Þjóðviljinn - 27.02.1985, Qupperneq 14

Þjóðviljinn - 27.02.1985, Qupperneq 14
MINNING Baldvin B. Skaftfell Baldvin var fæddur 28. apríl 1908 og var því kominn hátt á 77. árið þegar hann andaðist 19. þessa mánaðar eftir langvarandi veikindi og mánaða vist á sjúkra- húsi. Foreldrar hans voru Bjarni Þ.S. Skaftfell gullsmiður á Seyðisfirði og kona hans Þor- gerður Baldvinsdóttir. Um ætt og skyldmenni Baldvins er mér ann- ars með öllu ókunnugt. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1930, hugði fyrst á nám í læknis- fræði, en hvarf frá því og sneri sér að tækninámi, rafmagnsfræði og sótti m.a. 1937 námskeið í iðn- fræðaskóla þriggja verkfræðinga í Reykjavík sem mun hafa verið fyrsti vísir að tækniskóla hér- lendis, en árið 1934 hafði hann hafið störf hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Við þá stofnun vann hann til 1976, að hann fór á eftirlaun. Fyrstu árin var hann við uppsetningu og viðhald spennistöðva, síðar við afgreiðslu heimtauga. Því verkefni, sem var í hans höndum, mun hafa þótt borgið. Ekki urðu þessi störf Baldvins til kynna okkar, heldur sameigin- legt áhugamál, alþjóðamálið esp- eranto. Honum fór sem fleirum þeim sem sáu og skildu á kreppu- árunum upp úr 1930, hvílíkur þröskuldur í vegi friðar og skiln- ings meðal þjóða skorturinn á sameiginlegu hlutlausu hjálpar- máli er. Þar þótti honum verk að vinna og brást ekki því sem hann taldi skyldu sína. Hann sótti nám- skeið í esperanto hjá Þórbergi Þórðarsyni og gerðist fljótlega mjög fær í málinu. Þegar á öðrum vetri eftir komuna til Reykjavík- ur gekk hann í esperantistafé- lagið sem starfaði hér 1927-38. Þar tók hann mikinn þátt í fé- lagsstörfum og var meðal annars ritari félagsins, en fyrst sé ég hans getið í fundargerðarbók í maí 1932. Þá flytur hann erindi á fundi og ári síðar talar hann um sjálfan Gleðileikinn guðdómlega eftir Dante, en esperantoþýðing kom út það ár í Búdapest. A þess- um fundi sér formaður félagsins, Þórbergur Þórðarson, sérstaka ástæðu til að lofa málakunnáttu KVENNASTEFNA 9. og 10. mars Konur í Alþýðubandalaginu gangast fyrir kvennastefnu 9. og 10. mars í Ölfusborgum. Dagskrá: Laugardagur 9. mars Kl. 10.45 1. Atvinnu- og kjaramál Atvinnuþróun Framsaga: Vilborg Harðardóttir og Sigríður Stefánsdóttir Kynskiptur vinnumarkaður Framsaga: Guðrún Ágústsdóttir Er verkalýðshreyfingin orðin áhrifalaus um tekjuskiptingu í þjóðfélaginu? Framsaga: Margrét Pála Ólafsdóttir. Almennar umræður Kl. 12.30 Matarhlé Kl. 14.00 2. Staða heimavinnandi fólks Lífeyrismál - Fæðingarorlof - Skatta- mál Framsaga: Adda Bára Sigfúsdóttir Almennar umræður Kl. 15.00 Starfshópar um ofangreind dagskrármál. Kl. 16.00 Kaffihlé Kl. 16.30 Hópar starfa áfram Kl. 17.15 Skýrslur starfshópa - umræður - af- greiðsla Kl. 19.00 Kvöldmatur Sunnudagur 10. mars Kl. 9.00 Morgunverður Kl. 9.30 1. Baráttuleiðlr kvenna Hugmyndafræði kvennahreyfinga Framsaga: Rannveig Traustadóttir Kvennaflokkar eða baráta kvenna í sósíalískum flokkum Framsaga: Álfheiður Ingadóttir Þverpólísk samvinna Framsaga: Guðrún Helgadóttir Kl. 10.00 Almennar umræður Kl. 11.00 2. Störf kvenna í AB - Kvennafylkingin - Fundaröð í vor Framsaaa: Þuríður Pétursdóttir og Kristín Á. Ólafsdóttir Almennar umræður Ki. 12.00 Matarhlé Kl. 13.00 Starfshópar um ofangreind dagskrármál Kl. 14.15 Skýrslur starfshópa - umræður - af- greiðsla Kl. 15.30 Ráðstefnuslit - Kaffi KOSTNAÐUR: Flokkurinn greiðir helming fargjalds fyrir þær sem greiða verulegan ferðakostnað. Vegna mismunandi ferðakostnaðar á að jafna kostnaði af húsnæði og fæði niður. Þær sem styst eiga að fara borga því mest fyrir þær þarfir. Selt er fullt fæði, en einnig er hægt að taka með sér mat og elda í húsunum. Greiðslur verða þannig: Þær sem greiða verulegan ferðakostnað: Þær sem greiða verulegan ferðakostnað: Þær sem EKKI greiða verulegan ferðakostnað: Þær sem EKKI greiða verulegan ferðakostnað: 500 kr. Okr. 2.000. kr. 1.000. kr. fullt fæði án fæðis fullt fæði án fæðis Kvennastefna er opin öllum konum í Alþýðubandalaginu og öðrum stuðningskonum flokks- ins. Þær sem hafa í huga að taka börn með eru beðnar að taka það fram við þátttökutilkynningu. Undirbúningsgögn hafa verið send Alþýðubandalagsfélögunum úti á landi. Þátttak- endur úr Reykjavík, Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði og af Seltjarnarnesi þurfa að nálgast þau á skrifstofunni. TILKYNNIÐ ÞÁTTTÖKU FYRIR 1. MARS í SÍMA 91-17500. Baldvins. Kunnáttu í esperanto notaði Baldvin sér að sjálfsögðu í samskiptum við útlendinga, og hann sat í undirbúningsnefnd undir alþjóðaþingið í Reykjavík 1977, en það þing sóttu um eða yfir 1100 esperantomælandi fólk víðs vegar úr heiminum. Þá var í mörg horn að líta og ekki lá Bald- vin á liði sínu. Nokkra áratugi var hann ævifélagi í alþjóðasam- tökum esperantista, og þau hjón- in sóttu allmörg alþjóðaþing þeirra, sem eru haldin árlega víðs vegar um lönd. Hér eru annars ekki tök á að rekja störf Baldvins í esperanto- félögunum í Reykjavík. Hann var ritari gamla félagsins frá 1933 og um 1950 gerðist hann virkur félagi í Esperantistafélaginu Aúroro sem var stofnað 1944, og lagði þar margt gott til, þýddi ljóð, smásögur o.s.frv.. Ekki veit ég hvenær hann fór fyrst að þýða úr íslensku á esperanto, en nú vildum við eiga fleiri þýðingar frá hans hendi. Þær bera merki snill- dar. Á árum gamla félagsins kom fram hugmynd um sýnisbók ís- lenskra bókmennta í þýðingu á alþjóðamálinu, jafnvel mun skipulag hennar hafa verið rætt. Nú erum við þó skrefi nær því marki en brautryðjendurnir á þessum árum. Ótalið er þó mesta afrek Bald- vins í þágu esperantohreyfingar- innar. Arið 1956 afhenti hann henni að gjöf handrit að íslensk- esperanto orðabók. Ýmsir erfið- leikar voru á útgáfu. Samt tókst að koma henni út, þótt útgáfu lyki ekki fyrr en níu árum seinna, 1965. Þá kom í ljós hvílílkt stór- virki hér er um að ræða, 480 síður í venjulegu orðabókarbroti. Orðavalið er gott og þýðingar öruggar og markvissar, en það er brýnt í bók sem á að geta verið hjálpartæki til að kynna íslenska menningu meðal fólks af öðrum og gerólíkum menningarsvæðum sem hefur litla aðra möguleika á að kynna sér hana. - Á fundinum í Aúroro þegar Baldvin afhenti handrit sitt, var fámennt, aðeins 16 mans, og mun Baldvin vera hinn áttundi þeirra sem kveður okkur. í þakklætis- og virðingar- skyni fyrir þetta verk var Baldvin síðar gerður að heiðursfélaga ís- lenska esperanto-sambandsins. Konu sinni, Grétu M. Jóels- dóttur trésmiðs í Reykjavík Þor- leifssonar, kvæntist Baldvin árið 1936. Það var gott að koma á heimili þeirra við Barmahlíð hér í bænum. Þar áttu fegurð og hlýja völd. Börn þeirra urðu tvö, Þor- geir og Sigríður, og síðar bættust við barnabörn og barnabarna- börn, en ekki veit ég um afkom- endafjöldann. „Það vita þeir, sem reynt hafa, að orðabókarstarf er seinunnið og erfitt", segir Freysteinn Gunn- arsson í formála að orðabók sinni 1926. Undir það munu kunnugir taka. Með það í huga er þetta verk Baldvins enn meira. Þetta var eljustarf unnið öll kvöld og allar helgar frá því snemma árs 1949 fram í júní 1956. Slíkt verk vinnur enginn án siðferðilegs stuðnings heimilisins, og fyrir þann stuðning þakka esperantist- ar fjölskyldu Baldvins. Ég minnist með ánægju sam- starfsins við Baldvin að sameigin- legum áhugamálum, mannsins sjálfs og kynnanna við heimili hans með virðingu og þökk, um leið og ég leyfi mér að flytja öllum ástvinum hans samúðar- kveðjur og þakkir esperanto- hreyfingarinnar. Árni Böðvarsson. BORGARSPÍTALINN LAUSAR STÖDUR DEILDARSTJÓRI Ný staða deildarstjóra á lyflækningadeild, 15 rúma eining, er laus til umsóknar. Miklar breytingar hafa verið gerðar á deildinni með tilliti til bættrar starfsaðstöðu. Staðan er laus nú þegar. HJÚKRUNARFRÆÐINGAR Lausar eru stöður hjúkrunarfræðinga á: Slysa- og sjúkravakt, Geðdeild A-2, Hjúkrunar- og endurhæfingadeild Grensáss, næturvaktir, morgun- og kvöldvaktir. Hjúkrunar- og endurhæfingardeild Heilsuverndarstöð, næturvaktir, morgun- og kvöldvaktir. Geðdeild Arnarholti. SJÚKRALIÐAR Lausar eru stöður sjúkraliða: Hjúkrunar- og endurhæfingardeild Grensásdeild. Hjúkrunar- og endurhæfingardeild Heilsuverndarstöð. STARFSMENN Lausar eru stöður starfsmanna: Hjúkrunar- og endurhæfingardeild Grensáss. Hjúkrunar- og endurhæfingardeild Heilsuverndarstöð, 100% starf, 50% starf. Nánari upplýsingar veita hjúkrunarforstjóri og hjúkrunar- framkvæmdastjórar í síma 81200-207, milli kl. 11-12, virka daga. SJÚKRAÞJÁLFARAR Tværstööursjúkraþjálfaraeru lausará Borgarspítalanum, frá 1. mars. Upplýsingar veitir yfirsjúkraþjálfari, í síma 81200-315 eða 356. FÉLAGSRÁÐGJAFI Staða félagsráðgjafa á vefrænum deildum Borgarspítal- ans er laus til umsóknar. Upplýsingar gefur yfirfélags- ráðgjafi í síma 15723. Reykjavík, 24. febríar 1985. Borgarspítalinn. UMFB4DAR RÁD Á mölinni mætumst með bros á vör — ef bensíngjöfin er tempruð.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.