að erfitt gæti reynst að fjármagna undirstöðu- atvinnuvegina með einka- bönkum einum, ekki síst ef þeir yrðu eins og þeir sem fyrir væru. Hann sagði óþarft að koma með dyigjur um að þingmenn í banka- ráðum væru þar til að hygla vin- um sínum heima í kjördæmi eða til að þegja yfir fjármála- hneykslum þjóðarinnar. Spurn- ingar Jóhönnu bæru vott um ómerkilega forvitni og svörin yrðu ekki til neins, þó þau yrðu gefin. Ársreikningar bankanna Guðrún Ólafsdóttirformaður Verkakvennafélagsins í Keflavík: margar konur hafafullnýtt réttsinn til atvinnubóta Konur í fískvinnu eru réttinda- minnsta fólkið í þessu þjóðfé- lagi, sagði Guðrún Ólafsdóttir formaður Verkakvennafélagsins í Keflavík í samtali við Þjóðviljann í fyrradag. Atvinnuástandið hefur verið mjög slæmt á þessu ári. Þannig hafa um 40 konur sem unnu hjá fiskverkuninni Heimi hf. haft mjög stopula vinnu á árinu, þar til þeim var svo öllum endanlega sagt upp með löglegum fyrirvara í Um helgina fært fram Þeim sem þurfa að koma á framfæri tilkynningum í dálkinn „Um helgina“ skal bent á að hann hefur nú verið færður fram á föstudag. Þetta þýðir að tilkynn- ingar verða að berast Þjóðviljan- um ekki síðar en fyrir kl. 11 á fímmtudagsmorgni. Þeir sem nota póstinn eru beðnir að stíla bréfin þannig: Þjóðviljinn, „Um helgina“, Síðumúla 6, 105 Reykjavík. _ ÞH október. Vegna lítillar vinnu hér í Keflavík hafa um 150 konur héð- an sótt vinnu í Garðinum, en þeim hefur nú öllum verið sagt upp vegna verkfallsins. Margar þessara kvenna hafa ekki haft yinnu nema 2-3 dagá á viku og hafa nú þegar notað stór- an hluta af rétti sínum til atvinnu- bóta, sem eru 180 dagar á 12 mánaða tímabili. Atvinnuleysisbæturnar eru misjafnar, allt eftir því hvað kon- urnar hafa unnið lengi, og eru frá 25% upp í 100% af kaupi. Al- gengt er að þær nái um 70% í atvinnuleysisbætur. Héðan úr byggðarlaginu hafa verið seldir 3 togarar á síðasta ári og um 7 togarar á síðustu árum. Nú er ekki rekið nema eitt frysti- hús hér í Keflavík, og það gengur ekki með fullum afköstum. Nú hefur öllum konum í fiskverkun á félagssvæðinu verið sagt upp störfum vegna verkfallsins, og það er ekki hægt að segja annað en að neyðarástand sé að skapast, sagði Guðrún Ólafsdótt- ir að lokum. ólg. AUGLÝSING UM INN LAUSNARVERÐ VERDTFhGGÐRA SRARISKÍRTEINA RÍKISSXÍ)DS FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ*) 1.000 KR. SKÍRTEINI 1982-1.fl. 01.03.1985 -01.03.1986 kr. 3.699,70 ** Innlausnarverö er höfuöstóll, vextir, vaxtavextir og veröbót. Innlausn spariskírteina ríkissjóös fer fram í afgreiðslu Seölabanka Islands, Hafnarstræti 10, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, febrúar 1985 SEÐLABANKI ÍSLANDS ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.