Þjóðviljinn - 21.04.1985, Qupperneq 8
Morgunblaðið,
mannréttindin
og saman-
burðarfrœðin
Alexander Zínovéf: er hann ekki bara
laumuútsendari?
Morgunblaðið skrifar oft um
mál andófsmanna í Sovétríkj-
unum. Ekki nema gott eitt um
það að segja, ef ekki fylgdi sá
böggull skammrifi einatt að
blaðið setur þau mál í undar-
legasta samhengi á heimavíg-
stöðvum. Til dæmis hefur höf-
undur síðasta Reykjavíkur-
bréfs fengið sér ieigða leikna
mynd um Andrei Sakharof hjá
myndbandaleigu. Og segir
m.a. um myndina:
„Sýnir hún betur en flest annað
hvernig fer þar sem hin kalda
hönd skipulagshyggjunnar drep-
ur allt í dróma og kerfið getur
jafnvel ekki notið góðs af mikil-
vægri hugsun snillings á borð við
Andrei Sakharov og kröfum hans
um frelsi einstaklingsins“.
Petta er náttúrlega ekki nema
eðlileg útlegging. Hitt er verra að
með einhverjum undarlega lang-
sóttum hætti er í bréfi þessu reynt
að hrista saman Sakharofmálið
og deilur um skipulag fjölmiðlun-
ar á íslandi. Þeir sem berjast fyrir
einkaútvarpsrekstri eru þá orðnir
mannréttindahetjur á borð við
Sakharof, en þeir sem eru tor-
tryggnir á slíkar breytingar eru þá
tosaðir í flokk með handhöfum
sovésks ríkisvalds!
Morgunblaðið er alltaf öðru
hvoru að kvarta yfir samanburð-
arræði sem það nefnir svo, þegar
t.d. er verið að bera saman ýmis-
legt í Sovétríkjunum og Banda-
ríkjunum. Það er rétt að einatt
Ieyfa menn sér með samanburði
óleyfilegar og heimskulegar ein-
faldanir og alhæfingar. Dæmið úr
Reykjavíkurbréfinu síðara er
einmitt með þeim lakari: þetta
sem helst hann varast vann, varð
þó að koma yfir hann....
Feimnismál
vinstri manna
Andrei Tarkovskí kvikmynda-
maður kom hingað. Það var hald-
in kvikmyndahátíð þar sem
myndir hans voru sýndar og há-
tíðin átti í leiðinni að minna á
baráttu Tarkovskíhjóna fyrir að
sonur þeirra og amma hans
fengju að sameinast fjölskyld-
unni á Ítalíu. Eftir heimsóknina
skrifaði Guðmundur Magnússon
blaðamaður á Morgunblaðinu
grein, þar sem hann heldur því
fram, að vinstri menn á íslandi
hafi „fáir haft orð á
mannréttindabaráttu hans á op-
inberum vettvangi. Hún virtist
feimnismál“. Og bætir því við, að
það sé lítt að marka undirskrifta-
söfnun sem nokkrar konur,
reyndar vinstrisinnaðar, sem
kynntust Larissu Tarkovsky,
efndu til henni til stuðnings, það
sé bara „syndakvittun".
Hér er farið með lágkúrulegan
þvætting. Tarkovskí-hjónin
fengu hér þann stuðning sem þau
vildu eða kærðu sig um. Og
reyndar út í hött hjá Guðmundi
Magnússyni að reikna það mál á
vinstri- eða hægribás. Áburður
blaðamannsins er þeim mun
lágkúrulegri, sem hann veit sjálf-
ur, að Andrei Tarkovskí hafði
ekki nein ótvíræð svör uppi um
það, hvenær hann vildi menn
vinna að sínu máli fyrir opnum
tjöldum og þá með aðstoð blaða,
og hvenær með öðrum hætti. Út-
koman varð sú að menn fóru
ýmsar leiðir, og reyndu þá sem
mest að haga sér eftir því sem
Tarkovskí-hjónin sjálf töldu
æskilegast í hvert skipti.
Mannréttindamál í þágu ein-
staklinga verður einatt að reka
með öðrum hætti en æðikollar á
hægripressunni heimta. Vegna
þess blátt áfram, að einstakling-
arnir sem um ræðir eru ekki allir í
sömu stöðu. Og verða því að fá
að ráða því sem mest sjálfir hvað
er gert, hvernig og hvenær.
Vandi lista-
manna
Mannréttindamál Tarkovskís
voru tvíþætt. Annarsvegar var
um að ræða þau sem sneru að
fjölskyldunni. Hinsvegar um
möguleika listamanns á að búa til
kvikmyndir eftir sínu höfði.
í því sambandi fór Andrei
Tarkovskí reyndar sjálfur út í sér-
stæðan samanburð. Hann ítrek-
aði þá skoðun sína, að það mætti
varla á milli sjá, hvort það væri
erfiðara að fá tækifæri til að gera
„persónulegar“ kvikmyndir fyrir
austan eða vestan. En ástæðurn-
ar eru jafn ólíkar og þjóðfélögin.
t Sovétríkjunum, sagði hann í
sínu spjalli, naut ég að vissu leyti
góðs af því, að þar eru ekki alls-
ráðandi markaðslögmál. Þar
voru menn ekki að ieggja eigið fé
í hættu þegar þeir lögðu í þá tví-
sýnu að leggja peninga í mínar
myndir. Hinsvegar varð ég að
berjast fyrir myndunum gegn
þeim sem belgdu sig gegn þeim
með hugmyndafræðilegum á-
sökunum („andþjóðleg mynd“
sagði einn kolleginn um Rú-
bljof). Á Vesturlöndum hins veg-
ar, þar hefði ég líklega aldrei
fengið möguleika á að búa til
þessar myndir, vegna þess að hér
ráða bisnesssjónarmið svo miklu,
sagði Tarkovskí. Ef ég fæ verk-
efni núna hér fyrir vestan - þá er
það, þótt þverstæðukennt sé - að
þakka þeim orðstír sem ég fékk,
meðan ég starfaði austur í Sovétr-
íkjunum.
Kerfin og
snillingarnir
Þetta er mjög athyglisvert -
Tarkovskí: enginn vill leyfa
okkur að búa til kvikmyndir
að eigin höfði.
ekki síst þar sem fleiri lista- og
menntamenn að austan, sem nú
búa á Vesturlöndum, komast að
svipaðri niðurstöðu. Þeir vita of-
urvel hver er munur þjóðfélag-
anna. Á opinberu eftirliti og rit-
frelsi til dæmis. En þeir vita líka,
að ólíkar forsendur geta leitt til
undarlega keimlíkrar niðurstöðu
eins og dæmi Tarkovskís minnir
á: þegar „kerfið getur ekki notið
góðs af mikilvægri hugsun snill-
inga“ eins og stóð í Reykjavíkur-
bréfinu. Kerfin, réttara sagt.
Tökum annað dæmi úr bók eftir
sovéskan útlaga, hinn umdeilda
Edúard Límonof. Hann segir
eftir sex ára dvöl í Bandaríkjun-
um og Frakklandi:
„í flestum tilfellum kemst fólk
hér (fyrir vestan) áfram með
sama hætti og í Sovétríkjunum,
með hlýðni, með því að slíta rass-
inn úr buxunum á eigin kontór
eða stjórnarkontór í leiðinlegri
hvunndagsvinnu. Þetta þýðir að
innviðir siðmenningarinnar eru
þannig, að þeir eirðarlausustu,
ástríðumestu og óþolinmóðustu -
þeir sem eru einatt um leið hæfi-
leikamestir og þeir sem leita
nýrra leiða - þeir enda með því að
hálsbrjóta sig. Þessi menning er
paradís meðalmennskunnar. Við
héldum að Sovétríkin væru Para-
dís fyrir meðalmennskuna, við
trúðum því að hér yrði annað
uppi á tengingum ef maður hefur
hæfileika. Herra minn sæll og
trúr, öðru nær! Þarna fyrir hand-
an er það hugmyndafræði, hérna
eru það viðskiptahagsmunir"...
Ef að til dæmis íslenskur
vinstrimaður færi með slíkan
samanburð er ekki að efa að
Morgunblaðsmenn mundu semja
margar breiðsíður um óleyfilegan
samanburð á frjálsu þjóðfélagi og
ófrjálsu, lokuðu og opnu. En
hvað ætla þeir að gera við so-
véska útlaga sem svo mæla?
Hvort sem þeir heita Edúard
Límonof, Andrei Tarkovskí -
eða þá heimspekingurinn Alex-
ander Zínóvéf, sem segir að æs-
ifréttamennskan á Vesturlöndum
ofmcti andófsmennina sovésku
(gerir þó undantekningu með
Ándrei Sakharof) en vanmeti þá
gagnrýnendur, sem vinna að því
eftir getu að koma á ýmsum
endurbótum á kerfinu innanfrá?
Allt litrófið
Hvort sem menn sjálfir standa
til hægri eða vinstri heima hjá sér,
hafa þeir tilhneigingu til að ein-
falda mjög fyrir sér viðhorf sov-
éskra andófsmanna, heima fyrir
og útlægra. Sannleikurinn er sá,
að þeir spanna allt litrófið.
Solzjenitsin lætur sig dreyma um
endurreisn einskonar kirkjulegs
valds yfir rússnesku samfélagi.
Frjálshyggjumenn ýmiskonar
munu skipa sér hið næsta við Re-
agan og Thatcher í almennri pó-
litík og líta ekki bara á friðar-
hreyfingar heldur og ósköp
hvunndagslega sósíaldemókrata
sem beina og óbeina agenta
Kremlar. Sfðan koma þeir sem
vantreysta báðum kerfum, hvoru
með sínum hætti - sumir þeirra
gera sér enn vonir um lýðræðis-
legan sósíalisma og afskrifa ekki
umbætur á sovéskættuðum
stjórnkerfum innanfrá. Af sjálfu
leiðir, að einatt rísa feikna
grimmar ritdeilur milli einstakra
útlaga og hópa um þessi mál - og
skortir sannarlega ekki ásakanir
um að maður eins og t.d. Zinovéf
sé „í raun“ handbendi KGB, eða
þá Médvédéfbræður. Því þótt
leiðinlegt sé frá að segja er fólki,
sem alið er upp í Sovétríkjunum,
yfirleitt margt annað betur gefið
en tillitssemi til annarra manna
viðhorfa, hæfileiki til að setja sig í
annarra spor.
Mœlt með
afstöðu
Ég held að þegar Sovétmál og
Austurevrópumál yfirleitt koma
á dagskrá sé hollt að hafa allt
þetta í huga. Um sjálf
mannréttindamálin er svo rétt að
hafa þetta hér að leiðarljósi: Sá
sem er ofsóttur, settur í fangelsi,
útlegð, sætir atvinnuofsóknum
o.s.frv. - hann á skilyrðislausan
rétt til samúðar og stuðnings
hvers þess sem þykist láta sig
mannréttindi varða. Og í þeirri
stöðu skiptir ekki máli, hvort við
erum sammála honum eða ekki
um lífið og tilveruna og pólitík-
ina. En þegar sá hinn sami er
sjálfur kominn í skikkanlegt mál-
frelsi og notar sér það - þá eru
viðhorf hans vitanlega á dagskrá
með nákvæmlega sama rétti og
annarra sem vilja sitt af mörkum
leggja í visku- og reynslupottinn.
Á.B.
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN j Sunnudagur 21. april 1985