Þjóðviljinn - 22.03.1985, Blaðsíða 11
SJÁVARÚTVEGUR
Öryggismál sjómanna
Aukin fræðsla
Takmarkið er að allir sjómenn viti
hvernig bregðast á við á neyðarstundu. Rætt við
Magnús Jóhannesson siglingamálastjóra
Okkar takmark hlýtur að vera,
að auka svo fræðslu sjómanna
hvað varðar öryggismál þeirra,
að hver einasti sjómaður viti
hvernig hann á að bregðast við á
neyðarstundu. Um borð í skipum
og bátum eru fjölmörg björgunar
og öryggistæki, en því miður er of
mikið um að sjómenn kunni ekki
á tækin, jafnvel að þeir viti ekki
hvar þau eru staðsett í skipinu.
Lausung hefur aukist meðal sjó-
manna, þannig að menn fara
meira á milli báta og skipa en
áður var. Hin ýmsu öryggis- og
björgunartæki eru ekki alltaf
geymd á sömu stöðum í skipun-
um. Því miður er misbrestur á að
skipstjórnarmenn kynni nýjum
mönnum hvar tækin eru geymd í
skipunum, sem og að fræða menn
og æfa í meðferð tækjanna, sagði
Magnús Jóhannesson siglinga-
málastjóri er Þjóðviljinn ræddi
við hann um öryggismál sjó-
manna, sem mjög hafa verið í
brennidcpli hin síðari misseri.
verið hægt að koma í veg fyrir ef
öryggisreglum hefði verið fylgt.
Ég vil í þessu sambandi nefna líf-
línur þær sem sjómenn á skuttog-
urunum eiga að nota. Það er
mjög algengt að þeir noti þær
ekki og öðru hvoru verða slys
þess vegna. Reglur eru um að
þessar líflínur og fleira skuli vera
um borð. Við hjá Siglingamála-
stofnun höfum eftirlit með að
tækin séu um borð og að þau séu í
lagi, en svo nota sjómenn þau
ekki. Þetta er áhugaleysi um
eigið öryggi. Öryggi þeirra verð-
ur aldrei meira en þeir sjálfir
vilja, hvað sem menn í landi setja
í lög og reglur. Sé því ekki fram-
fylgt á sjónum er öryggið ekkert.
Við hjá Siglingamálastofnun
notuðum sjómannaverkfallið á
dögunum til að fara um borð í
skuttogara og yfirfara öryggis-
tækin. Við áttum einnig fund
með skipstjórnarmönnum og það
kom í ljós að of mörgu var ábóta-
vant. Skipstjórnarmennirnir
tóku því vel allir saman að lag-
færa það sem að var.
Eldvarnir
Sem kunnugt er eru eldsvoðar
um borð í skipum algengir og af
þeim hafa hlotist mörg slys.
Næstu daga gengur í gildi reglu-
gerð sem skyldar útgerð skipa tii
að setja um borð eldvarnarkerfi,
sem er reykskynjarar og sjálf-
virkur slökkvibúnaður. Engin
skip í smíðum fá haffæraskírteini
nema þessi útbúnaður sé um borð
og skip yfir 500 lestir eiga að setja
búnaðinn í á þessu ári, skip sem
eru 150-500 lestir eiga að vera
komin með útbúnaðinn á næsta
ári og skip undir 150 lestum í síð-
asta lagi 1987. Ég tel að með
þessu sé verið að auka öryggi
skipa og áhafnar mjög mikið.
Eitt atriði sem við hjá Siglinga-
málastofnun höfum áhyggjur af
er hvað meðal aldur fiskiskipa er
orðinn hár. Sannleikurinn er sá
áð flotinn og þá alveg sérstaklega
bátaflotinn er orðinn mjög gam-
all. Það gefur því auga leið að allt
eftirlit verður umfangsmeira og
erfiðara. Asigkomulag þessara
skipa er að vísu mjög misjafnt og
aldurinn einn segir ekki allt. f því
sambandi má nefna loðnuskipa-
flotann. Þau skip eru mörg orðin
20 til 25 ára, en þeim hefur verið
breytt og gerðar á þeim verulegar
endurbætur, þannig að þau eru í
mjög góðu lagi. Ýmsir gamlir
bátar hafa einnig verið endur-
byggðir og eru því í góðu lagi en
allt of margir bátar eru orðnir
gamlir og lúnir.
Stöðugleiki skipa og stöðug-
Framhald á bls. 12
Magnús var spurður hvað væri
að gerast í fræðslumálum um ör-
yggismál sjómanna.
I september-mánuði sl. var
haldin stór ráðstefna, þar sem
fjallað var um alla þætti örygg-
ismálanna. Ráðstefnuna sóttu á
3ja hundrað manns og lögð var
áhersla á að sem flestir sjómenn
mættu sem og fulltrúar frá öllum
helstu samtökum sem málið
varðar. Margir sjómenn mættu á
þessa ráðstefnu, þótt þeir hefðu
mátt vera fleiri, og ég tel að hún
hafi verið mjög gagnleg. Á ráð-
stefnunni kom það einmitt fram
að nauðsyn bæri til að efla mjög
alla fræðslu um öryggismál sjó-
manna og hefur þegar verið hafist
handa um umfangsmikla fræðslu-
herferð, sem Slysavarnafélagið,
Sjómannasambandið og Far-
manna- og fiskimannasambandið
eru aðilar að.
Ég tel að nauðsynlegt sé að
taka upp í skólum landsins
fræðslu á þessu sviði. Ég tel einn-
ig að það ætti að skylda skip-
stjórnarmenn til að halda björg-
unaræfingar með áhöfn sinni.
Þetta á að gera á farmskipum
einu sinni í mánuði en það er mis-
brestur á að svo sé. Tryggja mætti
að æfingar væru haldnar með því
að skrá þær í skipsbækur og að
skip fái ekki haffæraskírteini
nema æfingar hafi farið fram og
áhöfnin kunni allt sem viðkemur
björgunar og öryggismálum. Hér
á ég ekki bara við flutninga-
skipin, þetta ætti að gilda um
fiskiskipin líka. Það ætti einnig að
vera skylda skipstjórnarmanna
að kynna nýliðum hvar hvert ör-
yggis og björgunartæki er stað-
sett í skipinu. Það er til lítils að
setja lög og reglur um að þetta
eða hitt björgunatækið skuli vera
í skipinu ef menn kunna ekki á
það eða jafnvel vita ekki hvar þau
eru staðsett.
Áhugaleysi
sjómanna
Telurðu þá að sjómenn séu
áhugalitlir um eigið öryggi?
Því miður virðast þeir áhuga-
iitlir um eigið öryggi. Við erum
með myndbanka þar sem eru
myndbönd um öryggismálin og
jafnvel þótt skip hafi fengið spól-
urnar og menn hafi því séð hvað
öryggisráðstafanir eru nauðsyn-
legar, eiga sér stað slys, sem hefði
S
Shell RLA, - rapid lubricants' analysis,
er öruggt, hraðvirkt og fullkomið
eftirlitskerfi meðsmurolíunni. Tekið er40
cl sýni af vélarolíu, það sett í sérstakar
umbúðir, sem fást hjá skipaþjónustu
Skeljungs, og sent í flugpósti til næstu
rannsóknarstofu Shell. Reynslan sýnir að
sendingartími er aðeins 5 dagar að
meðaltali. Á rannsóknarstofunni er olían
rannsökuð samdægurs. Tölva, sem býr
yfir upplýsingum um viðkomandi skip,
vinnur úr niðurstöðum mælinganna og
sýnir á augabragði ef eitthvað er
athugavert við olíuna eða' ástand
vélarinnar.
VIÐ VINNUM FYRIR ÞIG
Niðurstöðurnar ásamt
athugasemdum og ábendingum um
viðbrögð eru síðan sendar á telexi til
skipaþjónustu Skeljungs, sem kemur
þeim tafarlaust á framfæri við
skipafélagið og yfirvélstjórann.
Shell RLA gefur nákvæmar upplýsingar
um ástand smurolíunnar og kemur í veg
fyrir ótímabær olíuskipti.
Allar upplýsingar um RLA fást hjá
skipaþjónustu Skeljungs, að
Suðurlandsbraut 4, Reykjavík, síminn er
687800.
Shell stendur vaktina allan
sólarhringinn.
Skipaþjónusta Skeljungs
ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11