Þjóðviljinn - 21.03.1985, Síða 2

Þjóðviljinn - 21.03.1985, Síða 2
Vetrarvertíð FRÉTTIR Jakob þarf nú ekki aö fara á miðin til að finna þá. Hann ætti bara að labba sig yfir í fjár- málaráðuneyti. A Iþýðubandalagið Rígaþorskur á miðum Jakob Jakobsson forstjóri Hafrannsóknastofnunar: Uppistaðan í aflanum er 6-8 ára gamall þorskur, sem hefur vaxið mjög hratt á einu ári vegna góðra vaxtaskilyrða í sjónum Stormandi fundur á Skaga Mjög góður afli hefur verið hjá vertíðarbátum hér syðra síð- an sjómannaverkfallinu lauk. Hafa bátar verið að koma með 30-40 tonn eftir nóttina af stór- þorski, þetta 8 og uppí 14 kg. að þyngd. „Uppistaðan í þessum afla er 6-8 ára gamall þorskur, sem hefur vaxið alveg sérstaklega hratt á einu ári eða svo, vegna góðra vaxtarskilyrða í sjónum,“ sagði Jakob Jakobsson forstjóri Hafrannsóknastofnunarinnar í samtali við Þjóðviljann í gær. Hafrannsóknastofnunin hefur tekið sýni úr þessum afla og sam- kvæmt því er 4ra ára fiskur 3% - 5 ára fiskur 8%, - 6 ára fiskur 19%, - 7 ára fiskur 21%, - 8 ára fiskur 26%, 9 ára fiskur 8%, - 10 ára fiskur 6%, - 11 ára fiskur 3%, - 12 ára fiskur 4%, - 13 ára fiskur 2%. Jakob sagði að 7 til 8 ára gamall fiskur væri úr miðlungs ár- göngum samkvæmt rannsóknum Hafrannsóknastofnunarinnar, en sem fyrr sagði hefðu þeir vaxið mjög hratt þetta síðasta ár. f Grindavík hefur afli verið nokkuð misjafn. Sumir bátar hafa Iítið fengið, aðrir mjög mikið, verið með þetta 20-40 tonn eftir nóttina. Aflahæstur þar er Sighvatur með 158,5 tonn á tímabilinu 12. til 19. mars. í Sandgerði hefur afli verið lak- ari en í Grindavík, en rígaþorskur það sem veiðist. Aðeins 4-5 neta- bátar hafa aflað vel, hinir lítið enn sem komið er. Línubátar hafa verið að koma með 13-15 tonn á 90 bjóð. í Þorlákshöfn hefur rígaþorsk- ur verið uppistaðan í afla troll- báta undanfarnar vikur. Þorskur- inn er 9-11 kg. Góð veiði hefur verið hjá Þorlákshafnarbátum en aðeins dregið úr í þessari viku. í Vestmannaeyjum hefur nokkuð dregið úr veiði síðustu daga en netabátar hafa verið með frá 3 - uppí 34 tonn í róðri. Þeir verða lítið varir við rígaþorsk en hann veiðist vel á handfæri hjá smábátum í Eyjum. - S.dór/-lg. Pingmenn Alþýðu- bandalagsins héldu einn fjölmennasta stjórnmála- fund sem lengi hefur ver- ið haldinn á Akranesi sl. mánudag Þingmenn Alþýðubandalags- ins, þau Svavar Gestsson, Skúli Alexandersson, Guðmundur J. Guðmundsson og Guðrún Helga- dóttir, ásamt varaþingmanni Al- þýðubandalagsins í Vesturlands- kjördæmi, Jóhanni Ársælssyni, héldu stormandi góðan fund í Rein á Akranesi sl. mánudags- kvöld. Yflr 100 manns mætti á fundinn, sem er einhver sá fjöl- mennasti stjórnmálafundur sem haldinn hefur verið á Akranesi um langan tíma. Þingmennirnir heimsóttu alla helstu vinnustaði á Akranesi á föstudag og mánudag og var mikið spurt og spjallað. Á fundinum í Rein, sem Ragn- heiður Þorgrímsdóttir stýrði voru bornar fram fjölmargar fyrir- spurnir að loknum framsögu- ræðum þeirra Skúla Alexanders- sonar og Guðrúnar Helgadóttur. Það sem mest var spurt um voru atvinnumálin, sjávarútvegsmál- in, húsnæðismálin, launamálin og afstaða verkalýðshreyfingar- innar. - S.dór Framkvæmdir eru nú hafnar í Stangarholti við byggingu fjölbýlishúss og dagvistunarstofnunar, sem þar eiga að rísa, en töluverður styrr hefur staðið um þessar framkvæmdir vegna óánægju íbúa í Nóatúni og Skipholti um of háa nýtingu á því opna svæði sem þarna á að byggja. Fjölbýlishúsið sem þarna verður reist er 3 hæðir og á að hýsa 32 íbúðir, en dagvistarstofnunin verður fyrir framan. Ekki hefur ríkt ágreiningur um að byggja skyldi á svæðinu, en íbúar í nágrenninu fóru fram á að afgreiðslu byggingar- leyfis yrði frestað vegna of hárrar nýtingar þegar það var afgreitt hjá borgarráði fyrir skömmu. Þeirri frestunarbeiðni var hafnað. Ljósm.,eik. Útvarpsmálið Sama óvissa og áður Tillagan um Menningarsjóðinn dregin til baka Þrátt fyrir atkvæðagreiðslu í lok annarrar umræðu um út- varpslagamálið í gær ríkir jafn mikil óvissa og áður um framgang þess. í atkvæðagreiðslunni var ekki tekist á um meginágreinings- efnið, þ.e. tillögu Friðriks Sófus- sonar um að nýjum útvarpsstöðv- um verði heimilað að ijarmagna reksturinn með auglýsingum, en Friðrik dró tillögu sína til baka í gær og bíður hún þriðju um- ræðu. Hins vegar var breyting- artillaga Alþýðubandalagsins um að auglýsingar yrðu ekki leyfðar, felld. Það sem mesta athygli vakti var að formaður menntamála- nefndar Halldór Blöndal, dró til- lögu meirihlutans um stofnun Menningarsjóðs ríkisútvarpsins til baka, þannig að hún kom held- ur ekki til atkvæða. Halldór sagði í samtali við Þjóðviljann að sam- staða hefði verið um að geyma umræður um fjármálahlið frum- varpsins þar til annarri umræðu væri lokið og Menningarsjóður- inn væri hluti af því dæmi. Margar fleiri tillögur bíða þriðju umræðu, t.d. allar tillögur krata, sem sátu hjá við atkvæða- greiðsluna í gær og nokkrar til- lögur frá Bandalagi jafnaðar- manna og Alþýðubandalagi. Er þar um að ræða svipaðar tillögur sem ætlunin mun að reyna að ná samkomulagi um milli umræðna. Tillaga Alþýðubandalagsins um að óheimilt skuli að veita er- lendum aðilum eða félögum sem útlendingar eiga hlut í leyfi til út- varpsrekstrar, var felld, en tillaga meirihlutans samþykkt en hún gerir ráð fyrir að útlendingar geti átt allt að 10% hlut í útvarps- stöðvum. -ÁI Valdataka? Flokkur mannsins í Kron Skipuleggur fjöldainngöngu í deildir KRON. 70 manns fengu inn. Smalað á fundi Allir með Steindóri! ALLAR STÆRÐIR SENDIBÍLA Við erum félagshyggjufólk og höfum þar af leiðandi áhuga á samvinnumálum, þess vegna göngum við í KRON, sagði Júlíus Valdimarsson formaður „Flokks mannsins“. Félagar í þessum mannflokki hafa flykkst í deildir KRON og látið skrá sig þar inn, mætt á fundi og lagt fram ótelj- andi spurningar. Samkvæmt heimildum Þjóðviljans hyggjast þeir yfírtaka KRON og munu um 70 manns á þeirra vegum hafa gengið í KRON. Júlíus sagði að mannflokkur- inn ætlaði að hafa eins mikil áhrif og hann mögulega getur í KRON, en hvergi væri flokkur- inn þó kominn í meirihluta í KRON-deildunum og ekki hefði honum heldur tekist að koma sínu fólki í stjórn deildanna enn sem komið er. Hér er ekki um það að ræða að mannflokkurinn gangi skipulega í deildir KRON, heldur aðeins áhugi okkar á félagsmálum og samvinnumálum sem veldur því að félagar ganga í KRON- deildirnar, sagði Júlíus. f gær og fyrradag voru fundir í deildum KRON og mun hafa ver- ið smalað grimmt. - S.dór

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.