Þjóðviljinn - 25.04.1985, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 25.04.1985, Blaðsíða 1
Möguleiki á 40 til 60þúsund tonnaframleiðslu afeldislaxi á ári. Ellefu miljarðar miðað við verðlag í dag. Meiri en útflutningstekjur afþorski. Skiptieldi - íslenska leiðin Með réttu skipulagi gætu ís- lendingar á næstu áratugum fimmhundruðfaldað árlega fram- leiðslu á eldislaxi og búið til 40 til 60 þúsund tonn á ári. Miðað við núverandi verðlag, 190-200 krón- ur á kíló, jafngildir þetta útflutn- ingsverðmæti alls þorskafla Is- lendinga á síðasta ári og gott bet- ur eða 11 ihiijörðum. En til að unnt sé að gera þetta verður að lækka seiðaverð allmikið með uppsetningu stórra, mjög hag- kvæmra seiðaframleiðslustöðva sem búa að ódýrri orku og setja á laggir stórar fóðurframleiðslu- stöðvar sem framleiða úr íslensku hráefni miklu ódýrara fóður en fæst í dag. A vegum innlendra að- ila er nú verið að huga að skipu- lagsmálum greinarinnar einmitt í þessa veru. Sérfræðingar telja að fiskeldi muni fyrst og fremst byggjast á tveimur aðferðum í framtíðinni. Hafbeit, sem í dag er lítt eða ekki arðbær sökum hás verðs á slepp- iseiðum, og svo skiptieldi, sem stundum er nefnt íslenska leiðin og sú sem vænlegust er talin í upphafi. Hún byggist á því að seiði eru alin á 12-15 mánuðum í heitu vatni upp í 400 til 600 gramma stærð. Að því loknu er þessum stórseiðum sleppt í sjá- varkvíar við suðurströndina, þar sem náttúrulegur sjávarhiti er nægur til að þau ná sláturstærð frá miðjum maí til ársloka. Með því er eldisferillinn styttur um ár eða meir miðað við erlendar fisk- eldistöðvar, sem kynni í framtíð- inni að gera mögulegt fyrir ís- lendinga að bjóða vöruna til sölu fyrir lægra verð en Norðmönnum og öðrum verður kleift. Til að hægt sé að nota skiptieldi með góðum árangri verður að vera völ á mjög ódýrri orku og líta menn í því skyni til staða eins- og Litluár í Axarfirði, þar sem 15 gráðu heitt ferskvatn streymir upp í verulegum mæli. Slíkar að- stæður er víðar að finna hér- lendis. Hafbeit borgar sig vart í dag, en með því að byggja stórar seiðaframleiðslustöðvar við slík- ar aðstæður, þar sem orkan er nær ókeypis, er jafnframt talið, að kleift verði að framleiða svo ódýr seiði að hafbeit muni borga sig. Jafnframt er nú talið að haf- beit á öðrum tegundum en laxi kunni að vera fýsileg, til dæmis á stálhöfða, sem er sjógenga af- brigðið af regnbogasilungnum og endurheimtist í miklu ríkari mæli en laxinn, samkvæmt erlendum heimildum allt upp í 35 prósent- um. Mikil bjartsýni ríkir nú innan fiskeldisgeirans og í bígerð er að hefja nýtingu á ýmiss konar er- lendri tækni sem gæti flýtt fyrir þróuninni. -ÖS. Fögnuður ríkti í Laugardalshöllinni (gær og margir krakkar komu skrautklæddir til leiks eins og myndin sýnir. Karnevalið Katt í höllinni Viljum verkfallsrétt Allir félagar í BHM sem vinna hjá Hafró mæta ekki ívinnuámorguní mótmælaskyni við Kjaradóminn. Sjá baksíðu Mikið verður um að vera í Laugardalshöllinni í dag, seinni daginn á karnevalhátíð krakkanna. Meðal dagskrárat- riða má nefna að 8 skólar verða með leiksýningar og eru þær á hálftíma fresti. Þá verður tísku- sýning og dansatriði, karatesýn- ing, ballett, skemmtiatriði og brúðubfllinn kemur í heimsókn. Þá verða framdir gjörningar, og götuleikhús verður á svæðinu. Þá verður hægt að spreyta sig í leirmótun, leðurvinnu, tága- vinnu og skrautritun og á sérstök- um tölvubás verður hægt að spreyta sig í forritunarkeppni. Einnig er myndbandastúdíó á staðnum þar sem hægt er að sjá myndbönd frá skólunum og fylgj- ast með því hvernig myndbönd verða til. Boðið er upp á tafl, bridge, minigolf, borðtennis og keppni á skotbökkum. Einnig verður sýnikennsla í and- litsförðun, og stanslaust diskótek verður á staðnum frá klukkan 14 - 22. í dag! Rétt er að vekja athygli á því að klukkan 21.30 hefst lokaatriði hátíðarinnar þar sem margir skólar munu leggja sitt af mörk- um, og endar hátíðin með mikilli flugeldasýningu. A staðnum er einnig veitinga- sala og er allt þetta skipulagt af krökkum í grunnskólum borgar- innar. Það verður því áreiðanlega fjör í höllinni í dag, góða skemmtun og gleðilegt sumar! ólg. íshöll á Hallærisplan? íshöllin hf. hefur óskað eftir leyfí til að reisa íssöluskála úr timbri á horni Aðalstrætis og Austurstrætis. Um er að ræða færanlegan hringlaga skála, sem áður hafði verið synjað um leyfi fyrir við hliðina á taflinu í Bakara- brekku. Umsóknin er til athug- unar hjá borgarráði. Nýlega barst svo umsókn frá öðrum aðila sem vildi reka matsöluvagn á horni Pósthússtrætis og Vallarstrætis (á Austurvelli) en þeirri umsókn var hafnað.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.