Þjóðviljinn - 20.04.1985, Page 1

Þjóðviljinn - 20.04.1985, Page 1
SUNNUDAGS- BLAÐ MENNING Sjávarútvegur Bylting í frystingu Möguleikar að opnast áþvíað tvífrystafisk. Tryggir ávallt úrvalshráefni til vinnslu. Aflatopp- um útrýmt. Sérfrœðingar og fiskvinnslumenn fullir bjartsýni Fiskvinnslan stendur frammi fyrir byltingu sem gæti leitt tii gífurlegrar verðmætaaukningar. Þetta varðar vinnslu frystra fískafurða með tilkomu nýrrar tækni við að þíða upp afla frá frystitogurum. Erlendir vísinda- menn eru farnir að gera tilraunir með hljóðbylgjur til að flýta fyrir uppþíðingu sem gerir tvífrystingu fískafurða mögulega sem stór- virka vinnsluaðferð. Hún mun hafa í för með sér að ávallt verður til reiðu úrvals hráefni til vinnslu í frystihúsum, hægt er að velja hráefni til vinnslu eftir þörfum markaðarins hverju sinni og hinir dýrkeyptu aflatoppar verða úr sögunni. „£g held að þetta sé tæknilega mögulegt, og ef við ætlum að taka •alvarlega á þessum málum þarf áð gera hér býsna góðar athugan- ir því fiskurinn er mismunandi eftir árstíma. Ég finn að það er miJsill áhugi fyrir þessum málum því ef dæmið gengur upp þá eru kostnirnir fjölmargir," sagði dr. Grímur Valdimarsson forstöðu- maður Rannsóknastofnunar fisk- iðnaðarins í samtali við Þjóðvilj- ann í gær. Stofnunin hefur unnið lítillega að rannsóknum á uppþíðingu frysts fisks, en Norðmenn eru komnir nokkuð áleiðis í þessum efnum og hafa stundað slíka verkun um nokkurt skeið. Sölu- samtökin hérlendis hafa hingað til ekki verið tilbúin að gera slíkar tilraunir þar sem Bandaríkja- menn vilja ekki tvífrystan fisk á sinn markað meðan að þessi Pöbb-inn Greiðir of lágt kaup Skilar hvorki lífeyris- sjóðsgreiðslum néfélags- gjöldum til FSV Félag starfsfólks í veitingahús- um á nú í stríði við bjórlíkiskrána Pöbb-inn á Hverfísgötu. Ástæðan er sú að kráin bæði greiðir þeim sem eingöngu vinna kvöldvinnu of lágt kaup og eins skilar hún engu til félagsins, hvorki lífeyris- sjóðsgreiðslum né félagsgjöldum. Málið er nú komið í hendur lögfræðings og virðist allt stefna í það að fara verði í hart við krána til þess að ná þessum peningum. Það mun vera nokkuð algengt að bjórlíkiskrárnar ráði til sín starfsfólk undir lögaldri og greiði þeim smánarlaun. Þessar krár munu vera algerlega eftirlits- lausar í orðsins fyllstu merkingu og því er ekkert í málinu gert. - S.dór vinnsluaðferð er enn ekki fullkönnuð og þróuð. Nú er að verða breyting á hér- lendis því á næstunni mun fryst- itogarinn Akureyin leggja upp frystum þorski til uppþiðmgar og vinnslu hjá Útgerðarfélagi Akur- eyringa. „Við teljum þetta mjög áhugavert og viljum kanna þetta til hlítar,“ sagði Finnbogi Jóns- son framkvæmdastjóri Iðnþróun- arfélags Norðurlands í samtali í gær en hann hefur unnið að hag- kvæmnisrannsóknum á þessari vinnslu. Það er glórulaust að selja þorskinn heilfrystan úr landi. Hann er helmingi meira virði með því að vinna hann í gegnum frystihúsin hér heima,“ sagði Finnbogi. Hann sagði mikinn áhuga vera fyrir þessari tilraun hjá forráðamönnum ÚA. -Ig- Fjöltefli við Dagsbrún. I dag klukkan 14 mun Helgi Olafsson stórmeistari í skák tefla fjölteflí viö tólaga i Dagsbrún i sal Trésmiöafélagsins að Suðurlandsbraut 30. I gær fengum við Helga til að rölta með okkur niðrá höfn þar sem hann sló upp skák við nokkra hafnarverkamenn og fer engum sögum af úrslitum. Mynd e.ÖI. Búseti fær lóð Landsvirkjun Fölsuð fjárhagsáætlun Ofreiknað verð til álversins. Rekstrarhagnaður ífyrsta sinn síðan 1977 Halldór Jónatansson forstjóri Landsvirkjunar viðurkenndi á ársfundi fyrirtækisins í gær að raforkuverð til álversins í Straumsvík væri ofreiknað í fjár- hagsáætlun Landsvirkjunar 1985. Verðið er nú um 12,5 mills og sagði Halldór að vonir stæðu til þess að það yrði í árslok komið upp í 13,2 mills vegna bata á ál- markaði. Hins vegar miðar fjár- hagsáætlunin við að ísal borgi að meðaltali 13,8 mills fyrir rafork- una allt árið. Það var Hjörleifur Guttorms- son sem í almennum umræðum vakti athygli á þessu og óskaði skýringa. Landsvirkjun skilaði hagnaði í fyrsta sinn síðan 1977 á síðasta ári, 15,7 miljónum króna. Fjár- hagsáætlun þessa árs gerir ráð fyrir því að reksturinn standi á sléttu þetta árið og ekki verði frekari hækkanir á heildsöluverði Landsvirkjunar en orðið er. Er þá miðað við 10% verðbólgu á Íiessu ári og fyrrgreint verð til sal! -ÁI. Við sóttum um lóðir fyrir 56 íbúðir og fengum lóðir fyrir 45 svo þetta er ekki verra en við bjuggumst við, sagði Jón Rúnar Sveinsson formaður Búseta við Þjóðviljann en nýlega var Búseta úthlutað 2 lóðum undir byggingu fjölbýlishúsa og raðhúss í Grafar- vogi. Blokkirnar, samtals 33 íbúðir eru við Frostafold en raðhúsin, 12 íbúðir við Fannafold. Lóðirn- ar verða tilbúnar síðla sumars og þá er okkur ekkert að vanbúnaði að hefjast handa. Við sóttum um lóðir og lán í fyrra og fengum úr- skurð félagsmálaráðuneytisins um að við værum lánshæfir í janú- ar. Lóðaúthlutun hefur hins veg- ar dregist þangað til núna.. aró

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.