Þjóðviljinn - 21.03.1985, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 21.03.1985, Blaðsíða 9
VIÐHORF Boöið Spurningin er: Eiga kirkjan og þjónar hennar að hafa opinber afskipti af friðarmálum? Við þekkjum öll þau hróp, sem hefj- ast úr vissum herbúðum, ef ein- hver kirkjunnar þjónn skipar sér opinberlega í flokk þeirra, er styðja vaxandi friðarhreyfingar. Þau hróp enda venjulega á: - kommúnisti, kommúnisti! En hvert er þá hlutverk kirkj- unnar? Það er fyrst og fremst að flytja boðskap Jesú frá Nasaret. Hvarvetna í boðskap sínum leggur hann þunga áherslu á frið, frið milli þjóða, frið milli einstak- linga, frið sem byggðist á náunga- kærleika, bræðralagi og gagn- kvæmu trausti. Kveðja hans var jafnan: - Friður sé með yður og fyrirheit hans: - Frið læt ég eftir hjá yður, minn frið gef ég yður. Og hann sagði líka: - Sælir eru friðflytjendur, því að þeir munu guðs börn kallaðir verða. Af mörgu er að taka, þegar vitnað er í orð Jesú frá Nazaret, en hvar- vetna er boðskapur hans um frið það fyrsta og síðasta. Og í sög- unni mun hann ávallt verða talinn fyrsti og mesti friðarsinni allra alda. Og nú eru senn liðin 2000 ár síðan Jesús hóf friðarboðskap sinn og það vantar ekki, að marg- ir kalla sig kristna og íærisveina hans og flestir þykjast vilja frið. En ósköp hefur nú heimurinn h'tið nálgast kenningu meistara síns, eða kannski væri réttara að segja, ósköp hefur nú heimurinn fjarlægst kenningu hans á þessum tíma. Aldrei hefur verið jafn óf- riðvænlegt í heiminum og einmitt í dag. Þjóðirnar keppast við að verja sem mestu fé í framleiðslu hernaðartækja og morðvopna, svo óskaplega, að grandað gætu allri heimsbyggðinni. Engin þjóð treystir annarri og stórveldin keppa að yfirburðum í vopna- búnaði og þykjast þannig við- halda friði, meðan stór hluti heimsins sveltur í hel og þjáist af skorti og öryggisleysi, á meðan þeir sem málunum stjórna ganga sjálfsagt andagtugir í kirkju og játa trú sína á friðarsinnann Jesú Krist, svona með vörunum, en klerkar friðinn í kór og stól eftir Sverri Haraldsson „Efvið erum kallaðir kommúnistar vegna þess að við vinnum í þágu frðar, þá er það sœmdarheiti“. kynda svo samt jafnt og þétt undir ófriðarglæðunum, uns þær verða að eyðandi báli sem þeir sjálfir ráða naumast við. Biðja þess jafnvel að takast megi að drepa sem flesta andstæðinga þeirra í Jesús nafni, Amen! Davíð Stefánsson segir: Við refsum bjálfum, sem rœna og fremja svik og rónum, sem neyta víns og verða trylltir. En foringjar þjóða, sem framleiða geislaryk, og fylla loftið eitrið - þeir eru hylltir. Þeim flytja lýðir flaðrandi þakkargjörð. En fer ekki að sortna þeirra heillastjarna? Sagt er aðfæðist senn á vorri jörð sextán milljónir vanskapaðra barna. Við vitum öll hvað skáldið á við. Við vitum að verið er að lýsa afleiðingum eins hins mesta stríðsglæps, sem sagan þekkir. Við vitum að enn í dag eru afleið- ingar hans að koma fram og munu halda áfram að koma fram um ókomin ár. Þær bitna fyrst og fremst á saklausum börnum, með vansköpun, kvölum, þjáningum og dauða. Það má hver sem vill trúa því, að þetta vígbúnaðark- apphlaup stórveldanna sé háð í þágu friðarins. Ég er hins vegar sannfærður um það, að jafnskjótt og eitt stórveldið telur sig hafa náð yfirburðum í vígbúnaði, þá verði ekki beðið með að hefja styrjöld og guð forði okkur frá að lifaslíkt. Afleiðingar undangeng- inna styrjalda yrðu barnaleikur einn hjá afleiðingum þeirrar næstu, ef nokkur yrði þá á lífi til að gjalda þeirra, enda þótt til séu menn, sem trúa því, eða þykjast a.m.k. trúa því, að hún yrði háð til að koma á varanlegum friði. Vopnaður friður verður aldrei varanlegur, heldur aðeins hlé, meðan þjóðirnar eru að efla her- styrk sinn. Er furða þótt Jóhann- es skáld úr Kötlum segi, þegar honum verður hugsað til þessara óskapa: - Ég get ekki sofið? Svo kom sjálfur forsetinn Harry Tru- mann í sjónvarpið og þakkaði guði fyrir það að Bandaríkin skyldu eiga kjarnorkuspreng- juna! í helgu riti er spurt: - Vöku- maður, hvað líður nóttinni? Vökumaður rennur ekki dagur senn? Svo er guði fyrir að þakka, að örlítil ljósglæta virðist nú senda geisla inn í það skelfilega náttmyrkur, sem yfir heiminum grúfir og gæti táknað nýjan dag. Voldugar friðarhreyfingar og samtök hafa risið og fleiri og fleiri sjá og skilja þá hættu, sem fylgir því, þegar stríðsóðir öfgamenn fara með æðstu völd í stórveld- um, gráum fyrir járnum. En þess- ar friðarhreyfingar fólksins fylla þá ótta, sem þeir reyna að leyna með því að gera lítið úr þeim, rangtúlka og hæða. Þeir hneyks- last á kröfu okkar um kjarnorku- vopnalaus svæði, þar á meðal Norðurlönd, o.m.a.s. á okkar blessaða landi eru til fylgjendur vaxandi hernaðarumsvifa og framkvæmda, væntanlega í þeirri góðu trú, að með því séu þeir að stuðla að friði í heiminum! Hitt skal viðurkennt, að kirk- jan hefur oft sofið á verðinum í þessum efnum. Hún hefur alltof oft þagað, þegar henni bar að láta til sín heyra, og hún hefur alltof oft horft á griðrof, ofbeldi, árásir stórþjóða á smáríki, kúgun, kyn- þáttaofsóknir, afskipti stórvelda af innanríkismálum smáríkja, undir yfirskyni falskrar vináttu og ímyndaðrar verndar o.fl. o.fl. án þess að beita sér ákveðið og opin- berlega gegn slíkum brotum á boðskap meistara síns. Hún er að vísu hátt hafin yfir allt flokkspól- itískt þjark, en þegar um frið eða styrjaldir er að ræða má hún ekki og á ekki að þegja. Og það er líka rétt, að hún á ekki að taka neina flokkspólitíska afstöðu. En friða- rmálin eru ekki neitt flokksmál, eða eiga ekki að vera það. Friða- rmálin varða alla einstaklinga, allar þjóðir. Þau fjalla um baráttu milli lífs og dauða og þau eru byggð á orði Jesú sjálfs og því má kirkjan ekki láta þau afskipta- laus. Kirkjan á að vera byggð upp af lifandi steinum, en ekki vera stöðnuð stofnun. Það er frá henni sem friðarákallið á að berast. Og í dag, þegar svo getur farið að lokaátökin milli lífsstefnu og hel- stefnu fari fram á hvaða stundu sem er, er það skylda kirkjunnar og þjóna hennar að draga friðar- fánann að hún og fylgja hverjum þeim flokki og hverjum þeim ein- staklingi, sem sér hættuna og berst gegn afli dauðans og tortím- ingarinnar í þessum blinda og friðvana heimi. Og aldrei hefur þess verið meiri þörf en í dag. Aldrei hefur ógnun stríðshætt- unnar verið meiri. Aldrei fyrr hefur tækni mannsins verið svo mikil sem nú, að varla þarf nema að styðja á einn hnapp til að granda öllu lífi á stórum hluta heims. Þetta skildi skáldið Guð- mundur Guðmundsson og hefur þó allt breyst til hins verra síðan: - Boðið klerkar friðinn í kór og stól. Látið kœrleikans himnesku friðarsól yfir kirkjunni lífgandi Ijóma. Grœðið aldanna rotnu átumein. Látið elskuna þagga hin sáru kvein. Látið heimsfriðarboðskapinn hljóma. Og nú þegar málsvarar aukinna hernaðarframkvæmda og erlendra yfirráða halda blekk- jandi áróðursfundi um landið, sínu vafasama máli til framdrátt- ar, verða allir sannir íslendingar að sameinast um að reka þessa legáta af höndum sér og úr valda- stólum, áður en óhappaverkin hafa verið unnin. Og ef við erum kallaðir kommúnistar vegna þess, að við vinnum í þágu friðar, þá er það sæmdarheiti. Sverrir Haraldsson. MINNING Þórhildur Brynjólfsdóttir Fœdd 3. október 1948 - Dáin 11. mars 1985 Aðfaranótt mánudagsins 11. mars lést mágkona mín, Þórhild- ur Brynjólfsdóttir. Ég má til með að kveðja hana með nokkrum orðum. Það eru ekki mörg ár liðin síð- an ég sá hana fyrst, en það var þegar hún kynntist Jóni bróðir mínum. Ég fann það strax þá, hvað mikil hlýja og gleði streymdi frá þessari manneskju. Eftir að þau giftu sig fór ég að sjá hana meir, og þá sérstaklega í hestamennskunni, sem ég og Jón bróðir höfum stundað í fjölmörg ár og Jón þó miklu meir. Ég tók strax eftir því hvað mikinn áhuga Þórhildur fékk fyrir hestunum, hún var öllum stundum með manni sínum, hvort sem var í hirðingu þeirra, eða útreiðum. Ég man vel hvernig hlátur hennar fyllti hesthúsið, og glað- legt tal hennar kom okkur öllum í gott skap, eða þegar hún þeysti fram úr okkur á honum Sindra skellihlæjandi og frískleg og var komin langt á undan okkur áður en varði. Einnig eru þær stundir ógleymanlegar, þegar við systkinin riðum austur í Fjóts- hlíð, sem hefur verið árviss við- burður. Hvort sem hún reið með okkur eða fylgdi okkur á bíl, var hún ætíð hress og glöð, og naut ferðarinnar, enda er varla hægt að vera öðruvísi en glaður á hest- baki úti í náttúrunni, ég tala ekki um á vordegi og það á leið í Fljótshlíðina. Eins og við systkinin öll, þá tók hún sérstöku ástfóstri við Fljótshlíðina, og þá sérstaklega Hlíðarendakot. Þar höfum við öll komið mikið, fyrst til Árna Jónssonar bónda þar, sem hefur reynst okkur öllum sem mikill og góður vinur, og nú síðast hefur Matthías bróðir minn búið þar. Jón og Þórhildur voru ólöt að fara þangað, og dvöldu þau oft þar á sumrin í sumarfríum sínum. Jón bróðir og Þórhildur áttu mjög vel saman, hann gekk Val- gerði dóttur Þórhildar í föður stað, og fyrir rúmu ári, eignuðust þau dóttur, Salbjörgu, sem var þeim mjög kærkomin. Sú hugs- un, að Þórhildur sé farin frá okk- ur er erfið, og það tómarúm sem hún skilur eftir, er erfitt að fylla. Hún hefur haft mikil áhrif á fjölskylduna alla, þennan stutta tíma, sem við höfum notið návist- ar hennar, en það er víst að við munum alltaf geyma minningu hennar, eins og hún var, glaðlega unga konu sem kunni að hlæja. Ég vil þakka henni fyrir allt, sem hún hefur gefið okkur með nær- veru sinni, og bið Guð að styrkja ættingja hennar, börn og eigin- mann og votta þeim öllum samúð mína og fjölskyldu minnar. Páll H. Guðmundsson Er við nú kveðjum æskuvin- konu okkar leitar margt á hug- ann. Fyrir örfáaum dögum sátum við saman í glaðværum kunn- ingjahópi. Þórhildur greindi okk- ur frá því á sinn eðlilega hátt að nú væri komið að fyrirhugaðri skurðaðgerð. Síst hvarflaði að okkur að aðeins væri nokkurra daga samvist eftir. Við vorurn hins vegar með ráðagerðir um eitt og annað sem gera mætti þeg- ar hún hefði jafnað sig í vor en stundum er skammt milli gleði og sorgar, meinsemdin hafði náð lengra en svo að vísindi nútímans gætu ráðið við. Þórhildur hélt sinni bjartsýni og léttu lund og tókst að dylja alvöru veikind- anna. Aldrei heyrðist hún kvarta þrátt fyrir þjáningafullar með- ferðirsl. haust. En mestu ólíkind- in eru þau að hún sem mestan hafði lífsþróttinn skyldi fyrst kölluð úr kunningjahópnum. Þórhiidur fæddist í Hafnarfirði 3. okt. 1948, dóttir hjónanna Val- gerðar Þórarinsdóttur og Brynj- ólfs Guðnasonar, 3ja í röðinni af 5 systkinum. Kynni okkar hófust á unglingsárum og héldust óslitið síðan. Snemma kom í ljós áhugi hennar á útiveru og ótaldar eru ferðirnar sem farnar voru á þeim árum, ýmist eigin vegum eða með skátahreyfingunni í Hafnarfirði. Þórhildur lagði stund á íþróttir og lék um tíma með meistaraflokki F.H. í handknattleik. Hún gifist ung Steinari Guð- mundssyni úr Reykjavík og stofnuðu þau heimili þar. Þau eignuðust eina dóttur, Valgerði, sem nú er á sautjánda ári. Þór- hildur og Steinar slitu samvistum eftir skamma sambúð. Eftir það fluttust þær mæðgur til Hafnar- fjarðar og hóf hún störf hjá Gler- borg hf. og starfaði þar æ síðan. Þann 22.09.’79 giftist hún eftir- lifandi eiginmanni sínum Jóni Guðmundssyni. Jón og Þórhildur voru einstaklega samrýmd og hamingjusöm hjón. Gestrisni og örlæti einkenndi þeirra heimili. Þau stunduðu ötullega hver- skonar útivist, s.s. hesta- mennsku, skíðaferðir og ferða- lög. Það sem okkur er minnistæð- ast í fari vinkonu okkar er hennar létta lund, jákvæða hugarfar og hressileikinn sem ávallt fylgdi henni. Ósjaldan dreif Þórhildur okkur þessar framtaksminni í úti- legur og hlustaði ekki á mótbárur um rigningaspár enda sá hún ævinlega einhvers staðar sólar- glennu. Skemmst er að minnast ferðar er við fórum s.l. sumar austur í Þjórsárdal, ferð sem hafði verið ákveðin af stórum kunningjahópi nokkuð löngu áður. Ýmislegt varð tii þess að fólk heyktist á för, þó helst slagveður og kuldi en Þórhildur lét ekki slíkt aftra sér. „Ég er viss urn að það verður sól á morgun" og við það sat, þrjár fjölskyldur lögðu upp og tjöld- uðu í roki og rigningu. En viti menn þvert á spá veðurstofunnar snerist vindur til norðanáttar með glaða sólskini og við nutum veðurblíðu, náttúrufegurðar og góðs félagsskapar. Þann 16. des. ’83 kom lang- þráður sólargeisli inn í líf þeirra Þórhildar, Jóns og Vallýar en þá fæddist Salbjörg litla. Ér sárt til þess að hugsa að Þórhildi skildi ekki auðnast að njóta hennar lengur slfkur gleðigjafi sem hún var henni. Nú á skilnaðarstund viljum við þakka fyrir góða samfylgd og trygga vináttu. Jóni, Vallý og Sallý litlu, móður Þórhildar, Val- gerði, svo og öðrum aðstandend- um vottum við okkar dýpstu samúðarkveðjur. Sóldís og Hulda.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.