Þjóðviljinn - 25.04.1985, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 25.04.1985, Blaðsíða 19
ÍÞRÓTTIR Noregur Gunnarí sviðsljósinu BesturíNoregi, segjablöðin. Iliði ársins. Gerir ótrúlega hluti. Fékk rautt eftir korter \ Frá Markúsi Einarssyni frétta- manni Þjóöviljans í Noregi: Gunnar Einarsson hefur verið mikið í sviðsljósinu í norskum handknattieik í vetur. Lið hans, Fredensborg/Ski, varð bikar- meistari í vetur og á alla mögu- leika á að sigra í sérstakri 4-liða keppni um sæti í IHF-keppninni eftir jafntefli á útivelli, 27-27, gegn nýkrýndum Noregsmeistur- unum, Urædd. Sá leikur var í meira lagi sögu- legur. Gunnar var rekinn af leikvelli fyrir fullt og allt eftir að- eins 15 mínútur fyrir „hroðalega ljótt brot“ eins og sagt var í blöð- unum. Síðar í leiknum setti Fre- densborg inná leikmann sem átti að vera utan vallar í 2 mínútur en það uppgötvaðist ekki fyrr en Ieiknum var lokið. Urædd hefur kært leikinn útaf þessu og ekki er útséð um hvernig það muni fara en liðin eiga að leika síðari úr- slitaleik sinn í kvöld. Úrslitin 'fyrrakvöld. skipta þó ekki máli hvað varðar Evrópusæti, Urædd leikur í Evr- ópukeppni meistaraliða næsta vetur og Fredensborg í Evrópu- keppni bikarhafa. Lið númer þrjú í þessari keppni fer því í IHF-keppnina. Gunnar hefur verið ráðinn þjálfari Fredensborg/Ski fyrir næsta vetur eins og Þjóðviljinn hefur áður skýrt frá. Hann var nú í vikunni valinn í „lið ársins“ hjá norsku blaði og blaðamenn hér virðast á einu máli um að Gunnar sé besti leikmaður norsku 1. deildarinnar. Hann hafi gert ótrúlega hluti í leikjum Fredensborg/Ski, hluti sem aldrei hafi sést áður í norskum hand- knattleik. Já, þó fyrrum landsliðsmaður- inn úr FH hafi einbeitt sér að þjálfun Stjörnunnar undanfarin ár og lítið leikið sjálfur er greini- legt að hann hefur engu gleymt - hann er leikmaður í hæsta gæða- flokki. Noregur Guðbjöm bjartasta vonin Brann loks með almennilegan markmann Frá Markúsi Einarssyni frétta- manni Þjóöviljans í Noregi: „Guðbjörn Tryggvason er bjartasta vonin hjá Start,“ segir í einu norska blaðanna í gær þar sem fjallað er um 1. deildar- keppnina í knattspyrnu sem hefst á sunnudaginn. Skagamanninum Ijóshærða er spáð miklum frama með Start í sumar þrátt fyrir að brösuglega hafi gengið hjá honum í vor. Guðbjörn er tvívegis búinn að tábrotna og óvíst er hvort hann geti leikið gegn Bjarna Sigurðs- syni og félögum í Brann á sunnu- daginn. Bjarni hefur leikið mjög vel í markinu hjá Brann í æfingar- leikjunum í vor og hefur fengið lofsamleg ummælj. Blöðin segja að nú hafi Branri loksins náð í almennilegan markmann, þetta hafi alltaf verið veik staða hjá lið- inu þar til nú. Það verður fróðlegt að fylgjast með gengi íslands- og bikar- meistaranna frá Akranesi í norsku 1. deildinni í sumar og vonandi getur Guðbjörn leikið með Start í Bergen á sunnudag- inn. Teitur Þórðarson fókk hættulegasta færi Islands í Luxemburg í gær. Hann hefur skorað 3 mörk í 5 leikjum með Yverdon [ Sviss. Teitur Gengið vel persónulega ,AIér hefur gengið vel með svissneska 2. deildarliðinu Yverdon, persónulega, en staða liðsins í fallbar- áttunni er vonlítil. Ég vissi vel að hverju ég gekk, liðið var sama og fall- ið um áramót og það er alltaf erfitt að leika við slíkar kringumstæður", sagðl Teitur Þórðarson landsliðsmað- ur í knattspyrnu í samtali við Þjóðvilj- ann í gær. Teitur hefur skorað 3 mörk í 5 leikjum með Yverdon en hann gekk til liðs við félagið eftir áramótin. Yverdon getur enn sloppið við fall en, eins og Teitur sagði, er sá möguleiki fyrst og fremst tölfræðilegur. Teitur fer til síns gamla félags, Oster í Sví- þjóð, í júní en hann hefur gert tveggja ára samning við félagið sem hann lék með við góðan orðstír fyrir nokkrum árum. -VS England Man. Utd 0-0 - Oxford upp Á meðan Everton var að gera það gott í Evrópubikarnum í gærkvöldi tapaði eina liðið sem gæti veitt þeim keppni um enska meistaratitilinn tveimur stigum á heimavelli - Manch. Utd gerði aðeins 0-0 jafntefli við Sout- hampton. Sunderland og Luton töpuðu dýr- mætum stigum í fallbaráttunni. Luton tapaði 1-2 heima fyrir Nott. Forest og Sunderland 1-0 í West Bromwich. Stoke tapaði 2-3 fyrir Norwich og Aston Villa og Watford skildu jöfn, 1-1. Oxford er öruggt með sæti í 1. deild í fyrsta skipti eftir 1-0 sigur á Shrewsbury. Evrópumótin Stórkostlegt hjá Everton Ég hef aldrei upplifað svona stemmningu hér á Goodison Park, þetta er stórkostlegt," sagði nýliðinn í enska landsliðinu, Trevor Steven, eftir frækinn sigur ensku meistaraefn- anna, Everton, á vestur-þýsku meistaraefnunum, Bayern Miinchen, 3-1, í undanúrslitum Evrópukeppni bikarhafa í knattspyrnu. Fyrri leikur- inn endaði 0-0 og Éverton leikur því til úrslita í keppninni - gegn Rapid Wien frá Austurrfki. Fimmtíu þúsund manns sáu leikinn, það mesta á Goodison Park í vetur. Strax á 4. mínútu klúðraði Steven dauðafæri og Jean-Marie Pfaff varði frá Kevin Sheedy sem komst einn í gegnum vörn Bayern. Á 36. mín. náðu svo Þjóðverjarnir for- ystu. Ludwig Kögl slapp frá Gary Ste- vens og skaut, Neville Southall varði glæsilega en boltinn hrökk til Uli Hö- ness sem skoraði auðveldlega, 0-1. En Everton byrjaði seinni hálfleik stórkostlega - Andy Gray sendi fyrir mark Bayern og við fjærstöng var Graeme Sharp mættur og ýtti boltan- um í netið, 1-1. Þetta var ekki nóg - Bayern hefði komist áfram á útimark- inu við þessi úrslit. Þegar 15 mín. voru eftir tókst svo hinum eitilharða Gray að koma Everton yfir, 2-1. „Þetta var heppnismark, mistök hjá markverðinum," sagði hinn hógværi miðherji eftir leikinn. Og á 86. mín. var Gray enn á ferð. Nú gaf hann á Steven sem innsiglaði glæstan sigur Everton, 3-1. Sheedy var svo nálægt því að bæta fjórða markinu við í lok- in. Enn vinnur Everton - liðið er gjörsamlega óstöðvandi og stefnir á sigur í ensku 1. deildinni, enska bik- arnum og Evrópukeppni bikarhafa. Rapid Wien verður andstæðingur „Þetta var svo sem ekkert alltof góður leikur en við áttum samt meira í honum og hefðum með smá heppni getað unnið. Sérstak- lega í seinni hálfleiknum voru við meira með boltann en okkur gekk illa að skapa okkur færi“, sagði Teitur Þórðarson landsliðsmaður i knattspyrnu i samtali við Þjóð- viljann í gærkvöldi. Hann lék þá að nýju með íslenska landsliðinu eftir þriggja ára fjarveru - er ís- land og Luxemburg gerðu markalaust jafntefli í Luxemb- urg. Það var Teitur sem fékk hætt- ulegasta færi íslenska liðsins snemma leiks. „Ég var hálfpart- inn búinn að missa af fyrirgjöf en náði að teygj a hælinn í boltann og hitti hann mjög vel en það var Everton en Austurríkismennirnir náðu jafntefli gegn Dynamo í Moskvu, 1-1, eftir að hafa unnið fyrri Ieikinn 3-1. Panenka kom Rapid yfir á 3. mínútu svo liðið hafði leikinn í hendi sér, engu breytti þó Posinatov jafnaði fyrir Sovétmenn. Juventus í erfiðleikum Það verður draumaúrslitaleikurinn í Evrópukeppni meistaraliða, Liver- pool gegn Juventus. Juventus lenti í miklum vandræðum gegn Bordeaux í Frakklandi þrátt fyrir að fara þangað með 3-0 forskot úr fyrri leiknum. Bordeaux sótti látlaust allan fyrri hálfleik og uppskar mark á 24. mín- útu er Dieter Múller skoraði, 1-0. Frakkamir, með Tigana og Giresse í aðalhlutverkum, sóttu síðan látlaust framan af seinni hálfleik, en síðan fór örvæntingin að ná yfirhöndinni og sjálfstraust ítalanna jókst að sama skapi. En á 80. minútu skaut Patrick Battiston að marki Juventus af 30 m færi, stöngin inn - 2-0. Við þetta hljóp aukið kapp í Frakkana en þeir náðu ekki að bæta við þriðja markinu - Juventus vann 3-2 samanlagt og var það sanngjarnt þegar á heildina er litið. Liverpool var ekki í neinum vand- ræðum gegn Panathinaikos í Grikk- landi með 4-0 í pokahorninu úr fyrri leiknum. Að vísu skaut Saravakos í slá Liverpoolmarksins í fyrri hálfleik en á 61. mínútu geystist Mark Lawr- enson í sóknina, lék „einn-tvo“ við Ronnie Whelan og skoraði laglega. Liverpool vann sanngjarnt, 0-1, og samanlagt því 5-0, og leikur til úrslita um Evrópubikarinn í fimmta skipti. bjargað á marklínu", sagði Teitur. Luxemburg fékk eitt dauðafæri í fyrri hálfleik, sitt eina umtalsverða færi í leiknum. Þá komst sóknarmaður liðsins einn í gegn en skaut yfir íslenska mark- ið. íslenska liðið beitti leikaðferð- inni 3-5-2 í fyrri hálfleik en hún verður notuð gegn Skotum þann 28. maí, ef að líkum lætur. í seinni hálfleik var breytt í 4-3-3, meiri áhersla lögð á sóknarleik. Lið íslands var þannig skipað: Bjarni Sigurðsson - Þorgrímur Þráinsson, Árni Sveinsson, Sæ- var Jónsson, Magnús Bergs - Atli Eðvaldsson, Sigurður Jónsson, Guðmundur Þorbjörnsson - Teitur Þórðarson, Ragnar Mar- geirsson, Lárus Guðmundsson. Real Madrid vann upp 2-0 forskot Inter Milano í UEFA-bikarnum og sigraði 3-0 í Madrid - Santillana skoraði tvö fyrstu mörkin. En - Berg- omi varnarmaður Inter var borinn af velli eftir að hafa fengið einhvern að- skotahlut í höfuðið og því bendir allt til þess að leika verði seinni leikinn aftur á hlutlausum velli. Videoton frá Ungverjalandi leikur til úrslita um UEFA-bikarinn, gegn Real eða Inter. Naumt var það þó gegn Zeljeznicar í Júgóslavíu - heimaliðið komst í 2-0 og það hefði dugað því þar sem Videoton vann fyr- ri leikinn 3-1. En Ungverjar náðu að skora rétt fyrir leikslok - lokatölur 2-1 og Videoton áfram, samanlagt 4- 3. -VS Handbolti FH mætir Víkingi Það verða FH og Víkingur sem leika til úrslita í bikarkeppninni í handbolta. í gærkvöldi voru undan- úrslitaleikirnir og sigraði FH Stjörn- una í Hafnarfirði með 23 mörkum gegn 22 f spennandi leik og í Seljaskóla vann Víkingur Val 26-18. Stjarnan hafði frumkvæðið í byrjun á móti FH og voru yfir allan fyrri hálf- leikinn, mest 5 mörk 11-6, en í hálf- leik var staðan 12-10. FH-ingar jöfn- uðu strax í síðari hálfleik og var jafnt á öllum tölum upp að 19-19. Þá náðu FH-ingar yfirhöndinni og komust í 23-20, en Stjörnumenn skoruðu síð- ustu 2 mörkin. Mikil barátta var í leiknum og best- ir FH-inga voru Kristján Arason, Guðjón Árnason og Þorgils Óttar, og hjá Stjörnunni voru þeir Brynjar Kvaran og Hannes Leifsson bestir. Markahæstir voru: Hjá FH Kristján 9/7, Guðjón Á. og Þorgils 5. Hjá Stjörnunni Hannes 7, Magnús T. og Guðm. Þórðarson 4. í Seljaskóla tóku Víkingar sprett þegar staðan var 2-2 og breyttu henni í 7-2. f hálfleik var staðan 11-7. Þessi munur hélst þar til 10 mín. voru eftir og staðan 17-14. Þá kom annar góður kafli hjá Víkingum með 5 mörkum í röð og staðan orðin 22-14. Eftir það leystist leikurinn nánast upp og ör- uggur sigur Víkinga í höfn. Kristján Sigmundsson átti stórleik hjá Víking og varði 23 skot (2 víti). Utileikmennirnir léku allir mjög vel. Valsmenn náðu sér ekki á strik í þess- um leik. Þorbjörn Jensson var þeirra bestur. Mörkin: Víkingur: Þorbergur Að- alsteinsson 7/1, Hilmar Sigurgíslason 5, Viggó 5/3, Karl Þráinsson 4, Guðm. Guðmundsson 4 og Steinar 1. Valur: Þorbjörn 5, Valdimar Gríms- son 4, Jakob Sigurðsson 4/1, Jón Pét- ur og Þorbjörn Guðmundsson 2 og Theodór Guðfinnsson 1. -gsm Landsleikurinn „Ekkert alttof góður leikur“ Markalaust jafntefli í Luxemburg Körfubolti I Keflavík í kvöld Fyrsti landsleikurinn af fjóruin milli Islands og Luxemburgar í körfuknattleik fer fram í íþrótta- húsinu í Keflavík í kvöld og hefst kl. 20. Einar Bollason landsliðs- þjálfari hefur valið tíu leikmenn fyrir leikinn í kvöld og eru þeir eftirtaldir: Pálmar Sigurðsson, Haukum Árni Lámsson, UMFN Torfi Magnússon, Val Björn Stetfensen, |R Birgir Mikaelsson, KR Tómas Holton, Val Gylfi Þorkelsson, IR Jón Kr. Gíslason, (BK Valur Ingimundarson, UMFN (var Webster, Haukum. Hreiðar Hreiðarsson, UMFN, Ólafur Rafnsson, Haukum, Guðni Guðnason, KR og Hreinn Þorkelsson, ÍR, hvfla í kvöld. Björn Steffcnsen leikur nú sinn fyrsta landsleik. Annar leikurinn verður í Hafn- arflrði annað kvöld, sá þriðji í Sefjaskóla í Reykjavík kl. 14 á laugardag og sá fjórði á Akureyri á sunnudaginn kl. 15. Þar leikur Torfl Magnússon væntanlega sinn 100. landsleik. í liði Lux- emburgar eru tveir leikmenn sem eru yfir 2 metra á hæð, Kalmes sem er 2,04 og Rock sem er 2,05. -VS Fimmtudagur 25. apríl 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 19

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.