Þjóðviljinn - 25.04.1985, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 25.04.1985, Blaðsíða 7
Landbúnabur Að bræða lýsi fyrir Kaupinhafn Frá umrœðum á aukafundi Stéttarsambandsins Nokkrir fulltrúanna á aukafundi Stéttarsambandsins: Jónas R. Jónsson, Melum (fremst til v.), Einar Þorsteinsson, Sólheimahjáleigu, Bjarni Ásgeirsson, Ásgarði, Jón Magnússon, Melaleiti, Guðbjartur Gunnarsson, Hjarðarfelli, Sigurður Líndal, Lækjamóti. Eins og að líkum lætur urðu mjög miklar umræður á auka- fundi Stéttarsambandsins um drögin að nýjum framleiðslu- ráðslögum. Við birtum hér ör- lítið sýnishorn af máli manna, sem tóku þátt i umræðum, áður en nefndir tóku til starfa upp úr hádeginu. Gefur það of- urlitla vitneskju um það, hvernig mönnum hugnuðust ýmsar þær breytingar, sem boðaðar eru. Tryggvi Stefánsson, Hallgils- stöðum: Fjárhagsafkoma fjölmargra bænda hefur aldrei verið verri en nú. Ef enn verður dregið úr fram- leiðslu hefðbundinna búvara með afnámi útflutningsbóta, er því þá að treysta, að aðrar bú- greinar verði studdar þeim mun betur? Hingað til hefur mjög skort á nægilegan stuðning við loðdýraræktina. Einar Þorsteinsson, Sólheima- hjáleigu: Þetta frumvarp er engan veg- inn nógu vel unnið. Ég er aiger- lega andvígur því að áhrif Fram- leiðsluráðs verði minnkuð, eins og að er stefnt með frumvarpinu. Það er opið í allar áttir og sam- kvæmt því er hægt að ráðskast með landbúnaðinn frá ári til árs. Það klingir alltaf að allir skuli vera stórbændur, með 40 kýr og 500 fjár minnst. Því mega ekki smábúin þrífast, þar sem bóndinn getur stundað aðra vinnu með búskapnum? Svo er alltaf verið að tala um að stytta vinnutímann, nema hjá bændum. Það er stefnt að því að lengja hann. Kristófer Kristjánsson, Köldu- kinn: Verður vinnslustöðvunum séð fyrir því fjármagni, sem gerir þeim kleift að borga út strax, og hverjir verða vextir af þeim lán- um? Er bændum ætlað að eiga vinnslustöðvarnar áfram eða verða þær slitnar úr sambandi við framleiðendur? Ekkert af þessu liggur ljóst fyrir í frumvarpinu. Það eru undarleg vinnubrögð við jafn þýðingarmikið mál og hér er um að ræða, að hraða afgreiðslu þess svo mjög. Sigurður Líndal, Lækjamót- um: Þetta er eitt hið stærsta mál, sem nokkru sinni hefur komið fyrir Stéttarsambandsfund. Það brýtur að verulegu leyti upp það kerfi, sem gilt hefur um þessi mál hingað til og ekki verður með neinum sanni sagt að hafi gefist illa, þvert á móti. Það er því ákaf- lega óheppilegt að fá það ekki fyrr í hendur en þetta. Frumvarp- ið er mjög opið og margt í lausu lofti. Augljóslega er að því stefnt, að þrengja mjög starfssvið Fram- leiðsluráðs og er óhyggilegt því það hefur reynst bændum mjög þýðingarmikið. Hvernig er hug- myndin að fjármagna vinnslu- stöðvarnar svo þeim verði kleift að inna fyrirfram af hendi útborg- un til bænda? Guðmundur Þorsteinsson, Skálpastöðum: Við fáum þetta frumvarp, - upp á 60 greinar, margar langar og sumar ekki alltof ljósar, auk bráðabirgðaákvæða, - þá fyrst í hendur er við komum hér á fund- inn. Auk þess starfar meiri hluti fulltrúanna í nefndum, sem fjalla um önnur mál hér á fundinum, og þeim er ætlað að taka afstöðu án þess að hafa nokkur tök á að kynna sér þetta mál. Þetta er óhæfa. Hvað er það í þessu frumvarpi, sem kemur í stað útflutningsbót- anna, sem á að afnema? Ég óska eftir að það sé bókað, að það fé, sem Framleiðnisjóði er ætlað til þess að mæta niðurfellingu út- flutningsbótanna, sé allsendis ófullnægjandi og ég veit, að margir hér inni eru mér sammála um það. Fáist ekki viðunandi leiðréttingar á þessu frumvarpi þá slítum við þessu samstarfi og berjumst gegn því með öllum til- tækum ráðum. Halldór Þórðarson, Lauga- landi: Það virðist vera ríkjandi stefna að þjarma sem mest að fram- leiðslustéttunum og hefur það þó hingað til verið haft fyrir satt, að á afrekstrinum af vinnu þeirra lifi þjóðin. En hvað gerir það svo sem til þó að bændum fækki? Okkur er tjáð að 10 þúsund ís- lendingar komi til með að lifa af upplýsingastörfum um næstu aldamót! Ég sé ekki betur en býsna margir séu sammála etas- ráði Laxness í íslandsklukkunni þegar það stormar inn á sviðið, etandi sultutau: „Mín skoðun er sú, að það sem okkur hafi alltaf vantað á íslandi sé vel heppnað harðæri til þess að sá óvandaði flökkulýður, sem fer þar um landið, hverfi í eitt skipti fyrir öll og þeir fáu menn, sem einhver dugur er í, geti ótruflaðir af þjóf- um og betlurum dregið þ?nn fisk, sem Compagniet þarfnast þá og þá og brætt það lýsi, sem Kaupin- hafn verður að fá til að hafa ljós“. Jóhannes Geir Sigurgeirsson, Öngulsstöðum: Eg held að það hafi verið fjár- fest svo mikið í hefðbundnum bú- greinum á undanförnum árum, að ekki þurfi að bæta þar miku við á næstunni. Héraðabúmark á að auðvelda að viðhalda byggð, þar sem hún stendur höllustum fæti. En það er mál alþjóðar og því þarf aðstoð hins opinbera að koma til. Meðalfjárhagsstaða bænda hefur ekki versnað á síð- asta ári en hins vegar hefur bilið breikkað innan stéttarinnar. Væri ekki athugandi, að þeir, sem búa við betri lánakjör, að- stoðuðu með einhverjum hætti hina, sem verr eru settir? Legg áherslu á að bændur ráði áfram yfir vinnslustöðvunum. Agúst Guðröðarson, Sauða- nesi: Því ekki að leggja flatan skatt á búvöruframleiðsluna og greiða með honum niður fjármagns- kostnað þeirra, sem erfiðast Aukafundi Stéttarsambands bænda, sem getið var um hér í blaðinu í gær, lauk um kl. 4 í fyrrinótt. Megin viðfangsefni fundarins var að ræða og gefa umsögn um frumvarp stjórn- arflokkanna „um framleiðslu, verðlagningu og sölu búvara“. Enginn fulltrúi, sem til máls tók á fundinum, var sáttur við þetta frumvarp og bar margt til, sem hér er ekki tóm til að tíunda að sinni. Gunnar Guðbjartsson, framkvæmdastjóri Framleiðslu- ráðs, benti ma. á atriði í frum- varpinu, sem hann sagði sér með öllu óskiljanleg. Ekki báru þó frumvarpsfeður, sem þarna voru mættir, við að skýra þær dulrúnir. eiga? Það er eins og Laxness segir í Sjálfstæðu fólki: Það er verst að sama fólkið skuli ekki alltaf lifa í landinu því þá kæmist það kann- ski einhverntíma í álnir. Sigfús Þorstcinsson, Fossgerði: Ég er ekki hrifinn af því að færa völd frá Framleiðsluráði til emb- ættismanna í stjórnarráðinu, sem sífellt þenst út og stækkar. Emb- ættismenn ráða sífellt meiru, áhrif stjórnmálamanna minnka, hvað þá almennings. Það horfir síst til heilla. Hef engin rök séð né heyrt fyrir því að skerða völd Framleiðsluráðs. Sakna þess að í frumvarpinu er ekkert fjallað um atvinnuréttindi í landbúnaði. Jónas R. Jónsson, Melum: Hér eru svo margir endar lausir að ekki er auðvelt að sjá hvert stefnt er. Mér koma í hug tveir menn, sem voru að semja frum- varp. Annar var greindur, hinn duglegur. Frumvarpið þótti bera þess merki, að sá greindi hefði lagt til dugnaðinn en sá duglegi greindina. - Það er vitanlega gjörómögulegt að fjalla um svona Frá aukafundinum Settur var á blað og samþykkt- ur aragrúi tillagna og athuga- semda, sem fundurinn væntir „fastlega að nefnd sú, er frum- varpið hefur samið“, taki til greina. Þá lagði fundurinn á það þunga áherslu að fulltrúar frá Stéttarsambandinu „fái að taka fullan þátt í lokafrágangi frum- varpsins og með því tækifæri til að fylgja eftir og rökstyðja þær tillögur til breytinga", sem fund- urinn samþykkti, og aðrar, sem þeir kunna að telja nauðsynlegar. Þá verði og haft samráð við full- trúa búgreinasambandanna um atriði, sem þau varða sérstak- lega. Fundurinn kaus 6 menn með viðamikinn frumvarpsbálk að nokkru gagni á svo stuttum tíma sem hér gefst. En ég vil spyrja: Verður öllum sláturhúsum og vinnslustöðvum tryggð sama að- stoð til útborgunar? Guðmundur Stefánsson, Hraungerði: Kjör þeirra bænda, sem verst eru staddir fjárhagslega, verða ekki bætt með því að hækka af- urðaverðið. Því verður að koma til móts við þá með öðrum hætti. Þetta frumvarp speglar andann í þjóðfélaginu í garð bænda. Halldór Gunnarsson, Holti: Hið alvarlega er það, að það eru yngri bændurnir, sem eru að gefast upp, mennirnir, sem fram- tíð bændastéttarinnar byggist á. En þeir geta bara ekki hætt þótt þeir vildu, nema að ganga slyppir og snauðir frá borði. Þessu veldur enginn búskussaháttur, eins og sumir menn segja, og mæla af miklu óviti, heldur eru þarna að verki okurvextir og verðbólga. -mhg fullu umboði til þess að „gera til- lögur um endurskoðun og freista þess að ná fram nauðsynlegum breytingum". Nefndina skipa: Birkir Friðbertsson, Hermann Sigurjónsson, Ingi Tryggvason, Jóhannes Geir Sigurgeirsson, Magnús Sigurðsson og Þórarinn Þorvaldsson. Ekki verður þeirri hugsun var- ist að giftusamlegra hefði verið fyrir ríkisstjórnarnefndina að leita í ríkara mæli ráða hjá bændasamtökunum við samn- ingu þessa 60 greina bálks, auk bráðabirgðaákvæða en gert virð- ist hafa verið. Trúlega hefði það fækkað slysunum við þessa frum- varpssmíði. -mhg Stéttarsambandið Taki fullan þátt í fráganginum Fimmtudagur 25. apríl 1985 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.