Þjóðviljinn - 07.05.1985, Síða 6

Þjóðviljinn - 07.05.1985, Síða 6
MINNING Ási í Bæ Framhald af bls. 5 Kristjánssonar. Eitt af því, sem ég minnist frá æsku minni, var eftirvæntingin sem greip um sig þegar nálgaðist þjóðhátíð og menn fóru að ræða sín á milli að nú væri Oddgeir búinn að semja nýtt þjóðhátíðarlag og Ási væri að yrkja kvæði. Enda fór svo að mörg þessara laga urðu þjóðar- eign og munu sungin á meðan „lífsþorstinn leitar á hjörtun" og „öldur á Eiðinu brotna“. Kynni okkar Ása í Bæ urðu með einkennilegum hætti: Vetur- inn 1967 var ég fenginn til að semja danslag fyrir hljómsveitina Loga í Vestmannaeyjum, sem var vinsæl hljómsveit og hugðist gefa út hljómplötu. Mér var þetta einkar kært og Ási, óumdeilt hér- aðsskáld Vestmannaeyinga, var beðinn að semja ljóð við lagið. Síðan leið og beið og ekkert frétt- ist. Svo var það einn vordag að ég hitti söngvara hljómsveitarinnar að máli og hann sagði mér sínar farir ekki sléttar: „Kallinn er bú- inn að yrkja um einhvern draum, sem engum dettur í hug að syngja“. Vonbrigði mín urðu mikil. Þau ristu stöðugt dýpra og ég sá fram á gagnkvæman ósigur okkar Ása beggja. Þess vegna hélt ég á fund skáldsins og tjáði honum að mig langaði að heyra þetta fyrsta ljóð, sem hafði verið gert við lag eftir mig og varð Ási fúslega við beiðni minni. Hann tók fram gítarinn og söng kvæðið Fréttaauka af mikilli viðkvæmni. Ég hrökk við. Var þetta popp- gargið, sem ég hafði samið? - Síðan liðu mörg ár. Ég reyndi að koma lagi og kvæði á framfæri, en það var of pólitískt; skáldið hafði orðið á undan samtíð sinni og ljóðið minnti um of á Víetnam. Svo var það árið 1981 að tækifæri gafst til að setja hvort tveggja á hljómplötu og það fór sem okkur Ása grunaði, kvæðið hitti beint í mark og Ási, sem þá átti þrjú ár í sjötugt, varð vinsæll popptexta- höfundur. Fyrir ári hélt Ási upp á sjötugs- afmæli sitt. Af því tilefni tóku nokkrir alþýðulistamenn sig til og héldu ásamt afmælisbarninu tón- leika í Norræna húsinu þar sem Ási las úr verkum sínum og sung- in voru ljóð hans og lög sem hann hafði samið eða samin höfðu ver- ið við ljóð hans. Norræna húsið var þéttskipað fólki og margir urðu frá að hverfa. Andrúmsloft- ið var stórkostlegt: Skáldið hreif áheyrendur með sér og menn sungu af hjartans lyst, en áheyrendur höfðu fengið lítið kver með ljóðunum sem sungin voru. Yfirleitt, þegar íslendingar koma saman, er fjöldasöngur heldur hjáróma og menn þora ógjarnan að láta til sín heyra. En þarna söng hver maður hástöfum og undirleikarar heyrðu varla í hljóðfærum sínum. Þessi stund verður aldrei end- urtekin. Ási er horfinn héðan yfir landamærin, en verkin hans lifa áfram á vörum þjóðarinnar. Hugur okkar sem eftir lifum fyll- ist þakklæti til hans fyrir þær gjaf- ir, sem hann færði okkur. Arnþór Helgason. Mig langar að skrifa örfá minn- ingabrot um hann Ása minn, sem örlítinn þakklætisvott fyrir mína hönd og barnanna minna tveggja, Védísar q&Egils. Egkynntist Ásafnc vorið ’68, þá stóð hann allt í eiaföí kjallara- dyrunum á Baldursgötu 9, heim- ili okkar Þorsteins frá Hamri, fyrrverandi manns míns, og var fluttur á móti með skrifstofu Spegilsins. „Spegilstímabilið“, einsog við Þorsteinn höfum stundum kallað það, var hafið. En það tímabil var Ási nánast daglegur gestur á Baldursgötu 9, og Ragnar Lár. teiknari og með- eigandi hans oft með í för. Stund- um var rétt litið við á leiðinni heim í kvöldmat en stundum gerður stanz. Stundum var þá peli með í farteskinu og stundum jafnvel koníakspeli. „Það er svo gott fyrir hjartað og gerir mann góðan,“ sagði Ási stundum um koníakið. Hann átti auðvelt með að heilla Védísi litlu dóttur mína, einsog önnur börn og hún leit fljótlega á Ása sem sér nákominn mann, frænda eða jafnvel afa. Þegar ég hitti Ása fyrst gekk ég með seinna barnið mitt, og er ég fæddi son í fyllingu tímans, gladd- ist Ási mjög yfir þessu undri lífs- ins. „Maður á að eiga milljón,“ sagði hann stundum og hampaði Agli kunnáttusamlega, því sjálf- ur átti hann fjögur. Samband gervifótinn og framleiddi þannig feikna míkil hljóð. Þetta var kall- að „að gera hittið“. „Ási, gerðu hittið,“ var oft beðið og Ási hafði lag á að draga það hæfilega á langinn til að vekja enn meiri eft- irvæntingu og gera enn meiri lukku þegar stundin rann upp. Enda var „hittið" ævinlega há- markið í heimsóknum Ása. Þótt margt komi upp í hugann og margt sé að þakka fyrir, þá er ein minning mér kærust, og hún er tengd þeim Spegilsfélögum báðum, Ása og Ragnari. Þeir vissu að þegar Egill kom í heim- inn var þröngt í búi hjá skáldinu og ekki til fé fyrir barnavagni. Þetta fannst nú ritstjóra Spegils- ins ótækt ástand og tók til sinna ráða. Þá voru starfræktar tvær kominn ættingja, og ég sé á bak einum minna beztu vina og kveð Ása með miklum trega og sökn- uði. Ég votta eiginkonu, bömum og barnabörnum dýpstu samúð mína. Guðrún Svava Svavarsdóttir Ási í Bæ hafði verið með Græn- lendingum og hafði með þeim sterka samúð og augu hans skutu neistum þegar hann talaði um það hvernig komið var fyrir þessu elskulega fólki sem hafði verið dregið úr út náttúrulegu líferni sínu og inn í „neysluljóð heimsins". í kvæðabók um þeirra Egils varð mjög náið, enda bar Ási hann á höndum sér frá fæðingu. Ási tók fljótt upp ýmsa siði, sem þróuðust smám saman eftir því sem Egill stækkaði. Hann hafði fyrir fasta venju að jafnhatta Egil til að athuga hvort hann hefði stækkað og þyngst síð- an síðast. En nú eru reyndar liðin mörg ár síðan það var gerlegt af skiljanlegum ástæðum. En þá var tekinn upp sjómaður í staðinn við mikla kátínu. Auk þess var svo brugðið á leik fyrir bæði börnin. Ási notaði stafinn sinn sem fiðlu- boga og líkti eftir hljóðfærinu um leið, og hann kunni líka að snúa honum einsog amerískar stúlkur, sem fara fyrir skrúðgöngum, og ég veit ekki hvað eru kallaðar, eða kannski tók hann þetta eftir Maurice Chevalier eða einhverj- um Hollywood dansköppum millistríðsáranna. Hann sagði þeim oft sögur með miklum fett- um og brettum og brá sér í mörg hlutverk í einu. Oft var gítarinn tekinn fram á þessum árum eða jafnvel stigið orgel og sungið með. Þegar Raggi Lár var með tók hann sig stundum til og hermdi eftir og þá oftast eftir kunnum söngvurum og stundum voru teiknaðar myndir af allri fjölskyldunni. Allt vakti þetta mikla kæti, en mesta lukku gerði þó gervifóturinn, eftir að Ási fékk hann. Ekkert stóðst saman- burð við þann töfragrip í augum barnanna minna. Ási tók, að ég held, lofttappa úr fætinum og pumpaði með stúfnum ofaní verzlanir í grenndinni, sem verzluðu með notaða barnavagna og kerrur. Ási fór á báða staðina og bauð að birta auglýsingu í Speglinum gegn því að fá notað- an barnavagn. Onnur verzlunin gekk að þessu, svo Raggi teiknaði auglýsingu og Ási samdi texta og auglýsingin birtist í „Speglinum". Ég held ég muni aldrei gleyma því, þegar þeir komu tveir saman niður Bald- ursgötuna akandi tómum, gráum barnavagni á milli sín. Gleðin var svo mikil, að mér finnst endilega að þeir hafi þotið eða jafnvel flogið niður alla götuna. Þetta voru dýrðarár. Full með glens og grín, ljóðskraf og söng og pólit- ískar og heimspekilegar um- ræður. En síðan þá er mikið vatn til sjávar runnið. Dóttirin orðin full- orðin manneskja og býr í út- löndum, sonurinn á leiðinni að verða fullorðinn og við Þorsteinn slitum samvistum fyrir þremur árum. Þótt Ási héldi tryggð við okkur gegnum þykkt og þunnt, sáumst við alltof sjaldan síðustu árin, af ýmsum ástæðum. Þó heimsótti Ási okkur Egil glaður og reifur eftir Spánardvölina og þeir brugðu sér þá í einn sjó- mann, svona uppá gamlan. Við erum öll þrjú þakklát fyrir að hafa verið samferða Ása um stund og fengið skerf af þeirri mannlegu hlýju og lífsgleði sem hann sparaði ekki að veita inní okkar daglega líf. Börnunum mínum finnst þau hafa misst ná- Grænland efnir hann í mikinn seið gegn óvinum sínum og granna okkar í vestri, hann vill slá þá „vængjum heiðríkjunnar“, hann vill „kringja þá gjörninga- þokurn". Það kom reyndar víðar fyrir í bókum Ása að hann vildi prófa hvernig færi ef undrinu væri hleypt inn í líf mannanna. Þegar hann gaf út skáldsöguna Korriró voru höfundar margir mjög upp- teknir við kórrétt raunsæi - þá tók Ási sig til og lét út af náunga einum í sjávarplássi streyma mik- inn og óútskýrðan kraft og inn í aðra menn og breyta þeim og öllu þeirra hátterni. Og sjá: Heimur- inn er annar en hann var: Sér- hagsmunapotið hefur lagt á flótta, rembingurinn, ránskapur- inn, hræsnin, tilfinningakuldinn og kyndeyfðin, en fram sækja samhygð, sameign, góðvild, um- burðarlyndi og holdsins gleði. Það er margt gott um þessa bók. Hún minnir svo hressilega á það hver maður Ási var sjálfur - galdramaður, óvinur grámó- skunnar, útsmoginn samsæris- maður gegn leiðindum heimsins. Ási í Bæ kom stundum við hér á Þjóðviljanum og færði okkur eitt og annað bundið og óbundið, munnlegt og skriflegt og hafi hann kæra þökk fyrir það allt. Við vorum einhverju sinni að tala saman um landsins og sósíalis- mans gagn og nauðsynjar og þá sagði hann rétt si sona: Ég held að þú sért manneskja. Þetta fannst mér besta lof og bjó að því lengi. Sjálf þurftum við aldrei að „halda“ neitt um Ása í Bæ, hann VAR svo sannarlega Manneskja. Eiginkonu og börnum Ása sendi ég mínar einlægustu sam- úðarkveðjur. Árni Bergmann. 1. maí. Ég sit einn í bíl á leið vestur á Stykkishólm. Klukkan er langt gengin í tíu. Hvalfjörður. í útvarpinu syngur Ási í Bæ vísur sínar um Gulla Valdason, hvern ekki var mulið undir. Hins vegar pissuðu utan í hann góðborgarar, enda dansaði hann ekki eftir þeirra nótum. Þannig vísur á að syngja á slíkum degi. Liðið er fram á hádegi og stefn- an tekin norður yfir Kerlingar- skarð. Þeir á fréttastofunni flytja tíðindi af tilstandi dagsins. Kem- ur þá ekki, eins og skrattinn úr sauðarleggnum, andlátsfregn Ása. Og ég sem hélt, að þessi minn gamli staupkumpán og bróðir í anda mundi fráleitt geispa golunni fyrr en þessi öld hefði tekið staf sinn og hatt. Þannig líður tíminn og Breiðafjörður blasir við í nettri ró, eins og mannlífið á Hólmin- um. Mikið hefði sá staður haft gott af hóflega hrjúfri yfirreið Ása í Bæ. En því verður ekki við- komið héðan af. Víst kveð ég Ása með nokkr- um trega. Þó votta ég engum samúð mína, því vissulega er mulið undir okkur, sem eigum vísa endurfundi við góða drengi. Pjetur Hafstein Lárusson. Sumarið 1937 var ég eitt sinn á gangi niður Bárustíg í Vest- mannaeyjum með Binna móð- urbróður mínum. Eftir gangstétt- inni hinum megin götunnar gekk ungur maður við staf, stórlega fatlaður á öðrum fæti, en tigin- mannleg reisn yfir honum engu að síður, og sólvindur lék í hári hans. Hann vakti strax athygli mína, og ég spurði hver maður- inn væri. „Þetta er Ási í Bæ,“ sagði Binni. Frekari kynning var óþörf, því ég hafði oft heyrt hans getið sem spéfugls og vinsæls gaman vísnasöngvara. Síðar átti ég eftir að kynnast honum náið, eiga hann að félaga og vini yfir fjörutíu ár. Svo fágætt var trygglyndi hans. Nú er þeirri skemmtilegu sam- fylgd skyndilega lokið. Ég var á ferðalagi í öðrum landsfjórðungi, þegar mér var sagt lát hans. Þó ég vissi að hann hafði átt við van- heilsu að stríða seinustu mánuði og taflið tvísýnt, kom mér fregnin á óvart. Ég talaði við hann klukk- utíma áður en ég fór úr bænum. Hann var þá hress í máli að vanda og taldi sig á góðum batavegi, þó hægt færi. Það var fallegt af forsjóninni, fyrst komið var að hinstu lend- ingu hvort eð var, að unna Ása „síðasta lokadags" í stíl við líf hans og hugsjónir: 1. maí þegar alþýðan sem hann unni fer um götur undir blaktandi rauðum fánum „til frelsis okkar stétt“. Mikill sjónarsviptir er að Ása í Bæ og tóttilegt að eiga ekki von á fleiri sanjfimdum. En það er ekki eins og któpn skilji okkur eftir arf- laus. Eg hief verið að lesa í bókun- um han& seinustu dægrin. Þar mætum Við honum ljóslifandi á hverri sfðu: glöðum og reifum, jafnglöggum á mannlega fegurð sem fánýti og mannlegan veik- leika, glettnisbrosið alltaf í kallfæri, og gott er hjartað sem undir slæi. Vegna -ytri atvika tókst mér ekki milli andláts hans og útfarar að setja orð á blað sem minningu hans væru samboðin. En ég flyt honum saknaðarkveðju og heilar þakkir fyitir liðna tíð. Einar Bragi 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN ' Þrlðjudagur 7. maí 1985

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.