Þjóðviljinn - 27.02.1985, Side 15

Þjóðviljinn - 27.02.1985, Side 15
ÍÞRÓTT1R B-keppnin Allt orðið öruggt Tékkar í vandrœðum með Finna Ungverjar og Spánverjar eru öruggir með sæti í næstu A- keppni í handknattleik eftir úr- slitin í B-keppninni í Noregi í gær- kvöldi. Þau urðu þau í A-riðli að England Tveir nýliðar Steven og Stevens í byrjunarliðið Bobby Robson landsliðseinvaldur Englands í knattspyrnu valdi í gær tvo nýliða í byrjunarlið sitt fyrir leikinn við Norður-íra í Belfast í kvöld. Það eru miðjumennirnir Trevor Steven frá Everton og Gary Stevens frá Tott- enham. Leikurinn er liður í undan- keppni HM en þjóðirnar eru þar í tveimur efstu sætunum. Byrjunarlið Englands er þannig skipað: Peter Shilton, Viv Anderson, Kenny Sansom, Alvin Martin, Terry Butcher, Gary Stevens, Ray Wilkins, Trevor Steven, John Bames, Mark Hateley og Tony Woodcock. Hateley og Martin léku ekki síðasta leik Eng- lands, í Tyrklandi, vegna meiðsla. Wilkins er fyrirliði í fjarveru Bryan Robsons sem er meiddur. Glenn Ho- ddle frá Tottenham er meðal vara- manna enska liðsins - einkennilegt að ekki skuli vera pláss fyrir hann í byrj- unarliðinu. _ VS Sovétmenn unnu Spánverja 28- 21, Tékkar sigruðu Finna 27-25 og voru í miklu basli með þá og Frakkar og Norðmenn skildu jafnir, 20-20. Fyrir lokaumferð- ina eru þvi Sovétmenn og Tékkar með 8 stig, Spánn 4, Finnland 2, Frakkland 1 og Noregur 1. í B-riðli unnu Ungverjar Austur-Þjóðverja 25-24. Pólverj- ar sigruðu Búlgari og Banda- ríkjamenn unnu Hollendinga. Pólland er með 8 stig, A.- Þjóðverjar og Ungverjar 6, Bandaríkjamenn 2, Búlgarir og Hollendingar 1. Þrjú efstu lið úr hvorum riðli fara í A-keppnina. Spánverjar hafa það mikið betri markatölu en Finnar, 17 mörkum betri, að mikið má gerast í leikjunum Spánn-Frakkland og Finnland-Noregur til að Finnar nái A-sætinu af Spánverjum. -JHG/VS Jakob Jónsson og félagar í KR leika þýðingarmikinn leik við FH í Hafnarfirði í kvöld. Mynd: E.ÓI. Handbolti Mikilvægt í kvöld KR gæti opnað keppnina um meistaratitilinn með sigri á FH Badminton Færeyja- ferð fslenska unglingalandsliðið í bad- minton tekur þátt í Norðurlandamóti unglinga sem hefst í Færeyjum á föstudag og lýkur á sunnudag. Það er þannig skipað: Guðrún Júlíusdóttir, Helga Þórisdóttir, Árni Þór Árnason, Snorri Ingvarsson og Haukur P. Finnsson frá TBR og Asa Pálsdóttir, Guðrún S. Gísladóttir og Haraldur Hinriksson frá ÍA. ísland er í riðli með Finnum og Færeyingum. Leikur FH og KR í Hafnarflrði kl. 20 í kvöld getur ráðið miklu um hvar íslandsbikarinn i hand- knattleik hafnar í ár! Reglurnar fyrir úrslitakeppnina um meistartitilinn eru þær að fjögur efstu liðin í 1. deild, sem í hana fara, taka með sér stigin úr inn- byrðis leikjunum. Eins og staðan er í deildinni í dag, eru allar horfur á að Víking- ur og KR fylgi FH og Val í úrslita- keppnina. Bæði lið hafa 13 stig, Víkingur á eftir tvo leiki og KR einn. Báðum duga 15 stig til að komast í úrslit og bæði eiga eftir heimaleiki gegn Þór úr Eyjum, sem ekki er líklegur til stórræða í þeim leikjum, miðað við gengi liðsins undanfarið. Þróttur getur náð 15 stigum með því að sigra Val og Breiðablik en það dugir ekki - innbyrðis leikir liðsins við Knattspyrna Lúðvik til ÍA? Talsverðar líkur eru á að Eyjamað- urinn Lúðvík Bergvinsson gangi til Iiðs við íslands- og bikarmeistara ÍA og leiki með þeim í 1. deildinni í knatt- spyrnu í sumar. Lúðvík hefur ekki gengið frá félagaskiptum en hann stundar nám á Akranesi og hefur æft með ÍA undanfarið. Hann lék 13 leiki með ÍBV í 2. deildinni í fyrra og skoraði tvö mörk. Birkir Kristinsson markvöröur frá Vestmannaeyjum sem lék með KA í fyrra er genginn til liðs við ÍA. Þá er Norðfirðingurinn Hörður Rafnsson aftur kominn til Akraness en hann lék um tíma í Noregi í fyrra. - VS Víking og KR gilda ef liðin eru jöfn og Þróttarar standa þar höllum fæti. Þess vegna er ekki úr vegi að líta á stöðuna í keppninni um ís- landsmeistaratitilinn eins og hún er í raun og veru - að þeim for- sendum gefnum að Víkingur og KR komist í úrslit eins og allar líkur benda til. Þá gilda eftirtaldir leikir sem fram hafa farið: FH-Víkingur.....................32-26 Valur-KR........................19-19 KR-FH...........................18-19 Valur-Víkingur....................0-0 (Valur vann á kæru) FH-Valur........................28-28 KR-Víkingur.....................28-23 Vfkingur-FH.....................22-24 KR-Valur........................18-23 Víkingur-Valur..................17-17 Valur-FH.......................22-31 Staðan í sjálfum slagnum um meistartitilinn er þá þessi: FH.................5 4 1 0 134-116 9 Valur..............6 2 3 1 109-113 7 KR.................4 1 1 2 83-84 3 Víkingur...........5 0 1 4 88-101 1 í úrslitakeppninni leika liðin fjórfalda umferð, 12 leiki alls, og það eru því 18 leikir í allt sem gilda. Úrslitin eru því langt frá því að vera ráðin þó FH standi langbest að vígi eing og er, liðið á enn eftir að leika 13 leiki gegn andstæðingum sínum þremur. í fallkeppni 1. deildar gilda sömu reglur og áður, liðin fjögur, sem verða Breiðablik, Þór Ve., Stjarnan og væntanlega Þróttur, taka öll stig með sér þangað, en nú verður aðeins leikin tvöföld umferð. Sama gildir um keppni í 2. deild, liðin taka öll stig með sér í báða hluta og leikin tvöföld um- ferð. Fyrir utan leik FH og KR í kvöld eru þrír leikir á dagskrá. Breiðablik og Stjarnan leika í Digranesi kl. 20 og skiptir sá leik- ur geysilega miklu máli í fallbar- áttunni - Blikar verða að vinna til að eiga raunhæfa möguleika á að halda sér uppi. í Höllinni eru svo tveir leikir. Víkingur og Þór Ve. leika kl. 20.15 og með sigri í þeim leik myndu Víkingar endanlega tryggja sér sæti í efri hlutanum. Kl. 21.30 leika síðan Þróttur og Valur. Leikurinn skiptir ekki nokkru mál fyrir Val en Þróttur þarf að sigra til að eiga von um fjórða sætið. - VS Handbolti Handbolti Glæsilegt hjá Aftureldingu Afturelding úr Mosfellssveit hefur náð eftirtektarverðum ár- angri á íslandsmótinu í hand- knattleik í vetur. Félagið er komið með fjóra yngri flokka af fimm í úrslit, alla nema 4. flokk karla sem missti naumlega af úrslita- sæti. Lokakeppnin í 2. flokki karla og 5. flokki karla fer fram að Varmá í Mosfellssveit þannig að þar keppir Afturelding um ís- landsmeistaratitilinn á eigin heimavelli. Loks er meistara- flokkur karla kominn í úrslita- keppni 3. deildar eins og fram kemur annars staðar á síðunni. Glæsileg frammistaða hjá fé- laginu og hún hlýtur að rifja upp gamlar minningar hjá þeim eldri en Afturelding átti lið í 1. deild karla í alls átta keppnistímabil á árunum 1950-1961, og varð á þeim tíma þrívegis 2. deildar- meistari. -vs Mosfellingar fjórða lið í úrslitin Afturelding varð um helgina fjórða og síðasta liðið til að tryggja sér sæti í úrslitakeppni 3. deildar karla með því að sigra Njarðvíkinga 31-19 að Varmá. í úrslitum leika því Afturelding, ÍA, Týr og ÍR, tvöfalda umferð, en leikstaðir hafa ekki verið á- kveðnir. Úrslit síðustu leikja í 3. deild: Sindri-Atturelding.................11-43 Afturelding-Sindri.................26-11 Ögri-Sindri......................frestað Afturelding-Njarðvík...............31-19 (A-Sindri........................frestað Afturelding.........9 8 0 1 268-138 16 lA..................8 7 0 1 231-170 14 ReynirS.............8 5 0 3 260-168 10 Njarðvík............9 3 0 6 227-231 6 Sindri..............6 1 0 5 88-196 2 ögri................8 0 0 8 88-259 0 B-rlðill: Selfoss-Týr.........................11-23 IBK-Skallagrimur....................24-21 IR-Týr..............................14-14 IH-Selfoss..........................20-21 Týr..... [R...... (BK..... Selfoss. IH...... V.Þýskaland Uerdingen tapaði Lárus lagði upp markið íMunchen Frá Jóni H. Garðarssyni fréttamanni Þjóðviljans í V.Þýskalandi: Möguleikar Bayer Uerdingen í toppbaráttu Bundesligunnar í knatt- spyrnu minnkuðu verulega í gær- kvöldi er liðið tapaði 2-1 fyrir Bayern Miinchen, efsta liðinu, í Munchen. Lárus Guðmundsson lagði upp mark Uerdingen strax á 9. mínútu. Löng sending fram völlinn, Lárus stýrði knettinum með brjóstinu beint fyrir tærnar á Wolfgang Scháfer sem brunaði uppað vítateig og skoraði með glæsilegu skoti í bláhornið, 0-1. Á 34. mínútu náði Holger Willmer að jafna fyrir Bayern með góðu skoti ut- an vítateigs og Dieter Höness kom inná sem varamaður og skoraði sigur- mark Bæjaranna á 71. mínútu. Undir lokin kom svo Michael Rummenigge inná sem varamaður hjá Bayern og átti stangarskot. Ítalíufarar Búnar að semja Tvær knattspyrnustúlkur úr Val, Bryndís Valsdóttir og Kristín Briem, hafa skrifað undir samning við ítalska 1. deildarlið- ið Giugliano frá Napólí. Þær hafa dvalið hjá félaginu um nokkurt skeið eins og við höfum áður sagt frá og þeim hefur gengið vel í leikjum með liðinu. Það er annars merkilegt hve góð áhrif það hefur á knatt- spyrnustúlkur að starfa fyrir Þjóðviljann. Bryndís skrifaði um kvennaknattspyrnu f blaðið áður en hún fór utan en því starfi á undan henni gegndi Magnea H. Magnúsdóttir, sem nú er að hefja sitt annað leiktímabil með sæn- ska 1. deildarliðinu Öxabáck! -vs ...9 8 1 0 180-131 17 ...9 7 1 1 199-164 15 ...9 5 0 4 208-198 10 ...9 3 1 5 170-183 7 ...9 2 0 7 173-212 4 Skallagrímur....9 0 1 8 161-203 1 Leikirnir í B-riðli voru yfirleitt sveiflukenndir. Skallagrímur var með yfirburðastöðu í Keflavík, 11-6 í hálfleik, en mátti síðan sætta sig við tap. ÍH komst í 11-2 gegn Selfyssingum en beið lægri hlut. Þá var viðureign ÍR og Týs spennandi og skemmtileg en Týr- arar skoruðu jöfnunarmark sitt 4 sekúndum fyrir leikslok. - VS Matthías Hallgrímsson. Knattspyrna Matti meðHV Matthías Hallgrímsson fyrrum landsliðsmaður í knattspyrnu hefur tekið við þjálfun Skagaliðs- ins HV sem leikur í SV-riðli 3. deildar. Þetta er í fyrsta sinn sem Matti tekur að sér þjálfun meistaraflokks. Hann mun að öllum líkindum ekki leika með liðinu sjálfur heldur halda áfram að spila með „öldungaliði“ ÍA en með varð því hann íslands- meistari í fyrra. - VS. Miðvikudagur 27. febrúar 1985 ÞJÖÐVILJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.