Þjóðviljinn - 23.03.1985, Blaðsíða 14
MENNING
Heimur innan
Tveirdanskir
framúrstefnuhöfundar
lesa Ijóð hér um helgina.
Keld Gall Jörgensen
segirfráþeim
Sören Ulrik Thomsen
í dag, laugardag kl. 15, verður síð-
asta bókmenntakynningin í röð
sem norrœnu sendikennararnirhér
ó landi standa fyrir í Norrœna hús-
inu. Þar mun danski sendikennarinn
Keld Gall Jörgensen segja frö nýj-
um dönskum bókmenntum og
sköldið Sören Ulrik Thomsen les upp
úr Ijóðabókum sínum.
Thomsen er ekki einn á ferð því með
honum kemur annar danskur rithöfund-
ur, Per Höjholt, og flytur hann tvö erindi.
Annað verður í dag kl. 13.15 í Norræna
húsinu þar sem hann segir frá rithöfundar-
ferli sínum og þeim aðferðum sem hann
beitir í sínu starfi. Hitt verður á morgun í
Lögbergi kl. 15 og nefnist það „Hvad skal
vi med Holberg?”.
f tilefni af komu þessara heiðursmanna
hefur Keld Gall Jörgensen tekið saman
eftirfarandi greinarstúf um þá. Einnig
birtast hér á síðunni tvö ljóð eftir Sören
Ulrik Thomsen. Sá sem ábyrgð ber á þýð-
ingu greinar og ljóða kýs að nefna sig
Pégga.
-ÞH
Nú um helgina koma tvö dönsk skáld í
heimsókn, þeir Per Höjholt og Sören Ul-
rik Thomsen. Þetta er fyrsta heimsókn
þeirra til íslands. Báðir eru framúrstefnu-
höfundar og fást nær eingöngu við ljóða-
gerð. Viðfangsefni beggja er tilvera nú-
tímamannsins en slíkt er ekki á hvers
manns færi.
Það er einskær tilviljun að komu þeirra
til fslands ber upp á sömu helgi. Per Hój-
holt kemur í boði háskólans til að ræða um
höfundarferil sinn og flytja fyrirlestur um
Holberg en haldið var upp á 300 ára ártíð
hans í desember 1984. Sóren Ulrik
Thomsen er aftur á móti gestur Norræna
hússins í tengslum við hina árlegu kynn-
ingu á dönskum bókum.
Skáldskapur Per Höjholt er núorðið
mældur í bókahillum. Hann er fæddur
árið 1928 og hefur frá því hann hóf feril
sinn árið 1949 unnið að því að þróa ljóð-
verk - í senn yrkingar og umfjöllun um
ijóð. Árangurinn er fjöldi ritgerðaum eðli
Ijóðsins og ennþá fleiri ljóðabækur. Rit-
gerðir og ljóð - Ijóðagerð og gerð ljóða.
Árið 1928 fékk hann aðalverðlaun
Dönsku Akademíunnar, en það er æðsta
viðurkenning sem danskt ljóðskáld getur
vænst frá starfsbræðrum sínum.
Á undanförnum þremur árum hefur
Höjholt einn getað stært sig af því að vera
í stakk búinn að skemmta fullum sal
áheyrenda með ljóðalestri - á síðastliðnu
ári hefur hann lesið upp einu sinni til tvisv-
ar á degi hverjum. Hpjholt sameinar
háspeki og fyndni. Fyrst og síðast skoðar
hann það sem skyldu sína að snúa hug-
myndum sínum um ljóðagerð í smellin
ljóð, því húmorinn er tæki til að brjóta
viðjar og yfirstíga landamæri. Hér er af-
þreying í gæðaklassa og Höjholt er bæði
ögrandi og sprellandi.
Höjholt er bókasafnsfræðingur að
mennt og kann því skil á lesendum sínum.
En það var ásetningur hans að verða skáld
og hann lét af störfum sem bókasafns-
fræðingur. í nær tvo áratugi hefur hann
verið einsetumaður á sveitabæ á Miðjót-
landi. Ég ann Náttúrunni, segir hann, en
mér gest ekki að náttúruunnendum. Þeir
„umgangast” nefnilega náttúruna í stað
þess að ganga að henni vísri. Hdjholt hef-
ur sagt í blaðaviðtali: „Frækorn er
heimskt. Þegar það er lagt í mold, vex það
einfaldlega úr jörðu og skeytir engu hvort
það er vinstri eða hægri stjórn.” Þar með
lætur hann að því liggja að maðurinn einn
beri ábyrgð á umgengni sinni við náttúr-
una og telst því náttúruunnandi í öðru og
rökréttara samhengi.
Sdren Ulrik Thomsen fæddist árið 1956
og hóf feril sinn árið 1981 með ljóðasafn-
inu „City slang”. Árið 1982 kom út bókin
„Ukendt under den samme máne”, og í
vændum er ritgerðasafn um ljóðagerð og
framúrstefnu „Mit lys brænder” nefnist
það. Líkt og hjá Hpjholt er viðfangsefnið
tilvera nútímamannsins, en hjá Sören Ul-
rik er hún skoðuð í jarðvegi stórborgar-
innar. Sjálfur býr hann í miðborg
Kaupmannahafnar.
í byrjun áttunda áratugarins hófu fjöl-
mörg ung skáld feril sinn í Danmörku.
Þeir heyrðu til fyrstu kynslóð sem ekki átti
rætur að rekja til uppreisnar æskunnar frá
’68, og fundu sig því ekki knúna til að
halda þessari uppreisn gangandi með list-
rænum hætti. Þeir leituðu eigin tjáningar
og fundu hana í nýrokki, pönki og framúr-
stefnu, eða síð-framúrstefnu svo gripið sé
til tískuorðs. Þótt þeir séu ekki aldnir að
árum, liggur þeim mikið á hjarta, þótt
markmiðið sé oft á tíðum ekki annað en
að (upp)lifa. „Við viljum það sama, án
þess að vilja eitthvað ákveðið," segir einn
úr þeirra hópi, F.P.Jac.
Tilgangur og meðal fyrirfinnst vart í
þeirra orðaforða, þeir telja sig hafa rétt til
að tala um drauma og staðleysur án þess
að grípa til gæsalappa eða skírskota til
flokkssamþykkta. Verið velkomin til
fundar við Sören Ulrik Thomsen og Per
Hpjholt.
Tvö Ijóð
ekki hella raunveruleikanum á ljóð
ekki hella ljóðum á raunveruleikann
skrifaðu bara ljóð
raunveruleg ljóð
S0ren Ulrik Thomsen
YFIRGEFIÐ HVERFI
f bláum rústum hins yfirgefna hverfis
reika ég sunnudagssíðdegi um haust,
strætisvagnarnir snúa kviðnum upp í
loft
ryðgaðir og fullir af fúlu regnvatni
úr bakgörðum og dimmum
eldhúsgluggum
snúa gamlar kærustur
andlitum að mér, rétta út hendurnar
út í blámann
S0ren Ulrik Thomsen
Ása
Ólafsdótfir
sýnir í
Gallerfi
Borg
í fyrradag opnaði Ása
Ólafsdóttir sýningu á mynd-
vefnaði og „collage” í Gallerí
Borgvið Austurvöll.
Ása stundaði nám við
Myndlista- og handíðaskólann á
árunum 1969—1973 ogfram-
haldsnám í Gautaborg á árunum
1976—1978. Hún hefur haldið
tvær einkasýningar hér heima,
eina í Norðurlandahúsinu í Fær-
eyjum og eina í Kungelv í Sví-
þjóð. Auk þess hefur hún tekið
þátt í fj ölda samsýninga hér
heima og erlendis. Verk eftir Ásu
eru í eigu opinberra stofnana
bæði hér og í Svíþjóð.
Sýning Ásu verður opin virka
dagafrákl. 12-18ogkl. 14-18
um helgar fram til 1. apríl.
-ÞH
14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN