Þjóðviljinn - 21.04.1985, Qupperneq 13

Þjóðviljinn - 21.04.1985, Qupperneq 13
________________SKÁK_______________ Skákþing íslands Karl Þorsteins íslandsmeistari Um síðustu helgi lauk keppni í landsliðsflokki á Skákþingi ís- lands 1985. Skákmeistari fs- lands 1985 varð Karl Þorsteins. Karl sigraði með miklum yfir- burðum, hlaut 10 vinninga af 13 mögulegum! í þetta skipti tók enginn titil- hafanna okkar (að undanskildum Hauki Angantýssyni) þátt í mót- inu og var því flokkurinn ekki eins sterkur og „vera ber“. En sökum fjarveru sterkustu skák- mannanna fengu hinir ungu og efnilegu tækifæri til að spreyta sig í landsliðsflokkunum. Það má segja að sigur Karls hafí ekki komið á óvart, því að hann var langstigahæstur kepp- enda. í öðru sæti varð Þröstur Þór- hallsson með 8 vinninga. Þröstur er aðeins 16 ára gamall og hefur þegar skipað sér sess meðal sterk- ustu skákmanna þjóðarinnar. 3.-4. sætinu deildu með sér Ró- bert Harðarson og Davíð Ólafs- son, báðir með IVi vinning. Ár- angur Davíðs er einnig mjög góð- ur og hafa þeir félagar Þröstur og Davíð svo sannarlega sýnt að þeir áttu fullt erindi í flokkinn. Úrslit urðu annars þessi: 1. Karl Þorsteins 10 af 13 2. Þröstur Þórhalsson 8 3. -4. Róbert Harðarson IVi 3.-4. Davíð Ólafsson IVz 5.-9. Lárus Jóhannesson 6V2 5.-9. Benedikt Jónasson 6V2 5.-9. Dan Hanson 6V2 5.-9. Hilmar Karlsson 6V2 5.-9. Haukur Angantýss. 6V2 10.-11. Ásgeir Þór Árnas. 6 10.-11. Andri Áss Grétarss. 6 12. Halldór G. Einarss. 5'/2 13. Pálmi Pétursson 4V2 14. Gylfi Þórhalsson 3V Hér kemur ein skemmtileg skák frá mótinu: Hvítt: Pálmi Pétursson Svart: Benedikt Jónasson Enski leikurinn 1. Rf3 c5 2. c4 bó 3. g3 Bb7 4. Bg2 Rf6 5. Rc3 g6 6.0-0 Bg7 7. d4 cxd4 Staðan sem nú er komin upp er vel þekkt. Nú hefur hvítur um tvo leiki að velja: 8. Dxd4 Rc6 9. Df4 Hc8 10. Hdl og hvítur stendur örlítið betur. Pálmi velur hina leiðina. 8. Rxd4 Bxg2 9. Kxg2 0-0 Hér er 9. - Dc8 einnig góður leikur. T.d. 10 b3 Db7+ 11. f3 Rc6 12. Bb2 0-0 13. e4 a6 með óljósu tafli. 10. e4 Dc7 11. b3 Rxe4! Benedikt er greinilega vel inni í „fræðunum", því þetta er talin besta leið svarts til tafljöfnunar. Svona tefldist m.a. 13. einvígis- skák Karpovs og Kasparovs í haust. 12. Rxe4 De5 13. Df3 Dxd4 14. Hbl? Upphafið á rangri áætlun. Framhaldið í áðurnefndri skák sovésku meistaranna varð: 14. Ba3 Rc6 15. Hadl De5 16. Hxd7 Da5! 17. Bxe7 Re5 18. Ddl Rxd7 19. Dxd7 Dxa2 og skákinni iauk með jafntefli. 14. - De5 15. Bf4 Ekki 15. Bb2 Dc7 16. Rf6+? Bxf617. Dxa8 Rc6 og hvíta drott- ningin fellur. 15. - Df5 16. Rf6+ Bxf6 17. Dxa8 Rc6 18. Db7 Þó svo að svartur sé skiptamun undir stendur hann greinilega betur. Hvíta drottningin er út úr leiknum í bili og svartur getur því hafíð sókn á hendur hvíta kóngin- um. 18. - g5! 19. Bc7 Ef 19. Be3 Hb8 20. Da6 De4+ 21. Kgl Re5 og svartur vinnur. 19. - h5 20. h3 g4 21. h4 Df3+ 22. Kh2 d6! Eftir þennan skemmtilega „línurofsleik" er hvíta staðan töpuð. Hvíta drottningin og bisk- upinn eru aðeins áhorfendur að framhaldinu. 23. c5 bxc5 24. Hbcl Bxh4! 25. gxh4 Dh3+ 26. Kgl g3 27. fxg3 Dxg3+ 28. Khl Kh8! 29. Dxc6 Hg8 Þó svo að hvítur hafi hrók og mann yfir er staða hans í molum. Hann verður að gefa mikið lið til baka til að komast hjá máti. 30. Hf2 Dxf2 31. De4 Hg4 32. Dxg4 hxg4 Og hvítur gafst up, enda er frekari barátta vonlaus. Skemmtileg sóknartaflmennska hjá Benedikt! -HL BRIDGE íslandsmótið í tvímenning Metþátttaka Frá Bridge- sambandi íslands: íslandsmótið í tvímennings- keppni, undanrásir, verða spilað- ar nú um helgina í Tónabæ í Reykjavík. Til leiks eru skráð 110 pör (220 manns). Er þetta því stærsta bridgekeppni sem hér hefur farið fram til þessa, hér á landi. Að líkindum er þetta einnig meðal stærstu tvímenningsmóta sem hafa verið spiluð á Norður- löndum til þessa. Spilað verður í sjö sextán para riðlum, með tveimur spilum milli para, 30 spil í hverri umferð, alls 90 spil í þremur umferðum. Slönguraðað verður eftir árangri í 2. umferð og 3. umferð mótsins. 24 efstu pörin ávinna sér rétt til þátttöku í úrslitakeppninni, sem spiluð verður hélgina 4.-5. maí á Hótel Loftleiðum. Nv. íslandsmeistarar í tví- menningskeppni eru þeir Hörður Blöndal og Jón Baldursson. Þeir spila ekki lengur saman, en báðir eru mættir til leiks, Hörður á móti Guðmundi Péturssyni og Jón á móti Sigurði Sverrissyni. Þessir fjórar spilarar eru allir ný- bakaðir íslandsmeistarar í sveitakeppni, sem lauk á pásk- um. Fjölmargir utanbæjarspilarar eru skráðir til leiks að þessu sinni, og verður fróðlegt að fylgjast með baráttu þeirra við reykvísku spilarana, sem einokað hafa öll íslandsmót til þessa. Góð aðstaða er fyrir hendi fyrir áhorfendur í Tónabæ, á meðan á undankeppninni stendur. Mótið hefst kl. 13 á laugardag, 2. um- ferð verður spiluð á laugardags- kvöldi og 3. umferð hefst kl. 13 á sunnudag. Keppnisstjóri er Agnar Jörg- ensson. Landsliðs- keppnir 1985 Stjórn Bridgesambands ís- lands hefur valið (samþykkt) eftirtalda þátttöku í landsliðsfor- vali 1985: í opnum flokki munu 12 pör keppa. I kvennaflokki munu 16 pör keppa. I flokki yngri spilara munu 10 pör keppa. Forkeppnin í flokki yngri spil- ara verður helgina 26.-28. apríl n.k., 12 spil milli para, alls 108 spil með Butler-útreikningssniði. Forkeppnin í Opna og kvenn- aflokknum verður spiluð aðra helgi í maí, 10.-12. í Opna flokknum verða 12 spil milli para, í kvennaflokknum 8 spil milli para. í Opna flokknum því spiluð 132 spil og í kvennaflokknum spiluð 120 spil. Tvö efstu pörin úr ÖLLUM flokkunum öðlast síðan rétt til að velja sér par úr hópi þátttakenda, sem síðan mynda tvær sveitir (A og B-sveitir). Þessar sveitir munu síðan heyja einvígisleik, sem verður 124 spila langur, um sigur. Þeir er standa uppi sem sigurveg- arar, eru síðan þarmeð komnir í landslið, auk þriðja pars í Opna flokknum og kvennaflokknum, sem valið verður í samráði við sigurvegara. Verkefni landsliðanna í Opna flokknum og kvennaflokknum, verður síðan Evrópumótið í Salsmaggiore á Ítalíu, dagana 22. júní-6. ’ júlí. Landsliðið í yngri flokknum fer hins vegar til Odense í Danmörku, til þátttöku í Norðurlandamóti yngri spilara. Fyrirliði þess liðs verður Ólafur Lárusson, sem einnig mun stjórna landsliðsforkeppni í yngri flokknum. Hermann Lárusson mun stjórna í Opna og kvenna- flokknum. Spilað verður í Drang- ey v/SíðumúIa, Skagfirðinga- heimilinu. Frá Bridgefélagi Akureyrar Eftir 12 umferðir í Board-a- match Minningarmótinu um Halldór Helgason, hefur sveit Arnar Einarssonar tekið afger- andi forystu. 22 sveitir spila. Staða efstu sveita er þessi: stig 1. Öm Einasson 250 2. Páll Pálsson 217 3. Eiríkur Helgason 201 4. Jón Stefánsson 201 5. Gunnlaugur Guðmundsson 191 6. Halldór Gestsson 188 7. Anton Haraldsson 188 8. Haukur Harðarson 186 9. Zarioh Hamadi 182 Meðalskor er 168 stig. Aðalfundur löju, félags verksmiöjufólks, veröur haldinn í Domus Medica miövikudaginn 24. apríl kl. 17.00 síðdegis. DAGSKRA: 1. Venjuleg aöalfundarstörf. 2. Reglugerð sjúkrasjóös Iðju. 3. Önnur mál. Endurskoðaðir reikningar félagsins fyrir árið 1984 liggja frammi í skrifstofunni. Stjórn Iðju. Aðalfundur Málarafélags Reykjavíkur verður haldinn í Lágmúla 5, mánudaginn 29. apríl 1985 kl. 20.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Lagabreytingar. 3. Önnur mál. Mætið vel og stundvíslega. Stjórnin. Fóstrur Fóstrur vantar til starfa á dagheimilinu Rauðagerði, Vestmannaeyjum. Nánari upplýsingargefurforstöðu- maður í síma 98-1097. Forstöðumann vantar við Leikskólann Kirkjugerði, Vestmannaeyjum, frá 1. ágúst 1985. Nánari upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 98- 1098. Félagsmálaráð Vestmannaeyjabæjar. Náttú ruverndarráð óskar eftir nýjum eða notuðum 15/25 kgWatta raf- magnsvatnshitara til kaups innan eins mánaðar. Nánari upplýsingar veitir Indriði Arnórsson, Verk- fræðistofunni Önn s/f, Skipholti 17A, Sími 26825. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Þorgrímur G. Guðjónsson Rofabæ 29, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 23. apríl kl. 13.30. Lilja Björnsdóttir Ragnheiður Þ. Anderson Mats Anderson Hrafnhildur Þorgrímsdóttir Rafn Kristjánsson Björn Ingi Þorgrímsson Jóhanna Jósefsdóttir og barnabörn. Innilegar þakkir færum við öllum sem auðsýndu okkur sam- úð, hlýhug og vináttu við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa Haraldar ísleifssonar Skólastíg 28, Stykkishólmi. Kristín Cecilsdóttir Cecil Haraldsson Gylfi Haraldsson Kristborg Haraldsdóttir tengdabörn og barnabörn. Sunnudagur 21. apríl 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.