Þjóðviljinn - 21.04.1985, Side 18

Þjóðviljinn - 21.04.1985, Side 18
Því fáninn rauði... Viðtal við Björn Bjarnason iðnverkamann Síðarihluti íseinni hluta viðtals sem Har- aldur Jóhannsson átti fyrir nokkrum árum við Björn Bjarnason í Iðju er sagt frá stéttaátökum á kreppuárun- um, starfi í Kommúnista- flokknum, setu Björns í bœj- arstjórn og stofnun Iðju, fé- lags iðnverkafólks Haustið 1918 skrapp ég heim og var þar fram yfir áramót, frost- aveturinn mikla, og slapp ég við spænsku veikina. Hún kom ekki til Blönduóss. í janúar 1919 réðst ég í strandferðir á mb. Ingi- björgu. - I strandferðir? Þá voru ákaflega lélegar strandferðir eins og oft hefur ver- ið. Fremur stórir vélbátar voru í þessum ferðum á Faxaflóa og vestur og norður. Ingibjörg var 48 tonna bátur, burðarmikill, ganglaus og afburðagott sjóskip. Um veturinn vorum við mikið í saltflutningum til Vestmanna- eyja. Síðan fór ég skip af skipi. Sumarið 1922 var ég á mb. Leó, sem lagði upp á Reyðarfirði. Rósinkranz lvarsson var nóta- bassi á honum. - Áður hafði ég farið nokkra túra á togara, Leifi heppna. Pað var fy'rir fyrstu vökulögin. Menn voru að, meðan þeir gátu staðið á fótunum. Ef einhver fór niður, áður en hann var borinn niður, fékk hann pok- ann sinn eða var með öðrum orð- um settur í land. Eftir fyrstu vökulögin var 6 tíma frí og 18 tíma vinna. Á þessum 6 tímum þurftu menn að þrífa sig upp og borða, tvisvar sinnum. Menn áttu að vera komnir aftur á dekk, áður en þessir 6 tímar væru liðnir. Iðu- lega var 18 tíma törn. Við fyrstu vökulögin urðu geysimikil um- skipti, það urðu nýir tímar. - Féll þér betur við togarana en bátana? Mér féll miklu betur við þá. Nokkru síðar varð ég fastamaður á bv. Gulltoppi, sem Ágúst Bjarnasón var með. Á honum var ég í 5 ár. Eins og í embœtti - Góð ár? Það voru góð ár. Að verða fastamaður á togara var sem að komast í embætti. Hásetar á tog- urum höfðu þá tvöföld laun á við verkamenn í landi. Hásetar á tog- urum fengu alls staðar leigt og jafnvel skrifað í hverri búð. Innan verkalýðshreyfingarinnar voru þeir hátekjustétt. Á Gulltoppi var ég til 1927. Þá varð ágreiningur um fæðispeninga. í mörg ár höfðum við haft afburð- agóðan matsvein, Ragnar Guð- laugsson. Viðbrugðið var að fæði á togurum væri gott og höfðum við greitt fyrir það 6 krónur á dag. Sumarið 1926 tókum við upp á því' að fæða okkur sjálfir, en höfðum alveg sama mataræði og áður, nema smjör í stað smjörlík- is. Samt kostaði það aðeins 2 krónur á dag. Þá sagði reiðarinn Magnús Blöndahl við Ragnar: „Þið sparið þegar þið eigið að borga sjálfir.“ Það sárnaði Ragn- ari. Hann sagði upp og fór í land. Nýr matsveinn tók við og var honum skammtaður kostur og urðum við uppiskroppa um sumt í 2 eða 3 túrum. Við vorum góðu vanir og undum því ekki. Send- um við útgerðinni mótmælaskjal. Á skjalinu var mín hönd og skrif- aði ég fyrstur undir, en öll eða sem sagt öll skipshöfnin skrifaði undir. Um áramótin stóð til að reka mig, en þá hafði verið lög- skráð svo að mér var ekki sagt upp fyrr en vorið 1927. Um haustið þegar búið var að hreinsa Gulltopp voru flestir úr skips- höfninni reknir. - Hvað tók við? Um sumarið fór ég á síld. Um haustið leitaði ég fyrir mér um skipsrúm á togara. Það var tor- sótt. Loksins fékk ég pláss á Hell- esenstogara, einum enskra tog- ara sem þaðan voru gerðir út með íslenskri skipshöfn, en áður hafði ég leitað eftir vinnu í Sápuverk- smiðjunni Hrein. í fyrsta túrnum fékk ég skeyti með boði um vinnu þar og þáði ég það. Nokkru réð um það, að ég var farinn að fá taugabólgu í vinstri höndina í miklum kulda og bleytu. - Hvenœr fórstu í land? í mars 1928. Þá hafði ég verið 12 ár á sjónum. Láttu það vera Ðjössi - Áttir þú þá enn lögheimili á Blönduósi? Á Blönduósi átti ég lögheimili til 1924 að mig minnir, en þá skráði ég mig í Reykjavík. Hafði ég þá á undanfarandi árum eignast hér nokkra vini og kunn- ingja. En þegar ég kom fyrst í bæinn, þekkti ég hér aðeins eina fjölskyldu, sem flust hafði suður, Kristján Berndsen og syni hans og hélt ég kunningsskap við þá. - Gekkstu í Alþýðuflokkinn? Nei, aldrei formlega. Hins veg- ar kaus ég Alþýðuflokkinn, - 1927, að mig minnir. Þá hafði ég kynnst Ólafi Friðrikssyni. Rós- inkrans var honum kunnugur. - Féll þér vel við Ólaf Friðriks- son? Fyrst framan af mjög vel. Nú var það svo, að Ólafur Friðriks- son færðist til hægri. Ég leitaði eitt sinn til Ólafs og bað hann um að vísa mér á bækur eftir Lenin til lestrar. Ég man hvað Ólafur sagði þá: „Láttu það vera Bjössi, þær eru eintómar skammir um kratana.“ - Varstu ekki ánœgður meðAl- þýðuflokkinn? Ég var ekki ánægður með hann. Það voru engin samtök sem mér fannst ég eiga heima í. - Hafðir þú þá þegar mikinn áhuga á sósíalismanum? Eftir að ég fór í land 1928, kynntist ég þeim sem stóðu til vinstri við Alþýðuflokkinn, eink- um Gunnari Jóhannssyni sem þá átti heima í Reykjavík. Þá fór ég að lesa mér til um sósíalismann. Aðalhjálparhella mín var Sigur- geir bókavörður í Alþýðubóka- safninu. Hann benti mér á sænsk- an bókaflokk sem hét Sosialistisk Bibliotek að mig minnir. Þar fékk ég fyrst verulega fræðslu um sósí- alismann og þá las ég rit Lenins með athygli. Sögulegt hlutverk - Þú gekkst í Spörtu? Litlu síðar, líklega veturinn 1928-1929 kynntist ég Brynjólfi Bjarnasyni, Ársæli Sigurðssyni og Hendrik Ottóssyni, sem þá kann enn að hafa verið viðloð- andi Alþýðublaðið. Mig minnir, að Sparta hafi verið stofnað 1928 en ég mun ekki hafa gengið í hana fyrr en 1929 eða í ársbyrjun 1930. Éélagsmenn hennar munu hafa verið 50-60 í allt. Á fundum vor- um við oft um 30, en stundum nokkuð færri og stundum nokkru fleiri. Okkur fundust umræðurn- ar ákaflega fræðandi. Eins og títt var á meðal kommúnista í þá daga, voru alþjóðamál mikið rædd og um þau flutt uppbyggileg erindi. Ábendingar um þau eru greinar um alþjóðamál í Rétti, sem Einar Olgeirsson hafði þá keypt, en hann var þá enn búsett- ur á Akureyri. Þá var líka mikið rætt um alþjóðlegu verkalýðs- hreyfinguna - og svo náttúrlega innlendu verkalýðsmálin. - Viltu nefna fleiri Spartverja? Þeir urðu uppistaðan í Komm- únistaflokknum og eru kunnir úr honum. Eins vil ég þó geta, Er- lends trésmiðs á Bergþórugötu 21. - Hugsuðuð þið strax til stofn- unar Kommúnistaflokks? Til þess dró. Brynjólfur og Einar hafa rakið tildrögin að stofnun flokksins. Hann var stofnaður í desember 1930, heima hjá Hauki Björnssyni, sem þá bjó á Laufásvegi. Kaus Sparta fulltrúa á stofnfundinn og allmargir komu utan af landi. Við vorum sannfærðir um, að sögu- legt hlutverk biði okkar. Við sömdum drög að stefnuskrá. Áherslu lögðum við á að spyrna við því ofurvaldi sem okkur þóttu kratarnir hafa í verkalýðshreyf- ingunni og vildum við beina henni inn á aðrar brautir. - Þú munt hafa verið kjörinn í fyrstu miðstjórn Kommúnista- flokksins og framkvæmdanefnd hennar og setið í þeim meðan flokkurinn starfaði. Mig minnir það. í Kommúnista- flokknum - Hvernig var starfi Komm- únistaflokksins háttað? Við stofnuðum ekki flokksfé- lag í Reykjavík. Starfið fór fram í deildum, sem kallaðar voru sell- ur. Þær voru ýmist bústaðasellur eða vinnustaðasellur. í verka- lýðsfélögunum stofnuðum við lið áhugamanna. í liðunum voru mál rædd og undirbúin fyrir félags- fundi. A þeim vorum við þess vegna samtaka og höfðum áhrif umfram höfðatölu okkar. Sam- skipti höfðum við við Alþjóða- samband verkalýðsins og við sett- um á fót Sovétvinafélag sem hélt uppi fræðslu um uppbyggingu sósíalismans í Ráðstjórnarríkjun- um. Og við vorum deild í Al- þjóðasambandi kommúnista og gátum þess í haus málgagns okk- ar, Verkalýðsblaðsins. - Hve fjölmennir voruð þið í Reykjavík? I fyrstu kosningum okkar sumarið 1931 fengum við tæplega 250 atkvæði og mun það nokkurn veginn hafa verið tvöföld félaga- talan, en í hóp okkar bættist smám saman. - Hvaða mál settuð þið á oddinn? Það var kreppa og atvinnu- leysi. Kjör fólks voru mjög bár- borin. Til að draga úr sárasta broddinum var atvinnuleysi- svinnu haldið uppi, en oft að verkefnum sem virtust tilgangs- lítil. Á því kröfðumst við úrbóta. Og fólk var að leita bjargráða út úr þessu vandræðaástandi. Bæjarstjórnin var ákaflega íhaldssöm. Þegar draga átti úr at- vinnuleysisvinnunni tókum við það óstinnt upp en þá sögu þarf ekki að rifja upp. - Sœttuð þið mikilli and- spyrnu? Já. já. Flokksmenn voru kall- aðir vandræðagemlingar og ór- eiðumenn. Þeim gekk jafnvel illa að fá leigt. - Starfaðir þú í verkalýðsfélagi á þessum árum? Ég var í Sjómannafélaginu, eftir að ég kom í land. f öðru félagi átti ég ekki heima. Forysta þess hafði á undanfarandi árum færst til hægri, en innan þess voru ötulir menn. - Funduð þið fljótlega hljóm- grunn innan verkalýðshreyfingar- innar? All fljótlega. Sumir flokks- menn urðu forsvarsmenn á sínum vinnustað og Loftur Þorsteinsson varð formaður Félags járniðnað- armanna. í framboði - Þú munt hafa verið í fram- boði í Hafnarfirði 1933 fyrir Kommúnistaflokkinn. Já, okkur tókst að fá þar til- skilinn fjölda meðmælenda, 12 að mig minnir. Helsti stuðnings- maður minn var Jón Bjarnason, síðar kennari og blaðamaður við Þjoðviljann. Á kjósendafundum gátu aðeins heimamenn talað auk frambjóðenda. Einn þeirra sem kvöddu sér hljóðs, studdi mig, Benjamín Eiríksson síðar hag- fræðingur og bankastjóri Fram- kvæmdabankans, en hann var heima í leyfi frá námi erlendis. Hlaut ég 34 atkvæði eða tvöfalt fleiri en bar á milli Bjarna Snæ- björnssonar læknis og Kjartans Olafssonar. Fyrir vikið hlaut ég ámæli í Alþýðublaðinu. Sagði það mig hafa fellt frambjóðanda Alþýðuflokksins. - En þá voruð þið farnir að hvetja til samfylkingar Kommún- istaflokksins og Alþýðuflokksins. Við tókum til þess vorið 1933 í Verkalýðsblaðinu. Frumkvæðið kom að utan, hvað okkur áhrærði frá 3. alþjóðasambandinu, Al- þjóðasambandi kommúnista. En upphaf þessa máls mun hafa ver- ið áskorun 2. alþjóðasambands- ins, sem Alþýðuflokkurinn heyrði til, í febrúar það ár 1933, til verkalýðs allra landa, án tillits til flokkaskiptingar að taka sam- an höndum í baráttu gegn fasism- anum. Sendi það frá sér þá áskorun 3 vikum eftir valdatöku Hitlers í Þýskalandi. í bœjarstjórn - Þú varst í framboði fyrir Kommúnistaflokkinn í bœjar- stjórnarkosningunum 20. janúar 1934. Það var talið sjálfsagt að verka- maður yrði efstur á framboðslista flokksins í bæjarstjórnarkosning- unum, en enginn annar verka- maður mun hafa fengist til þess framboðs. Það var fyrir hvatn- ingu Hjalta Árnasonar að ég lét til leiðast. Einar Olgeirsson var í öðru sæti og skrifaðist kosninga- baráttan að miklu leyti á hann. Sinn hvorn bæklinginn skrifuðum við fyrir kosningarnar. Listi okk- ar fékk 1147 atkvæði og ég var kjörinn í bæjarstjórn. Höfðum við 133 atkvæði umfram Fram- sóknarflokkinn, sem líka fékk einn bæjarfulltrúa kjörinn, Jónas Jónsson frá Hriflu. Alþýðuflokk- urinn fékk 5 fulltrúa, en Sjálf- stæðisflokkurinn 8 fulltrúa. - Hve lengisastu íbœjarstjórn? Til 1950 í 16 ár. Yfirleitt reyndi ég að halda fram stefnumálum Kommúnstaflokksins af fullri einurð. Kallaði Jónas frá Hriflu mig alltaf fulltrúa Rússa, en þeim leikna og lægna stjórnmálamanni hætti til að verða langorður, jafnvel svo að öðrum bæjarfull- trúum þótti meira en nóg um orð- ahnippingar okkar. - Hvernigfór á með þér og öðr- um bæjarfulltrúum? Yfirleitt vel. Eitt sinn vakti ég samt hneyksli. Þegar Jón Þor- láksson dó, bað forseti bæjar- 18 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 21. apríl 1985

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.