Þjóðviljinn - 27.02.1985, Blaðsíða 13
VIÐHORF
Lánskjaravísitalan
eftir Olaf Jónsson
Ef stjórnvöld
bregðast ekki við af myndugleik
og með margvíslegum
ráðstöfunum, er veruleg hætta á að
erfiðleikarnir
breytist í verðhrun.
í þeim umræðum sem fram
hafa farið að undanförnu í fjöl-
miðlum og meðal almennings um
vandamál húsbyggjenda og ann-
ara sem skulda verðtryggð lán
virðast næstum allir sammála um
að ástandið sé að verða óviðun-
andi.
Þúsundir einstaklinga sem
keypt hafa íbúðir eða byggt á síð-
astliðnum árum sjá nú fram á
mikla erfiðleika eða gjaldþrot og
missi eigna sinna. Um ástæðurn-
ar fyrir þessu ástandi eru menn
ekki eins sammála þó að flestir
viðurkenni að samdráttur í at-
vinnulífinu og óviðunandi launa-
kjör valdi þar mestu.
Að sjálfsögðu hafa margir ver-
ið djarfir í lántökum og ekki
raunhæfir í áætlunum um
greiðslubyrði lána, en flestir voru
tilneyddir að byggja eða kaupa
íbúð fyrir sína fjölskyldu. Um
aðra kosti hefur ekki verið að
ræða í húsnæðismálum.
Ef stjórnvöld bregðast ekki við
af myndugleik og með margvís-
legum ráðstöfunum til aðstoðar
við einstaklinga í þessum erfið-
leikum sem nú blasa við, þá er
veruleg hætta á því, að erfiðleik-
arnir breytist í verðhrun og veru-
legar eignatilfærslur í þjóðfé-
laginu. Verður þá þröngt fyrir
dyrum hjá mörgum sem nú þegar
eru með bogið bak eftir íbúðar-
byggingar.
Ráðgjafarþjónusta og viðbót-
arlán Húsnæðisstofnunar ríkisins
eru jákvæðar og sjálfsagðar ráð-
stafanir, en fleira þarf að gera ef
forða á lántakendum frá þeim
erfiðleikum sem við blasa. Eitt af
því sem gera þarf nú þegar er að
breyta svonefndri lánskjaravísi-
tölu, sem almennt er nú kölluð
ránskjaravísitala. Þegar hún var
upp tekin samkvæmt tillögu frá
Seðlabanka íslands árið 1979
virtist hún ekki óeðlilega upp
byggð, og fyrstu þrjú árin náði
hún þeim tilgangi að verðtryggja
lánsfé, bæði innstæður og útlán
nokkurnvegin í samræmi við
verðlag fasteigna og byggingar-
kostnað í landinu. f>að jafnvægi
og hófleg vaxtastefna var á góð-
um vegi með að sætta þjóðina við
þá illu nauðsyn að verðtryggja
allt lánsfé í ótryggu efnahagsást-
andi og verðbólgu.
Með efnahagsráðstöfunum og
stjórnarháttum núverandi ríkis-
stjórnar hefur þessu jafnvægi ver-
ið raskað mjög verulega. Vegna
lækkunar á niðurgreiðslum á
matvöru og vegna skattlagningar
á nauðsynjavörur og þjónustu
hefur framfærsluvísitalan hækk-
að miklu hraðar en byggingar-
kostnaður. Á sama tíma hefur
verðlag fasteigna lækkað að
raungildi. Svo sem kunnugt er þá
er lánskjaravísitalan byggð upp
að 2/3 hlutum með framfærsluvís-
itölunni og að 1/3 hluta með vísi-
tölu byggingakostnaðar. f>ví hef-
ur lánskjaravísitalan hækkað öll
lán mjög verulega umfram verð-
lag fasteigna, sem þau áttu þó
fyrst og fremst að miðast við.
Sem dæmi um þetta mikla mis-
ræmi má nefna að lán sem tekið
er óþolandi
var í febrúar 1983 að fjárhæð
1.000.000 krónur og enn ekki ver-
ið greitt af, hefur hækkað sam-
kvæmt vísitölu byggingarkostn-
aðar í kr. 1.850.000.
Framreiknað með vísitölu láns-
kjara hefur sama lán hækkað í
kr. 2.050.781
Mismunurinn er kr. 200.781.
í sama hlutfalli hækkar svo
lánskjaravísitalan árlegar afborg-
anir og verðbætur af láninu. Við
þetta bætist svo sá baggi að raun-
vextir hafa hækkað á sama tíma
úr 2% í 5% á verðtryggðum lán-
um.
Þessar vaxtahækkanir og sú
hækkun verðbóta sem lánskjara-
vísitalan veldur, umfram verð-
hækkun fasteigna í landinu,
jafngildir því að lántakendur
greiði nú 15% raunvexti af lánum
sínum. Slíkt vaxtaokur þolir að
sjálfsögðu enginn húsbyggjandi
eða venjulegur atvinnurekstur.
Til þess að sýna hvert þessi þró-
un stefnir væri æskilegt að setja
upp línurit til frekari skýringa.
Ef einhver heldur að hér sé að-
eins um verðsveiflu að ræða sem
jafnist út á nokkrum tíma þá vil
ég benda á þann ásetning
stjórnvalda að taka hér upp virð-
isaukaskatt sem leggst af fullum
þunga á allar matvörur og stór-
hækkar þar með framfærsluvís-
itöluna.
Niðurstaða þessara hugl-
eiðinga er því sú að lánskjaravísi-
talan eins og hún er nú byggð upp
sé óþolandi og að henni verði að
breyta nú þegar. Tillögur um
nýja lánskjaravísitölu verða að
bíða eftir næsta pistli.
___Lán að fjárhæð kr. 1.000.000
tekið í febr. 1983 er nú:
framreiknað með vísitölu byggingarkostnaðar 185/100 kr. 1.850.000
framreiknað með vísitölu lánskjara 1050/512 kr. 2.050.781
Mismunur kr. 200.781
Ef skuld Byggingasjóðs ríkisins við Ríkisábyrgðarsjóð og Seðlabankann, sem
um síðustu áramót var 1 miljarður króna, hefði staðið óhreyfð frá febr. 1983 til
febr. 1985, hefði hún hækkað 200 miljónum meira framreiknuð með vísitölu
lánskjara en samkvæmt vísitölu byggingarkostnaðar
MINNING
Ámi Bergmann Þórðarson
Fœddur 8. september 1919 - Dáinn 17. febrúar 1985
í dag kveðjum við elskulegan
föður, tengdaföður og afa með
miklum söknuði og trega í hjört-
um. Þegar slíkur harmur slær
okkur duga orðin ein skammt til
að lýsa tilfinningunum.
Pabbi, hann fæddist í Sæbóli á
Hellissandi. Móðir hans var Mar-
ía Sigurgeirsdóttir og faðir Þórð-
ur Arnason sjómaður. Missti
hann föður sinn kornungur.
Ekkjan sat nú uppi með stóran
barnahóp, sem á þeim árum var
býsna algengt á Hellissandi, þar
sem sjómenn reru á opnum bát-
um, beint út á úfið úthafið. í bar-
áttunni við Ægi konung í sínu æg-
ilegasta veldi fórnuðu margir
hraustir sjómenn lífi sínu, við að
sækja lífsbjörgina við kröpp kjör.
Konur og börn biðu í landi.
Var honum komið í fóstur hjá
þeim sæmdarhjónum Önnu
Kristínu Björnsdóttur og
Sveinbirni Pjeturssyni sjómanni,
er þá bjuggu í Skáleyjum. Þau lifa
nú fósturson sinn í hárri elli í
Stykkishólmi. Hún er 90 ára en
hann 94 ára. Með honum ólst upp
fóstursystir hans, Ólöf Hannes-
dóttir (Lóa), sem nú harmar fóst-
urbróður sinn. Þau reyndust hon-
um bestu foreldrar og sýndu hon-
um mikla ást og umhyggju.
í eyjunum sleit pabbi barns-
skónum við leik og störf. Á þess-
um árum urðu börn að vinna.
Heyjað var í landi (Gufudalssveit
og Múlasveit) á sumrum. Róið
var á opnum bátum um Breiða-
fjörðinn með fé því nýta varð
eyjabeitina vel. Hrís var sótt til
eldiviðar og komust þeir oft í
hann krappan á þessum árum.
Náið samband var ævilega milli
hans og fósturforeldra hans.
Um 1937 fluttist pabbi til
Reykjavíkur á heimili móður
sinnar að Bergþórugötu 31. Móð-
ir hans endurheimti son sinn sem
hún hafði saknað öll þessi ár.
Miklir kærleikar urðu með þeim
mæðginum ætíð síðan og systkin-
in voru geysilega samhent og
mikill kærleikur þeirra í milli.
Komu þau oft saman til að gleðj-
ast á hátíðarstundum. Nú síðast
hittust þau öll 5. janúar í jólaboði
og var pabbi sérstaklega ham-
ingjusamur þetta kvöld.
Mestu gæfuspor hans voru er
hann giftist mömmu í júlí 1945.
Mamma, Katrín Guðgeirsdóttir,
og pabbi áttu sérlega gott og far-
sælt hjónaband og áttu því láni að
fagna að geta staðið saman í góð-
ærum og á erfiðleikatímum, því
oft var lífsbaráttan erfið. Við
systkinin erum þrjú. Þeir bræður
mínir Kristbjörn og Þórður og
undirrituð. Pabbi var sjómaður á
yngri árum og starfaði síðan í
nokkur ár í gömlu Mjólkurstöð-
inni. Nú síðari ár starfaði hann
óslitið í 39 ár hjá Ó. Johnson &
Kaaber í kaffibrennslunni. Síð-
ustu 20 árin var pabbi búinn að
vera mikill sjúklingur og oft frá
vinnu þess vegna. Hafði hann oft
orð á því hversu vel þeir reyndust
honum í öllum þessum veikind-
um sínum. Aldrei drógu þeir af
honum laun öll þessi ár þrátt fyrir
margar og langar sjúkrahúslegur.
Hvöttu þeir hann til þess að taka
sumarleyfi á hverju sumri þrátt
fyrir veikindin. Það sem vel er
gert ber að þakka. Þeir gerðu
miklu meira en þeim bar og verð-
ur það aldrei fullþakkað. Ekki
má gleyma vinnufélögum hans
sem studdu hann öll þessi ár.
í Kópavogi reisti hann fjöl-
skyldu sinni hús. Var það meira
þrekvirki en margt ungt fólk nú á
tímum getur órað fyrir. Gerðust
þau ein af mörgum frumbyggjum
í Kópavogi 1953.
Hjá þeim ólumst við upp til
fullorðinsára, uns við stofnuðum
okkar heimili og eignuðumst
börn. 10. barnabarnið fæddist nú
14. febrúar. Pabbi lagði mikið á
sig til þess að sjá vel um fjöl-
skyldu sína. Barnabörnunum
sýndi hann mikla ræktarsemi,
sem honum einum var lagið.
Hann bókstaflega bar þau á
höndum sér. Bestu stundir okkar
voru um jólin í faðmi pabba og
mömmu.
Pabbi, þér þakka ég fyrir allt
sem þú gafst okkur af þínu mikla
örlæti. Læknum og hjúkrunarliði
vil ég þakka allt, sem þau gerðu
fyrir hann.
Guð vaki yfir þér og leiði í
himnasælu, elsku pabbi minn.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virzt mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(P. Foersom. - Sveinbjörn Egilsson).
Svanhildur Árnadóttir og fjölsk.
wm - ^ Utboð Bæjarsjóður Garðabæjar óskar eftir tilboðum í gerð innréttinga og innveggja tveggja deilda leikskóla við Kirkjulund í Garðabæ. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Garðabæjar, Sveinatungu, Garðabæ. Tilboðin verða opnuð mánudaginn 11. mars kl. 11.00 í fundarsal bæjarskrifstofunnar, Sveinatungu, Garða- bæ. Bæjartæknifræðingur.
Samstaða
Kennarar
slyðja
kennara
KÍ-menn hóta einnig
uppsögnum fáist ekki
kjarabœtur
„Menntamálaráðherra til-
kynnti framhaldsskólakenn-
urum um framlengingu upp-
sagnarfrests með aðeins 17
daga fyrirvara. Með því sýndi
ráðherra hlutaðeigandi kenn-
urum fádæma tillitsleysi og
draga verður í efa að ákvörð-
un ráðherra hafi verið
lögleg“. Hér talar stjórn
Kennarasambands íslands
(kennarar í BSRB) sem á laug-
ardag samþykkti ályktun um
stuðning við félaga í HÍK
(kennarar í BHM).
„KÍ skorar á félagsmenn að
styðja kennara í HÍK dyggilega",
segir í ályktun stjórnarinnar.
Með úrskurði kjaradóms um
breyttan launastiga hafi opnast
leið til að leiðrétta kjör ríkis-
starfsmanna. „í sérkjarasamn-
ingum HÍK mun ráðast hvort
stjórnvöld ætla að standa við gef-
in fyrirheit um bætt kjör og starfs-
réttindi kennara og girða þar með
fyrir upplausn í skólum landsins.
... Á næstunni mun því ráðast
hvort viðunandi lausn fæst á
kjara- og réttindamálum eða
hvort búast megi við enn víðtæk-
ari uppsögnum kennara“.
- m
ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13