Þjóðviljinn - 21.04.1985, Page 11

Þjóðviljinn - 21.04.1985, Page 11
Dansinn, músíkin og lífið sameinast í þessu fólki með samruna hljóma og hreyfinga sem aldrei gleymast. Hvað rímar Á sunnudögum er safnast saman á trúarhátíðum sem standa klukkutímum saman. Konurnar sitja umhverfis hringinn í mörg- um röðum og veifa hvítum klútum í takt við hljómfallið. Inni í hringnum eru karlmenn sem stíga trylltan dans með vaxandi hraða eftir því sem líður á samkomuna. Einn maður hefur það hlutverk að ganga um og berja áfram taktinn; ef konurnar eða börnin halda sér ekki við taktinn er lamið til þeirra með einhvers konar kústi. (þorpi einu í grennd við Lomé voru svona guðsþjón- ustur margar, einar fimm á því litla svæði sem ég komst yfir á tveimur klukkutímum í steikjandi hitanum, - 35-40 stig í hádeg- inu. ...og afraksturinn var þessi sem sést á myndunum. Örfáir tittir í netinu sem börnin og unglingarnir virða fyrir sér af athygli. Net dregið að landi með handaflinu einu; mér taldist svo til að það væru sextiu manns sem héngju í netinu og toguðu og toguðu á móti þungu briminu... Andstæðurnar: Börnin og nýju hallirnar sem stjóm Æjademes hefur reist á síðustu árum. 11 r"v*Tnw—■m»i||iiiiiii iii w ii ii iii Tinu „ —*—■ rrmm n i > i tm1*. »mwnt tnrsnf flStffl f*Tf¥WlV Tógó - hvar er það? Af hverju eru mennirnir að æða þangað, tveir menn á kostnað ríkisins? Hvað á það nú að þýða að halda fundi þar? Hvaða fundi? Og þegar menn höfðu velt þessu fyrir sér augnablik fóru þeir að leita að rímorði á móti Tógó - þarna kom það: Gógó, og svo voru settar saman vísum um tvo menn í Tógó og Gógó. Fréttamennirnir sáu að hér var rakið tækifæri til þess að sanna fréttaþjónustuna og ágæti hennar: Gátu þeir náð í íslendingana í Tógó? Jú, það tókst! Að hringja alla leið til Tógó. Morgunblaðið og útvarpið náðu í mig. Útvarpið náði í Friðrik; Morgunblaðið náði ekki í hann. Langt og mjótt Tógó er um 600 kílómetrar á lengd, að jafnaði líklega um 90 kíló- metrar á breidd, stærðin er liðlega hálft ísland. íbúarnir að sögn hins vegar 3 miljónir, eða um 12 sinnum fleiri en hér, á helmingi þess lands sem ísland er. Þjóðartekjur á mann eru um 400 dollarar, hér hins vegar hátt í 10 þúsund dollarar á mann á ári. íbúarnir eru svartir af margvís- legum ættbálkum. Tungumál lands- ins eru þrjú - tvö tungumál frum- byggja og franska sem er allsherjar- mál ríkisins. Frakkar fóru með stjórn þessa langa og mjóa lands allt frá 1914 og fram yfir miðja þessa öld. Þeir tóku við af Þjóðverjum sem höfðu landið á sínum snærum frá 1884. Enn lifir nokkuð eftir af þýskri arfleifð; við sáum til dæmis í þorpi einu skammt frá Lomé styttur tvær af þýskum húsbændum þess húss er við heimsóttum. Og hægrisinnaðirÞjóð- verjar hafa gert sér far um að rækta þessa sögu sem um margt er ófögur þegar betur er að gáð. En það er auðvitað reynt eftir mætti að breiða yfir ósómann. Þeir eru sagðir perlu- vinir Æjademe forseti Tógó og Franz Jósep Strauss sem var reyndar í opin- berri heimsókn í Tógó í fyrra með fríðu föruneyti. Landið er allt nógu gott til þess að þar gætu þjóðartekjur verið margfalt hærri en þær eru í dag. Þarna sveltur enginn að sögn, en hörgulsjúkdómar setja mark sitt á fólk, einkum börn- in. Lítið hefur gengið að byggja upp atvinnuvegi og þar er margt slysið sem blasir við augum. Sagt er að Æjademe sé laginn við að koma sér í sambönd við útlendinga. Þar eru nefndir svo ólíkir aðilar sem Frans Jósep Strauss og Norður- Kóreumenn, Frakkar og Kínverjar, að ekki sé gleymt margs konar þró- unarhjálparstofnunum, til dæmis Norðurlandanna: Þarna hafa Danir reist og gefið mjólkurbú mikið og fullkomnara að allri tækni en nokk- urt mjólkurbú í Danmörku sjálfri. Þarna hafa norrænir menn lagt til efni og fé í margar verksmiðjur, en þær standa flestar kyrrar, óhreyfðar og þar eru engir menn nema þeir sem ráfa um salina og pússa maskínur og fægja búnað. Dæmi um þessar verk- smiðjur: Áðurnefnt mjólkurbú - þangað hefur aldrei komið mjólk. Orkuver stendur kyrrt af því að það er ódýrara að kaupa orkuna frá Ghana. Fosfatverksmiðja stendur kyrr af því að það er fljótteknari gróði að selja fosfatið beint um borð í risastór rússnesk skip sem flytja fos- fatið til vinnslu í Sovétríkjunum. Svona dæmi má tína upp ótal mörg - hvert öðru sárgrætilegra. Það vantar grunninn - þekkinguna á handverk- inu og þróun þess upp úr. Það vantar líka þróað þjónustukerfi; slíkt kerfi verður ekki til á einni nóttu. Um leið og þessi dæmi eru viðvörun eru þau líka til marks um að forseti Tógó er laginn að koma sínum málum þannig fyrir að hann fái verksmiðju þar og peninga hér, allt eftir aðstæðum hverju sinni. Og svo mikið er víst að í Tógó er margt með öðrum blæ en í grannlöndunum Benín, Ghana og Nígeríu. Hvernig stjórn er þarna? Því er erfitt að svara í örstuttu máli. Þarna er herforingjastjórn, þrátt fyrir kosningar og þing að nafninu til. Forsetinn virðist ráða öllu. Persónu- dýrkun er yfirgengileg: Sálmar um Æjademe voru fastur liður í hátíða- dagskrám sem voru fluttar við þing- setningu; átta hundruð manns sungu sálmana og hreyfðu sig í takt við tón- listina. Tónlistin var afrísk að yfir- bragði með vestrænu poppívafi og einkennilegum þýskum keim frá nítjándu öld eins og við þekkjum hér á landi. Ráðuneytisstjóri æskulýðs- mála sagði mér að fólkið sem mynd- aði sálmakórana væri sjálfboðaliðar, sem kæmu saman einu sinni til tvisv- ar í viku og æfðu sig. Eina plötu sá ég - hún var með þessum undarlegum sálmum sem allir náðu hámarki í þessu eina orði sem ég skildi: Æja- deme, Æjademe, sem er í áherslum líkt íslensku orði: Endemi, endemi, og fer ekki illa á því. Hátíðadagskrámar tóku langan tíma við þingsetningu og boð sem forsetinn hafði inni fyrir þátttakend- ur í þinginu; þarna voru hátt í 1000 manns, þingmenn og starfslið þeirra. Þetta voru þingmenn úr öllum löndum heims. Sendinefndirnarfjöl- mennar flestar hverjar; ætli hún hafi ekki verið fámennust frá íslandi. Tveir menn sem hentust á milli allra nefndafunda svo sem síðar verður frá sagt. Alþjóðaþingmannasambandið verður senn hundrað ára. Þar eru þingmenn alls staðar að úr heiminum og gefur að skilja að margt er þar með öðrum brag en við eigum að venjast. Meirihluti þessara „þinga“ eru tilnefningarsamkomur; þar eru vinir og frændur forsetanna eða þjóðarleiðtoganna. Það má heita regla að meðan þessar samkomur Alþjóðaþingmannasambandsins standa yfir þá er einum þjóðarleið- toga steypt. í þetta skipti var það Súdan sem skipti um stjórnendur á einni nóttu meðan forsetinn var að ræða við kollega sinn í Bandaríkjun- um. í rauninni er margt það sem kallað er „þing“ ekkert þing í okkar augum. Kosningar fóru til dæmis fram í Tógó helgina fyrir þing Alþjóðaþing- mannasambandsins. Ekki fór mikið fyrir þeim kosningum; þó sá ég tvö veggspjöld sem kynntu frambjóð- endur. Ég hitti einn þingmann frá Tógó sem ég spurði um kosningarn- ar. Hann sagði að kosningaþátttaka hefði verið 85-100% eftir kjördæm- um. Hann sagði jafnframt að fram- bjóðendur hefðu verið aðeins fleiri en þingmennirnir, en enginn fram- bjóðandi úr öðrum flokki en flokki Æjademes. Ég spurði þá um kosn- ingaúrslitin. Hann sagði að þau lægju ekki fyrir enn - þetta var á þriðja degi eftir kosningarnar. Ég spurði hann þá hvort hann væri sjálf- ur viss um að verða kjörinn. Hann hélt það nú; þegar ljóst hefði verið að hann byði sig fram í sínu kjör- dæmi hefðu allir hinir frambjóðend- urnir dregið sig til baka. Hann hefði þannig orðið sj álfkj örinn. Mér virtist að hann teldi að kosningatölurnar væru hreint aukaatriði og þegar flokksblaðið kom út kom í ljós að fréttir af kosningunum voru á næst- öftustu síðu og þar voru aðeins frá- sagnir um kosningaþátttöku en hvergi minnst á kosningaúrslit. Ég hygg að flest þeirra þinga sem þarna áttu fulltrúa hafi verið „kosin“ með svipuðum hætti. Aðalmál Alþjóðaþingmannasam- bandsins að þessu sinni voru: 1. Afvopnunarmál, vandamálin í Miðausturlöndum, íran og írak. 2. Skuldir þriðja heimsins við al- þjóðlegar peningastofnanir í auðvaldslöndunum. 3. Hungrið og þurrkarnir í Afríku. 4. Blóðbaðið í Suður-Afríku og apartheidstefnan. Um þessi mál var fjallað í tveimur nefndum: 1. málið var rætt í 1. nefnd, öll hin málin í annarri nefnd þingsins. Þær störfuðu með þeim hætti að fyrst var kosin tillögunefnd. Hún skilaði síðan af sér drögum að ályktunum sem aftur komu til með- ferðar í aðalnefndunum. Nefndará- litin voru síðan tekin fyrir á heildar- fundum. Friðrik Sófusson sat í 1. nefndinni; ég í þeirri annarri. Áuk þessara funda er um að ræða fundi í hópi norrænna fulltrúa á þingum þessum, þá halda menn fundi eftir flokkum; sósíalistar héldu einn fund þar sem farið var yfir málin. íhalds- menn héldu fundi sín á milli. Þá hitt- ist hópur fulltrúa frá löndum sem kalla sig „10-plús“. Það eru fulltrúar frá Vestur-Evrópu, Ástralíu, Nýja- Sjálandi, Norður-Ameríku. Þar voru allir fulltrúar frá Vestur- Evrópu nema Finnar. Afvopnun, Miðausturlönd Aðalmálið var eins og áður segir afvopnunarmál, kjarnorkuvopn og átakasvæðin í heiminum. Tillögu- nefndin lagði fram drög í nefndinni - samhljóða. f nefndinni voru 10 þing- menn, þar á meðal frá Bandaríkjun- um ogSovétríkjunum. Þegartillagan kom inn í nefndina sem oftast var kölluð stjórnmálanefndin var henni breytt verulega og gengu atkvæði hvað eftir annað í nefndinni bæði um orðalag og efnisatriði. Bandaríkja- menn náðu því fram að veikja veru- lega áherslur á frystingu kjarnorku- vopna, kjarnorkuvopnalaus svæði og skyldi mál sem hafa verið Banda- ríkjastjórn þyrnir í augum. Arabar og Sovétríkin náðu fram breytingum á kaflanum um Miðausturlönd sem ollu því að ísraelsmenn gengu út úr nefndinni og höfðu í hótunum um að segjasig úrsamtökunum. Niðurstað- an var óskapnaður sem ekki var á neinn hátt í samræmi við það að hér væru á ferðinni samtök sem vildu ná samkomulagi um málin. Atkvæði féllu þannig að ályktunin var sam- þykkt með 718 atkvæðum gegn 168 en 75 sátu hjá. Austur-Evrópa, Kína, Kúba og Þriðji heimurinn greiddu atkvæði með ályktuninni. Bandaríkin, margir fulltrúar Vestur- Evrópuríkja greiddu atkvæði á móti. Margir sátu hjá. Friðrik Sófusson greiddi atkvæði á móti ályktuninni með 5 atkvæðum sem hann fór með. Ég greiddi ályktuninni ekki atkvæði með 4 atkvæðum sem ég fór með - fyrst og fremst til þess að mótmæla vinnubrögðum stórveldanna. Þau bókstaflega léku sér að þessari sam- komu og í mínum augum varð Al- þjóðaþingmannasambandið hálfgert slytti þegar þessari atkvæðagreiðslu var lokið. Skuldimar Á miðju ári 1982 skulduðu þróun- arlöndin - það er þau sem ekki fram- leiða og selja olíu, -um 600 miljarða dollara. Meirihluti skuldanna var til skamms tíma. Frá 1979 hefur efna- hagsþróunin í þessum löndum verið neikvæð; hagvöxtur var 1,5% 1982 sá minnsti í áratugi. Útflutningur þeirra jókst að jafnaði um 9% á ári 1976-1980, en útflutningurinn jókst um innan við 2% 1982. Þetta tvennt ásamt hækkandi fármagnskostnaði veldur vaxandi skuldum þróunar- landanna. Mörg ríkjanna hafa lent í vanskilum og gífurlegum greiðslu- erfiðleikum. Af þeim ástæðum hefur Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn veitt mörgum þessara ríkja ný lán til leng- ingar á eldri lánum. Hefur sjóðurinn veitt 66 aðildarlöndum samtals 27 miljarða dollara að láni frá 1982. f skýrslu sem Alþjóðagjaldeyrissjóð- urinn lagði fyrir þingið kom það fram að frá 1982 - þegar ástandið var verst að mati sjóðsins - hefur átt sér stað verulegur bati í efnahagsþróun í heiminum í heild. Árið 1984 var verðbólga í iðnaðarlöndum minni en nokkru sinni um langt árabil eða um 4%. Hagvöxtur varð um 3,5% í þró- unarlöndunum í fyrra. Heimsversl- unin sem hefur verið nær óbreytt samkvæmt tölum GATT í áratug jókst um 8% á árinu 1984. Talið er að hagvöxtur í iðnríkjunum verði um 3,5% á þessu ári og í þróunarlöndun- um um 4,25%. Þá hefur það gerst frá 1983 að mörg ríki hafa breytt skammtímalánum í lengri lán. Talið er að þessar aðgerðir hafi létt af þró- unarríkjum byrði í afborgunum af erlendum skuldum sem nemur 8% af útflutningi vöru og þjónustu. Þá hafa þróunarríkin sjálf beitt sér fyrir hörðum aðgerðum til þess að skera niður viðskiptahalla eða úr 108 milj- örðum dollara 1981 í tæplega 53 milj- arða dollara 1983. Gert er ráð fyrir að viðskiptahallinn verði enn minni í ár og verði lægri en nokkru sinni fyrr í 20 ár. Suður-Ameríkuríkin náðu viðskiptahallanum úr 41 miljarði dollara 1981 í 11 miljarða dollara 1983. Brasilía og Mexíkó sýna nú hagvöxt á ný eftir margra ára sam- fellda stöðnun. í skjali Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins um þessi mál er lögð áhersla á það að þróunarríkin hafa lagt sig fram um að leysa þenn- an vanda, en það sem eftir stendur er að Bandaríkin eru enn með stórfelld- an viðskiptahalla og halla á fjár- lögum. Þessi stefna Reaganstjórnar- innar veldur aftur hækkandi verði dollarans og hækkandi vöxtum sem koma niður á þeim sem skulda, þ.e. löndum og þjóðum Þriðja heimsins. í ályktun alþjóðaþingmannasam- bandsins, sem var samþykkt sam- hljóða, er gagnrýnni beint að háum raunvöxtum, viðskiptahalla og halla á fjárlögum iðnríkja. Krafist er lækk- unar raunvaxta og raunsærri stefnu í viðskipta- og ríkisfjármálum. Skorað er á iðnríkin að auka framlög sín til þróunaraðstoðar í 0,7% af þjóðarframleiðslu. Skorað er á banka og alþjóðlegar lánastofnanir að lengja lán verulega og loks hvatt til þess að haldinn verði á vegum Sameinuðu þjóðanna sérstakur fundur um skuldamálin. Hungrið í Afríku Þurrkanir í Afríku hafa skapað al- varlegustu vandamál þessarar hrjáðu álfu á 20. öldinni. Þurrkarnir og hungrið ná sérstaklega til þessara landa: Eþíópíu, Súdan, Chad, Mós- ambique, Malí og Máritaníu. Hung- ur og dauði blasir við 150 miljónum manna. 10 miljónir manna hafa yfir- gefið bústaði sína og lagt á flótta undan hungurvofunni. í ályktun Al- þjóðaþingmannasambandsins er skorað á ríkisstjórnir og þjóðþing að grípa til tafarlausra aðgerða. Það var sammæli okkar Friðriks Sófussonar að taka þessi mál til sérstakrar um- ræðu á alþingi í tengslum við skýrslu utanríkisráðherra sem verður til um- ræðu á alþingi á næstu vikum. Suður-Afríka Þingmannahópar frá Afríku- löndum gerðu tillögu að ályktun um ástandið í Suður-Afríku. Tillagan var samþykkt samhljóða. Þar var skorað á þjóðþing og þjóðir heimsins að fordæma fjöldamorðin sem Suður-Afríkustjórn hefur beitt sér fyrir að undanförnu og er þar fyrst og fremst vitnað til atburðanna í Langa nú fyrir nokkrum vikum. Á þinginu var lögð fram skýrsla ráðstefnu þingmannasambandsins um umhverfismál. Ráðstefnan var haldin í Nairobi 26. nóvember til 1. desember. Þar mætti enginn fulltrúi frá alþingi, en þingið hefur auðvitað orðið að skera niður ferðakostnað á þessar ráðstefnur í fjarlægum álfum. Þessi ráðstefna hefur þó um margt verið fróðleg og gagnleg, einnig frá okkarsjónarmiði. Berþar hæst kröf- ur ráðstefnunnar varðandi heims- höfin, mengun og nýtingu fiski- stofna. Mannréttindi brotin ó þingmönnum Sérstök þingmannanefnd sem fjallaði um réttarstöðu þingmanna gagnvart dómstólum í ýmsum ríkjum skilaði áliti til þingsins í Lomé. Nefndin tók til meðferðar málefni 56 þingmanna og fyrrverandi þing- manna í 15 ríkjum, 7 í S-Afríku, 3 í Asíu, 3 í Suður-Ameríku og 2 í Vestur-Evrópu. Hér er fyrst um að ræða þingmenn sem er haldið í fangelsum undir klerkastjórninni í íran. 7 þingmenn í Sómalíu hafa verið í fangelsum frá í júní 1982. Fjölskyldur þeirra hafa verið reknar frá heimilum sínum - margir skyldmenna þeirra eru í fang- elsi. Annað Vestur-Evrópuríkjanna er Tyrkland. Þar eru 38 þingmenn og fyrrverandi þingmenn í fangelsi. Éinum þingmanna er gefið að sök að hafa „notað hið heilaga orð friður til þess að villa um fyrir yfirvöldun- um... og þannig að hafa gengið er- inda Sovétríkjanna“, jafnframt að hafa grafið undan trú þjóðarinnar á NATO. Þessi þingmaður var ásamt þremur öðrum þingmönnum í tyrk- nesku friðarnefndinni sem var bönnuð í september 1980. Þessir þingmenn hafa sætt pyntingum í fangelsunum. Þeir hafa verið yfir- heyrðir án þess að hafa lögmenn sér við hlið. Skýrslan um mannréttindabrot á þingmönnunum er tvímælalaust eitt merkasta plaggið sem lá fyrir þinginu í Lomé. Alþjóðaþingmannasambandið verður senn aldargamalt eins og áður segir. Þar eru öll þing heimsins með fulltrúa og gefur að skilja að þar kennir margra grasa, allt frá „þing- um“ sem herforingjastjórnir tilnefna yfir til þinga sem kosin eru al- mennum lýðræðislegum kosningum. Þarna eru bæði stórveldin innan- borðs, ísrael og Arabaríkin öll, Iran og írak. Það segir sig því sjálft að þessi samtök eiga erfitt uppdráttar; þau geta fátt gert, og þó: 1 mannréttindamálunum sem áður voru nefnd skipta þau máli og það er vissulega þýðingarmikið fyrir þing- menn að kynnast þeim stjórnarhátt- um sem eru annars staðar, ýmist til þess að læra hvað á að gera eða hvað á að varast. Forystusveit Alþjóða- þingmannasambandsins gerir sér grein fyrir þessum vanda og hefur meðal annars gripið til þess ráðs að vara þingmenn við þátttöku í öðru alþjóðasamstarfi þingmanna, eink- um þar sem um er að ræða samstarf að málefnum sem hvort eð er eru á vegum sambandsins. Hitt hygg ég að öllum sé ljóst að það er eðiilegt og sjálfsagt að þingmenn taki sig saman yfir landamæri um einstök verkefni og jafnvel almenn málefni þar sem Alþjóðaþingmannasambandið, sem auðvitað á tilverurétt, getur aldrei orðið sterkt né afgerandi sem heildarsamtök. Til þess eru samtök- in einfaldlega skipuð of ólíkum full- trúum. Það er í senn styrkur og veik- leiki þessara samtaka. En þessi fundur í Lomé var ekki síst merkur fyrir það hvar hann var haldinn. Þingin eru haldin í heimsálf- unum á víxl og það er hollt að ekki sé meira sagt fyrir íslenskan þingmann að sjá Afríku, sjá fólkið og kjör þess að svo miklu leyti sem það er unnt á stolnum stundum frá þingstörfum. Það er vissulega ný lífsreynsla að fá að virða þetta líf fyrir sér þó ekki sé nema stundarkorn. Það er lífsreynsla sem maður býr að alla ævi og verður vonandi einnig þeim til gagns sem þetta land byggja. Með því móti geta alþjóðasamskipti stuðlað að skiln- ingi og alvarlegri heildarsýn sem nær út yfir það að finna rímorð á móti Tógó. 10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 21. apríl 1985 Sunnudagur 21. apríl 1985 | ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.