Þjóðviljinn - 21.03.1985, Blaðsíða 1
ATVINNUUF
VIÐHORF
HEIMURINN
MENNING
Útvarpslögin
Nemendur
Hertóku
ráðuneytið
Lögreglan beitti hörku í gcer
Lögreglan kæfði Maistjörn- semsettustífjármálaráðuneytiðí ur frá lögreglumönnum á sjötta varðstjóra og nemenda um að
una, sem nemendur sungu í fjár- gær til að fylgja eftir kröfum um tímanum í gær, sem hófu að flytja hætta ofbeldinu. Sjá frásögn
málaráðuneytinu í gær með tafarlausa samninga ríkisvaldsins nemendur út með valdi. Lög- nemenda á bls. 3.
harkalegum bætti. Nemendur viðkennara.fenguóblíðarkveðj- regiumenn urðu ekki við beiðni
Einn
ámóti!
Dregst afgreiðsla málsins
fram til hausts?
Stefán Valgeirsson, þingmaður
Framsóknarflokksins, greiddi
einn atkvæði gegn því að útvarps-
lagafrumvarpinu yrði vísað til
þriðju umræðu í neðri deild í
gær. Allar breytingatillögur frá
minnihlutaflokkunum sem komu
til atkvæða í gær voru felldar, en
fjölmargar tillögur bíða þriðju
umræðu, m.a. tillaga Friðriks
Sófussonar um auglýsingarnar.
Vart er búist við því að þriðja
umræða geti farið fram fyrr en
eftir páskahlé. Tveir nefndar-
menn í menntamálanefnd, þeir
Jón Baldvin Hannbalsson og
Ólafur f>. Þórðarson eru erlendis
og verða utan þings í hálfan mán-
uð. Halldór Blöndal, formaður
nefndarinnar sagði í samtali við
Þjóðviljann í gær að öll efnisat-
riði nema fjármálahliðin, væri út-
rædd í nefndinni, þannig að hún
ætti í sjálfu sér ekki að þurfa
langa tíma milli umræðna. Hins
vegar vildi hann engu spá um
hvenær málið kæmi til þriðju um-
ræðu. Að henni lokinni á efri
deild eftir að fjalla um það og
velta menn því nú fyrir sér hvort
frumvarpið bíði næsta hausts.
-ÁI
Sjá bls. 2
LyfjaMandað fóour
Landbúnaðarráðuneytið gaf undanþágu fyrir lyfjablönduðu kjúklingafóðri
sem er bannað með lögum hér á landi. Fóðureftirlitsmaður andvígur undanþágunni.
Þingmenn Framsóknarflokksins í Norðurlandi eystra þrýstu á ráðuneytið.
Landbúnaðarráðuneytið veitti
fyrir skömmu undanþágu
fyrir því að kjúklingafóður,
blandað lyflnu nítróvín, væri
landað hér á landi og notað á
kjúklingabúinu að Sveinbjarn-
argerði í Svalbarðsstrandar-
hreppi. Hér er um lögbrot að
ræða, því lögum samkvæmt er
bannað að blanda lyfjum í kjúkl-
ingafóður. Hér var um að ræða
185 lestir af lyfjablönduðu fóðri.
„Því miður er þetta rétt og ég
gerði það sem í mínu valdi stóð til
að koma í veg fyrir þetta“, sagði
Gunnar Sigurðsson fóðureftir-
litsmaður, en hann gefur innf-
lutningsleyfí fyrir kjúklingafóðri.
Þjóðviljinn hefur fyrir því ör-
uggar heimildir að eigandi kjúkl-
ingabúsins fyrir norðan hafi beitt
fyrir sig þingmönnum Framsókn-
arflokksins í málinu og landbún-
aðarráðuneytið látið undan. Það
fylgdi undanþágunni að fóðrið
yrði aðeins notað á þessu eina búi
undir handleiðslu dýralæknis. En
Þjóðviljinn hefur einnig heimild-
ir fyrir því að hluti fóðursins hafi
verið fluttur með bifreiðum
suður.
Forsaga þessa máls er sú að
Gunnar Sigurðsson fóðureftir-
litsmaður var á ferð í Danmörku
og kom í fóðurblönduna hjá fóð-
urframleiðandanum. Hann fór
ekki á skrifstofuna heldur beint
til verkamannanna og fékk að sjá
uppskriftina að fóðurblöndunni
og kom þetta þá í ljós. Þetta er í
þriðja sinn sem Gunnar hefur
komist að því að lyfjum væri
blandað í fóður sem flutt er til
íslands. f hin tvö skiptin var sagt
að um mistök væri að ræða, það
gerði innflytjandi. Það sama
sagði hann að þessu sinni. f hin
tvö skiptin var fóðrið ekki sent til
baka.
Þess má geta að innflytjandi
fóðursins lagði á það ofurkapp að
málið færi ekki í fjölmiðla, vildi
reyna að þagga það niður.
-S.dór
Jón Páll
Keppnisbann yfirvofandi
Kraftlyftingamenn ekki lengur innan ÍSI
Jón Páll Sigmarsson, lyftinga-
og vaxtarræktarmaður og sterk-
asti maður heims, á yfír höfði sér
tveggja ára keppnisbann í grein-
um sem heyra undir íþróttasam-
band Íslands.
Jón Páll var einn af þrettán
íþróttamönnum sem boðaðir
voru í lyfjapróf fyrir rúmum mán-
uði en þá var hann staddur er-
lendis. Þegar hann var kominn
heim neitaði formaður nýstofn-
aðs sambands kraftlyftinga-
manna, Ólafur Sigurgeirsson, að
boða hann í próf á þeim forsend-
um að kraftlyftingamenn heyrðu
ekki lengur undir ÍSÍ.
____________________________- VS
Sjá bls. 15