Þjóðviljinn - 07.05.1985, Page 3

Þjóðviljinn - 07.05.1985, Page 3
Samningar Tími og innihald í samhengi s Asmundur Stefánsson: Samningar í voryrðu bráðbirgðalausn. Telji Þorsteinn Pálsson ríkissjóð þola skattalœkkanir, þá erþað vel... ASÍ-VSÍfundur í dag Forseti ASI tekur mjög dræm- lega í hugmyndir VSI-manna og ríkisstjórnarinnar um samn- inga til langs tíma nú í vor. „Verði gerðir samningar í vor til að leysa þann bráða vanda sem við blasir í sumar er óraunhæft að miða við annað en nokkra mánuði“, sagði Ásmundur Stefánsson við Þjóð- viljann í gær. í dag klukkan tíu munu forystumenn ASI og VSI funda um tiliögu miðstjórnar AI- þýðusambandsins að kauphækk- un í vor til að afstýra kaupmáttar- hrapi í sumar. . Ásmundur sagði að af hálfu ASÍ væri litið á samninga í vor sem „bráðabirgðalausn". Um „samningaviðræður í heild sinni“ sagði Ásmundur að lengd samn- ings hlyti að fara eftir því hvaða kaupmátt væri miðað við og hvernig samningurinn yrði tryggður: „Við hljótum að skoða samningstíma í samhengi við innihald. En áður en nokkur samtöl hafa verið milli okkar og atvinnurekenda tel ég tilgangs- lítið að fara í hávaðadeilur um samningstíma.“ Um miðjan mánuð hittast for- ystumenn landssambanda innan ASÍ og taka afstöðu til þeirra til- lagna miðstjórnarinnar að um kaupmátt og kaupmáttartrygg- ingu verði samið sameiginlega, en samböndin semji sérstaklega um sérmál sín. Ákvörðun um kröfugerð í viðræðum við VSÍ verður ekki tekin fyrren eftir þann fund, enda eru samninga- mál í höndum einstakra félaga ASÍ. Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir í Morg- unblaðinu á sunnudag að hann líti svo á að „skattarnir geti orðið veigamikill þáttur í lausn máls- ins“. Um þetta sagði Ásmundur í gær: „Ég hef ekki séð neinar hug- myndir af hálfu stjórnvalda um lausnir í skattamálum. Ef Þor- steinn Pálsson metur fjárhag rík- issjóðs þannig að svigrúm sé til skattalækkunar, - þá er það vel, og við hljótum að skoða það.“ Stykkishólmur Nyflugstöð Stöðin hefur verið áfjórða ár í byggingu og kostar um 8 miljónir króna Um síðustu helgi var opnuð ný og glæsileg flugstöð í Stykkis- hólmi. Byrjað var á smíði stöðv- arinnar 1982, sem og flugstöðv- unum á Þingeyri og Patreksfirði en þær eru allar eins og hafa allar verið teknar í notkun á þessu ári. Stöðin í Stykkishólmi er 250 fermetrar að grunnfleti, með veitingaaðstöðu og einu gistiher- bergi sem ætlað er fyrir starfs- menn Flugmálastjórnar. Kostn- aður við byggingu stöðvarinnar er um 8 miljónir króna, að sögn Péturs Einarssonar flugmála- stjóra. Þegar stöðin var opnuð flutti sóknarpresturinn í Stykkishólmi séra Gfsli Kolbeins stutt ávarp og bæn. Pétur Einarsson flugmála- stjóri lýsti byggingu hússins, Matthías Bjarnason samgöngu- ráðherra flutti smátölu og sveitarstjórinn í Stykkishólmi sömuleiðis. Síðan tók til máls Jó- hann Rafnsson, sem alla tíð hefur verið mestur baráttumaður í Stykkishólmi fyrir flugsam- göngum. Hans þrotlausa barátta fyrir bættum flugsamgöngum hefur orðið til þess að í Stykkis- hólmi er kominn ágætur flug- völlur og svo þessi myndarlega flugstöð. Jóhanni til heiðurs lét Flugmálastjórn stækka ljósmynd af honum og var hún hengd uppá vegg í nýju flugstöðvarbygging- unni. - S.dór. Nýja flugstöðin á opnunardaginn. Mynd: S.dór. Samningar Sameiginlegar kvennakröfur Skýrsla sýnir verulegan launamun eftir kynjum. Samstarfsnefnd kvenna vill breyta vinnubrögðum við samninga og „leysa upp samtryggingu karla“ Fundur sem Framkvæmda- nefnd um launamál kvenna hélt nú á laugardag með konum í stjórnum og samninganefndum stéttarfélaga hvatti til að konur í öllum stéttarfélögum setji fram sameiginlegar kröfur í næstu samningum. Fundurinn vill stofna samstarfshóp kvenna úr Adolf J E Petersen latinn Adolf JE Petersen fyrrum verk- stjóri hjá Vegagerð ríkisins er látinn, 78 ára að aldri. Hann var fæddur á Akureyri 10. maí 1906 og voru foreldrar hans Emil Pet- ersen verkamaður og kona hans Þuríður Gísladóttir. Fósturmóðir hans var Guðrún M. Jóhannes- dóttir frá Vatnsenda í Olafsfirði. Adolf réðst til Vegagerðar ríkisins og varð þar aðalverk- stjóri 1941. Vann hann löngum að félagsmálum vegagerðar- manna og verkstjóra og sat lengi í stjórn Verkstjórasambands Is- lands. Var hann sæmdur fyrsta gullmerki þess árið 1977. Adolf Petersen varð varabæj- arfulltrúi fyrir Alþýðubandalagið í Kópavogi 1974 og sat hann um skeið sem aðalfulltrúi í bæjar- stjórn. Hann vann ýmis nefndar- störf fyrir Kópavogskaupstað og ber þar hæst störf hans í náttúru- verndarnefnd bæjarins, en hann lét náttúruvernd mikið til sín taka. Var hann hafsjór af fróðleik um örnefni og náttúru lands síns og annaðist m.a. örnefnaskrá fyrir Kópavogskaupstað á árun- um 1979 og 1980. Mikið af rituðu máli, lausu og bundnu, liggur eftir Adolf JE Petersen. Gaf hannm.a. útljóða- bækurnar Rímur aldarinnar og Vorljóð á hausti. Hann annaðist vísnaþátt í Þjóðviljanum um langt skeið. Þá ritaði hann all- mikið um söguleg efni og annað- ist m.a. ritstjórn 1. bindis að sögu Kópavogs sem Lionsklúbbur Kópavogs gaf út. Adolf var einn stofnenda Sögufélags Kópavogs og mun lsta árbók félagsins koma út innan skamms undir rit- stjórn Adolfs. Eftirlifandi kona hans er Hólmfríður Benediktsdóttir. Þjóðviljinn vottar aðstandendum Adolfs JE Petersen samúð sína og þakkar honum stuðninginn við blaðið. Ritstjórn. öllum heildarsamtökum launa- fólks í þessu skyni. Á vegum framkvæmdanefnd- arinnar hafa þær Esther Guð- mundsdóttir og Guðrún Sigríður Vilhjálmsdóttir safnað saman upplýsingum um launamál kvenna og sýnir skýrsla þeirra mikinn mun á launum karla og kvenna hvar sem borið er niður. í ályktun fundarins á laugardag er skorað á stéttarfélögin að breyta vinnubrögðum og skipu- lagi við samningagerð, semja fyrir opnum tjöldum, og „leysa upp samtryggingu kala“. Megin- markmið í sameiginlegri kröfu- gerð kvenna telur fundurinn eiga að vera: endurmat starfa í hefð- bundnum kvennagreinum, að leiðrétta mun á launum kvenna og karla fyrir sambærileg störf í næstu samningum, að konur njóti endurmenntunar á fullum launum, dagvinnulaun nægi til framfærslu fjölskyldu, nægt dag- vistarrými, samfelldur skóladag- ur, skólamáltíðir. í Framkvæmdanefnd um launamál kvenna eru nítján kon- ur. Þar sitja fulltrúar allra stjórnmálaflokka og -samtaka, fulltrúar verkalýðssamtaka og -félaga og fulltrúar nokkurra samtaka kvenna. ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 Bjórfrumvarp Tillaga um þjóðaratkvæða- greiðslu Eftir margra vikna bið kom „Bjórfrumvarpið“ til umræðu í neðri deild Alþingis á síðdegis- fundi í gær. Hafði Pálmi Jónsson framsögu fyrir meirihluta Allsherjarnefnd- ar deildarinnar sem leggur til að frumvarpið verði samþykkt. Rakti Pálmi í ræðu sinni noíckrar röksemdir fyrir áliti meirihlutans og lagði áherslu á að með breytingunum yrði lokið því tímabili tvískinnungs sem staðið hefði um árabil þar sem bjór væri fluttur til landsins, bruggaður og smyglað til landsins í verulegum mæli. Ólafur Þ. Þórðarson hafði fram- sögu fyrir áliti minnihlutans sem styður skoðun sína þeim rökum að með breytingunni myndi áf- engisneysla stóraukast í landinu. Taldi Ólafur rök meirihlutans ekki haldbær. Gunnar G. Schram gat þess að nú þegar drykkju landsmenn 15- 20 lítra á mann af löglega inn- fluttu og smygluðu öli og bjórlíki. Gunnar hefur skrifað undir álit meirihlutans með fyrirvara. Forseti frestaði fundi þannig að ekki gafst tækifæri til að fjalla um nýja breytingartillögu Kar- vels Pálmasonar um þjóðarat- kvæðagreiðslu um málið. hágé.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.