Þjóðviljinn - 27.02.1985, Síða 9

Þjóðviljinn - 27.02.1985, Síða 9
TÓNUST Af IBilli tvfund Spunaverksmiðjan í Félagsstofnun stúdenta um síðustu helgi Um síðustu helgi var haldin spunasmiðja í Félagsstofnun stúdenta, sú fyrsta hér á landi. Að þessum ágætatónlistar- viðburði stóð hljómsplötuút- gáfan Gramm í samvinnu við erlendaaðila. Á síðustu árum hafa komið hingað frá Bandaríkjunum nokkrir afkomendur frjálsdjass- ins og ber hæst Art Ensemble of Chicago og tríóið Air. Þó að nokkrir hinna evrópsku spuna- manna hafi komið hingað áður, er þetta í fyrsta sinn sem tækifæri gefst til að hlusta á breiðan hóp tónlistarmanna úr hinum evr- ópska afleggjara frjálsdjassins. Nú er liðinn aldarfjórðungur síð- an nokkrir djassmenn í Banda- ríkjunum hófu þá byltingu sem stóð í mestum blóma í kringum miðjan sjöunda áratuginn og fólst í fyrstu í því að leika atónalt, hljómar, skalar fóru fyrst á rusl- ahauginn og síðar fastur ryþmi. Blúsinn léku þeir þó áfram og Turnaround Ornette Colemans er með bestu blúslínum. Þeir spunamenn sem léku í FS um helgina meðtóku boðskapinn ungir og hafa leikið þessa tónlist í tvo áratugi. Tónlistin hefur breyst, hún er evrópskari en fyrr; þegar trompetleikarinn úr Art Ensemble of Chicago fór að huga að rótum sinnar tónlistar komu fram bandarískir negrasálmar, vinnusöngvar, blús og bebop, sbr. Back to the roots sjóið sem hann fór með víða um lönd; hinn miðevrópski tónlistararfur er annarrar ættar. Mér þótti þess gæta nokkuð hjá píanóleikurun- um, sérstaklega hvað ryþmík snerti. Seiðandi spunagaldur Það var píanóleikarinn Fred van Hove sem opnaði hátíðina með klukkustundarspuna. Hann fléttaði saman mörgum tilbrigð- um í leik sínum; það sem ein- kenndi hann helst voru mjög perkússívur ásláttur (trommara- legur í vondri þýðingu), þrástef og ómstríðustu tónbilin, allt framborið af miklum krafti. Á- slátturinn takmarkaðist ekki við hljómborðið, heldur fylgdi mikið trommusóló ofan í flyglinum við mikla hylli Ijósmyndara. Glöggur maður hefur skýrgreint spuna- TÓMAS EINARSSON ^ ^ V V tónlist sem músík er fari mitt á milli Gérard Chinottis (sem lengi kynnti bandarískan frjálsdjass í útvarpi) og Þorkels Sigurbjörns- sonar tónskálds. Fred van Hove stóð nær Þorkeli. Kvartett þeirra Heinz Becker (trompet), Irene Schweizer (pí- anó), Peter Kowald (kontra- bassi) og Paul Lovens (tromm- ur), byrjaði á öllu útopnuðu. Hollenski píanóleikarinn Fred van Hove leikur listir sínar. (Mynd: E.ÓI.) Trompetinn í efsta registrinu, Kowald strauk hæstu tóna bass- ans af mikilli leikni og Lovens rak bandið svo hörkulega áfram að flísar flugu úr kjuðunum. í sam- leiksköflunum heyrðist skiljan- lega lítið í píanóinu, nema þegar dró úr fartinni. Þá blés Becker temprað, Lovens tók upp sög og strauk boga af mikilli hind og meðlimir bandsins gáfu sér tíma til að hlusta hver á annan. Það sem helst mátti finna að leik þessa kraftmikla kvartetts var skortur á dýnamík, þ.e. uppbygg- ingin var hratt og kraftmikið - hægt og ljóðrænt og þannig alltaf til skiptis. Skiptin þar í milli voru allbrött og virtist mér Lovens helsti fljótur að reka meðspilara sína upp í efsta registrið. Síðasta atriðið á föstudags- kvöld var leikur Peter Brötz- manns, saxófón- og klarinettu- leikara. Það var í stuttu máli sagt glæsilegur hápunktur kvöldsins og reyndar hátíðarinnar. Leikur Brötzmanns hefur verið nefndur tevtónskur og þar vísað til hins villimannlega krafts sem ein- kennir hann. Það er bæði satt og rétt, en krafturinn gerir engan að snillingi, þar ræður úrvinnslan. Tónn Brötzmanns er ótrúlega mikill og víbratóið magnaði hann enn frekar. Það var farið bæði ótrúlega lágt og í yfirtónana án sýnilegrar fyrirhafnar. En leikur Brötzmanns var meira en sýning á óvenjulegri tónmyndun; hann blés hægt og dramatískt og óf sig hægt og sígandi upp í villtustu org og lék ryþmískt meira eggjandi en aðrir gestir hátíðarinnar. Tónlistin var vel uppbyggð og algerlega laus við tilgerð; í fáum orðum sagt seiðandi spunagald- ur. íhugun og tryllingur Ulrchh Gumpert lék fyrstur síðara kvöldið. Hann hafði leikið mjög skemmtilega með Brötz- mann undir lokin á föstudag og hafði brugðið fyrir jazzblæ í spil- inu. Sólótónleikar hans voru aft- ur á móti innhverfari íhugun og byggðust mest á ýmis konar þrástefjum. Allur leikur Gum- perts einkenndist af sparneytni og einfaldleik. Tríó píanóleikar- ans Alexanders von Schlippen- bach lagði hins vegar höfuðá- herslu á kraftinn og þandi sig í demónskar hæðir. Trommuleik- arinn var sá sami og kvöldið áður og þó Lovens sé bæði teknískur og hugmyndaríkur þá var hann heldur snöggur að koma þeim Evan Parker saxófónleikara og von Schlippenbach upp á háa céið. En þótt byggingin væri þannig dálítið köntuð, var hinn tryllingslegi og ákafi leikur þrem- enninganna áhrifamikill. Píanóleikarinn Irene Schweiz- er galt þess nokkuð að koma síð- ust í þessari röð, fjögurra tíma spuni reynir á eyru og ein- beitingu. Schweizer er gamal- reynd í faginu og lék af miklu ör- yggi allan tímann. Hún sýndi ekki aðeins mikinn briljans á hinu hefðbundna hljómborði, heldur skreið líka ofan í flygilinn og strauk strengi þar og barði. Leik Schweizers var vel tekið af áheyrendum, sem voru þó nokkr- ir bæði kvöldin en hefðu að skað- lausu mátt vera fleiri. Velkomin Kathleen Kathleen Bearden, fiðla og Snorri Sigfús Birgisson píanó. Tóneikar í Norræna húsinu 23. febrú- ar s.l. Efnisskrá: Franz Schubert: Sónatína í g moll Eugene Ysaýe: Sónata nr 4 op. 27 Igor Stravinsky: Suite Italienne Charles Ives: Sónata nr. 2 Kathleen Bearden fiðluleikari og Snorri Sigfús Birgisson píanó- leikari héldu tónleika í Norræna húsinu 23. þ.m. Þetta voru fyrstu tónleikar Kathleen hér á landi, en hún fluttist til íslands fyrir tæpum 2 árum og kennir hún fiðluleik við Tónlistarskólann í Kópavogi og Nýja tónlistar- skólann í Reykjavík. Það skal segjast strax að þessir tónleikar voru sérlega ánægjulegír og hjálpast allt að, ágæt efnisskrá og lífleg spilamennska. Tónleikarnir hófust á Sónatínu í g moll op. 137 nr. 3 eftir Franz Schubert. Það var eins og að fiðl- uleikarinn væri ekki alveg búin að „hita“ sig upp í sónatínunni. Tónninn var dálítið mattur og samræmi ekki alveg nógu gott milli fiðlu og píanós, en þettalag- aðist allt þegar á tónleikana leið sem sýndi að þetta voru aðeins byrj unarerfiðleikar. Næst lék Kathleen Bearden Sónötu nr. 4 op. 27 eftir belgíska fiðlusnilinginn Eugene Ysáýe sem samin er fyrir einleiksfiðlu. Hér náði Kathleen Bearden sér verulega á strik og lék hún glæsi- lega þessa erfiðu en jafnframt bráðfallegu sónötu. Eftir hlé léku þau Bearden og Snorri Sigfús Suite Italienne eftir Igor Stravinsky. Þessi svíta sver sig í ætt við Pulcinella svítuna, þar sem tónskáldið byggir á verk- um ítalskra meistara frá 18. öld (Pergolesi t.d.) og gerir það með sínum sterka persónulega stíl svo úr verður bráðskemmtileg og falleg svíta, sem Kathleen og Snorri léku af miklu fjöri og næmum tónlistarsmekk. Að endingu var Sónata nr. 2 eftir ameríska tónskáldið Charles Kathleen Bearden fiðluleikari: „Mikill fengur að því að fá hana til starfa". Ives. Ives er eitt sérkennilegasta tónskáld Bandaríkjanna. Hann er eins og sprottinn upp úr amer- ískri mold. Allt sem hann skrifaði á rót sína að rekja til mannlífsins í Bandaríkjunum, siða og tónlistar og má heyra í tónlist Ives endur- óm úr þessum iðandi ntenningar- straumi í mótun. Önnur sónata Ives fyrir fiðlu og píanó var hér engin undantekning. Þættir heita „Autumn“, „In the barn“ og „The revival“ og er málandi lýs- ing á sveitasælunni í Nýja Eng- landi. Sónatan er mjög skemmti- leg og fallegt verk sem Kathleen Bearden og Snorri Sigfús Birgis- son túlkuðu frábærlega vel. Eins og hér kemur fram, er Kathleen Bearden ágætur fiðlu- leikari og býð ég hana velkomna í hóp annarra ágætra íslenskra tón- listarmanna og er mikill fengur í því að fá hana hér til starfa. Snorri Sigfús Birgisson lék sitt hlutverk afbragðsvel. R.S. Minnisstœðir tónleikar Sinfóníuhljómsveit íslands, hljómleikar í Háskólabíói 21. febr. 1985 Stjórnandi Klauspeter Siebel Einleikari Guðný Guðmundsdóttir Efnisskrá: Jón Nordal: Langnætti W.A. Mozart: Fiðlukonsert nr. 5 í A dúr (K219) P.I. Tjsaíkovskí Sinfónía nr. 6 í h moll (Pathétique) Það var allt til að gera þessa tónleika minnisstæða, efnis- skránin, stjórnandinn og ein- leikarinn. Tónleikarnir hófust á verki eftir Jón Nordal „Lang- nætti“ en það er samið að beiðni Sinfóníunnar í tilefni af 25 ára af- mæli hennar 1975 og var frum- flutt 20. febr. það ár. Það var gaman að fá að heyra þetta verk aftur sem er einkennandi fyrir stíl Jóns, en hann er ef til vill persón- ulegasta tónskáld sem við eigum. Hann fer sínar eigin leiðir í hljómsveitarritun og er alltaf auðþekkjanlegur þeim sem hafa kynnst stíl hans. Þetta verk er ekki frábrugðið öðrum verkum Jóns hvað vinnubrögð snertir. Vandvirkni og rík tilfinning fyrir hinum „hreina“ hljómsveitartón eru hans aðalsmerki. Jón notar mikið obligato piano í verkum sínum sem gefa þeim alveg sér- stakan blæ. Snorri Sigfús Birgis- son lék á píanóið og gerði það mjög vel. Áfbragðs gott verk. Næst á efnisskránni var fiðlu- konsertinn í A dúr K 219 eftir Mozart. Einleikari var Guðný Guðmundsdóttir konsertmeist- ari. Hún er skapmikill fiðlu- leikari með breiðan og þrunginn tón ásamt vissri ágengni (í góðri merkingu) í spilamáta sem nýtur sín sérlega vel í rómantískum og nýrri verkum. Hún lék konsert- inn fallega og af miklu öryggi, en mér fannst vanta dálítið á hið „blíða og barnslega" sem óhætt er að tengja við þennan yndislega konsert. Hljómsveitin lék sitt hlutverk vel undir góðri stjórn Klauspeter Siebel. Eftir hlé var flutt hin stór- brotna Pathétique sinfónía nr. 6 í h moll eftir P.I. Tsjaíkovskí. Það er engum blöðum um það að fletta, að þessi svanasöngur hins rússneska jöfurs er ein áhrifa- mesta og geníalasta sinfónía allra tíma. Hún stendur við hlið mestu meistaraverka í sinfónískri tónlist og eru engin ellimörk að finna á þessu sérstæða meistaraverki. Sinfóníuhljómsveitin bætti enn einni fjöður í hatt sinn með góð- um leik undir afbragðs stjórn Klauspeter Siebel. Allar styrk- leikabreytingar og tempo voru sannfærandi og hinn tragiski tónn ásamt ofsafengnum ástríðum sem sinfónían er svo rík af komust mjög vel til skila. Hrifning áheyrenda var mikil og ætlaði lóf- aklappinu aldrei að linna í lok tónleikanna. R.S. Miðvikudagur 27. febrúar 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.