Þjóðviljinn - 27.02.1985, Side 6
AWINNUUF
Frá Ljósmæðraskóla
íslands
Kennsla hefst í Ljósmæðraskóla íslands 2. september
1985.
Inntökuskilyrði eru próf í hjúkrunarfræði.
Umsóknir sendist skólastjóra Ljósmæðraskóla ís-
lands fyrir 1. júní nk. ásamt prófskírteinum og
heilbrigðisvottorði.
Umsóknareyðublöð fást í skólanum.
Nánari upplýsingar eru veittar í skólanum á mánu-
dögum frá kl. 9 - 16 og fimmtudögum kl. 13 - 16.
Reykjavík, 15. febrúar 1985.
Skólastjóri.
26. leikvika - leikir 23.2 1985
Vinningsröð: 22X-1 1 1-22X-XX1
1. vinningur: 12 réttir, kr. 131.965,-
976 38717(4/11) 42281(4/11)
2. vinningur: 11 réttir, kr. 3.029,-
221 11092 35716 42229 57583 87392 92946
227 19258 35721 45380 58524 87780(2/11)93482+
1691 19285 36079 48638+ 62000+ 88381 95051
6621 35366 36340 49123+ 62839 88515 95375
6862 35624 38612 49153+ 85354 90166+
9985 35708 39733 57092+ 87127 90504(2/11)
10844+ 35713 39833 57096+ 87390 90573
Kærufrestur er til 18. mars 1985 kl. 12.00 á hádegi. Kærur skulu vera
skriflegar. Kærueyðublöð fást hjá umboðsmönnum og á skrifstofunni í
Reykjavík. Vinningsupphæðir geta lækkað, ef kærur verða teknar til
greina.
Handhafar nafnlausra seðla (+) verða að framvísa stofni eða senda
stofninn og fullar upplýsinc 'r um nafn og heimilisfang til Getrauna fyrir
lok kærufrests. *
GETRAUNIR - iþróttamiðstöðinni - REYKJAVÍK
ATH:. 27. leikvika - 2. mars 1985
Leikurinn ARSENAL - WEST HAM hefst kl.11.30.
Útfylltir seðlar verða að hafa borist fyrir þann tíma.
GETRAUNIR
1X2 1X2 1X2
Notum ljós
í auknum mæli
— í ryki, regni,þoku
og sól.
UMFEROAR
RÁÐ
Lausar stöður
Eftirtaídar stöður eru lausar til umsóknar í heimspeki-
deild Háskóla íslands:
Dósentsstaða í frönsku.
Lektorsstaða í íslenskri málfræði
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins.
Umsóknir ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf um-
sækjenda, ritsmíðar og rannsóknir, svo og námsferil
og störf, skulu sendar menntamálaráðuneytinu,
Hverfisgötu 6,101 Reykjavík, og skulu þær hafa borist
fyrir 20. mars n.k.
Menntamálaráðuneytið,
19. febrúar 1985.
Gjöf
Jóns Sigurðssonar
Samkvæmt reglum skal veita fé úr sjóðnum Gjöf Jóns
Sigurðssonar „til verðlauna fyrir vel samin vísindaleg
rit og annars kostar til þess að styrkja útgáfur merki-
legra heimildarita". Heimilt er og að „verja fé til viður-
kenningar á viðfangsefnum og störfum höfunda, sem
hafa vísindarit í smíðum“. Öll skulu rit þessi „lúta að
sögu (slands, bókmenntum þess, lögum, stjórn og
framförum".
Verðlaunanefnd Gjafar Jóns Sigurðssonar auglýsir
hér með eftir umsóknum um fjárveitingar úr sjóðnum.
Skulu þærstílaðartil verðlaunanefndarinnar, ensend-
ar forsætisráðuneytinu, Stjórnarráðshúsi, 101
Reykjavík, fyrir 15. apríl n.k.
Umsóknum skulu fylgja rit, ritgerðir eða greinagerðir
um rit í smíðum.
Reykjavík, 22. febrúar 1985.
Verðlaunanefnd Gjafar Jóns Sigurðssonar
Bjarni Guðnason
Magnús Már Lárusson
Sigurður Líndal
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 27. febrúar 1985
Fast þeir sóttu...
að byggja á Helguvík vinnur nú
her manns, og er langt komið
með að byggja undirstöður
tveggja risastórra olíutanka, auk
þess sem búið er að reisa dælu-
hús, sem er að stærstum hluta
neðanjarðar. Samkvæmt skýrslu
Öryggismálanefndar er áætlað að
olíugeymarnir í Helguvík muni
kosta um 4,9 miljarða króna.
Höfnin sem þar verður byggð
mun kosta aðra tvo miljarða sam-
kvæmt sömu heimild.
Þá er langt komið byggingu 9
sprengjuheldra flugskyla, sem er
áætlað að kosta muni yfir 800
miljónir króna.
271 miljón
í flugstöð
Á fjárlögum fyrir árið 1985 er
áætlað að verja 271 miljón króna
til flugstöðvarbyggingar á Kefla-
víkurflugvelli, sem er að hluta til
byggð fyrir bandarískt fé. t*jóð-
viljamenn komu á staðinn í fyrra-
dag og voru framkvæmdir í full-
-<um gangi. Er hér um gríðarlegt
mannvirki að ræða eins og með-
fylgjandi myndir gefa einhverja
hugmynd um. Auk framan-
greindra framkvæmda hafa
bandaríkjamenn sett fram áætl-
anir um að byggja á Keflavíkur-
flugvelli sprengihelda stjórnstöð,
sem á að geta staðið af sér eitur-
efnahernað í 7 daga, og er áætlað
að bygging hennar kosti um 2,3
miljarði króna. Þess má því
vænta að þótt hinir stoltu sjó-
sóknarar af Suðurnesjum kunni
að neyðast til að leggja árar sínar
í bát, þá sé ekki öll von úti um að
þeim bjóðist vinna á næstunni hjá
Kanarium. Áformað er að fram-
kvæmdum í Helguvík ljúki í byrj-
un næsta áratugar, og þess er að
vænta að aðrar framkvæmdir í
kringum herstöðina muni ganga
greitt fyrir sig, þar sem ekki mun
fjármagnsskortinum þar fyrir að
dreifa. Spurningin er bara hvað
hinir stoltu sjósóknarar eiga að
taka sér fyrir hendur þegar hern-
aðarframkvæmdum lýkur og
skipin eru annað hvort brotin eða
seld.
Við þessar aðstæður minntu
sjómenn á Suðurnesjum blaða-
mann Þjóðviljans á þau ummæli
sjávarútvegsráðherra á síðasta
fiskiþingi, að ef draga ætti saman
í útgerð, þá skyldi það gert á suð-
vesturhorninu, þar sem framboð
á annarri atvinnu væri fyrir
hendi. Voru það hernaðarfram-
kvæmdirnar sem sjávarút-
vegsráðherrann átti við?
úlg.
Hraðfrystihús
Keflavíkur
Sigríður Þráinsdóttir:
Fiskverkunarkonur í
Keflavík búa við ótrygga atvinnu.
Unnið á
háiíum
afköstum
Hráefnisskortur
hamlar
starfseminni
Hraðfrystihús Keflavíkur er
eina frystihúsið, sem nú er starf-
rækt í Keflavík. Á síðast ári voru
þau tvö, og fyrir nokkrum árum
mun fleiri. Hraðfrystihúsið í
Keflavík vinnur hins vegar aðeins
með hálfum afköstum að sögn
Karvels Heiðarssonar verkstjóra,
og stafar það eingöngu af
minnkandi framboði á fiski eftir
að búið er að selja úr byggðar-
laginu skip, sem samanlagt höfðu
um 9000 tonna aflakvóta.
Það var verið að verka karfa á
Rússlandsmarkað og Banda-
ríkjamarkað þegar Þjóðvilja-
menn komu í fiskverkunarsalinn
og hitti að máli þau Sigríði Þrá-
insdóttur trúnaðarmann í bónus-
vinnunni og Karvel Heiðarsson
verkstjóra.
Karvel Heiðarsson verkstjóri: Eftir að skipin voru seld úr Garðinum er ekkert
framboð á aukafiski.
Sigríður sagði að almennt væri
atvinnuástandið mjög slæmt fyrir
fiskverkakonur í Keflavík, þótt
þær mættu teljast heppnar, sem
ynnu hjá Hraðfrystihúsinu. Þær
voru þó í stoppi frá 17. desember
til 9. janúar. Nú væri unnið frá 8
til 5 um eftirmiðdaginn, en
vinnslu verður hætt í lok þessarar
viku vegna verkfallsins. Áðspurð
sagðist Sigríður ekki geta sagt til
um hversu langt stoppið yrði, en
það tæki togarana alltaf viku til
tíu daga að ná inn afla eftir að
skrifað hefði verið undir samn-
inga.
Karvel Heiðarsson verkstjóri
sagði að vinnusalurinn væri ekki
hálfnýttur, enda hefði framboð á
hráefni stórminnkað við að skip-
in í Garðinum voru seld úr byggð-
arlaginu. Nú vinna um 60 konur
að staðaldri í Hraðfrystihúsinu í
Keflavík, og er um 40 heilsdagss-
törf að ræða, þar sem sumar kon-
ur vinna bara hálfan daginn.
í vinnslusalnum var japanskur
umboðsmaður að fylgjast með
vinnslunni. Við spurðum Karvel
hvort þeir væru farnir að selja
karfa til Japans.
- Nei, ekki ennþá, en það
standa vonir til þess að sá mark-
aður fari að opnast. Þeir vilja
kaupa karfann heilfrystan og
hafa hann eldrauðan. íslenski
karfinn hefur hins vegar ekki
þann lit, sem þeir hafa viljað, það
er hreinlega um aðra karfategund
að ræða, og ég held að þeir séu að
átta sig á þessu. Það ætti að ráðast
á næstunni, hvort af samningum
getur orðið. ólg.