Þjóðviljinn - 23.03.1985, Blaðsíða 9
MENNING
MENNING
Ragnar Kjortansson
Áað vera safnahús
Myndhöggvararreiðubúnirað prýða umhverfið
Myndhöggvarafélagið hefur
aðstöðu á Korpúlfsstöðum. Með
samningi við borgina er því
tryggð þessi aðstaða fram til árs-
ins 1994. Húsnæðið sem mynd-
höggvarar hafa er um 1200 m2
að flatarmáli og þar eru vinnu-
stofur, smærri herbergi og að-
staða fyrir starfsemi félagsins.
Formaður Myndhöggvarafélags-
ins er Ragnar Kjartansson. Við báð-
um hann að segja okkur hvernig það
hefði atvikast að myndhöggvarar
fengu þessa aðstöðu.
„Upphafið voru útisýningarnar
sem við héldum á Skólavörðuholti,
þá fyrstu árið 1967. Þá var talað um
að íslensk höggmyndalist væri að
deyja og ein ástæðan fyrir því var
húsnæðisleysi. Okkur var orðið ljóst
að við þyrftum að koma okkur upp
sameiginlegri vinnustofu. Okkar list
er frek á húsnæði og tæki og það er
einstökum listamönnum ofviða að
koma sér upp þeirri aðstöðu. Hins
vegar líður oft talsverður tími milli
verkefna hjá okkur og því er auðvelt
að samnýta vinnustofur.
Árið 1972 fórum við að leita að
húsnæði og fórum til þáverandi borg-
arstjóra, Birgis ísleifs Gunnars-
sonar, og spurðum um Korpúlfs-
staði. Hann tók okkur vel og sama
gerðu minnihlutaflokkarnir. Borgar-
verkfræðingur hefur líka alltaf verið
á okkar bandi og varið húsið fyrir
ásókn einkaaðila.
Fyrst var okkur úthlutað súrheys-
gryfjum við austurgafl hússins en við
gátum ekki nýtt þær, það hefði kost-
að okkur offjár að gera þær nothæf-
ar. Þá fengum við íbúðirnar og síðan
hluta af hlöðunni. Þarna byrjuðum
við að vinna og lögðum á okkur
mikla sjálfboðavinnu við að gera upp
húsið. Lofthæðin var einir 12 metrar
svo við lækkuðum loftið og gerðum
við steypuna sem var farin að springa
víða. Ætli við höfum ekki Iagt amk.
ársverk í þessar endurbætur. Árið
1974 fengum við samning til 20 ára
og árið 1980 var húsnæðið formlega
vígt af þáverandi forseta borgar-
stjórnar, Sigurjóni Péturssyni.
Eg held að þetta hafi verið ákaflega
ódýr lausn fyrir borgina. Húsið var
meira og minna í rústum eftir bruna
þegar við komum og við höfum lagt
fram mikla vinnu við það. Við höfum
fengið smápeninga fyrir efnis-
kaupum, annað höfum við greitt af
framlagi ríkisins til félagsins. Það
höfum við getað gert því aðstaðan
uppfrá sparar mikinn rekstrar-
kostnað fyrir félagið. Við stöndum
undir rekstrinum með því að leigja
félögum vinnuaðstöðu í 1-2 ár í
senn.“
Þarf nýjan veg
- Parfnast húsið mikillar viðgerð-
ar?
„Já, það þarf að gera margt. Til
dæmis þarf að skipta um alla glugga,
þeir eru úr járni og alls óboðlegir í
vistarverum handa fólki. Það þarf
Iíka að einangra allt þakið og víða er
steypan orðin léleg. Svo þarf líka að
laga aðkomuna að húsinu. Nú er
vegur að því úr tveimur áttum en þá
fennir báða í kaf á vetrum. Ég hef ort
orðið veðurtepptur uppfrá, jafnvel
langtímum saman. Ég er hræddur
um að einkaaðilar ráði ekki við þær
viðgerðir sem þarna þurfa að eiga sér
stað og óttast að ef þeir verða látnir
fá húsið til ráðstöfunar muni þeir
Jfinna sér leið til að velta þeim kostn-
■aði yfir á skattborgarana.“
- Hvaða hugmyndir hafið þið gert
ykkur um nýtingu hússins?
„Þetta á að vera safnahús. Það
þarf lítið að gera annað en opna
vegginn á hlöðunni, þá er hægt að
sýna fólki þetta stórmerka þróunar-
safn sem Þjóðminjasafnið geymir
þar. Þar eru ýmsar vélar og bflar,
sumt hreint listaverk. Þama geymir
borgin líkön af húsum og borgar-
hverfum og frumverk af flestum
atyttum sem uppi standa í Reykja-
vík. Einnig eru geymd þarna gömul
hús, spýtu fyrir spýtu, sem flutt hafa
verið þangað víða að, td.
Amtmannshúsið frá Stapa. Og Ár-
bæjarsafn geymirþarna ýmsa muni.“
Draumafjara
og laxveiðiá
- En umhverfið?
„Það á að gera að fólkvangi. Þang-
að koma núna aðallega hestamenn
og golfarar, svona rasssíðir karlar
sem gaman er að fylgjast með. Fyrir
þá og aðra mætti reisa lítið kaffihús.
Fjaran niðurundan húsinu er
hreinasta draumaland fyrir börn. Þar
er mikið af kúfiski og þegar hann
deyr rekur skeljarnar upp í fjöru ósk-
emmdar af því þarna er ekkert brim,
Geldinganes ver voginn bæði fyrir
brimi og mengun frá Reykjavík.
Hins vegar veit ég ekki hvernig þeim
málum er komið hinum megin, þe. í
Mosfellssveit. Nú, og svo er hér
ágætis lítil Iaxveiðiá, Korpa sem áður
hét Úlfarsá, hana hafa starfsmenn
Áburðarverksmiðjunnar á leigu.
Hún rennur út í voginn og þar er
gaman að horfa á laxinn vaka. Að
vísu er áin vatnslítil og gefur ekkert
af sér á þurrkasumrum, en það má
laga með vatnsmiðlun. Loks er það
æðarvarpið sem auðgar mjög allt
fuglalíf við voginn.
Við myndhöggvarar erum reiðu-
búnir að leggja okkar af mörkum
með því að planta skúlptúrum niður í
túnið umhverfis bæinn. Þangað geta
menningarpostular að austan og
vestan, sunnan og norðan komið og
keypt verk, það kemur þá bara ann-
að í staðinn.
Loks vil ég bara koma því á fram-
færi að helgina eftir páska opnum við
sýningu á Kjarvalsstöðum þar sem
við sýnum árangur starfsins á Korp-
úlfsstöðum og þá breidd sem það
hefur skapað í myndhöggvaralist.
Það verður „Grand“ sýning“, sagði
Ragnar Kjartansson. _ þjj
Sigurður Dagbjartsson
Engir stórir
peningamenn
„Ég er ekki að sækja um fyrir
sjálfan mig,“ sagði Sigurður
Dagbjartsson þegar Þjóðviljinn
ræddi við hann um umsókn sem
hann hefur lagt fyrir borgarráð
um afnot af Korpúlfsstöðum. „Ég
geri þetta fyrir hönd annarra, að
þessu stendur hópur manna.“
í umsókninni er óskað eftir form-
legum viðræðum við borgina um
„hugsanlega leigu á húseignum að
Korpúlfsstöðum“. Þar hefur hópur-
inn í huga þessa starfsemi: 1. hótel-
rekstur, jafnvel heimavist yfir
vetrartímann. 2. önnur skyld starf-
semi, svo sem veitingasala og verslun
fyrir ferðamenn, minjagripir oþh. 3.
ferðaþjónusta. 4. ráðstefnuhald. 5.
gallerí. 6. útivist. Fram kemur í bréf-
inu til borgarráðs að haft hafi verið
samráð við arkitekt um breytingar á
húsinu en hafa eigi „að leiðarljósi að
sem minnst væri hróflað við núver-
andi útliti“. Gert er ráð fyrir því að
taka húsið í notkun í áföngum frá og
með vori 1986. í Iok bréfsins er þessi
málsgrein: „Öllum er ljóst að mikill
fjöldi Reykvíkinga fer um nágranna-
byggðarlögin sér til upplyftingar
stóran hluta ársins, t.d. austur fyrir
fjall með viðkomu í Eden. Ekki væri
úr vegi að beina einhverju af þeim
viðskiptum á heimaslóðir.“
Við spurðum Sigurð hvort hann
vildi skýra frá því hverjir stæðu að
baki þessari umsókn.
„Nei, það teldi ég ókurteisi í garð
borgarinnar því henni hefur ekki
verið sagt hverjir standa að þessu.
En ég get sagt þér að þetta er bland-
aður hópur og alls ekki pólitískur. f
honum eru engir stórir peninga-
menn, aðeins traustir menn sem
standa við sínar skuldbindingar. Við
vitum að þetta verður dýrt fyrirtæki
og gerum þess vegna ráð fyrir því að
uppbyggingin verði í áföngum á
svona 5-10 árum eftir því sem hús-
næðið losnar. Þessi hópur sækist
ekki eftir því að eignast staðinn, til
þess hefur hann ekki bolmagn. En
það er trú umsækjenda að svona
starfsemi verði staðnum til góðs.“
- Hvaða hugmyndir hafa umsœkj-
endur um listamennina sem þarna
eru núna?
„Það yrði fengur að því að hafa þá.
Það hefur verið litið til erlendra fyr-
irmynda um svona stað og þar er
algengt að listamenn hafi starfs- og
sýningaraðstöðu, það lífgar mikið
upp á staðina. Auk þess er það gagn-
kvæmur hagur, aukin aðsókn ýtir
undir eftirspum eftir verkum lista-
manna. En hugmyndirnar að baki
þessari umsókn eru margþættar, það
er ekki bara verið að ræða um hótel
heldur alls kyns útivistaraðstöðu,
trimmbrautir, hestaleigu ofl. Það á
eftir að vinna úr þessum hugmynd-
um. Þetta er mjög áhugavert því
svona staður er ekki fyrir hendi en
erlendis njóta þeir mikilia vinsælda.
Ég vil taka fram að hér er ekki um
óraunhæfar skýjaborgir að ræða.
Aðdragandinn að þessari umsókn er
orðinn nokkuð langur og ýmsir
möguleikar hafa verið kannaðir.
Þetta er stórkostleg bygging og það
vakir fyrir hópnum að varðveita sögu
staðarins, td. með því að hafa hluta
hússins í upprunalegri mynd og
koma upp minjasafni."
- í umsókninni er vísað til Eden í
Hveragerði.
„Já, en það er ekki gert til höfuðs
einum né neinum. Og það er ekki
ætlunin að líkja eftir Eden. Svipuð
starfsemi og þar er rekin gæti verið
hluti af hugmyndinni en þarna er um
miklu stærra mál að ræða. Það á að
reyna að höfða til sem flestra."
- Ert þú bjartsýnn á undirtektir?
„Já, eftir því sem ég hef rætt við
menn hafa mér fundist þeir vera já-
kvæðir. Og þar á ég við menn úr
öllum flokkum, þetta ætti að geta
höfðað til þeirra allra. Ég vil leggja
áherslu á að borgin ræður algerlega
ferðinni í þessu máli. Við höldum að
okkur höndum þangað til hún hefur
tekið ákvörðun. Það er engin glóra í
því að stofna félag og birta nöfn fyrr
en sú ákvörðun liggur fyrir,“ sagði
Sigurður Dagbjartsson. _ ÞH
\
Þór Vigfússon með málningarfötu og Jón Gunnar lœtur vel að hundinum Bangsa. Sigurður Halldórsson fylgdarmaður Þjóðviljamanna horfir á. (Mynd: E.OI.).
Sigurjón Pétursson
Erenn sömu skoðunar
Sigurjón flutti tillögu um menningarmiðstöð og
útivistarsvœði á Korpúlfsstöðum fyrirtíu árum
Fyrir tíu árum, nánar tiltekið
fimmtudaginn 16. janúar 1975,
vísaði borgarstjórn frá tillögu
sem borgarfulltrúar Alþýðu-
bandalagsins lögðu fram um nýt-
ingu Korpúlfsstaða. í þeirri tillögu
sagði m.a.:
„Borgarstjórn Reykjavíkur
samþykkir að stefna að því að
gera Korpúlfsstaði og nágrenni
þeirra að miðstöð lista, tóm-
stunda og útivistar.
Stefnt verði að því að á Korp-
úlfsstöðum geti verið vinnustofur
listamanna, sýningarsalir, bóka-
og hljómplötusafn, vinnustofur
listiðnaðarmanna og leikmanna
við keramik, vefþrykk, grafík
ofl. Aðstaða til hljómleikahalds
og etv. leiksýninga og til annars
þess, er glætt gæti staðinn lífi og
menningargildi. Komið verði
upp íbúðum fyrir listamenn, inn-
lenda sem erlenda, til tímabund-
inna afnota.
Á útivistarsvæði verði gert ráð
fyrir listaverkum og leik„skúl-
ptúrum". Þar verði leiksvæði
fyrir börn og fullorðna, íþrótta-
vellir o.fl.
Sérstaklega verði hugað að
tengingu útisvæðanna við fjöru-
na og sjóinn.“
VilhjálmurÞ. Vilhjálmsson
Við spurðum Sigurjón Pétursson,
sem fylgdi tillögunni úr hlaði fyrir tíu
árum, hvort hann væri enn sömu
skoðunar.
„Já, ég er það í meginatriðum. Það
er brýnt að tryggja að þetta umhverfi
fái haldið sér og að þarna rísi menn-
ingarmiðstöð með útivistarsvæði.
Nú blasir við að byggðin muni ná upp
að Korpúlfsstöðum innan fárra ára
en það breytir ekki þessum hug-
myndum að neinu marki. Þessi
byggð þarf sitt útivistarsvæði og
þetta land er kjörið til þess. Það
mætti líka hugsa sér að húsið nýttist
að einhverju leyti sem félagsmiðstöð
fyrir væntanlegt hverfi. Það fer að
verða aðkallandi að taka ákvörðun
um framtíð staðarins."
- Hvernig lístþér á þá umsókn sem
nú liggur fyrir borgarráði?
„Eg vil ekki tjá mig endanlega um
hana á þessu stigi. En hún hefur
þann kost að jákvætt svar við henni
myndi flýta því að líf kviknaði í hús-
inu á nýjan leik. Ég á því miður ekki
von á því að borgin taki á honum
stóra sínum og drífi í að gera húsið
upp alveg á næstunni. Ef hún hefði
gert það fyrir tíu árum væri húsið á
lífi í dag.
Ég vil skoða þessa umsókn með
jákvæðum huga. Sumt af því sem þar
er nefnt líst mér vel á, td. ráðstefnu-
hald og veitingasölu og jafnvel gisti-
aðstöðu. En það væri grátlegt að láta
einkaaðilum húsið algjörlega eftir.
Það má ekki gerast.“ - ÞH
Korpúlfsstaðir
Mesta bújörð
◦ íslandi
Saga staðarins rakin í stórum dráttum
Sagt er aö þaö hafi verið
draumur Thors Jensens að á
Alþingishátíðarárinu 1930
yrðu Korpúlfsstaðirorðnir
reisulegasta býli á íslandi. Sá
draumur rættist svo sannar-
lega, og nægir að vitna þar til
bæklings sem Búnaðarfé-
lagið gaf út það sama ár. Þar
segir:
„Mesta bújörð á íslandi er nú
Korpúlfsstaðir í Mosfellssveit.
Eigi vegna þess að landrými
og landkostir séu þar svo
miklir, heldurvegnahinna
miklu umbóta sem þar hafa
verið framkvæmdar hin síðari
árin, svo nú er aflað þar meiri
jarðargróðurs og meiri búpen-
ingur er á fóðrum en á nokk-
urri annarri jörð á landi hér.“
Sá sem þetta ritaði var Sigurð-
ur Sigurðsson, búnaðarmála-
stjóri, því enda þótt grunnt væri á
því góða milli forystumanna
bændasamtakanna og Thors
Jensens og hinir fyrrnefndu hafi í
raun brugðið fæti fyrir stórveldi
hans að Korpúlfsstöðum, aðeins
fimm árum síðar, hlutu allir að
viðurkenna að Thor Jensen var sá
brautryðjandi sem olli hvað
mestum straumhvörfum til hins
betra í íslenskum landbúnaði.
Thor Jensen keypti Korpúlfs-
staði af Einari skáldi Benedikts-
syni árið 1922 fyrir 20 þúsund
krónur. Þetta var álitin eðaljörð á
íslenskan mælikvarða, um 20
hundruð að fornu mati. Á árun-
um 1925 til 1927 bætti Thor við
sig jörðunum Lágafelli, Varmá,
Lambhaga og Arnarholti og var
jarðnæði hans þá orðið yfír 1200
hektarar að stærð.
Hann hóf strax umfangsmiklar
jarðarbætur og ræktun ásamt
ýmsum byggingarframkvæmdum
á jörðunum. Allar voru þær þó
smávægilegar miðað við hús-
bygginguna, sem hófst á Korp-
úlfsstöðum árið 1925 og lauk sex
árum síðar. Það varð stærsta
bygging á íslandi og þar með
hafði annar draumur Thors Jen-
sens ræst.
7200 m2 gólfflötur
Húsið var tekið í notkun 1930
og var þar undir einu þaki stærsta
fjós á íslandi, hlaða, haughús,
íbúðarhús og ágætar vistarverur
fyrir starfsmenn hússins. Bygg-
ingin var 2400 fermetrar að
grunnfleti, kjallari, hæð og ris og
öllu fyrirkomið eins og nýjasta
tækni bauð. Thor mun sjálfur
hafa sagt fyrir um alla gerð húss-
ins, sem byggt er í dönskum
herragarðsstíl, en Sigurður Guð-
mundsson, sem þá var nýkominn
frá húsameistaranámi, gerði
endanlegar teikningar. Meðal
bygginga sem hann teiknaði má
nefna Sjómannaskólann, Þjóð-
minjasafnið, Austurbæjarskól-
ann og Arnarhvol.
Það sem mesta athygli vakti
var fjósið og mjólkurbúið. Fjósið
var á aðalhæðinni miðri. Það rú-
maði 160 kýr, en þegar mest lét
hafði Thor Jensen rúmlega 300
kýr á jörðum sínum í Mosfells-
sveit. Básarnir á Korpúlfsstöðum
voru í sex röðum, með 3 fóður-
göngum og gengu sporbrautir
eða teinar eftir þeim að heyhlöðu
og votheysgryfjum til beggja
enda. Undir fjósinu var haughús-
ið og þaðan mátti aka mykjunni
beint á tún út um austanverðan
kjallarann. Fjósið var raflýst með
168 ljósastæðum, þar voru
mjaltavélar og sjálfbrynningu
haganlega fyrirkomið.
Fjósið opnaðist út í tvö opin
port til beggja handa. I syðri enda
þess var mjólkurvinnslustöð og
þar hóf Thor Jensen fyrstur ger-
ilsneyðingu mjólkur hér á landi,
auk þess sem þar var tækjabún-
aður til smjör- og skyrgerðar,
niðursuðu á rjóma og ísgerðar. I
syðsta hluta hússins var einnig
íbúð bústjóra, búningsklefa og
sturtur fyrir starfsmenn, kamrar
og geymslur. í kjallaranum þeim
megin var sérstakt eldhús og
borðsalur fyrir starfsmenn, en
íbúðir þeirra voru á suðurloftinu
ásamt baðherbergjum.
Loftið var að öðru leyti
heygeymsla, og gengu hlaðan og
votheysgryfjur niður í kjallarann.
Töðunni var ekið beint inn á loft-
ið vestanvert og komust vagnar
um hlöðuna alla. Þaðan var henni
steypt niður á minni vagna sem
gengu á sporbrautunum um fjós-
ið.
Eins og sjá má af þessari lýs-
ingu var hér um algera byltingu
að ræða í búskaparháttum á ls-
landi. Árið 1930 hófst sala á
Korpúlfsstaðamjólk til Reykja-
víkur en auk mjólkurfram-
leiðslunnar var stunduð umfangs-
mikil kartöflurækt á býlinu. Há-
marki náði búrekstur á Korpúlfs-
stöðum 1934-1935, en sumarið
1935 störfuðu 47 manns við búið
auk bústjóra.
Mjólkurlögin
Þann 15. janúar verða þátta-
skil. Þá gengu í gildi hin svoköll-
uðu „mjólkurlög" og þá var
Mjólkursamsalan stofnuð. Um
hana varð nú öll mjólk að fara og
bannað var að selja beint til
neytenda. Þar með var stoðum
kippt undan búrekstrinum á
Korpúlfsstöðum enda stóð verð-
ið sem fékkst fyrir mjólkina í
Mjólkursamsölunni ekki undir
rekstrinum. Lorentz Thors
gegndi bústjórastörfum á Korp-
úlfsstöðum 1934-1941, en þá
keypti Reykjavíkurborg jarð-
eignir Thors Jensens í Mosfells-
sveit, aðrar en hluta af Lágafelli.
Á vegum Reykjavíkurbæjar
var rekinn búskapur á Korpúlfs-
stöðum fram til ársins 1967.
Sumarið 1966 voru 60 mjólkandi
kýr á búinu, og 45 að auki. Þá var
búið selt á leigu, en þegar leigu-
samningurinn rann út 1970, lagð-
ist búskapur niður á Korpúlfs-
stöðum. Síðan hefur þetta mikla
hús að mestu leyti verið nýtt sem
geymsla fyrir borgina og ýmsa
aðra aðila.
í janúar 1969 kom upp eldur að
Korpúlfsstöðum og urðu miklar
skemmdir á öllum þremur álmum
hússins. Nýtt þak var sett á
skemmda hlutann og er húsið í
sæmilegu ástandi, þrátt fyrir háan
aldur. Árið 1973 fékk Mynd-
höggvarafélagið hluta þess á
leigu fyrir vinnustofur og íbúðir
myndhöggvara og hafa félags-
menn lagt mikla vinnu í endur-
bætur á þeim hluta. Samningur-
inn gildir til 1994 og er leigufjár-
hæðin 1 gömul króna á ári.
Á undanförnum árum hafa
komið upp ýmsar hugmyndir um
nýtingu Korpúlfsstaða og teng-
ingu hússins við útivistarsvæðið,
fjöruna og sjóinn, enda mögu-
leikarnir nær ótæmandi. Borgar-
yfirvöld hafa hingað til ekki álitið
tímabært að ráðstafa því til langr-
ar framtíðar. Nú er hins vegar
farið að vinna fyrstu drög að aðal-
skipulagi byggingasvæða sunnan
við og í kringum Korpúlfsstaði og
þá verður fljótlega að taka
ákvörðun hvaða hlutverki húsið
og landið í kringum það eiga að
gegna í framtíðinni.
— AI
(Byggt á upplýsingum
borgarminjavarðar og
Skjalasafns Reykjavíkur).
Hlýturað
tengjastbyggðinni
„Við ræddum þessa umsókn í
skipulagsnefnd á mánudaginn
en þar var ekki tekin nein af-
staða, menn vildu kynna sér mál-
ið betur," sagði Vilhjálmur Þ. Vil-
hjálmsson formaður skipulags-
nefndar Reykjavíkur þegar við
inntum hann eftir áliti á umsókn
Sigurðar Dagbjartssonar.
„Það verður að fara varlega í þessu
máli og ekki ráðstafa húsinu til lang-
frama nema að vel athuguðu máli. í
fljótu bragði líst mér vel á hugmynd-
irnar sem fram koma í umsókninni,
þær virðast vera í þeim anda sem
menn hafa hugsað sér. En þetta hús
hlýtur að tengjast þeirri byggð sem á
eftir að koma þarna uppfrá. Sam-
kvæmt skipulagi er húsið í jaðri
byggðarinnar og á mörkum grœna
svæðisins, en það líða þó alltaf 5-10
ár þangað til byggðin verður komin
að því.
Það er ljóst að það má nýta þetta
hús betur en nú er gert. Það er í
þokkalegu ásigkomulagi en ég er þó
ekki viss um hvort ástæða sé fyrir
borgina að veita miklu fé til að gera
húsið upp. En við megum ekkidáta
það frá okkur, það býður upp á svo
marga möguleika. Annars er málið
svo nýkomið til okkar að ég hef ekki
hugleitt það til hlítar“, sagði Vil-
hjálmur.
- ÞH
Betri kjör bjóðast varla
Samvinnubankinn
Vegna innlausnar spariskirteina ríkissjóðs bjóðum
VERDIRVGGÐA
z_r>vaxtareikning
/lT>
i n i ™
L__I LJ k":
Allir afgreiöslustaöir Samvinnubankans annast innlausn
spariskírteina ríkissjóðs og bjóða sparifjáreigendum
verötryggðan Hávaxtareikning meö vöxtum.
Hávaxtareikningur er alltaf iaus og óbundinn
Kynntu þér Hávaxtareikninginn
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 23. mars 1985