Þjóðviljinn - 25.04.1985, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 25.04.1985, Blaðsíða 4
LEIÐARI Nýtt sumar í vændum Jónas Hallgrímsson eggjaði samtíðarmenn sína til dáða með því að vísa í Ijóðum sínum til glæstrar sögu landsins og stórbrotinnar náttúrufegurðar. Hjá hon- um blikuðu sólstafir á sæ, en rokið.myrkrið og hragl- andinn voru fjarri. Jónas sá hilla undir dagsbrún nýrrar aldar og það fyllti hann fögnuði og bjartsýni. Hann sá fyrir að breyttir atvinnuhættir myndu skapa snauðri þjóð nýjan framtíðarauð og í Ijóðum sínum þreyttist hann ekki á að gylla hina komandi tíð fyrir vondöprum löndum sínum norður við ysta haf. Jónas Hallgrímsson var bjartsýnn og bjartsýni hans smit- aði. í dag er saga landsins jafn glæst og áður og fannhvítir jöklanna tindar jafn stórbrotnir og fyrrum. Við eigum hins vegar engan Jónas Hallgrímsson til að kveða hnípna þjóð úr vanda. Staðreyndin er ein- faldlega sú, að á langflestum sviðum þjóðlífsins ríkir heldur svört framtíðarsýn. Það er kengur í fólki. Sú tilfinning er hins vegar að mestu ástæðulaus. Það er einfaldlega lítil ástæða til að óttast framtíðina. Við erum enn sem fyrr heilbrigðust þjóða í einu ósnortnasta landi veraldar. Við eigum enn sem fyrr fyrir vændum að lifa lengur en flestir aðrir samferðar- menn annars staðar á kringlunni. Við eigum ennþá gnægð ónýttra möguleika hvar sem litið er. Við þurf- um hins vegar fyrst að bíta úr okkur kenginn og hætta að telja sjálfum okkur trú um að allt sé á leiðinni til andskotans. Vissulega er erfitt um stund- arsakir - en gleymum því ekki að við getum sjálf breytt því. Til þess þarf hins vegar minna af svartnættisrausi en meiraaf bjartsýni JónasarHall- g rímssonar. Við eigum enn sem fyrr gjöfulustu fiskimið verald- ar. Þeim auði sem harðsæknir fiskimenn bera okkur þaðan getum við með útsjónarsemi og nýrri tækni umbreytt í miklu meiri verðmæti en við gerum í dag. Við eigum enn sem fyrr næstum ótæmandi mögu- leika á sviði fiskeldis, sökum náttúruauðlegðar á borð við jarðhita og ferskvatn í ríkari mæli en hjá flestum þjóðum öðrum. Meðað taka rétt á spöðunum getumvið áeinum tiltveimur áratugum skapað úr fiskeldi næstum því jafn mikinn fjársjóð og við gerum í dag úr sjávarafla. Auðlindir okkar á sviði menntaðs mannafla eru fráleitt nýttar að fullu. Við sáum í sjónvarpinu í fyrra- kvöld hversu stórmerkilegar rannsóknir fara f ram við Háskóla íslands og með því að hagnýta þá frjósömu orku sem þar er að finna gætum við í bókstaflegri merkingu flutt fjöll. Við verðum að finna leiðir til að umbreyta þeirri þekkingu sem er til hjá vísinda- mönnum þjóðarinnar í beina verðmætasköpun. í því liggja gífurlegir möguleikar, sem fæstum eru enn að fullu Ijósir. Einungis þannig munum við geta til dæmis nýtt til fulls möguleika okkar á sviði hátækniiðnaðar og efn- istækni; hvort tveggja splunkunýjar atvinnugreinar sem við gætum sem hægast breytt í símalandi gull- kvarnir. Mennt er máttur-bókvitið verður í askana látið þó menn skuli gæta þess að hafa aldrei asklok fyrir himin. Þá er ekki síður rétt að minna á, að árferði til lands og sjávar fer batnandi, sjór hitnar og fiskur eykst að fjölda og vænleika. Enda jókst þjóðarframleiðsla um hartnær þrjú prósent á síðasta ári. Sú auðaraukning hefur að vísu ekki skilað sér enn í launaumslög almennings í landinu, en með hækkandi sólu hlýtur verkalýðshreyfingin að heimtasinn hlut. Framundan er 1. maí og bjartir baráttudagar og fólkið væntir þess að verkalýðshreyfingin muni hafa ótvíræða forystu um að hinum réttláta skerfi þess verði að fullu skilað. Sú kröfugerð sem fólkið væntir af hálfu hreyfingar- innar þarf að vera bjartsýn og sterk, því nú er þörf á bjartsýnni baráttu, einurð, og umfram allt - kjarki. Staðreyndin er einfaldlega sú að fyrir okkur liggur framtíð full af möguleikum. Það er okkar að nýta þá. Til þess verðum við hins vegar að skrúfa niður holta- þokuvælið og svartagallsrausið sem sýnkt og heilagt mála framtíðina dökkum litum. Við stöndum á þröskuldi nýrrar atvinnubyltingar og getum með fullum rétti leyft okkur að horfa björt- um augum fram á veginn. En það þarf þrek, þor og djörfung. Það er sumar í vændum og landið er ennþá fagurt og frítt. Gleðilegt sumar! -ÖS KUPPT OGSKORK) Þeir eiga að spjara sig „Þeir verða að spjara sig sjálf- ir“, sagði Steingrímur Her- mannsson um NT menn sem eiga í fjárhagörðugleikum á blaða- mannafundi á dögunum. Steingrímur var að gefa í skyn að rekstur blaðsins kæmi flokkn- um ekki beinlínis við. Slíkar yfir- lýsingar eru í sjálfu sér traustsyf- irlýsingar á NT sem þannig væri blað sem óháð væri Framsóknar- flokknum. Frjálsir frá Framsókn. Framsoknar- spjarir NT Því miður er ekki að sjá á NT að það þori að verða við þeim tilmælum forsætisráðherra að spjara sig sjálfir. Þvert á móti klæðast þeir spjörunum af aumkunarverðum málflutningi Framsóknarmanna á alþingi og í ríkisstjórn dag eftir dag. Menn hafa haft það í flimting- um að Framsóknarflokkurinn eigi ekki nema einn alvöru bræðraflokk útí honum stóra heimi. Það sé bændaflokkurinn í Búlgaríu, og þar í landi er talið að Kristinn Finnbogason sé sendi- herra Framsóknarflokksins „gló- balt“ (á alheimsvísu) og þeir um- gangast Framsóknarmenn eins og þjóðhöfðingja. Hvort sem sá flugufótur er fíngerðari eða ekki, þá flóir nú Flokksástin út yfir alla dálka í NT. Og ritstjórnar- greinarnar klæðast ekki öðrum spjörum en flokkshollustunnar. Það gera þeir ekki bara með því að skrifa vinsamlega um holdafar á beljum austan járntjalds heldur ekki síður þegar þeir lofa ágæti Framsóknarráðherranna. Borðleggjandi staðreyndir f gær kemur til að mynda leiðari sem heitir „Aðgerðir í húsnæðismálum". Nú heldur les- andinn máske að NT hafi ætlað að taka undir með hinni íslensku launaþjóð sem er orðin lang- þreytt á sviknum loforðum og heimtar aðgerðir strax í húsnæð- ismálum. Nei, því er nú ekki að heilsa hjá kollegum vorum á NT. Leiðarinn „Aðgerðir í húsnæð- ismálum“ fjallar ekkert um þær aðgerðir sem krafist er af stjórnvöldum, heldur um aðgerð- ir sem Alexander Stefánsson er talinn hafa staðið fyrir í þessum geira þjóðlífsins! Orðrétt segir: „Þrátt fyrir há- værar og að mörgu leyti áberandi gagnrýnisraddir í þjóðfélaginu er það engu að síður borðleggjandi staðreynd að verulegar úrbætur hafa verið gerðar í þeim mála- flokki í stjórnartíð Alexanders Stefánssonar“. Og málgagn Framsóknarmanna gerir sér grein fyrir að sönnunarskyldan hvílir á þeim. „Þessu til staðfest- ingar má nefna ein 11 dæmi“, bætir leiðarahöfundur Tímans við. Gífurlegt afrek Hin 11 dæmi sem nefnd eru um afrek húsnæðismálaráðherrans eru flest af tæknilegum toga, til að mynda að nú er borgað tvisvar út í stað þrisvar áður. En önnur atriði eru nánast fyndin miðað við ástandið sem ríkir í þessum málaflokki. Þannig segir: „Bið- tími útborgunar á lánum til þeirra sem eru að eignast sína fyrstu íbúð hefur verið styttur um helming“. Framsóknarmönnum er greinilega ekki kunnugt um þá staðreynd að þeim sem sækja um lán er gert að bíða í níu mánuði og stundum lengur eftir að fá lánin sín útborguð. Og það sem áður var sex mánuðir er nú orðið níu mánuðir í þeim efnum. Af- greiðslumenn hjá Húsnæðis- stofnun vara viðskiptavini við og segja hættu á að útborgunin drag- ist jafnvel lengur. Mörg dæmi eru nefnd um hækkun lána í Framsóknarleiðar- anum. Staðreyndin er hins vegar sú, að húsnæðislánin hafa farið lækkandi svosem allir vita, og greiðslubyrði lánanna vex. G- lánin til kaupa á eldra húsnæði HdiSviKuclagoy 1rtaVsWnd,s teiagsbY99lu , Nut'm,nnh , O'a'sson tabfTii aukut Haia'osson ^..nwGisaw" Stöumub 'o ' R100 oq n,c' 687695. iti'Ol’'' Wa'svan samvinnu og Utqe'anO’ n Rits'i Wa9nuS W.vkaéss'i « Aug'VS'nqas'l s'( innö'aöss'i TaekniS'i Skti's'o'ut Sitni 6863W Kv o'0S'ma' 6863^2 oQ Setnmg og ut pjeotun KwoWsin'*1' V\>llNN lausaso'u fc&ger&Vr' hösn®o»s hafa ekki hækkað um krónu frá því haustið 1983, svo dæmi sé tekið. En hvaða tilgangi þjónar þá eiginlega að Ijúga í lesendur NT. Frjálshyggjan í Framsókn Það má hins vegar NT eiga fram yfir Framsóknarflokkinn að meir hefur verið að marka and- stöðu blaðsins við frjálshyggjuna heldur en þá andstöðu sem flokksforystan er að dikta upp þessa dagana. Reyndar hefur NT allt frá því að misprentaðist í hausnum á fyrsta degi að blaðið væri málgagn frjálshyggju, verið harðvítugur andstæðingur mark- aðskreddunnar. Hið sama verður engan veginn sagt um Framsóknarflokkinn og þó sérstaklega forystu hans. Henni fer eins og Alexander í húsnæðismálunum, að þykjast nú vera mótvægi við frjálshyggjuna. Baldur Kristjánsson bendir réttilega á í neðanmálsdálki í NT í gær að á íslandi hafi farið fram hljóðlát bylting frjálshyggjunnar. Hennar hefur gætt og hennar gætir á ólíklegustu stöðum En það er fyrst og fremst Fram- sóknarflokkurinn sem hefur skapað markaðskreddunni þetta olnbogarými í íslensku þjóðfé- lagi. Afnám samningsfrelsisins, afnám verðtryggingar á launin, vaxtageggjunin og annað það sem hefur skapað frjálshyggju- og gróðaöflunum brjálæðislega sterka stöðu í íslenska þjóðfé- laginu, - allt er þetta tilkomið samkvæmt pólitískum ákvörðun- um og samþykki Framsóknar- flokksins. Svosem húsnæðismálin eru í auðn og skelfingu undir stjórn Framsóknarráðherra, - þá hefur hin hljóðláta bylting frjálshyggj- unnar tekist að hálfu undir ríkis- stjórn Framsóknarflokksins. Hvort flokkurinn rísi undir ábyrgðinni? -óg- uðÐinuiNN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Utgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, össur Skarphóðinsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oskar Guðmundsson. Fróttastjóri: Valþór Hlöðversson. Biaðamenn: Aðalbjörg Óskarsdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Guðjón Friðriksson, Helgi Guðmundsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gísla- son, Mörður Árnason, Ólafur Gíslason, Sigurdór Sigurdórsson, Víðir Sígurðsson (íþróttir). Ljósmyndir: Einar Ólason, Einar Karlsson. Útlit og hönnun: Filip Franksson, Þröstur Haraldsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson. Útbreiðsiustjórí: Sigríður Pétursdóttir. Auglysingastjóri: Ragnheiður Óladóttir. Auglysingar: Anna Guðjónsdóttir, Ásdís Kristinsdóttir, Hreiðar Sigtryggsson. Afgreiðsiustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Símavarsla: Margrét Guðmundsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmæður: Bergljót Guðjónsdóttir, Ólöf Húnfjörð. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ólafur Björnsson. Bílstjóri: Ólöf Sigurðardóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla, auglýsingar, ritstjórn: Síðumula 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 30 kr. Sunnudagsverð: 35 kr. Áskriftarverð á mánuði: 330 kr. Afgreiðsla blaðsins er opin á laugardögum frá kl. 9 til 12, beinn sími: 81663. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN; Fimmtudagur 25. apríl 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.