Þjóðviljinn - 22.03.1985, Blaðsíða 13
SJÁVARÚTVEGUR
Sjóeldi nærri Tromsö í N-Noregi.
HANDBRAGD ÞITT
SKIPTIR MÁLI
BETRIMEÐFERÐ
★AUKIN GÆÐI*
rikismat
riO SJÁVARAFURÐA
rannsóknina og samanburðinn.
Dauði hrogna þar til þau náðu
þeim þroska að verða svokölluð
„augnhrogn“, urðu úr laxi sem
hafði verið 4 mánuði í sjóblönd-
uðu og fersku vatni, eins og að
framan segir fyrir hrygningu 10-
20%, en af hrognum úr laxi sem
hefur verið í sjó allt til hrygningar
50%. Pá segir ennfremur að sam-
kvæmt rannsóknum Mater-
stöðvarinnar þá verði útkoman á
klaki hrogna úr villtum laxi mikið
betri heldur en úr eldislaxi úr sjó-
búri.
Hvað liggur hér til grundvallar,
er nú stöðin að rannsaka. Ég sem
þessar línur rita, er aðeins leik-
maður á þessu sviði. En mér þyk-
ir það vera auðskilið mál, að því
aðeins náum við góðum árangri í
fiskeldi að við líkjum sem mest
eftir lífsskilyrðum hinnar villtu
náttúru eins og þau eru best, því
það er traustur lærdómur sem
ekki svíkur. Öll þróun frá villtum
dýrum til taminna dýra tekur
langan tíma. Og þetta lögmál
gildir jafnt um fiska sem landdýr.
Fyrirhugað eldi
á sandhverfu
Nú eru uppi ráðagerðir um að
stofna til eldis á sandhverfu í Nor-
egi. Talinn er möguleiki á
aukinni sölu þessa fisks á Evróp-
umarkaði. En heildarafli í
Norður-Atlantshafi hefur verið í
kringum 10.000 tonn síðustu
árin. Eina sandhverfustöðin sem
mér er kunnugt um, er í Skot-
landi og er eigandi hennar norska
fyrirtækið Norsk Hydro. Norska
ríkisolíufyrirtækið Statoli hefur
talið sig reiðubúið að leggja fram
fé með öðrum í slíka tilraunaeld-
isstöð. Talið er að eldisbú sem
framleiddi 500 tonn af sand-
hverfu kosti í kringum 30 miljónir
n.kr. En eldisbú sem gæti fram-
leitt 2000 tonn mundi hinsvegar
kosta 80 miljónir n.kr.
9 miljón
tonn!
Á siðustu árum hefur fiskeldi
verið um 5% á ári. Hér er miðað
við alla heimsbyggðina. Sam-
kvæmt skýrslum F.A.O. sem
fylgist með þeirri þróun, þá var
ársafli af eldisfiski, þar með talin
skeldýr 1983, 9 miljón tonn. Af
þessu magni er talið að Kínverjar
framleiði 5 miljón tonn og aðrar
Asíuþjóðir 1,5 miljón tonn. Og
vestur-Evrópa samanlagt 1,5
miljón tonn. Það sem þá vantar á
heildartöluna dreifist á margar
þjóðir. F.A.O. telur að ef Asíu-
þjóðirnar notuðu hlutfallslega
jafnmikið fjármagn í sitt fiskeldi
og þjóðir Evrópu gera nú, þá gæti
framleiðsla þeirra vaxið í 40 milj-
ón tonn.
SÖMI
FRÁBÆRIR SPORT-
OG FISKIBÁTAR
Sómi 600, 700 og 800 eru liprir,
traustir og rúmgóöir bátar, hvort
heldur er til siglinga eöa fiskveiöa.
Sóma bátarnir hafa hlotió miklar
vinsældir fyrir gæöi og hagkvæmni
I rekstri. Hægt er að fá bátana
afhenta á ýmsum smföastigum og
búna tækjum aö óskum kaupenda.
Hagkvæmt verð og greiðslu-
skilmálar.
Hringið eða skrifið eftir upplýsinga-
bæklingi.
_________SMIDJÆ
GUÐMUNDAR
HELLUHRAUNI6
220 HAFNARFIRDI
SlMI50818
SAMSTARF GETUR GERT
SMÁÞJÓÐ AÐ STÓRVELDI
Sölumiðstöð hraöfrystihúsanna er sölufélag 70 hraðfrystihúsa á l'slandi. Sameinað afl
hefur gert kleift aö byggja upp iðngrein sem talin er einstök, ekki einungis hérlendis
heldur á heimsmælikvarða.
Framleiðni íslenska hraðfrystiiðnaðarinser mjög mikil og stöðugt er unnið að því að auka
hana.
I öllum frystihúsum innan vébanda SH fer fram þrotlaust starf sérfræðinga, sem vinna að
því að tryggja hámarksgæði framleiðsluvörunnar þannig að halda megi markaðsstöðu
erlendis.
íslenskur fiskur er seldur á hæsta verði á Bandaríkjamarkaði og víðar. Erlendir keppi-
nautar taka (slendinga sér til fyrirmyndar og líkja eftir aðferðum og skipulagi við vöru-
vöndun og eftirlit.
Einungis með því að halda vöku sinni og vera alltaf á undan getur íslenski hraðfrysti-
iðnaðurinn tryggt stöðuna á markaðnum erlendis og um leið tryggt þjóðinni möguleika á
góðri lífsafkomu ílandinu.
Virkt gæðaeftirlit í öllum frystihúsum landsins er hagsmunamál hvers einasta Islendings
og einungis með sameinuðu átaki getur þjóðin tryggt stöðu sína sem framleiðandi í þeirri
samkeppni sem nú ríkir.
Sölumiðstöð
Hr aðf ry sti húsanna