Þjóðviljinn - 07.05.1985, Page 8
MANNUF
Sund og önnur líkamsrækt er mikilvægur þáttur í félagsstarfi aldraðra og getur haft mikla þýðingu í baráttunni gegn einmanaleikanum
Aldraðir
Gegn einmanaleikanum
Menningarsamband aldraðra á Norðurlöndum heldur ráðstefnu
í Reykjavík um næstu helgi
Á fimmtudaginn hefst á Hótei
Esju ráðstefna á vegum Menning-
arsambands aldraðra á Norður-
löndum (Samnordisk Pensio-
nárkultur) og stendur í fimm
daga. Þingið sækja liðlega 50 út-
lendingar og um 20 íslendingar,
aðallega fólk sem vinnur við fé-
lagsstarf aldraðra. Verndari ráð-
stefnunnar er forseti Islands, frú
Vigdís Finnbogadóttir.
Það eru tvær konur sem borið
hafa hitann og þungann af undir-
búningi ráðstefnunnar hér á
landi, þær Jónína Kristjánsdóttir
úr Keflavík og Anna Sigurkarls-
dóttir úr Kópavogi. Þær hafa
báðar starfað að málefnum aldr-
aðra undanfarin ár og við báðum
þær að segja frá þessu starfi.
„Menningarsamband aldraðra
á Norðurlöndum var stofnað í ág-
úst 1982 og þetta er fjórða ráð-
stefnan sem það heldur. Formað-
ur sambandsins er Finninn
Bjarne Lönegren en í stjórn eiga
sæti einn fulltrúi frá hverju landi,
Söngför
Skagfirska
söngsveitin
til Ítalíu
18 daga ferð sem hefst 28. maí
Það var enginn smáræðis
hljómur, sem mætti blaða-
manni Þjóðviljans þegar hann
leit inn á æfingu hjá Skagfirsku
söngsveitinni i félagsheimil-
inu Drangey kvöld eitt nú fyrir
nokkru. Verið var m.a. að æfa
nýstárlegt lag eftir Gunnar
Reyni Sveinsson, átakamikið
og næsta óvenjulegt að gerð
miðað við kórlög yfirleitt.
- Það kom auðvitað ekki ann-
að til mála en að við tækjumst á
við þetta lag, sögðu þau Björgvin
Þ. Valdimarsson söngstjóri og
Lovísa Hannesdóttir, formaður
Söngsveitarinnar. - Gunnar
Reynir samdi lagið í tilefni af 15
ára afmæli kórsins, við kyndugan
texta eftir Halldór Laxness.
Lagið er kröfuhart en við erum
að vona að okkur takist samt að
komast svona sæmilega frá því og
það er greinilegt, að söngfólkið
hefur gaman af að takast á við
nýstárlegt viðfangsefni.
Skagfirska söngsveitin var
stofnuð fyrir 15 árum og hefur
starfað óslitið síðan. Snæbjörg
Snæbjarnardóttir stjórnaði henni
frá upphafi og þar til fyrir 2 árum,
að Björgvin Þ. Valdimarsson tók
við.
- Við byrjuðum æfingar 1.
september í haust og var það
óvenju snemmt, sögðu þau
Björgvin og Lovísa. En afmælið
rak á eftir. Fyrst æfðum við sérs-
takt jólaprógramm og fluttum
það bæði í Reykjavík og Hverag-
Jónína situr þar fyrir íslands
hönd.
Ráðstefnurnar fara þannig
fram að fengnir eru góðir kennar-
ar og fyrirlesarar til að fjalla um
málefni ellinnar og leiðbeina
okkur sem stöndum í að skipu-
leggja félagsstarfið. Mest áhersla
er þó lögð á að kynna útlending-
unum það sem gert er hér heima
auk þess sem mikið af starfinu fer
fram í hópum.
Það verður farið í Norðurbrún
þar sem sett verður upp sýning á
handavinnu þeirra sem þar búa
og í Kópavogi verður haldin
leikfimisýning þar sem þátttak-
endur eru á aldrinum 70-88 ára.
Einnig verður farið í Hveragerði
og elliheimilið Ásbyrgi skoðað.
Haldin verður tískusýning á föt-
um fyrir aldraða og þeir Gylfi Þ.
Gíslason og Þórir H. Guðbergs-
son halda erindi auk erinda út-
lendinganna.
Mikið af starfinu fer fram í
hópum þar sem fengist verður við
leik, söng, handavinnu ofl. Á
kvöldin verða kvöldvökur þar
sem áhersla er lögð á að fólkið
skemmti sér sjálft en sé ekki
matað.“
- Á hvaða aldri eru þátttakend-
ur?
„Þeir eru á ýmsum aldri en í
hópnum eru margir sem komnir
eru á eftirlaun og starfa að félags-
málum aldraðra. Á Norðurlönd-
unum er mikið um að fólk fari
fyrr á eftirlaun en hér á landi. Á
fyrri ráðstefnum hefur komið
glöggt í ljós að fólk getur ýmislegt
gert þótt það sé orðið gamalt. í
Svíþjóð tróð upp hljómsveit níu
kvenna sem á yngri árum höfðu
allar fengist við hljóðfæraslátt.
Þær höfðu tekið sig til og grafið
upp gömlu hljóðfærin sín, gítara,
mandólín ofl., og voru farnar að
leika opinberlega, mas. í ein-
kennisbúningum. Og þær voru
búnar að fara til Ameríku til að
leika þar á tónleikum.
Meginmarkmiðið með svona
ráðstefnum eins og öllu félags-
starfi aldraðra er að virkja fólk
svo það verði ekki einmana. Það
er svo margt hægt að gera til þess
og það þarf ekki að kosta mikinn
pening. Svona mót eru mikilvæg
fyrir þá sem sinna þessu starfi,
þau örva fólk í starfi og veita nýj-
um hugmyndum inn í félagsstarf-
ið“.
Þeir sem hafa áhuga á að fylgj-
ast með ráðstefnu Menningars-
ambands aidraðra á Norður-
löndum eru velkomnir á Hótel
Esju meðan á henni stendur.
Hún verður sett á fimmtudags-
kvöldið kl. 21 og síðan verður
dagskrá á hverjum degi frá kl.
8-18 nema sunnudag því þá verð-
ur farið í skoðunarferð austur
fyrir fjall. Reyndar hefst starfið
kl. 7.30 á morgnana því þá gera
þátttakendur nokkrar léttar
leikfimiæfingar á bflaplaninu bak
við Hótel Esju. Ráðstefnunni
lýkur á mánudagskvöld.
-ÞH
erði. Við vorum í einskonar æf-
ingabúðum austur í Ölfusborgum
í haust og svo aftur í janúar. Var '
sú dvöl hvorttveggja í senn, gagn-
leg og skemmtileg. Æfingar hafa
verið tvisvar í viku en oftar nú
upp á síðkastið.
Nú stendur fyrir dyrum önnur
utanför Söngsveitarinnar. Hún
fór söngför til Kanada 1981 en nú
mun leiðin liggja til Íalíu. Er áfor-
mað að fara 28. maí og tekur
„túrinn" 18 daga. Aðalaðsetur-
staðurinn verður Bolsana í Týról,
þótt að sjálfsögðu verði sungið
víðar, en aJIs verða haldnir 5 tón-
leikar. Sigurður Demetz hefur
raddþjálfað kórinn og verður
hann fararstjóri í utanförinni.
Undirleikari er nú sem að undan-
fömu, Ólafur Vignir Albertsso
Einsöngvarar eru Guðbjö
Guðbjörnsson og Halla Jón;
dóttir, en bæði eru þau nemend
Demetz.
Ekki gera kórfélagar ráð fy:
því að fá neinn fjárhagsstyrk
fararinnar. Þeir verða því bara;
treysta á mátt sinn og megin. Ýi
islegt hefur verið gert til þess ;
afla farareyris. Meðal annars ef
til happdrættis þar sem vinning
voru ferð fyrir einn með kórnu
út og fjögur málverk eftir ska
firska listamenn. Auðvitað ver
ur þetta dýrt ferðalag en söngfó
hefur aldrei vflað fyrir sér að klí
þrítugan hamarinn þegar söngi
inn er annars vegar.
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 7. maí 1985