Þjóðviljinn - 21.03.1985, Page 3

Þjóðviljinn - 21.03.1985, Page 3
FRETTIR Nemendur UMSÁTURSÁSTAND Nemendur hertóku ráðuneytið í gærmorgun. Um 20 lögreglumenn réðusttil inngöngu síðla dagsins. Réðust af hörku að nemendum. Rifin föt og meiðsl. Hinir fílefldu lögregluþjónar misstu gjörsamlega stjórn á skapi sínu, sögðu nemendur í við- tali við Þjóðviljann í gaer eftir að hálfur annar tugur lögreglu- manna hafði með harkalegum að- gerðum komið nemendunum út úr fjármálaráðuneytinu. Um 100 nemendur „hertóku“ ráðuneyti Alberts Guðmundssonar í gær til að leggja áherslu á kröfur um að gengið verði til samninga við kennara tafarlaust. „Við viljum að menntamálum þjóðarinnar verði komið í samt lag og við viljum fá kennara okk- ar aftur í skólana. Með þvermóð- sku sinni eru stjórnvöld líka að ráðast að lífskjörum nemenda," sagði einn fulltrúi þeirra. Maístjarnan Á sjötta tímanum í gær komu tveir lögreglumenn inní anddyrið þarsem um 60 nemendur höfðu komið sér fyrir í hægindum í eign Félag íslenskra rithöfunda Klíkuskapur ræður úthlutun Stjórn Félags íslenskra rithöf- unda sendi frá sér fréttatilkynn- ingu nýverið þar sem æskt er eftir tillögum nefndar sem mennta- málaráðuneytið skipaði í hitteð- fyrra til að fjalla um launamál rit- höfunda og listamanna. Segir í fréttatilkynningunni að vakin sé athygli á þessu nú þar sem síðasta úthlutun úr Launasjóði rithöf- unda ráðist enn sem fyrr af póli- tískum klíkusjónarmiðum sem valdi sundrung og óánægju í rit- höfundastétt. Segir ennfremur að stjórn launasjóðs sé tilnefnd einhliða af stjórn rithöfundasambandsins þó félög rithöfunda séu 2 og enginn úr Félagi íslenskra rithöfunda í þremur efstu flokkunum sem 37 rithöfundar fylla. - aró þjóðarinnar, fjármálaráðuneyt- inu. Annar þeirra var varðstjóri og bað hann nemendurna að ganga út. Þeir kváðust ekki vilja gera það, - og hófu upp söng. „Við sungum Maístjörnuna, - og þama ríkti góð stemmning," sögðu nemendur við Þjóðviljann í gær. Skömmu síðar birtust hvorki fleiri né færri en 13 lögreglumenn inní anddyrinu og létu mjög dólgslega, að sögn nemendanna. 5 lögreglumenn biðu fyrir utan. Þeir hófu harkalegar aðgerðir við að koma krökkunum út, sem til að byrja með héldu áfram að syngja Maístjörnuna og bundust höndum saman. „En söngurinn þagnaði þegar við sáum aðfarirnar. Þeir drógu eina stelpuna út á hárinu, tóku okkur hálstaki, sneru upp á hend- ur okkar og hvaðeina,“ sögðu ne- mendur við Þjóðviljann í gær. „Við báðum varðstjórann um að stöðva þessi ósköp og hann kallaði til þeirra lögreglumanna sem verst létu að hætta. En þeir íétu sér ekki segjast. Við kváð- umst vilja fara út með góðu, en ekkert tjóaði. Pústrar Þegar svo nemendurnir gengu út héldu sumir lögreglumann- anna áfram með hrindingar og pústra. Síðan grýttu þeir töskum og öðru lauslegu út úr anddyrinu og skreyttu engu hvar það lenti. Margir krakkanna meiddust við þessar aðfarir og nokkrir fóru að gráta því ekkert okkar átti von á þvílíkri illsku,“ sögðu nemend- urnir. „Þegar ljósmyndarar komu á vettvang hélt sá lögreglumann- anna semverstlét fyrir andlitið á sér. Þessir atburðir segja sína sögu um hina íslensku valdsmenn sem hafa lokað skólunum fyrir okkur með því að neita að semja um mannsæmandi laun fyrir kennara okkar. Slíkt fólk munar ekki um að senda fíleflda lög- reglumenn á nemendur. Þessi viðburður verður væntanlega til þess að nú komi fleiri nemendur til að fylgja eftir kröfunum,“ sögðu krakkarnir hinir víg- reifustu við Þjóðviljann í gær. — óg Framan af degi gekk ráðuneytissetan friðsamlega fyrir sig. Nemendurnir sátu, lásu blöðin og drukku kaffi. (myndina tók E.ÓI. um miðbik dagsins í gær). Ullarvörur SÍS selur Sovét kaupir Fyrir nokkru var undirritaður samningur um sölu á ullarvörum til Sovétríkjanna fyrir um 3 milj. dollara eða um það bil 125 milj. ísl. kr. Samtímis var samið um sölu á málningu fyrir um 1.3 milj. doll- ara. Helminginn af henni fram- leiðir Sjöfn, 500 tonn af hvítu lakki. Ullarvörurnar eru fatnað- ur, treflar og teppi. Afhendingin fer einkum fram síðari hluta árs- ins. Framleiðsla á þessum ullar- vörum svarar til þess að 100 manns verði tryggð vinna í eitt ár. Iðnaðardeild er ennfremur ný- búin að ganga frá sölu á 6.500 peysum til fyrirtækis, sem kaupir fyrir sérstakar dollaraverslanir í Moskvu. Verðmæti þeirra nemur um 3.5 milj. kr. Er það í fyrsta skipti sem deildin selur ullarfatn- að í þessar verslanir. - mhg Alþingi Athugasemd frá Guðrúnu Helgadóttur „Vegna mjög villandi frá- sagnar af umræðum á alþingi í gær um tillögu þingmanna allra flokka um kjarnorku- vopnalaus Norðurlönd óska ég að eftirfarandi komi fram: Það er alrangt að ég hafi “veist að“ Ólafi Ragnari Grímssyni og Hjörleifi Gutt- ormssyni fyrir „að efna til ó- friðar um þessa sameiginlegu tillögu þingmanna úr öllum flokkum“. Það gerðu aðrir þingmenn. Efni langrar ræðu Ólafs var upptalning á því sem í þessa tillögu vantaði, en ég benti á að það er allt að finna í tillögu sem þegar hefur verið talað fyrir og ég er fyrsti flutn- ingsmaður að. Sú tillaga er þegar komin til utanríkismálanefndar og bíð- ur þar afgreiðslu. Bæði ðlafur Ragnar Grímsson og Hjör- leifur Guttormsson töluðu einsog þeim væri ókunnugt um þessa tillögu og jafnframt um þær umræður sem þegar hafa farið fram á þinginu um það mál. Skoðun mín er sú að þó að þessi samkomulagstil- laga þingmanna allra flokka nái skammt í þessu mikilvæga máli, væri mikill fengur að því að fá hana samþykkta og raunar verulegur áfangi í bar- áttunni fyrir kjarnorkuvopna- lausum Norðurlöndum. Þess er á engan hátt að vænta að efnislega verði til- lögu þessari breytt. Um það er einfaldlega ekki samkomulag, en að sjálfsögðu munum við Alþýðubandalagsmenn og þingmenn þeirra þriggja flokka sem að hinni tillögunni standa berjast fyrir samþykkt hennar einnig. Umræða þessi byggðist því á misskilningi og hann reyndi ég að leiðrétta. Ég taldi framgangi málsins enginn greiði gerður með um- ræðu á borð við þær sem þarna fóru fram, enda komu allar sömu athugasemdir fram og hjá þeim félögum mínum í umræðu um hina tillöguna. Þessi leiðrétting mín getur á engan hátt túlkast á þann veg að ég hafi veist að félögum mínum, enda hygg ég að flest- ir þingmenn hafi verið sam- mála þeim athugasemdum mínum. Efnislega erum við Alþýðu- bandalagsmenn að sjálfsögðu sammála í þessu máli“. Guðrún Helgadóttir, alþingismaður. Færeyingar Moka upp rækju Færeyingar eru að gera það gott eins og svo oft áður í rækju- veiðum við Svalbarða. Fyrir tveimur árum keyptu þeir 2 þús- und tonna verksmiðjutogara frá Ítalíu, sem hlaut nafnið Reynis- tindur og nú er hann á rækju- veiðum við Svalbarða og hefur að undanförnu fengið 15 tonn á nóttu. Skipið ætlar að vera þarna á miðunum þar til það hefur feng- ið 450 lestir. Þetta magn, 15 tonn eftir nótt- ina af rækju þykir með ólíkindum góð veiði. - J. J.E. Kúld ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.