Þjóðviljinn - 22.03.1985, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 22.03.1985, Blaðsíða 14
SJAVARUTVEGUR Veiðarfæragerð Engar stökkbreytingar en þróun í gerð hefðbundinna veiðarfæra og tilkoma ýmisa nýrra Þóröur Þorfinnsson t.v. og Alfreð Guðmundsson netagerðarmenn. Það er ekki hægt að segja að neinar stökkbreytingar hafí átt sér stað í veiðafæragerð. Hins vegar hefur átt sér stað ákveðin þróun í gerð hinna hefðbundnu veiðarfæra, svo sem togaratrolli og loðnu eða sfldarnótum. Mesta UTGERÐARMENN, SKIPSTJORAR, VÉLSTJÓRAR! Vandið valið. Við bjóðum yður aðeins það besta. Þrjátíu og fimm ára þjónusta við íslenskan sjávarútveg tryggiryðurréttval. Allt á sama stað. Viðgerðarþjónusta - varahlutir - eftirlit - tækniaðstoð. BEHOKN loMWÍm DECK MACHINERY Díeselvélar í skip og báta, 550—4500 h.a. Lágþrýstitogvindur með „autotrollbúnaði", snurpuvindur, akkerisvindur. Smurolíu- og lensivatnsskiljur. Díeselvélar til sjós og lands, 56—1800 h.a. I© Smursíur, loftsíur, hráolíusíur, vökvasíur, tær- ingar-varnarsíur, kaldstart fyrir díeselvélar. ró yölii \___/ nson 0URAMAX Gúmmífóðraðar stefnislegur. Tannhjóladælur %— VA tommu. J. EGAS Mismunahraðadrif fyrir riðstraumsrafala Aflúrtök og niðurfærslugírar. OBERDORFER Gúmmíhjóladælur og tannhjóladseiur. Onan t —Tff; Rafstöðvar, 2 — 1000 k.w.a. P&H Kranabifreiðar, lyftigeta 12 — 300 tonn. Schwitzer Forþjöppur. Hl HEWITT INDUSTRIES OF L.A. Útblástur, hitamælar fyrir allar vélar. BIORN&HAILDOR HF. SÍÐUMÚLA 19, 108 REYKJAVÍK, ÍSLAND SÍMAR 36030 & 36930 TELEX 2371 DIESEL IS PÓSthÓlf 8560. F I LTE RS Eldsneytis- og smursíur. breytingin sem átt hefur sér stað er að nú eru notuð gerviefni í öll veiðarfæri, sem bæði eru léttari, meðfærilegri og sterkari en áður var. Það eru þeir Þórður Þorfinns- son og Alfreð Guðmundsson net- agerðarmenn og eigendur Neta- gerðarinnar Grandaskála, sem þannig svöruðu spurningum tíð- indamanns Þjóðviljans um breytingar á veiðafærum hin síðari ár. Þeir félagar sögðu að sú breyting hefði orðið mest í sam- bandi við togaratroll að nú væru notuð hin svokölluðu „kant- troll“. Það eru settar hliðar í troll- in, sem aftur mynda eins og kassa þegar þau eru dregin. Og raunar væri um fleiri en eina gerð af kanttrollum að ræða. Að auki hefðu troll stækkað nokkuð frá því sem áður var. Þeir sögðu að nú allra síðustu árin hefði gerð rækjutrolla aukist mjög, bæði vegna djúprækju- veiða og eins aukinna rækjuveiða hér sunnan lands. Aukin laxa- rækt hér á landi hefði orðið til þess að netaverkstæðin fengju þau verkefni að búa til flotkvíar og það, sem og trollgerð til rækj- uveiða, hefði orðið til þess að auka atvinnu hjá netagerðkr- mönnum. Netagerð er orðin miklu hrein- legra og betra starf en áður var þegar unnið var með tjöru. Segja má að tjaran við veiðarfæragerð sé algerlega horfin og gerviefni í netagerð hafa orðið þess vald- andi að starfið er mun snyrtilegra en áður var. Fyrir nokkrum árum fóru afar fáir í netagerðarnám en nú er það að breytast aftur og ungir menn koma nú til náms, sem fram fer á verkstæðunum, en síðan sækja nemar Iðnskólann eins og vera ber. Atvinnuástand í netagerð hefði verið allgott um nokkurn tíma og batnaði enn við aukna fjölbreytni í gerð veiðarfæra, sem áður var minnst á. -S.dór. Valda þrengsli „hitaveikinni“? I hinni miklu umræðu um lax- eldi sem staðið hefur yfir í vetur í Noregi og stendur enn, hefur margt athyglisvert komið fram. M.a. hefur verið rætt um hina svonefndu „hitaveiki" sem gert hefur skaða í sumum norskum eldisbúrum. Orsakir þessarar veiki hafa ekki fundist ennþá svo öruggt sé. Ýmsir halda því fram, að það séu gerlar og mengaður sjór sem valdi veikinni. f þessu sambandi hefur það líka komið fram í umræðum um veikina, að of mikil þrengsli í eldisbúrum stórauki haíttuna. Laxinn þrífist ekki nógu vel við slíkar aðstæður, viðnámsþróttur fisksins verði í lágmarki. Á þetta hafa þeir bent sem hafa haft rúmt um fiskinn í búrunum og sloppið við þessa veiki. Þeir segja að best sé að hafa ekki meira en 20-25 kg. af fiski á hvern rúmmetra í eldisbúr- unum til þess að ná sem bestum árangri. En þess finnast mörg dæmi að menn noti 50 kg. á rúm- metra og í einstaka tilfelli 70 kg. á rúmmetra. Þetta er slæm rekstr- arhagfræði, segja þeir. 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.