Þjóðviljinn - 21.03.1985, Blaðsíða 14
Afganistan
Skæruherimir
deila um
vopnasendingar
Sovésk blöð segja ítarlegarfrá stríðinu en fyrr
Miklar deilur hafa risið milli
talsmanna hinna ýmsu hópa
og hreyfinga sem bækistöðvar
hafa í Pakistan og berjast gegn
Kabúlstjórninni og sovéska
hernum í Afganistan. Ástæðan
er fregn um að bandaríska
leyniþjónustan CIA ætli 250
miljónir doilara í aðstoð sem
berist skæruherjum afgönsk-
um með leynd.
í fyrsta lagi telja margir, að
mikið af þeim vopnum og búnaði
sem eiga að fara til uppreisnar-
manna komi aldrei fram. Kann-
ski sé það ekki nema fimmtungur
vopnanna sem kemst alla leið til
Afganistan. Hinsvegar hafi ýmsir
spilltir skæruliðaforingjar eða
umboðsmenn þeirra í Pakistan
stolið miklu undan og selt í ýmsar
áttir - m.a. til vinstrisinnaðra
andstæðinga Zia ul-Haq forseta
Pakistans.
Sundrungar-
erfiðleikar
Það er ekki nýtt að afganskir
AÖalftmdur
Iðnaðarbanka íslands hf. árið 1985 verður
haldinn í Súlnasal Hótel Sögu kl. 14:00,
föstudaginn 12. apríl 1985.
Á dagskrá fundarins eru aðalfundarstörf
samkvæmt ákvæðum 18. gr. samþykkta
bankans.
Aðgöngumiðar að fundinum verða af-
hentir hluthöfum eða umboðsmönnum
þeirra í aðalbanka að Lækjargötu 12, 3.
hæð, dagana 3.,9.,10. og 11. apríl.
Reikningar bankans fyrir árið 1984, ásamt
tillögum þeim sem fyrir fundinum liggja,
verða hluthöfum til sýnis á sama stað.
Tillögur, sem hluthafar vilja leggja fyrir
fundinn, þurfa að hafa borist bankaráðinu
skriflega í síðasta lagi 2. apríl n.k.
Reykjavík 25. febrúar 1985.
Bankaráö
IÐNAÐARBANKA ÍSLANDS HF.
Iðnaðarbankinn
Njarðvík-
forstöðumaður
Starf forstöðumanns við dagheimilið Gimli, Njarðvík,
er laust til umsóknar. Fóstrumenntun áskilin. Um-
sóknarfrestur er til 31. mars 1985. Upplýsingar gefur
undirritaður.
Bæjarstjóri Njarðvíkur.
Á mölinni mætumst
með brosávör —
ef bensíngjöfin
er tempruð.
HEIMURINN
Skæruliðar í Afganistan: margt týnist á langri leið.
uppreisnarforingjar deili sín á
miili: sundrungin hefur frá upp-
hafi verið einn þeirra versti höf-
uðverkur. En upp úr sauð þó sem
aldrei fyrr, þegar fregnir bárust
um að bandaríska þingið hefði í
raun þrefaldað upphaflega beiðni
Reagan-stjórnarinnar um pen-
inga til aðstoðar við andstæðinga
Sovétmanna í Afganistan. Was-
hington Post segir, að hér sé um
að ræða mestu hernaðarleg um-
svif á vegum CIA síðan á dögum
Víetnamstríðsins.
Foringjar hinna ýmsu hópa
hafa látið uppi verulega undrun
þegar þeir hafa verið spurðir að
því, hvort það sé rétt, sem segir í
bandarískum blöðum, að þeir
hafi síðan 1979 fengið bandaríska
aðstoð fyrir alls um 625 miljónir
dollara. Skæruliðaforingi sem
barist hefur í Kabúlhéraði kvaðst
lítið hafa haft af þessari aðstoð að
segja: ef hún hefði komist á
leiðarenda, þá væri búið að
hrekja Rússa úr landinu.
Þessi skæruliðaforingi sagði
liðsmenn sína illa haldna og illa
klædda. Taldi hann að um helm-
ingur matvæla og klæðnaðar, sem
þeir hefðu, kæmi frá Pakistan en
jafnmikið væru þeir háðir velvilj-
uðum kaupmönnum í Kabúl sem
laumuðu til þeirra vistum.
Hvar eru loft-
varnirnar
Annar skæruliðaforingi efaðist
um að nokkuð af þeim meirihátt-
Bandaríkin
Framhald af bls. 13,
verk og fjöldamorð á bændum.
Aðstæðurnar í þessu stríði eru
eins og í Víetnam: það er ekki
hægt að beita stórskotaliði eða
mynda víglínur. Þegar að þeim er
sótt flýja þeir yfir landamærin.
Jenkins sagði að stjórnin beitti
þyrlum í þessum hernaði, þótt
þyrluflotinn væri ekki eins stór og
vera þyrfti.
Bandarísk innrás
möguleg
Aðspurður um hættuna á
beinni hernaðaríhlutun Banda-
ríkjanna í Nicaragua sagði Jenk-
ins að, þeir litu svo á að sá mögu-
leiki væri fyrir hendi, jafnvel þótt
hann væri ekki líklegur þessa
stundina. Hin gífurlega hernað-
aruppbygging Bandaríkjanna í
Mið-Ameríku segði sitt í þessum
efnum, og þá sérstaklega í Hond-
uras, þar væri stór bandarísk mið-
stöð til þjálfunar hermanna frá E1
Salvador og Honduras, og allt frá
1981 hefðu Bandaríkin staðið
fyrir óhemju umfangsmiklum
heræfingum á svæðinu. Nú stæðu
til dæmis yfir æfingar með þátt-
töku 7000 bandarískra hermanna
í Honduras, og ættu æfingar þess-
ar að standa fram í maímánuð.
Æfingar þessar eiga sér stað að-
eins 15 km frá landamærum Nic-
aragua. t þessum æfingum taka
einnig þátt skip úr flotanum, þar
14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN
ar vopnum, sem bandarísk blöð
segja að send hafi verið til skæru-
liða, hafi komið fram. Hann seg-
ist ekki hafa orðið var við loft-
varnarbyssur þær og litlar eld-
flaugar gegn skriðdrekum og
flugvélum sem sagt er að séu hluti
af hernaðaraðstoðinni. Reyndar
hefur oft áður verið á það minnst,
að uppreisnarmenn ráði ekki yfir
vopnum til loftvarna, en getum
hefur verið leitt að því að skýring-
in sé fólgin í hinu sérstæða tafli
sem yfirvöld í Pakistan standa í.
Þau leyfa að vissum vopnum sé
smyglað yfir landamærin - en
vilja gæta þess að þau séu ekki of
öflug og óttast sovéska hefnd er
farið verður að skjóta niður fyrir
sovéska hernum flugvélar að
ráði.
En sem fyrr segir: klögumálin
ganga á víxl. Fulltrúar heittrúar-
hópa segja, að mikið af vopnum
lendi hjá „Hófsama banda-
laginu“ sem standi lítt í bardög-
um, þetta séu pólitíkusar og bisn-
essmenn sem lifi í þægindum í út-
legðinni í Pakistan og selji vopn
til stjórnarandstæðinga þar í
landi. En fulltrúar Hófsama
bandalagsins halda því hins vegar
fram, að bæði Bandaríkjamenn
sem og ýmis Arabalönd (Saudi
Arabía, Kuwait) kjósi helst að
styðja heittrúarliðið og sendi
þeim mest af vopnunum. Þetta
lið sé hinsvegar gjörspillt, selji
mikið af vopnum á svörtum
markaði og gangi slælega fram
á meðal flugmóðurskipið Nimitz,
Iohowa-freigátan, New Jersey
herskipið og fleiri, og hafa Band-
ríkjamenn þannig skapað sér að-
stæður til þess að geta ráðist inn í
landið á hvaða augnabliki sem
þeim hentaði.
Alþjóðlegur
þrýstingur
Ástæðan fyrir því að ekki hefur
verið gripið til þess ráðs að gera
innrás í Nicaragua er fyrst og
fremst alþjóðlegur þrýstingur,
þar sem Bandaríkin vita að innrás
myndi mælast illa fyrir í Suður-
Ameríku og annars staðar í
heiminum.
Jenkins sagði að þessi alþjóð-
legi þrýstingur væri einnig mikil-
vægur til þess að styðja við bakið
á þeirri andstöðu sem væri fyrir
hendi á Bandaríkjaþingi
gagnvart stefnu Reagan-
stjórnarinnar í Mið-Ameríku.
Jenkins sagði að hann hefði
hitt bæði forsætisráðherra ög
gegn Rússum. Miklu heldur kjósi
þeir að berjast við þá andspyrnu-
hópa sem þeim er sjálfum ekki að
skapi.
Mjög erfitt er að fá yfirlit yfir
þessar vopnasendingar, sem fara
einatt um hendur margra milli-
liða til þess að erfiðara sé að rekja
slóðina til CIA. Mikið af vopnun-
um er keypt í Egyptalandi, ísrael
og Kína og eru þau gjarna sovésk
að uppruna. Þeim er komið til
ríkjanna við Persaflóa og þaðan
eru þau send með vafasömum
merkingum og fölsuðum farm-
skjölum til Pakistan, segir í grein
í Washington Post sem þessi
samantekt hér er byggð á.
Heilagt stríð
Stríðið í Afganistan er meðal
annars áróðursstríð. Sovésk blöð
hafa til þessa ekki birt mikið af
fregnum um bardaga og mannfall
í sovéska hernum, heldur lagt
meira upp úr annarri aðstoð við
stjórnina í Kabúl en hinni hern-
aðarlegu. En nú bregður svo við,
að sovésk blöð, ekki síst „Rauða
stjarnan", málgagn hersins, hef-
ur tekið að birta ítarlegri stríðs-
fregnir en áður og þá af því, ekki
síst, við hve grimman andstæðing
sé að etja. Engar tölur hafa þó
verið birtar um mannfall í so-
véska hernum.
Um leið og Rauða stjarnan
leggur áherslu á að „herþjónust-
an sér erfið og einatt hættuleg" í
Afganistan, þá er því við bætt, að
sovéskir hermenn séu „verðugir
arftakar feðra sinna sem eitt sinn
frelsuðu mannkynið undan fas-
isma“. En sá er þó munur, að
ekki eru sovéskir hermenn að
verja landi sitt eins og þeir sem
börðust gegn Hitler. Enda er
höfð eftir sovéskum embættis-
manni þessi fróðlega viður-
kenning: „Ekki skilja allir hvers
vegna við erum hér“ - þ.e.a.s. í
Afganistan.
Sú heildarmynd sem gefin er af
stríðinu í sovéskum blöðum er
annars á þessa leið: Sovéskir her-
menn berjast af hetjuskap gegn
uppreisnarmönnum, sem vilja
snúa við hjóli sögunnar með fjár-
hagsaðstoð frá Washington og
með bandarískum og kínverskum
vopnum. Það fylgir sögunni, að
sovéskir hermenn berjist fyrir
„heilögum málstað" í stríði
þessu.
ÁB tók saman.
utanríkisráðherra að málum í
heimsókn sinni, auk forystu-
manna nokkurra stjórnmála-
flokka og embættismanna. Hann
sagði að íslenskir ráðamenn
hefðu lýst yfir stuðningi við frið á
svæðinu án nánari eða dýpri skil-
greiningar og að Nicaragua virti
sjónarmið Islands sem aðila að
NATO í nánu sambandi við
Bandaríkin. Hann sagði að sem
bandamaður Bandaríkjanna ætti
íslenska ríkisstjórnin að hafa
möguleika til að segja þarlendum
ráðamönnum hug sinn um varð-
veislu friðar í Mið-Ameríku. Slík
áhrif gætu oft verið árang-
ursríkari en bein og opin and-
staða.
Jenkins sagði að lokum að
hann hefði boðið Svavari Gests-
syni formanni Alþýðubandalags-
ins að heimsækja Nicaragua, og
vonaðist hann til þess að Svavar
gæti orðið viðstaddur 6 ára af-
mælisthátíð byltingarinnar sem
verður 19. júlí næstkomandi.
-ólg.
Útboð
Tilboð óskast í smíði og fullnaðarfrágang verkstæðis
og bifreiðageymslu Pósts og síma á Akranesi.
Útboðsgögn fást afhent á skrifstofu Umsýsludeildar,
Landsímahúsinu í Reykjavík og hjá stöðvarstjóra
Pósts og síma á Akranesi, gegn skilatryggingu, kr.
5000,-
Tlboð verða opnuð á skrifstofu Umsýsludeildar
miðvikudaginn 10. apríl 1985, kl. 11.00 árdegis.
Póst- og símamálastofnunin.