Þjóðviljinn - 21.03.1985, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 21.03.1985, Blaðsíða 6
FLÓAMARKAÐURINN AWINNULÍF Einn sumarbústaða Trésmiðju P.P. í Grundarfirði í byggingu. Húsin eru stöðluð og hægt að fá þau af ýmsum stærðum. Ljósm.: R.E. Grundarfjörður Trésmiðja P.P. í örum vexti Til sölu Vel með farin og lítið notuð Fidelity skáktölva með 10 styrkleika tali og snertibúnaði til sölu. Verðtilboð. Uppl. í s. 30618 e. kl. 20 á föstud. Óska eftir að kaupa allar plöturnar með hljómsveitinni Mannakorn. Uppl. í síma 44465. Hjónarúm Til sölu hjónarúm með áföstum nátt- borðum. Selst ódýrt.-Sími 44518. Til sölu svart-hvítt sjónvarp (His masters vo- ice), nýr svartur kjóll og kápa á frekar litla og granna konu. Uppl. í síma 31723 e.kl. 20. Til sölu eldhúsborð á einum fæti, sporöskju- lagað á kr. 4 þúsund. Uppl. í síma 38132. Garðeigendur Ef þið þurfið að fá húsdýraáburð og e.t.v. að fá honum dreift um lóðir ykk- ar, þá hringið og leitið upplýsinga í síma 41639. Dagmamma Óska eftir dagmömmu til að gæta 31/2 árs drengs frá kl. 1-5. Er í Vestur- bænum. Uppl. í síma 20487. Einbýlishús - lágt verð Lítið einbýlishús á ísafirði til sölu. Fal- legt, gamalt og vel viðhaldið. Lágt verð ef samið er strax. Látið ekki happ úr hendi sleppa. Sími 10762. Raðsófasett til sölu. Verð kr. 5 þús. Uppl. í síma 31281 á kvöldin. Félag makalausra Munið opið hús og spilakvöld í kvöld 21. mars að Mjölnisholti 14. Sími 27609. Rimlarúm til sölu og Britex barnabílstóll. Uppl. í síma 77783. Sumarbústaður til sölu í Tunguskógi á ísafirði, mjög stór og glæsilegur garður fylgir með. Mikill trjágróður, lautir og ákjósanlegir staðir fyrir grillveislur. Stórkostlegt út- sýni. Selst strax, vegna fjárhags- vandræða. Sími 10762. íbúð óskast Par með barn vantar íbúð frá og með 1. júní nk. Fyrirframgreiðsla kemur til greina. Uppl. gefa Helgi og Bjargey í síma 38575. Myndabúðin Njálsgötu 44 Myndarammar og málverkaprentanir á góðu verði. Myndabúðin Njálsgötu 44. Opið frá kl. 16-18. Barnavagn til sölu góður og vel með farinn Emmaljunga-barnavagn. Uppl. í síma 46608. Vefstóll tl sölu Danskur vefstóll til sölu, tekur 80 cm breiðan, láréttan vefnað, skeið og skytta fylgja. Uppl. í síma 22439. Erum að flytja í nýtt húsnæði og vantar allt til skrif- stofuhalds. Vill ekki einhver gefa okk- ur t.d. skrifborð, hillur, stól eða ritvél? Hringið í síma 20798. Viö sækjum. Vináttufélag islands og Kúbu. Nú er vor í lofti (að minnsta kosti í gær). Þess vegna ætla ég að selja hjólið mitt sem er ágætis fjölskylduhjól, á 2 þúsund kr. og skíðin mín sem eru af Blizzard gerð með Look bindingum, á 3 þúsund kr. Ester sími 41648. Frá fréttaritara Þjóðviljans í Grundarfirði, Rósant Egilssyni: Mikil gróska hefur verið hjá Trésmiðju P.P. hér í Grundar- firði og hafa verið næg verkefni hjá trésmiðjunni allt síðasta ár. Þar hafa starfað að jafnaði um 20 manns og enn færir trésmiðjan út kvíarnar með fjöldaframleiðslu á sumarbústöðum sem verða full- byggðir á lóð fyrirtækisins. Þessir bústaðir eru 50 og 35 fermetrar að stærð en einnig er hægt að fá þá minni, allt eftir óskum kaupenda enda um staðlaða framleiðslu að ræða. Verðhug- mynd er ca. 700.000 kr. á stærri húsunum en ca. 550.000 á þeim minni. Húsin eru fullfrágengin. Þegar er búið að panta 6-7 bú- staði og hefur það kallað á meiri mannskap hjá fyrirtækinu og er áætlað að milli 30 og 40 manns starfi þar í sumar. Má þakka þessa stöðugu vinnu í vetur ein- stæðu tíðarfari. Trésmiðja P.P. hefur einnig haft talsverð umsvif í Stykkis- hólmi og Ólafsvík. í stykkishólmi er verið að reisa bensínstöð og hefur verkið gengið mjög vel. Auk þess hafa verið klædd að utan nokkur hús með áli. í Ólafs- vík er fyrirtækið búið að skila heilsugæslustöðinni fullbúinni auk annarra verkefna sem þar hafa verið í gangi. í undirbúningi er bygging 1000 fermetra frysti- húss þar. Auk alls þessa rekur fyrirtækið myndarlega bygginga- vöruverslun. Til að styrkja enn frekar rekst- ur fyrirtækisins hefur eigandi þess Páll Harðarson stofnað nýtt fyrirtæki, Hamrar s/f í Reykjavík þar sem fyrirhugað er að selja framleiðsluna auk þess sem flutt- ar verða inn byggingavörur. Eigendur þessa nýja fyrirtækis eru þeir Páll Harðarson og Björg- vin Magnússon. - R.E. Auglýsið í Þjóðviljanum ÁSKORUN Til stjórnvalda um skjóta lausn kennaradeilunnar Hverri menningarþjóö er mikil nauðsyn að annastvel uppfræðslu vaxandi kynslóða. Launakjör kennara þurfa að vera með þeim hætti að þeir geti sinnt starfi sínu af alúð og óskiptum huga. Við skorum þvíá stjórnvöld að bregða skjótt við og ganga til móts við kennara með viðunandi hætti svo þeir hrekist ekki frá störfum. AJbert Jóhannsson, fv. form. L.H., Skógum Álfheiður Ingadóttir, blaðamaður Árni Bergmann, ritstjóri Ásgerður Búadóttir, myndlistarmaður Ágúst Þorvaldsson, fv. alþm., Brúnastöðum Benedikt Bogason, verkfr. Séra Bernharður Guðmundsson, fréttafulltr. Björn Th. Björnsson, listfr. Björn Líndal, deildarstj. Séra Bolli Gústafsson, Laufási Bríet Héðinsdóttir, leikari Brynja Benediktsdóttir, leikstjóri Einar Þorvarðarson, íþróttamaður Séra Eiríkur J. Eiríksson, fv. þjóðgarðsvörður Erlingur Gíslason, leikari Gísli Alfreðsson, Þjóðleikhússtjóri Guðmundur Arnlaugsson, fv. rektor Guðný Guðmundsdóttir, konsertmeistari Gunnar G. Schram, próf. Guðrún Agnarsdóttir, alþm. Dr. Guðrún P. Helgadóttir, fv. skólastj. Dr. Gylfi Þ. Gíslason, fv. ráðherra Sr. Hanna María Pétursdóttir, Ásum Halldór Guðjónsson, kennslustjóri H.í. Halldór Laxness, rithöfundur Hannes Pétursson, skáld Haraldur Ólafsson, alþm. Helga Bjarnadóttir, hreppstjóri Helgi Ólafsson, stórmeistari Jakob Jakobsson, fiskifræðingur Jóhanna Sigurðardóttir, alþingismaður Jón Nordal, tónskáld Jónas Jónsson, búnaðarmálastjóri Jónas Pálsson, rektor Jónatan Þórmundsson, prófessor Kolbrún Jónsdóttir, alþingismaður Kristján frá Djúpalæk, skáld Kristján Karlsson, skáld Magnús L. Sveinsson, form. V.R. Dr. phil. Matthías Jónasson Njörður P. Njarðvík, rithöfundur Ólafur Helgi Kjartansson skattstjóri, ísaf. Séra Ólafur Skúlason, dómprófastur Ólöf Kolbrún Harðardóttir, óperusöngvari Óskar Vigfússon, form. Sjómannasamb. ísl. Páll Lýðsson, oddviti Litlu Sandvík Pétur Bjarnason, fræðslustj. Vesfj. Pétur Sigurðsson, forseti Alþýðusamb. Vestfj. Ragnar Arnalds, alþingism. Ragnheiður Jónsdóttir, myndlistarmaður Rögnvaldur Sigurjonsson, píanóleikari Herra Sigurbjörn Einarsson, biskup Sigurður Björnsson, læknir Séra Sigurður Pálsson, vígslubiskup Sigurður Pálsson, rithöf. og leikstjóri Sigurlaug Bjarnadóttir, fv. alþm. Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, alþm. Sigríður Theodóra Sæmundsdóttir, húsfrú, Skarði Stefán Baldursson, leikstjóri Valgerður Bjarnadóttir, bæjarfulltr. Ak. Þór Magnússon, þjóðminjavörður Þóra Kristjánsdóttir, listfræðingur Þórarinn Eldjárn, rithöfundur Þórdís Þorvaldsdóttir, borgarbókavörður Þorgeir Ibsen, skólastjóri Þórir Kr. Þórðarson, prófessor Þorkell Sigurbjörnsson, tónskáld Þóroddur Th. Sigurðsson, verkfræðingur Þorsteinn Gylfason, dósent Þorsteinn Hannesson, óperusöngvari Þorsteinn Ö. Stephensen, fv. leiklistarstjóri Þuríður Pálsdóttir, óperusöngvari Ögmundur Jónasson, fréttamaður Örlygur Hálfdánarson, bókaútgefandi

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.