Þjóðviljinn - 20.04.1985, Qupperneq 2
Laust embætti
er forseti íslands veitir:
Prófessorsembætti í tölvunarfræði viö stæröfræðiskor
verkfræöi- og raunvísindadeildar Háskóla íslands er
laust til umsóknar. Prófessornum er einkum ætlað að
starfa aö fræðilegum þáttum tölvunarfræöi, t.d. á sviði
forritunarmála, gagnasafna og kerfisforritunar.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins.
Umsækjendurskulu látafylgja umsókn sinni rækilega
skýrslu um vísindastörf þau er þeir hafa unnið, ritsmíð-
ar og rannsóknir, svo og námsferil og störf. Jafnframt
skulu þeir láta fylgja eintök af vísindalegum ritum sín-
um, óprentuðum sem prentuðum.
Umsóknir skulu sendar menntamálaráðuneytinu,
Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, fyrir 15. maí n.k.
Menntamálaráðuneytið, 15. apríl 1985.
IAUSAR STÖÐUR HJÁ
REYKJAVÍKURBORG
Reykjavíkurborg vill ráða starfsmann til eftirtalins
starfs. Starfskjör samkvæmt kjarasamningum.
Rafmagnsverkfræðingur óskast til Rafmagnsveitu
Reykjavíkur til starfa við áætlanagerð fyrir raforku-
virki.
Upplýsingar veitir starfsmannastjóri hjá Rafmagns-
veitu Reykjavíkur í síma 686222.
Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykja-
víkurborgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð, á sérstökum
umsóknareyðublöðum sem þar fást, fyrir kl. 16.00
miðvikudaginn 29. apríl 1985.
^RARIK
RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS
Rafmagnsveitur ríkisins auglýsa lausttil umsókn-
ar:
1. Starf fulltrúa á skrifstofu rafmagnsveitustjóra. Um
er að ræða starf ritara sem vinnur við ritvinnslu og
getur annast kennsiu, leiðbeiningar og þjálfun ritara
og annarra starfsmanna í ritvinnslu.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi BSRB og ríkis-
ins.
2. Starf skrifstofumanns (vélritun, skjalavarsla). Laun
eru samkvæmt kjarasamningi BSRB og ríkisins.
3. Starf skrifstofumanns. Starfið fellst að mestu leyti í
sendiferðum auk almennra skrifstofustarfa. Þarf að
hafa bílpróf. Laun eru samkvæmt kjarasamningi
BSRB og ríkisins.
Umsóknir er greini menntun, aldur og fyrri störf send-
ist deildarstjóra starfsmannahalds fyrir 23. apríl nk.
Rafmagnsveitur ríkisins
Laugavegi118
105 REYKJAVÍK.
Laus staða
Staða bókavarðar í Háskólabókasafni er laus til um-
sóknar.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins.
Umsóknir, ásamt ýtarlegum upplýsingum um náms-
feril og störf, skulu hafa borist menntamálaráðuneyt-
inu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, fyrir 10. maí n.k.
Menntamálaráðuneytið, 15. apríl 1985.
^RARIK
RAFMAGNSVEITUR RlKISINS
Rafmagnsveitur ríkisins auglýsa laust til umsóknar
starf aðalbókara. Við erum að leita að viðskiptafræð-
ingi eða manni með sambærilega menntun. Vanur
bókhaldsmaður með yfirgripsmikla reynslu í bókhaldi,
stjórnun og uppgjörum kemur einnig til greina.
Laun eru samkvæmt kjarasamningum ríkisins og op-
inberra starfsmanna.
Umsóknir er greini menntun, aldur og fyrri störf send-
ist deildarstjóra starfsmannahalds fyrir 21. maí 1985.
Rafmagnsveitur ríkisins,
Laugavegi 118,
105 REYKJAVIK.
FRETT1R
Landsvirkjun
Breytt
virkjana-
röð?
Jóhann Már Maríusson,
aðstoðarforstjóri: Stœkkun Búrfells og
Vatnsfellsvirkjun nœstáeftir Blöndu.
Fljótsdalnum frestað ?
Jóhann Már Maríusson aðstoð-
arforstjóri Landsvirkjunar
telur brýnt að aiþingi veiti sem
fyrst virkjunarheimild fyrir
stækkun Búrfellsvirkjunar og
Vatnsfellsvirkjun. Eru það þær
virkjanir sem fyrirtækið telur
henta best í framhaldi af Blöndu
miðað við markaðsaðstæður.
Hefur Landsvirkjun farið fram á
endurskoðun á röð og tímasetn-
ingu nýrra virkjana í bréfi til iðn-
aðarráðherra.
Jóhannes Nordal stjórnarfor-
maður sagði í ræðu sinni á árs-
fundi Landsvirkjunar í gær að 5.
áfangi Kvíslarveitu ásamt stækk-
un Búrfellsvirkjunar væru hag-
kvæmar framkvæmdir miðað við
markaðsþróun. Fyrirtækið vildi
fá frjálsari hendur varðandi tfma-
setningu virkjana og það þýddi
ekki að Landsvirkjun virti ekki
vald alþingis, þó hún teldi sér
skylt að gera grein fyrir hvað hún
teldi skynsamlegast.
Eftir eyðimerkurgönguna í
FÍM-salnum á Kjarvalsstöðum
mælum við með svaladrykk á
myndhöggvara barnum.
Verði ekki um stóran orku-
kaupanda að ræða, mun Blöndu-
virkjun duga fram undir næstu
aldamót. Mun minni aukning
hefur verið í orkusölu innanlands
en spáð var og hyggst Landsvirkj-
un nú gera átak til að selja meiri
raforku til húshitunar og almenns
iðnaðar. Þá hefur komið fram að
ekki virðist hagkvæmt að virkja
Jökulsá í Fljótsdal eingöngu fyrir
almennan markað en nú er verið
að endurskoða spá um þróun
hans. -ÁI.
Kísilmálmverksmiðja
Vœrst Alpine stefnir á
Reyðarfjörðinn
Birgir Isl. Gunnarsson: Grundartangi er ekki ódýrarifyrir aðra en
Elkem vegna þeirrar aðstöðu sem þeir hafaþar núþegar
Igær lauk í Reykjavík fundi
stóriðjunefndar og fulltrúa
austurríska ríkisfyrirtækisins
Voerst Alpine, sem lýst hefur
áhuga á byggingu kísilmálm-
verksmiðju á Reyðarfirði. Sendi-
nefnd fyrirtækisins var hér á
landi i febrúar, skoðaði þá að-
stæður fyrir austan, og vill nú að
niðurstaða fáist í málinu innan
4urra mánaða.
Þetta kom fram í viðtali Þjóð-
viljans við Birgi ísleif Gunnars-
son formann stóriðjunefndar í
gær. Hann var spurður hvort hinn
skyndilegi áhugi Elkem-manna á
byggingu kísilmálmverksmiðju á
Grundartanga væri ekki til kom-
inn vegna viðræðnanna við
Austurrfkismenn. „Ég þori ekki
að segia hvað veldur áhuga þeirra
núna,” sagði Birgir. „Jú, auðvit-
að vilja þeir halda sínum hlut í
heimsmarkaðnum, þeir eru stórir
þar.”
Að sögn Birgis hafa Elkem
menn farið fram á að gerð yrði
athugun á því hversu miklu ódýr-
ara það væri að reisa kísilmálm-
verksmiðju á Grundartanga en á
Reyðarfirði og verður næsti fund-
ur með þeim 9. maí. En er
Grundartanginn ódýrari kostur
og miða Elkem-menn þá ekki við
hið lága orkuverð sem Járnblend-
iverksmiðjan nýtur?
„Ég held þeir geri sér grein
fyrir að sá samningur verður ekki
endurtekinn,” sagði Birgir. „Það
er rétt að bygging kísilmálmverk-
smiðju á Grundartanga er ódýr-
ari, ef þeir byggja hana. Það gild-
ir ekki fyrir aðra, vegna þeirrar
aðstöðu sem Elkem hefur nú þeg-
ar á Grundartanga.”
Voerst Alpine er stærsta fyrir-
tæki Austurríkis og framleiðir
alls kyns verksmiðjur í heilu lagi.
Fyrirtækið er ekki í kísilmálm-
framleiðslu sjálft og hyggst fá
þriðja aðila með sérþekkingu á
henni til Iiðs við sig. Stefna þeir
að meirihlutaeign þessara aðila á
móti íslendingum. ÁI.
Kísilmálmverksmiðjan
Reyðarfjörður
eða Gmndartangi?
Hjörleifur Guttormsson: Fráleitt að rœða við Elkem um aðra
staðsetningu en Alþingi hefur samþykkt.
Fram hefur komið í fréttum að
stóriðjunefnd á nú í við-
ræðum við norska fyrirtækið
Elkem um hugsanlega þátttöku
fyrirtækisins í byggingu kísil-
málmverksmiðju á Grundar-
tanga. Við spurðum Hjörleif
Guttormsson álits á þessu, en það
var í ráðherratíð hans sem Al-
þingi samþykkti lög um byggingu
kísilmálmverksmiðju á Reyðar-
firði.
„Það hefur frá upphafi verið
ljóst að Elkem hefur ekki verið
þess fýsandi að kísilmálmvinnsla
hæfist hér a landi, þar sem slíkt
þýddi samkeppni við þetta stór-
fyrirtæki á alþjóðamarkaði. Nú
þegar stóriðjunefnd er að hefja
viðræður við annan aðila, vill
Elkem hins vegar tryggja
hagsmuni sína með því að hafa
fingurna í þessu máli. Ég tel það
hins vegar óhæfu að taka nú upp
viðræður við fyrirtækið um bygg-
ingu verksmiðjunnar á allt öðrum
stað en lög kveða á um og víðtæk
samstaða hefur náðst um,” sagði
Hjörleifur Guttormsson í gær.
Hjörleifur sagði einnig að það
hefði á sínum tíma verið til athug-
unar hvaða hagræði gæti fylgt því
að kísilmálmverksmiðja yrði reist
á Grundartanga. Niðurstöður
þessara athugana voru þær að
ekkert umtalsvert hagræði væri
að því að setja svona verksmiðju
niður við hliðina á járnblendi-
verksmiðjunni. Alþingi tók því á
sínum tíma ákvörðun um að
verksmiðjan skyldi reist á
Reyðarfirði. -ólg.
2 SIÐA - ÞJÓÐVILJINN