Þjóðviljinn - 25.04.1985, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 25.04.1985, Blaðsíða 11
MENNING „Þetta er gull sem getur ekki elst” Rætt við Helga Skúlason sem leikur Jón Hreggviðsson í íslandsklukku Halldórs Laxness sem verðurfrumsýnd í Þjóðleikhúsinu í kvöld Helgi Skúlason: „Þeir lentu á allsvakalegu íslensku fylleríi og Jón hefur ekki hugmynd um hvort hann drap böðulinn eða ekki.“ Mynd: Valdís. í kvöld frumsýnir Þjóð- leikhúsið leikrit Halldórs Lax- ness íslandsklukkuna í þriðja sinn frd stofnun. Helstu per- sónur þessa mikla verks þarf vart að kynna fyrir lesend- um, þœr hafa fyrir löngu öðl- ast þann sess meðal þjóðar- innar að vera heimagangar í hverju húsi. Snœrisþjófurinn af Rein, kristsbóndinn sem sagður var hafa drepið kóngsins böðul, Jón Hregg- viðsson, er leikinn af Helga Skúlasyni. Við náðum í Helga milli æfinga nú í vikunni og spurðum fyrst hvort hann hefði eitthvað komið nærri fyrri uppfærslum Islands- klukkunnar. „Já, stuttu eftir að ég lauk námi og var orðinn fastráðinn hér í Þjóðleikhúsinu var leikritið sett upp í tilefni af því að Halldór fékk Nóbelsverðlaunin. Þá lenti ég í íhlaupum í þessari sýningu. Og ég man alltaf þegar maður var að bíða eftir að fara inn á svið, hví- líkt konfekt það var að hlusta á menn á borð við Brynjólf, Lárus og Harald Björnsson fara með þennan texta. Þetta hljómaði um allt húsið í hátalarakerfinu og var ógleymanleg reynsla fyrir mig. Þessir menn pössuðu svo vel inní hlutverkin sem þeir voru að leika að þegar ég las bókina aftur í vetur stóð ég gapandi. Það var- eins og Halldór hefði skrifað verkið með þessa menn í huga. Nú reynir maður að gleyma þessari sýningu því það er mest um vert fyrir okkur sem munum sýningu Lárusar að gleyma þess- ari fyrstu fyrirmynd. Hún var svo frábær." Peð í valdatafli - Hvað finnst þér um Jón Hreggviðsson? „Það er þrælskemmtilegt að fást við karlinn. Hann er svo sérkennilegur og ólíkur öllu sem maður hefur komið nálægt, svo samþjappaður. Hann er fyrst og fremst táknmynd og það eru ekki mikil mannleg blæbrigði í persón- unni. Hann verður aldrei sorgbit- inn, hryggur, glaður eða ástfanginn heldur bítur á jaxlinn og berst við að halda höfðinu á herðunum, því eins og hann segir „Múgamaður veit aldrei hvort hann á það höfuð sem hann ber á herðunum". Áratugum saman er hann peð í valdatafli valdsmanna og raunar er honum öldungis sama hvort hann er saklaus eða sekur bara ef hann fær frið með rollurnar og bátinn. Þegar ég fór að setja mig inn í textann rann það upp fyrir mér hve hnitmiðaðar setningarnar eru. Það er eins og Halldór hafi byrjað á að skrifa heila bók og skorið svo og skorið niður þang- að til eftir stóð ein setning. Eg hef ekki kynnst neinu sambærilegu. Þetta er gríðarlega gott bók- menntaverk og etv. er ekki hægt að líkja því við neitt leikrit. En atriðin eru mörg hver ótrúlega leikræn og full af dramatík og húmor.“ Drap hann mann? - En hvað um Jón Hreggviðs- son, drap hann mann eða drap hann ekki mann? Hvað finnst þér? „Mér finnst hann í raun ekki hafa hugmynd um það. Það er alltaf verið að spyrja hann að þessu og hann slær úr og í, farí helvíti sem ég drap hann, og þó. En þegar Jón Marteinsson er bú- inn að leiða hann um Kaupinhafn og sýna honum hallir Islands- kaupmanna reynir hann í eina skiptið í alvöru að svara þessari spurningu. Þær hugleiðingar enda á því að hann segir: „Ég vona minn skapari gefi ég hafi drepið hann." En, eins og ég segi, þeir lentu á allsvakalegu íslensku fylleríi og Jón hefur ekki hugmynd unr hvort hann drap böðulinn eða ekki. Þegar Arnas Arneus spyr hvort honum finnist hann vera „mannslagari", segir Jón nei, „því er verr og miður, finnst mér, stundum“. Það er eins og honum hafi fundist ástæða til að stytta einhverjum lífdagana, sumir eigi það skilið. Hann er oft svo þver- sagnakenndur. Til dæmis er eng- inn orðljótari um ísland. Samt lætur hann sér um munn fara í viðarhöggssenunni með konu Árna alveg stórkostlega ástar- játningu til landsins. Hann er svo mikill í kjaftinum og einhver ís- lenskasti karl sem ég veit um í bókmenntum. Fyrir það er hann líka dáður af íslendingum.11 Mátulega sterkur óvinur - íslandsklukkan er skrifuð rétt fyrir stríð, þegar lokaátök sjálf- stœðisbaráttunnar við Dani stóð yfir. Á hún erindi enn í dag? „Auðvitað er hún fyrst og fremst sterk og myndræn lýsing á átökunum í sjálfstæðisbaráttunni og meðferð Dana á fslandi. Ungt fólk þekkir etv. ekki þessa sögu vel. En það er ýmislegt í henni sem á við í dag. Til dæmis kaflinn um það þegar þýskir vildu kaupa Island og aflétta þeirri neyð sem hér ríkti. Þá segir Arnas: „Ef varnarlaus smáþjóð hefur mitt í sinni ógæfu borið gæfu til að eignast mátulega sterkan óvin mun tíminn ganga í lið með henni... Ef hún í neyð sinni játast undir tröllsvernd mun hún verða gleypt í einum munnbita... Feitur þjónn er ekki mikill maður. Barður þræll er mikill maður, því í hans brjósti á frelsið heima.“ Það kemur alltaf upp öðru hverju hvort ekki væri rétt að við seldum okkur einhverju stórveldi, létum það léggja fyrir okkur vegi og þess háttar og hefðum það gott. Þetta verk getur orðið okkur á- kveðin viðvörun og andsvar við þess konar hugmyndum. En við erum ákaflega spennt að vita hvernig fólk tekur íslands- klukkunni í þriðja sinn. Ég hef ekki trú á að verkið hafi glatað gildi sínu, þetta er gull sem getur ekki elst. Ef eitthvað fer úr- skeiðis er það okkur að kenna“, sagði Helgi Skúlason. - ÞH. —d,-------------------------- ISIANDS- KLUKKAN ISLANDSKL eftir Halldór Laxness r sagan um óbótamál Jóns Hreggviðssonar á Rein og baráttu ns við görótta réttvísi danskrar einokunar. r,,Vont er þeirra ránglæti, verra þeirra réttlæti,‘‘ IRI ANDSKI 1 IKKjBMBer sagan um manninn sem varðveitti íslenska menningu á mestu enginga- og niðurlægingartímum íslensku þjóðarinnar. aldrei um eilífð verður til neitt ísland utan það sem Arnas Arnæus hefur keypt fyrir sitt líf.“ m Snæfríði lögmannsdóttur, ástir hennar reisn og nið- sem þekt hefur ágætan mann finst góður mað- hlægilegur.“ ,,Heldur þann versta en þann næst- ' ÍSLANDSKLUKKAN er saga undirokaðrar þjóðar og stolt hennar sem er öllum hörm- ungum yfirsterkara. „Feitur þjónn er ekki mikill maður. Barður þræll er mik- ill maður, því í hans brjósti á frelsið heima.“ RITSAFN HALLDÓRS LAXNESS Veghúsastíg 5 sími 16837 Fimmtudagur 25. apríl 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.