Þjóðviljinn - 21.04.1985, Page 19

Þjóðviljinn - 21.04.1985, Page 19
stjórnar fulltrúa að standa á fætur til að minnast hans, en ég neitaði því og sagðist ekki standa upp fyrir borgarstjóra íhaldsins, lif- andi eða dauðum. Nú, ég bar fram ýmsar tillögur í atvinnumál- um, en þær voru allar felldar. Ein tillaga sem felld var fyrir mér gekk þó aftur. Hún var um vern- dun Örfiriseyjar. Tók íhaldið hana upp litlu síðar. - Hvað er þér minnisstœðast frá fyrstu árum Kommúnista- flokksins? Einhugur og eldmóður á meðal félaganna. Stofnuð Iðja - Hvenœr var Iðja stofnuð? Iðja var stofnuð í október 1934. Þegar verkafólki í iðnaði fór að fjölga fékk ég áhuga á að stofna stéttarfélag á meðal þess. En fyrsti vísir að því var vinnu- staðarfélag í Kexverksmiðjunni Frón. Tvær stúlkur stóðu fyrir því, Margrét Árnadóttir síðar kona Hallgríms Jakobssonar og Vilborg Sigurðardóttir, síðar kona Gunnars Sigmundssonar, en þau bjuggu í Vestmannaeyj- um. En þær voru reknar og fé- lagið lognaðist út af. Ég vann þá í Sápugerðinni Hrein. I kaffistof- unni ræddi ég við Sigurbjörn Knudsen og Jónu Pálmadóttur um að koma á félagsskap. Alþýð- usambandið og Alþýðuflokkur- inn sem um það heyrðu, sendu til liðs við mig Jón Sigurðsson erind- reka og Sigfús Sigurhjartarson. Boðuðum við sameiginlega til fundar á Hótel Heklu um stofnun félags iðnverkafólks. Á þeim fundi fengust 16 stofnfélagar og var hann kallaður fyrri stofnfund- ur. Á hinum síðari urðu félags- menn á milli 30 og 40 að mig minnir. Á þeim fundi var sam- þykkt að félagið gengi í Alþýðu- samband íslands en á hinum fyrri hafði það verið fellt. Félagið var nefnt Iðja. Runólfur Pétursson var kjörinn formaður og ég ritari og hélst sú verkaskipting á milli okkar fram til 1940 að Runólfur sagði af sér. - Óx Iðju snemma fiskur um hrygg? í Iðju fjölgaði furðanlega fljótt. Fyrstu samningana gerð- um við sumarið 1935 við tvær smjörlíkisgerðir, Smára og Ljóma. Nutum við til þess vel- vildar Ragnars Jónssonar og Þor- valdar Thoroddsen, sem þá áttu Smjörlíkisgerðina Smára. Þótt þær borguðu laun eins og hæst gerðust í iðnaði, 300 krónur á mánuði fyrir karla og 150 krónur fyrir konur, hækkuðu þær þau um 10 krónur á mánuði upp í 310 krónur og 160 krónur. Smjör- líkisgerðin Svanur hafði vífilengj- ur í frammi og fór svo að hún sagði upp 2 stúlkum sem gengið höfðu í Iðju og án efa af þeirri ástæðu. Þær sneru sér til Iðju og við leituðum stuðnings Alþýðu- sambandsins. Varð þá vinnu- stöðvun í Smjörlíkisgerðinni Svani, sem forstjórinn reyndi að hundsa. Ég var þá án atvinnu, - ég hafði verið rekinn úr Sápugerðinni Hrein - og fór ég niður í verka- mannaskýli. Þar var að vanda margt atvinnulausra manna. Skoraði ég á þá að koma með mér og að stöðva verkfallsbrot í Smjörlíkisgerðinni Svani. Yfir 30 manna hópur gekk til liðs við mig og fórum við upp í Svan og knúð- um þar dyra. Dyrnar voru opnað- ar, en þegar sá sem í gættina kom, sá hópinn fyrir utan, ætlaði hann að skella aftur, en við höfðum komist á milli stafs og hurðar og ruddumst inn og bárum verkfalls- brjótana út, bókstaflega bárum þá út. Stóð þessi hópur síðan vörð með mér fyrir utan fram til hádegis. En forstjóri Svans lét sér ekki segjast. Um hádegið lét hann bera út smjörlíki í bíl til út- keyrslu. Ég hljóp niður í Smjör- líkisgerðina Smára, þar sem Run- ólfur Pétursson var að vinna. Runólfur hringdi til Héðins Vald- imarssonar, sem þá var formaður ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 19 Dagsbrúnar og baðst liðsinnis hans. Stuttu eftir að ég hafði aftur tekið mér stöðu fyrir utan Svan, kom bíllinn aftur með smjörlíkið. Við því hafði ekki verið tekið. Fundur var boðaður í Iðju um kvöldið. Fundinum barst sú orð- sending frá Smjörlíkisgerðinni Svani, að hún hefði gefið for- manni Félags íslenskra iðnrek- enda, Eggert Kristjánssyni, um- boð til að semja fyrir sína hönd. Niðurstaðan varð sú, að Svanur gekk refjalaust að samningi okk- ar við hinar smjörlíkisgerðimar tvær, en neitaði að taka aftur við stúlkunum tveimur, heldur greiddi þeim laun til áramóta. Kjarasamningur Iðju var látinn taka gildi hjá iðnfyrirtækjum í Reykjavík, liðlega 20, með hátt á þriðja hundrað starfsfólks. Hjá sumum þeirra hafði kaup verið mjög lágt, allt niður í 40 krónur á mánuði hjá konum. Upphæð launa hjá iðnverkafólki 1935 eigum við skjalfesta á inntöku- beiðnum í Iðju frá því ári. - Stofnun Iðju hefur þannig verið merkur áfangi í sögu verka- lýðshreyfingarinnar. Já, það var hún. Annan merk- an áfanga markaði 1. maí 1936, en sá dagur var helgaður samfylk- ingu verkalýðsins. Að því átti ég nokkurn hlut, en aðrir segja þá sögu betur en ég. Við skulum láta hér staðar numið. Við getum kannski seinna rætt frekar um verkalýðsmál og þá líka um sam- vinnu við alþjóðlegu verkalýðs- hreyfinguna sem mér finnst margir forystumenn verkalýðsfé- laga hafa ónógan skilning á. - Ég þakka þér viðtalið Björn. Haraldur Jóhannsson Dömur og herrar athugið HEF TEKIÐ VIÐ HÁR- GREIÐSLUSTOFU LOLLU, MIKLUBRAUT 68, SÍMI 21375. ALHLIÐA HÁRSNYRTING FYRIR DÖMUR OG HERRA. OPIÐ ALLA DAGA KL. 9-6, FIMMTUDAGA OG FÖSTUDAGA TIL KL. 8. OPIÐ LAUGARDAGA. GUÐRÚN GRÉTARSDÓTTIR (DOLLÝ) Áður hárgreiðslustofu EDDU og DOLLÝ. ÍJÍ'IÍKO Undir þessi orö George Bernard Shaw hafa ótal ferðamenn tekiö. Dubrovnik er alveg einstakur staöur - í senn endurnærandi sólarströnd og ævintýraland þeirra sem unna náttúru- fegurðog heillast af framandi menningu. Við bjóðum gistingu í fjórum mjög góðum hótelum, fjölbreytta og hressilega leikja- og afþreyingardagskrá (t.d. sund, tennis, útigrillveislur, sjóskíði, siglingar, miðnæturveislur o.fl. o.fl.). Og siðast en ekki sist fjölda skoðunarferða um suðurhluta Júgóslavíu, t.d. hið rómaða hérað Montenegró, sem er ógleymanlegt öllum sem þangað koma. verð kr. 24.400 (Miöað við 2 í herþ. og 3 vikur) Innifalið: Flug, gisting með hálfu fæði, akstur til og frá flugvöllum, íslensk fararstjórn. Möguleiki á aukadvöl í Amsterdam. \ Samvinnuferdir-Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899 SÖLUSKRIFSTOFA AKUREYRI: SKIPAGÖTU 18 - SÍMAR 21400 & 23727 i 'j$k ÍÆL ~ 1 ........ J y— Auglýsingaþjónustan

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.