Þjóðviljinn - 22.03.1985, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 22.03.1985, Blaðsíða 12
SJÁVARÚTVEGUR Jóhann J. E. Kúld: Fiskeldi í Noregi Framhald af bls. 11 leikaprófanir hafa verið all- mikið til umræðu. Af 500 fiski- skipum sem eru 15 metrar að lengd eða meira eru til fullkomin stöðugleikagögn yfir 200 skip, einhver gögn eru svo til um 200 í viðbót en engin gögn um 100 skip. Að vísu má segja að sú staðreynd að skipin hafa verið í notkun í 25 ár eða meira segir mikið um stöðugleika þeirra, en það er samt óvðunandi að hafa ekki þessi gögn um öll íslensk skip, 15 m eða lengri, en lög um stöðugleika skipa ná ekki til skipa sem eru styttri en 15 metrar. Það kostar mikið fé að taka öll þessi skip mæla þau upp og stöðug- leikaprófa þau, þannig að kann- ski verður það ekki gert, en þess væri þörf. Ég held að allir sem nálægt jþessum málum koma séu sam- 'mála um að öryggismál sjómanna verði ekki bætt nema með stór- átaki í fræðslumálum og að því er nú unnið að koma þeirri fræðslu á. —S.dór. Nú hafa verið gefnar út heildartölur frá norsku laxeldi á sl. ári, og eru þær þessar: Sala eldisbúanna á laxi, ná- kvæmar tölur: 22,195 tonn. Fyrir þetta greiddu útflutningsaðilar 867,900 n.kr. til eldisbúanna. Sala á urriða, aðallega regnbog- asilungi, var 3,617 tonn og fyrir þetta fengu eldisbúin greitt 92,477 n.kr. Að sjálfsögðu var söluverð þessara afurða á er- lendum mörkuðum talsvert hærri, þegar búið var að flytja fiskinn þangað og taka umboðs- laun og hagnað af sölunni. Það má segja að laxeldi í Nor- egi hafi byrjað í kringum 1970. Og árið 1973 var framleiðsla á eldislaxi í Noregi aðeins 171 tonn, svo segja má að uppbygg- ing þessarar atvinnugreinar hafi verið mjög hröð. Opinberar skýrslur herma að á sl. ári hafi 5000 menn haft ársatvinnu af norsku fiskeldi. Nýtt hjálpartæki Með þeirri miklu aukningu sem orðið hefur í laxeldi í Noregi síðustu árin, þá hefur eitt helsta vandamálið verið að geta fram- leitt nægilega mikið af laxaseið- um. Norskar klakeldisstöðvar hafa verið búnar með álristum í botni nú síðustu árin, en þetta hefur ekki gefið góða raun. í ám þar sem Iax hrygnir í náttúrulegu um- hverfi þá leggjast hrognin á mal- arbotn og klekjast þar út. í nor- sku klakstöðvunum með álristum í botni hefur 60-70% kviðpokas- eiðanna drepist eftir klakið. Þetta þykir norsku fiskeldisfræð- ingunum slæm útkoma og hafa glímt við þetta vandamál að und- anförnu. Tom Hansen fiskeldisfræðing- ur í rannsóknarstöðinni í Mater hefur reynt nýja aðferð sem hefur gefist svo vel að dauði kviðpoka- seiða hefur lækkað um 70%. í fyrstu byrjaði hann á því að klæða botninn með venjulegum dyramottum úr plasti. Við þessa breytingu Iækkaði dauði kvið- pokaseiðanna mikið, móti því sem áður var. Það var hinsvegar erfiðleikum bundið að halda þessum mottum hreinum. Hann lagði því heilann í bleyti og fann upp nýja gerð af mottum sem hann hefur nú fengið einkaleyfi á. Og árangurinn er sá sem að framan greinir, dauði kviðpoka- seiðanna hefur lækkað um 70% miðað við það sem áður var. Allra rása magnarl fyrir VHF og UHF. VS-37 TEL SM-n SM-II - íslenskt skipaloftnet. Rafemdastyn aiira rása loftnet fyrir sjónvarpstæki Sérstaklega hannaö fyrir islenzka veöráttu Loftnetið er framleitt með 15 m löngum kaph sem i flestum tilfelljm er nægjanlegt. og emmg framleiðum við loftnetm með þeirn kapallengo sem óskað er Tíðnisvið 47-850 Mhz Mognun 22 dB. Utgangssty’kur við 60 dB 100 dBuV Truflanadeyfmg VHF 6 dB UHF 7-8 dB Inngangsviðnám 75 ohm Utgangsviðnám 75 ohm fyrir 1 eða 2 tæki Spennugjafi 220 V. - 2.5 W SJÖNVARPSMIÐSTÖÐIN HF Sióumúla 2 simi 39090 Útgerðarmenn fiskverkendur I Höfum ávallt fyrirliggjandi rekstrarvörur fyrir fiskvinnslustöðvar og veiðarfæri fyrir fiskiskipaflotann. I ÚTGERDAR- \ MENN í A THUGIÐ ! ^ Framleidum allar gerðir botnvörpu, fi rækjutrolla og snurvoða. Einnig sjáum við um viðgerðir á trollum. \ Netagerð Höfða hf. | Húsavík sími 96-41999 Mið af lögmálum náttúrunnar Það hefur verið algengt í fisk- eldinu í Noregi að hafa hrygning- arlaxinn í sjó fram að hrygningu. Nú hefur hinsvegar verið gerður samanburður á þessari aðferð annarsvegar og svo þeirri aðferð sem er í samræmi við lögmál nátt- úrunnar. En það er að hafa laxinn í fersku sjóblönduðu vatni í fjóra mánuði fyrir hrygningu, og er hann þá fluttur úr sjó í júlímán- uði. Þetta var gert á fiski- rannsóknarstöðinni í Mater og útkoman verið eftirfarandi. Ing- ve Wegnes segir um þennan sam- anburð þetta: Þegar við höfum laxinn í sjó- blönduðu vatni í 3 mánuði fyrir hrygningu og síðasta mánuðinn af fjórum í algerlega fersku vatni, þá minnkar dauði hrygningarlax- ins hjá okkur úr 75% og allt niður í 0 og mestu dauðsföllin urðu 10- 20%. Þá komu líka aðrar mikil- vægar breytingar fram við

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.