Þjóðviljinn - 21.03.1985, Side 13

Þjóðviljinn - 21.03.1985, Side 13
Rœtt við Jorge Jenkins, nýskipaðan sendiherra Nicaragua á Jslandi Bandaríkin vilja hemaðarlega lausn Jorge Jenkins: bygging Bandaríkjanna Ameríku miöast við að sé að gera innrás hvenærsem er, en ingsálitið hefur komið fyrir að svo hafi verið gert. Stjórnvöld í Nicaragua hafa áhuga á að koma á samvinnu á milli Þettasagði Jorge Jenkins, sendiherra Nicaraguaá íslandi í samtali við íslands og Nicaragua um nýtingu jarðvarmans í Nicaragua og fiskimið- Þjóðviljann, en Jenkins var hér á landi í síðustu viku og afhenti Vigdísi anna sem þar eru að finna bæði í Kyrrahafinu og Atlantshafinu við Finnbogadóttur forseta trúnaðarbréf sitt. strendur Nicaragua. Samtal okkar snérist þó fyrst og fremst um möguleika á friði í Nicaragua og Mið-Ameríku, og það frumvkæði sem Daniel Or- tega, forseti Nicaragua átti ný- verið til þess að stuðla að samkomulagi við Bandaríkin, þar sem Nicaragua lofaði ein- hliða að 100 kúbanskir hernaðar- ráðgjafar yrðu sendir heim til Kúbu fyrir mai næstkomandi og stjórnin skuldbatt sig jafnframt til þess að flytja ekki ný vopna- kerfi inn í landið. Bandaríkin hafna samkomulagi Jorge Jenkins sendiherra er maður um fertugt, hefur aðsetur í Stokkhólmi og gegnir sendi- herraembætti fyrir öll Norður- löndin fimm. Hann talar góða ensku og segir okkur í byrjun að friðarfrumkvæði Daniels Ortega marki enga stefnubreytingu af hálfu stjórnvalda íNicaragua, því allt frá því stjórn Sandínista komst til valda í júlí 1979 hafi hún leitast við að ná samkomulagi við stjórn Bandaríkjanna, sem byggði á virðingu fyrir fullveldi og sjálfsákvörðunarrétti Nicarag- ua. Bandarísk stjórnvöld hafa hins vegar ekki viljað gangast undir slíkt samkomulag og eru nú að reyna að ná fram hernaðarlegri lausn á deilum þjóðanna. Stjórn okkar hefur hins vegar leitast við að leysa málin á siðmenntaðan hátt, og hefur í því skyni átt mörg frumkvæði, meðan annars innan Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna, innan Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, þar sem Nicaragua á nú fulltrúa, og innan Alþjóðadómstólsins í Haag. Þessi viðleitni hefur þó ekki borið tilætlaðan árangur, og sem kunn- ugt er hefur Bandaríkjastjórn op- inberlega lýst því yfir að hún muni virða umsögn Alþjóðadóm- stólsins um deilur ríkjanna. Við þekkjum ekki önnur dæmi þess að ríki hafi hundsað Alþjóða- dómstólinn með þessum hætti, sagði Jenkins. Contadora- frumkvæðið Ríkisstjórn okkar hefur einnig veitt frumkvæði Contadora- ríkjanna svokölluðu fullan stuðn- ing, en það eru Mexíkó, Panama, Venezuela og Colombia, sem hafa unnið að gerð friðarsáttmála fyrir Mið-Ameríku. Lokaniður- staða Contadora-viðræðnanna var lögð fram í september s.l. í formi friðarsáttmála fyrir okkar heimshluta, og stjórn okkar lýst því þá yfir að hún væri reiðubúin að undirrita sáttmálann tafar- laust. Því miður neituðu hin rík- in, sem hlut áttu að máli, það er að segja Guatemala, E1 Salva- dor, Honduras og Costa Rica, að skrifa undir enda þótt þau hefðu átt þátt í undirbúningi málsins í nærri þrjú ár. Contadora- frumkvæðið er því siglt í strand í bili að minnsta kosti, og þar með viðleitnin til þess að finna heildarlausn á öryggismálum þessum heimshluta. En við höf- um einmitt álitið að hér væri um vandamál að ræða sem snerti ekki aðeins Nicaragua eða E1 Sal- vador eða Guatemala, heldur að hér sé um vandamál að ræða sem leysa verði fyrir Mið-Ameríku í heild. Þess vegna hafa Contadora-ríkin lagt áherslu á að gera verði friðarsáttmála sem öll Mið-Ameríkuríkin gangist undir. Vilji fyrir slíku virðist nú ekki lengur fyrir hendi. Viðræðum slitið Við þetta bætist að Banda- ríkjastjórn lýsti því yfir í byrjun þessa árs án nokkurrar skýringar, að hún myndi slíta þeim tvíhliða viðræðum sem verið höfðu í gangi á milli Nicaragua og Bandaríkjanna frá því í júní 1984. Á þessum tíma höfðu þá farið fram 9 fundir í Manzanillo í Mex- íkó. Það var í ljósi þessarar þró- unar sem Daniel Ortega lýsti því yfir þegar hann hitti George Shultz í Uruguay fyrir um hálfum mánuði síðan, að hann tilkynnti um þá einhliða ákvörðun stjórnar Sandinista að senda heim 100 kú- banska hernaðarráðgjafa, skuld- binda sig til að flytja ekki ný vopnakerfi inn í landið og lýsa því jafnframt yfir að Nicaragua yrði aldrei herstöð fyrir annað ríki. Þetta frumkvæði stjórnar okk- ar hlaut kuldalegar viðtökur í Washington þar sem því var lýst yfir með loðnu orðalagi að þetta væru ekki nægar tilslakanir. Jenkins sagði aðspurður um fjölda kúbanskra hernaðarráð- gjafa í Nicaragua að hann gæti ekki gefið upp nákvæma tölu, þar sem um leyndarmál væri að ræða, en hins vegar sagðist hann geta fullyrt að þeir væru innan við 700, en ekki 2000 eins og Bandaríkja- stjórn héldi fram. Við höfum boðið bandarískri þingnefnd að sannreyna þessar tölur. Fundurinn með George Shultz hefur ekki borið neinn sjáan- legan árangur enn, en ein megin- ósk stjórnar okkar var að viðræð- urnar við Bandaríkin í Manzan- illo yrðu teknar upp að nýju. Um leið og umræddar tilslak- anir voru tilkynntar bauð stjórn Nicaragua fulltrúum beggja flokka á Bandaríkjaþingi, sem og fulltrúum heimspressunnar að koma til Nicaragua til þess að kynna sér það sem væri að gerast í landinu. 12000 „contras“ Aðspurður um ástandið í landinu núna sagði Jenkins að það væri mjög alvarlegt þar sem fyrir væru í landinu um 12000 gagnbyltingarsinnaðir skæruliðar sem væru fjármagnaðir af banda- rísku leyniþjónustunni, og hefðu þeir drepið um 3000 manns á síð- ast ári, mest óbreytta borgara. Þá hefðu þeir valdið tjóni á mannvirkjum sem metið væri til 350 miljóna Bandaríkjadala á síðasta ári. Jenkins sagði að bandaríska leyniþjónustan leitaðist við að kynna gagnbyltingarhópana sem sameinaða fylkingu svokallaðra „freedom fighters". Sú væri hins vegar ekki raunin, þar sem þeir skiptust í 5 flokka, sem berðust innbyrðis, ekki hvað síst um þá miklu peninga sem þeir fá frá Leyniþjónustunni. Stærsti hóp- urinn kallar sig FDN, sem er hóp- ur fyrrverandi þjóðvarðarliða úr þjónustu harðstjórans Somoza og hafa aðsetur í Honduras. Auk þessa hóps eru þrír hópar sem njóta leiðsagnar fyrrverandi fé- laga í flokki Sandinista og að síð- ustu skæruliðasveitir miskító- indíánanna, sem kallar sig Misur- asata. Allir þessir hópar líta með mikilli tortryggni til þjóðvarðlið- anna í FDN og stuðningsmanna þcirra. Jenkins sagði að stjórnin óttað- ist ekki að bíða hernaðarlegan ósigur fyrir skæruliðunum. Skaðinn sem þeir valdi sé fyrst og fremst manntjón á óbreyttum borgurum og skemmdarverk. Þeim hefur ekki tekist að hertaka nokkurt svæði eða þorp eða vinna hernaðarlega sigra. Hins vegar væru landfræðilegar að- stæður hentugar fyrir skæruliða, þar sem er mikið af veglausu fjall- íendi og frumskógi, og skærulið- arnir hefðu síðan bækistöðvar í Honduras að norðaverðu og í Costa Rica að sunnanverðu. Fjöldamorð á bændum Skæruliðarnir nota þær aðferð- ir, meðal annars til þess að eyði- leggja kaffiræktina í norðurhluta landsins, að sitja fyrir bændunum þegar þeir eru að fara á kaffiekr- urnar á flutningabílum og drepa þá í hópum. Þessar aðferðir minna okkur á þá tíma þegar Somoza ríkti í Nic- aragua, enda er það ekkert leyndarmál að meirihluti „contra“-skæruliðanna eru gaml- ir hermenn úr hinu illræmda þjóðvarðliði harðstjórans. Hern- um, sem hefur verið að murka lífið úr þjóðinni síðustu 50 árin. Þeir ráða engum svæðum, en þeir geta farið um fjalllendið og frum- skógana og framið skemmdar- Framhald á bls. 18 Fimmtudagur 21. mars 1985 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.