Þjóðviljinn - 25.04.1985, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 25.04.1985, Blaðsíða 18
Þýski rithöfundurinn GISELA ELSNER les úr verkum sínum þ. 26. 4. 1985, kl. 20.30 í Þýska bókasafninu, Tryggvagötu 26. Allir velkomnir Goethe-lnstitut. Hin áriega baffisala skátanna veröur í félagsheimili Kópavogs (uppi) frákL3-6. Hlabborb meó gimilegum kökum. Styrkiö ofebur í starfi! KVENNADEILDIN URTUR , , & SKA3AFEIAGIÐ KOPAR Blikkiðjan lönbúö 3, Garöabæ Onnumst þakrennusmiöi og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmíði. Gerum föst verötilboö SÍMI46711 Leiðrétting á auglýsingu um áburðarverð 1985 Við skipshlið á Afgreitt á bíla ýmsum höfnum um- í Gufunesi hverfis landið MAGN11 26%N+9%Ca Kr. 7.100 Kr. 7.300 Áður auglýst áburðarverð leiðréttist hér með og beðist er velvirðingar á mistökum þessum. Áburðarverksmiðja ríkisins. l£i DQ Hópferðir 1985 Bandalag háskólamanna skipuleggur hópferðir í sum- ar til eftirtalinn staða: Álasunds Helsinki Kaupmannahafnar Salzburg Tromsö Glasgow og Parísar Farið verður á tímabilinu 28. maí til 12. júlí. Um er að ræða 30-40 sæti í hverri ferð. Tekið verður við pöntunum á skrifstofu BHM, Lágmúla 7, laugardaginn 27. apríl kl. 9-12 (ekki í síma). Þá verða einnig veittar upplýsingar um þessar ferðir. Bandalag háskólamanna. FRÉTÍIR Suðurnes Hætta á ofnýtíngu vatns Orkustofnun hvetur eigendur vatnsréttinda að gœta að sínum málum. Þörf á fyllstu aðgæslu. Vatnið langt í frá óþrjótandi. Orkustofnun hefur ritað eigendum vatnsréttinda á Suðurnesjum bréf þar sem þeir eru eindregið hvattir til að stofna hið fyrsta til samstárfs „með það fyrir augum að skipuleggja vinnslu ferskvatns og meðhöndl- un úrgangsefna á svæðinu í því skyni að koma í veg fyrir óhöpp vegna blöndunar við saltvatn eða vegna mengunar“, eins og segir í bréfi Orkustofnunar. Tekið er fram að ennþá hafi slík óhöpp ekki orðið að heitið geti en hætta á þeim aukist ört með vaxandi vinnslu ferskvatns nema fyllsta aðgæsla sé viðhöfð og fullt tillit tekið til þess að ferskvatnslagið á svæðinu er ein heild. í skýrslu Orkustofnunar er bent á að dæling vatns einhvers staðar í grunnvatnsstraumnum á Reykjanesi hafi áhrif hvarvetna í honum. Fyrir hvern sentimetra sem vatnsborðið lækkar vegna dælingar þynnist ferskvatnslagið um tæplega 40 sentimetra. Pví sé ekki ráðlegt að dæla meira vatni en svo að ferskvatnslagið við dæl- ingu sé að minnsta kosti 3A hluta af upphaflegri þykkt, annars sé hætta á að sjórinn sem er undir ferska vatninu blandist því og það verði ekki neysluhæft. Einnig er bent á að þó mikið vatn renni til sjávar á utanverð- um skaganum sé langt frá því að það sé óþrjótandi. Því verði að nýta þessa auðlind með gát. Nauðsynlegt sé að rannsaka áhrif nýtingar á þessa auðlind og fela einhverjum ákveðnum aðila ákvörðunarvald til að grípa inní ef þörf krefur. _ je< Útflutningur 18 kíló Fiskeldi 51 fiskeldisstöð skrað hér á landi Áhugi fyrir fiskeldi fer ört vaxandi, en vanþekking mikil r Inýlegri skýrslu Veiðimálastofn- unar kemur fram, að skráðar fiskeldisstöðvar hér á landi eru orðnar 51. í skýrslunni segir að áhugi fyrir fiskeldi hér á landi fari stöðugt vaxandi og sífellt bætist við aðilar sem hyggist hasla sér völl á þessu sviði. Þjóðviljinn hefur það eftir sér- fræðingi á sviði fiskeldis að mik- illar vanþekkingar gæti hjá fólki um fiskeldi. Margir haldi að það sé nóg að henda seiðum í tjörn, þá hljóti að koma góður fiskur. Enda er það svo að mjög marg- ar af þessum skráðu fiskeldis- stöðvum framleiða nákvæmlega ekki neitt, þær eru aðeins nafnið tómt. - S.dór á Færeying Nýlega var hin árlega matvöru- kynning á Hótel Borg í Þórshöfn í Færeyjum en fyrir þessum sýn- ingum standa Útflutningsmiðstöð iðnaðarins og Islendska Handii- stovan. Búvörudeild SÍS tók þátt í sýn- ingunni, enda mun hún vera stærsti útflytjandi á vörum héðan til Færeyja. Á sl. ári seldi deildin um 800 tonn af sauðfjárafurðum til Færeyja. Þar af var dilkakjöt 625 tonn en auk þess ærkjöt, svið, slátur og mör. Þetta svarar til þess að Búvörudeild hafi selt hverjum Færeyingi 18 kg af matvöru en íbúar eru rúm 45 þúsund. - mhg Patreksfjörður Það er víðar guð en í Görðum Vörukynning vestra f Um sl. mánaðamót voru haldn- ir samvinnudagar í félags- heimilinu á Patreksfirði. Stóðu að þeim Kf. V-Barðstrendinga, Hraðfrystihús Patreksfjarðar, Klif hf. og félag samvinnustarfs- manna á staðnum. Kynntar voru bæði innlendar og innfluttar samvinnuvörur, ekki hvað síst frá samvinnuverk- smiðjunum á Akureyri og raunar margháttaðar vörur aðrar. Gefn- ar voru bragðprufur á ýmsum matvælum, skemmtiatriði fóru fram og áttu þar m.a. hlut að máli félagar úr Leikfélagi Patreks- fjarðar og börn úr grunnskólan- um settu upp tískusýningu. Á milli 900 og 1000 mánns sóttu sýninguna. Búvörudeild SÍS hefur nú selt 150 tonn af dilkakjötsfram- pörtum til Japan. Var kjötið sett í gáma við frystihússdyr og síðan sent beint til móttakanda. Þetta voru frampartar þeirra Það er víðar guð en í Görðum, - það gerist stundum ýmislegt utan Reykjavíkursvæðisins. - mhg skrokka, sem að öðru Ieyti voru seldir Svíum. Búvörudeildar- menn segja að sæmilegt verð hafi fengist fyrir þetta kjöt, bæði í Sví- þjóð og Japan. - mhg Útflutningur Dilkakjöt til Japan Um aldraöa, næríngarskort og vistheimilisgjöld Vegna misskilnings í hita og þunga dagsins um næringar- skort hjá öldruðum og gjöld á vistheimilum aldraðra langar mig til þess að taka fram eftirfarandi: 1. Á bráðasjúkrahúsum hefur alltaf komið fólk öðru hverju sem þjáist af næringarskorti. Óhætt er að segja með nokk- urri vissu að varla séu þess dæmi að fólk beinlínis svelti vegna fátæktar eða líði næring- arskort af þeim orsökum. Eg þekki engin slík dæmi. Orsakanna er miklu fremur að leita í veikindum, hvers kyns fötlun, sinnuleysi af ýmsu tagi, skorti á upplýsingum og fræðslu um næringargildi fæðutegunda o.s.frv. Ekki er unnt að benda á eða styðjast við rannsóknir á þessu sviði eða kannanir á neyslu- venjum aldraðra og því ómögulegt að fullyrða nokkuð um þessi mál og því síður að láta í það skína að aldraðir þjá- ist almennt af næringarskorti. 1. Daggjöld á vistheimilum, vist- gjöld eru ákveðin hverju sinni af daggjaldanefnd ríkisins hvort sem um opinber vist- heimili er að ræða eða vist- heimili sem eru rekin af einka- aðilum. Hafi vistmaðurinn ekki tök á að greiða þennan kostnað tekur Tryggingastofnun ríkis- ins þátt í kostnaði að fullu fyrir viðkomandi heimilismann og fær hann þá alla þjónustu, umönnun, fæði, lyf, læknis- kostnað o.fl. á vistheimilinu en heldur a.m.k. rúmum tvö þúsund krónum í eigið ráð- stöfunarfé. Verndaðar leiguíbúðir aldr- aðra og verndaðar þjónustu- íbúðir aldraðra eru hins vegar ekki vistheimili og hlíta allt öðrum reglum en þau. Þessar íbúðir eru leigðar af fólkinu sjálfu og greiðir það sína húsa- leigu í hverjum mánuði og/eða þjónustugjald og er að öllu jöfnu ekki eins lasburða og þeir sem þurfa á þjónustu og umönnun að halda á vist- og hj úkrunarheimilum. Þórir S. Guðbergsson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.