Þjóðviljinn - 23.03.1985, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 23.03.1985, Blaðsíða 6
ÍSLENSKA JÁRNBLENDIFÉLAGIÐ HF. auglýsir starf VERKFRÆÐINGS EÐA EÐLIS/EFNAFRÆÐINGS í ofndeild laust til umsóknar. Starfið er einkum fólgið í umsjón með daglegum rekstri járnblendiofna. Ennfremur verður unnið að ým- iss konar sérverkefnum. Æskilegt er að viðkomandi hafi einhverja reynslu í stjórnun. Ennfremur er menntun á rafeinda- og tölvu- sviði æskileg en ekki skilyrði. Allar nánari upplýsingar um starfið veitir Helgi Pór- hallsson, verkfræðingur, í síma 93-3944. Umsóknir skulu sendar járnblendifélaginu eigi síðar en 9. apríl n.k. Umsókn fylgi ýtarlegar upplýsingar um náms- og starfsferil ásamt prófskírteinum. Grundartanga, 14. mars 1985. Rafvirkjar Rafveita Hafnarfjarðar óskar eftir að ráða rafvirkja til starfa. Grunnlaun samkvæmt 16. launaflokki. Um- sóknum um starfið skal skila á sérstökum eyðu- blöðum fyrir 30. mars nk. til rafveitustjóra, sem veitir nánari upplýsingar. Rafveita Hafnarfjarðar. SUMAR í ÖDRU LANDI HEFUR ÞÚ ÁHUGA? AFS getur enn boðið ungu fólki 2 mánaða sumar- dvöl í: * Danmörk, Finnlandi, Portúgal, Spáni, Frakklandi, Þýskalandi: Dvöl hjá fjölskyldu: 15-18 ára. * Bretlandi, írlandi: Sjálfboðaliðavinna: 16-21 árs. * Noregi: Dvöl hjá fjölskyldu, sveitastörf: 15-19 ára. * Hollandi: Menningar- og listadagskrá: 16-? ára. Umsóknartími er til 30. mars. Hafið samband við skrifstofuna til að afla frekari upp- lýsinga. Skrifstofan er opin frá kl. 14-17 virka daga. á íslandi alþjóMeg fræösla og samskipti - Hverfisgata 39. P.O. Box 753 IS 121 Reykjavík. Aðalfundur Sjúkraliðafélags íslands verður haldinn fimmtudaginn 18. apríl að Gettisgötu 89 kl. 20.30. Venjuleg aðalfundarstörf. Tillögur upp- stillingarnefndar hafa legið frammi hjá öllum deildum félagsins eins og lög gera ráð fyrir. Stjórnin. ÚTBOÐ Tilboð óskast í að fullgera lokaáfanga Digranesskóla í Kópavogi. Verktaki tekur við húsinu fokheldu. Verklok eru 26. ágúst 1985 á fyrri hluta, 1. júní 1986 á síðari hluta. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu bæjarverkfræð- ings Fannborg 2, 3. hæð, frá og með þriðjudeginum 19. mars nk. gegn 5000 kr. skilatryggingu. Tilboðum skal skila mánudaginn 1. apríl nk. kl. 11. á sama stað. Verða þau opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum sem þar mæta. Bæjarverkfræðingur Kópavogi. ÍÞRÓTTIR Víkingar Viggó Sigurðsson finnur leið framhjá júgóslavnesku risunum í Crevenka í 8-liða úrslitunum. Verður hann jafn fundvís á smugur í vörn síns gamla félags - Barcelona? Brotnar Barcelona? Spánverjarþola illa mótlæti. Hvaðgera Víkingar íHöllinni annað kvöld. Víkingar getasigrað, segir Sigurður Gunnarsson „Leikmenn Barcelona eiga það til að brotna undir miklu álagi. Þetta gcrist sí og æ í spænsku deildakeppninni - Barcelona tap- ar þar alltaf fyrir Atletico Madrid FH-ingar „10 möric ekki slæmt!“ íslandsmeistarar FH eru nú staddir í Júgóslavíu þar sem þeir mæta Evrópumeisturunum Met- aloplastica Sabac í undanúrslit- um Evrópukeppni meistaraliða í handknattleik í dag. Þetta er fyrri viðurcign liðanna, sú síðari fer fram í Laugardalshöllinni á fostu- daginn kemur. Lið Metaloplastica er nánast það sama og júgóslavneska landsliðið, sem er Ólympíu- meistari í handknattleik, eins og íslenskir handknattleiksáhuga- menn sáu þegar Júgóslavar léku hér á landi í síðasta mánuði. FH- ingar eiga því geysilega erfiða leiki fyrir höndum og leikurinn í dag ræður að sjálfsögðu miklu um framhaldið. Bogdan Kowalczyck þjálfari Víkings og landsliðsins var spurð- ur um möguleika FH-inga. „Sveiflur í Evrópuleikjum eru gífurlega miklar og heimavöllur skiptir öllu máli. Lið geta unnið með 11 mörkum heima og tapað með 12 mörkum úti. Ég tel að 10 marka tap yrðu alls ekki slæm úr- slit fyrir FH í Júgóslavíu og allt þar fyrir neðan yrði gott“, sagði Bogdan. _vs 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN á mikilvægum augnablikum“, segir Viggó Sigurðsson, stór- skytta úr Víkingi og fyrrum leik- maður Barcelona. Víkingur og Barcelona leika fyrri leik sinn í undanúrslitum Évrópukeppni bikarhafa í hand- knattleik annað kvöld, sunnu- dagskvöld, kl. 20.30 í Laugar- dalshöllinni. Barcelona er hand- hafi Evrópubikarsins, geysisterkt lið sem átti sex íeikmenn í spænska liðinu í B-keppninni í Noregi á dögunum - og skartar skyttunni frægu Uria að auki en hann hefur reyndar verið meiddur. Sigurður Gunnarsson leikur með Tres de Mayo á Spáni og segir um Iið Barcelona að það Úrslitakeppnin í neðri hluta I. deildar, efri og neðri hluta 2. deildar og 3. deild karla í hand- knattleik hófst í gærkvöld. Alls staðar er leikin tvöföld umferð og fer sú fyrri fram nú um helgina. Úrslit í gærkvöld urðu þessi: 1. deild - neöri hluti Stjarnan-ÞórVe................22-20 Þróttur-Breiðablik............22-21 Þróttur er með 16 stig, Stjarn- an 12, Þór Ve. 6 og Breiðablik. 3 stig. 2. deild - efri hluti KA-HK.......................19-18 Fram-Haukar.................31-21 hafi á að skipa mjög góðum ein- staklingum. „Félagið fær til liðs við sig þá leikmenn sem skara framúr á Spáni, en þeir ná ekki nógu vel saman að mínu mati. í því felast möguleikar Víkings. Með sterkri vöm, góðri mark- vörslu og yfirveguðum Ieik þá geta Víkingar lagt spænska liðið að velli“, segir Sigurður. Hinir alræmdu íslensku áhorf- endur geta lagt sitt af mörkum með því að koma leikmönnum Barcelonaúr jafnvægi. Spánverj- arnir eru skapheitir og þola illa mótlæti og það gæti ráðið úr- slitum. Víkingar, eru, eins og FH, tveimur leikjum frá því að leika til úrslita í Evrópukeppni. Nú er að duga eða drepast. -VS 3. deild - neðri hluti Fylkir-Grótta.......................20-23 Ármann-Þór AK.......................28-25 3. deild: lA-Afturelding.... 21-22 Týr-lR..............................17-19 13. deild hófu liðin fjögur nýja keppni þannig að öll stóðu jafnt að vígi fyrir leikina í gærkvöldi. í I. deild, neðri, er leikið í Di- granesi, í 2. deild, efri, á Akur- eyri, í 2, deild, neðri, í Seljaskóla og í 3. deild á Akranesi. Keppni hefst alls staðar kl. 14 í dag, nema í Seljaskóla kl. 10. Á morgun, sunnudag, verður byrjað kl. 14, nema í Seljaskóla, kl. 13. -VS/Frosti Handbolti Fallkeppni eför bókinni

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.