Þjóðviljinn - 20.04.1985, Blaðsíða 7
Kvikmyndir
Haldið
ykkur við
hákarlinn
Rœttviðþýska
kvikmyndaleikstjórann Lutz
Konermann sem er að gera mynd í
samvinnu viðíslenska leikhópinn
Svartog sykurlaust
Á þriðjudaginn fór leikhópur-
inn Svart og sykurlaust vestur
á Snæfelsnes þar sem hefja
átti tökur á nýrri kvikmynd
undir stjórn þýska leikstjórans
Lutz Konermann. FráMalar-
rifi berst leikurinn til Ítalíu í maí
en þar verðurfarið um endi-
langt „stígvélið" frá norðri til
suðurs og endað í Palermo á
Sikiley.
Leikstjórinn Lutz Konermann
er tæplega 27 ára gamall en hefur
samt getið sér gott orð fyrir list
sína. Hann lærði við kvikmynda-
skólann í Miinchen á árunum
1977-82. Skólinn skiptist í tvær
deildir og var Lutz í þeirri sem
fæst við leiknar myndir. Sam-
hliða námi sínu gerði hann
nokkrar heimildarmyndir, eink-
um um pólitíska atburði, svo sem
vöxt friðarhreyfinganna í Vestur-
Þýskalandi og um hersýningar
sem vestur-þýski herinn hélt í til-
efni af 25 ára afmæli sínu og voru
mjög umdeildar. í skólanum
kynntist hann tveimur íslending-
um sem þar eru við nám, Þorgeiri
Gunnarssyni og Hilmari Odds-
syni, en þeir munu báðir vinna
við myndina sem nú er verið að
gera.
Út úr múrnum
Að loknu námi gerði Koner-
mann mynd í fullri lengd sem
aflaði honum æðstu verðlauna
þýska kvikmyndaiðnaðarins,
þýskrar hliðstæðu Óskarsverð-
launanna. f spjalli sem Þjóðvilj-
inn átti við Konermann áður en
hann fór vestur sagði hann frá
þessari mynd.
„Myndin er blanda af heimild-
armynd og leikinni og byggir á
sannri sögu um fanga sem setið
hefur í fangelsi í 30 ár en fær þá
nokkurra daga leyfi. Myndin lýsir
því hvernig veröldin kemur hon-
um fyrir sjónir. Myndin heitir
Aufdermauer, tekur um 100 mín-
útur í sýningu og hún hefur verið
tilnefnd til kvikmyndahátíðar
Listahátíðar í vor“.
- Hvað þýða þessi verðlaun
fyrirþig?
„Þau gera mér kleift að halda
áfram kvikmyndagerð. En það
sem ég er enn ánægðari með er að
eftir að myndin var sýnd komst
hreyfing á mál fangans sem hún
fjallar um. Það er kominn upp
hreyfing fólks sem berst fyrir því
að hann verði látinn laus. Hann
situr enn inni, hefur að vísu verið
fluttur í skárra fangelsi en hann
var í og nú hefur hann von um að
sleppa jafnvel á næsta ári. Þetta
finnst mér gleðilegur árangur".
gerjast í mér og mér fannst þessi
hópur geta verið eins konar
mótor sem drifi söguþráðinn
áfram. Þau féllu vel að hugmynd-
inni og gátu staðið undir þeirri
sögu sem ég vildi hafa við hliðina
á sögunni um Þjóðverjanna".
Að losna við
menntunina
- Hvað viltu segja um myndina
sem þú ert að gera með Svörtu og
sykurlausu?
Gamanmynd
og ástarsaga
Lutz Konermann kvikmyndaleikstjóri. Mynd: Valdís.
- Hvað viltu segja með þessari
mynd?
„Það ríkja oft miklir fordómar
í garð annarra þjóða og það má
segja um viðhorf Þjóðverja til
ítala. ítalir eru opnari og einlæg-
ari og það er oft skýrt með lofts-
laginu, það sé svo mikil sól á ítal-
íu og hún geri fólk svona. Hér á
landi er veðrið verra en í Þýska-
„Hún er allt öðruvísi en
Aufdermauer nema að því leyti
að þar blanda ég saman tækni
heimildamynda og leikinna.
Þetta verður gamanmynd, ég
ferðast með leikhópnum um ítal-
fu og kvikmynda sýningar hans.
Til hliðar verður svo ástarsaga
sem gerist þannig að ein leikkon-
an úr hópnum (Edda Bachman)
yfirgefur hann og fer í annað
ferðalag í nokkra daga með Þjóð-
verja einum sem hún verður ást-
fangin af. Hún slæst þó aftur í för
með hópnum og lýkur leikferð-
inni.
Eftir að ég fékk þessa hug-
mynd og fór að segja fólki frá
henni var mér bent á að þetta
væri mjög svipuð leið og ferðal-
angarnir í bók Jules Vernes,
Leyndardómar Snæfellsjökuls,
fóru. Ég hafði ekki lesið þá bók
en bætti úr því og fannst sniðugt
að einhver skyldi hafa fengið
þessa hugmynd áður að senda
fólk sömu leið, bara neðanjarð-
ar“.
- En af hverju sendirðu hóp-
inn til Ítalíu?
„Ég bjó þar með foreldrum
mínum í fimm ár þegar ég var
unglingur og þekki landið mjög
vel. Hópurinn hefur viðkomu á
ýmsum stöðum sem ég þekki, td.
í Mílanó þar sem ég var í skóla.
Mig hefur lengi langað að gera
mynd um Þjóðverja á Ítalíu og
reynslu hans af landinu. Þegar ég
kom hingað til lands í fyrrasumar
og hitti fólkið í Svörtu og sykur-
lausu hafði ég aldrei séð eins
ítalskt fólk. Myndin var þá að
1
*
H
i
-
ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7