Þjóðviljinn - 21.04.1985, Page 5
Bara
að prófa
eitthvað
nýtt
segir Sigga í Kikk sem flyturtil
Noregs ó þriðjudag með
þarlentsöngtilboð upp ó
vasann
Sigríður Beinteinsdóttir ó
engan bróðursem heitir
Sveinbjörn, en Sveinbjörn ó
hinsvegar systur sem heitir
Sigríður. Sú semur Ijóð.
Sigríður Beinteinsdóttir, þessi
sem semur ekki Ijóð er ungt
ogfagurtfljóð.fœtt
26.7.1962 og hefur hlotið þó
nóðargjöf í arf að vera
söngvin mikið og vel. Nafna
hennar Sigrfður hin hefur
eflausttekið lagið ó góðri
stund með
alsherjargoðanum bróður
sínum en ó kannski ekki
framtíðfyrirsérf
þoppheiminum eins og hún
Sigga í Kikk, eins og hún er
stundum kölluð, en maður
veit þó aldrei... Þjóðviljinn
hitti Siggu að móli eina
kvöldstund í vikunni sem er
að líða en ekki mœtti Sigga
einsömul. Stór og þrekinn
umþoðsmaður hennar
mœtti einnig ó staðinn
blaðamannitil mikillar
gremju. Mótti maður nú ekki
rekja garnirnar úr Siggu í friði
fyrir einhverjum verndandi
engli?
Ég ákvað að sýna hörku og vís-
aði umboðsmanninum inn í ann-
að herbergi ásamt nokkrum
poppbókum og vel völdum orð-
um í hans garð. Þá loks gat samtal
okkar Siggu hafist. (Mig langaði
til að byrja á að spyrja hana hvort
þessi manneskja fylgi henni hvert
sem hún færi en ákvað að tefja
tímann ekki lengur.)
Sigga, þú lýstir þvíyfir í viðtali
ú Rás 2 í vikunni aðþú vœrir á leið
til Osló í Noregi. Hvað í veröld-
inni býður þín þar?
Það er ekkert fastmótað enn-
þá. Þetta kom nú eiginlega allt-
saman í gegnum systur mína sem
býr þarna úti. Hún hafði sam-
band við forstjóra Phonogram
plötufyrirtækisins og lét hann
hafa upptökur á bandi af því sem
ég hef verið að gera undanfarið
og einnig af plötunni Kikk. Hon-
um leist vel á og er tilbúinn að
koma mér á framfæri.
Er þá einhver framavon útí
Noregi?
Ég er ekki eingöngu að fara út
vegna þessa tilboðs, ég er bara að
prófa eitthvað nýtt. Það getur vel
verið að maður komi heim eftir 3
mánuði, það fer eftir því hvort
manni leiðist eða ekki.
Erþá hljómsveitin Kikk úrsög-
unni?
Já hún er hætt.
Hvernig byrjaði ferill þinn í
poppinu?
Það hefur kannski alltaf verið
■draumurinn að verða söngkona,
en ég bjóst í rauninni ekki við að
það yrði eitthvað úr því. Þetta
byrjaði eiginlega allt með auglýs-
ingu í blaði. Það var vinkona mín
sem hvatti mig til þess að svara
henni. Ég ætlaði varla að þora að
taka af skarið. En sló til og svo
hefur þetta bara þróast. Ég fór í
annað band, Meinvillinga, og við
tókum þátt í músíktilraunum
SATT. Tveir strákar úr Kikkinu
sáu mig þar og buðu mér í Kikk.
Klassísk spurning: Er popp-
bransirin karlaheimur?
Já, hann er það, það er allt of
fátt kvenfólk í þessum bransa.
Það eru til margar stelpur sem
geta t.d. sungið vel, en þær þora
ekki að prófa. Það er líka æðis-
legt stress fyrir stelpur að koma
fyrst fram. Strákarnir fá meiri
hvatningu en þær. Strákar byrja
svo ungir að fikta á einhver hljóð-
færi, ég held að hver einasti strák-
ur fái einhverntíma á ævinni æði
fyrir einhverju einu hljóðfæri og
dreymi um að verða poppstjarna.
Það eru eflaust margar stelpur
líka sem byrja að fikta á hljóð-
færi, en þær eru bara óframfærn-
ari.
Peningar og
eigin rassar
Attir þú ekki að taka þátt í Litlu
hryllingsbúðinni upphaflega?
Jú. Páll B. Baldvinsson hringdi
í mig og spurði hvort ég væri til í
að syngja í rokksöngleik sem Hitt
leikhúsið væri að setja á svið. Og,
jú, jú, ég ætlaði að athuga málið
og var til í að mæta í prufu. Sem
ég geri og er tekin inn í dæmið. Ég
átti að vera ein af „stelpunum".
En svo eitt sinn er ég kem á
æfingu tilkynnir Páll mér að ein-
hver önnur hefði verið fengin í
minn stað, og ég þurfi ekki að
mæta aftur, hann hefði fundið
einhverja menntaðri.
Var þér sagt að þetta vœri
reynslutími?
Nei, mér var aldrei sagt neitt
um það. Ég hélt ég væri bara
ráðin í þetta en svo ekki söguna
meir.
Þeir hafa þó vœntanlega borg-
að þér fyrir þœr œfingar sem þú
eyddir tíma í?
Nei.
Þú söngst vinsœlasta lag sum-
arsins ’84, Veru ekki að plata mig
Sigríður Beinteinsdóttir söngkona. Myndina tók E.ÓI. sl. fimmtudagskvöld í Eiðisgrandafjörunni.
með HLH flokknum, ekki satt?
Jú, nótnalaust, ekkert mál...
En hvernig var samstarfið við
HLH?
Það var í lagi til að byrja meö.
Það vær æðislega gaman að taka
upp lagið á vídeó. En hinsvegar
fannst mér ekki í lagi að vinna 13
tíma og ekki vera boðin nein
borgun fyrir, það var ekki einu
sinni nefnt á nafn: en dansararnir
fengu borgað. Það var Sól h/f sem
stóð að baki vídeó-myndarinnar.
Þá fóru HLH út um allt land
með teipið af laginu og þeir buðu
mér enga borgun fyrir. Alltaf
þegar röðin kom að mér að syng-
ja sneru þeir baki í áhorfendur.
Einu sinni var Kikk á balli á sama
stað og HLH átti að koma fram.
Við spiluðum fyrst og seinna tóku
þeir við og urðu náttúrulega að
spila Vertu ekki að plata mig.
Það var það vinsælt að þeir gátu
ekki sleppt því. Þegar kom að
mér í laginu sneru þeir baki í
áhorfendur og ég stóð fyrir fram-
an sviðið og hlustaði á sjálfa mig
syngja á teipinu!
En höfðu þeir leyfi til að snið-
ganga þig svona peningalega?
Nei, en ég komst ekki að því
fyrr en ég fór að garfa í þessu sjálf
hjá FÍH. Þar komst ég að því að
þeir höfðu ekki leyfi til þess að
spila lagið án þess að tala við mig
fyrst eða bjóða mér borgun fyrir.
Hljóðfæraleikararnir sem spil-
uðu með þeim fengu borgun eftir
samkomulagi.
Fékkstu leiðréttingu á þessu?
Það eina sem ég fékk voru 3000
krónur. Mér skildist á þeim að
þetta ætti að vera innborgun fyrir
alla þessa vinnu, bæði vídeó-
myndina og tónleikahald þeirra
útá landsbyggðinni. En það kom í
ljós að þetta var heildarsumman
fyrir allt saman. En hinsvegar
fékk ég vel greitt fyrir stúdíóvinn-
una við lagið frá Steinum.
Var það einhver sárabót?
Að vissu leyti, en mér finnst að
þessir gæjar hugsi bara um
rassgatið á sjálfum sér. Ég ráð-
legg öllum þeim sem eiga eftir að
starfa í þessum bransa að gera
helst skriflega samninga við hvort
tveggja plötufyrirtæki eða ein-
staklinga áður en samstarf hefst.
Ertu dáldið súr útí HLH?
Ég er ekkert vond út í þá þann-
ig, en þeir voru búnir að bjóða
mér borgun fyrir samstarfið
munnlega en sviku það svo. Og
það er það sem ég er sár útaf.
Maður leggur mikið á sig að
gera vel, tekur sér frí úr vinnu og
tíminn fer allur í þetta á meðan á
þessu stendur. Svo er þetta bara
svindl og svínarí.
Að lokum, Sigga, áttu þér
eitthvert uppáhald í íslenskri
popptónlist?
Já, Ragnhildi Gísladóttur. Ég
held æðislega upp á hana. Hún er
meiriháttar söngkona og æðis-
lega góð týpa.
-L.mar.
Rafurmagnaðar
gleraugna-
linsur
Gleraugnalinsur úr fljótandi
kristal hafa verið búnar til í Jap-
an. Þeim er stjórnað gegnum raf-
hlöðu og þannig er breytt um
„fókus“. Bæði nær- og fjarsýnir
njóta góðs af þessari uppgötvun.
Mismunandi
veðurfar
Munurinn á loftslagsbeltum í
Sovétríkjunum er svo mismun-
andi, að bakteríur sem notaðar
eru til að hamla gegn olíumengun
þurfa að þola frá 50 gráða kulda
til 70 gráða hita.
Sunnudagur 21. apríl 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5