Þjóðviljinn - 07.05.1985, Page 15
FRÉTTIR
Jökulfellið
Sérhannað
fyrir Sambandið
Nýjastaflutningaskipflotans tekur bœðifryst-
an fisk og gáma. Mikil hagrœðing og aukin
nýting.
Jökulfellið nýjasta skip Sam-
bandsins er nú í sinni fyrstu
ferð til Bandaríkjanna fulllestað
frystum fisk og að auki með gáma
sem skipið flytur frá Evrópu vest-
ur um haf.
Skipið sem kom til landsins á
dögunum var smíðað í Englandi.
Það er sérstaklega byggt eftir til-
lögum starfsmanna Skipadeildar
Sambandsins og er einstakt að
mörgu leyti. Jökulfellið er bæði
búið til flutnings á frystum varn-
ingi á pöllum í lestum, svo og á
varningi í gámum á þilfari. Hægt
er að afþýða frystilestar og nýta
skipið eingöngu til gámaflutn-
inga. Hér er því um tvö skip að
ræða í einu og hefur þetta mikla
hagræðingu í för með sér þar sem
frystiskipin sem siglt hafa á
Bandaríkin hafa nýst illa til flutn-
inga heim aftur.
Jökulfellið kostaði 320 miljón-
ir. Það er rúmar 3000 lestir af
burðargetu og tæpir 94 metrar á
lengd. Aðalvél er finnsk, rúm
4000 hestöfl og brennir þykkri
svartolíu. Fjórir stórir kranar eru
á skipinu og getur skipið því sjálft
annast affermingu og lestun og
skipið er sérstaklega hannað til
að geta athafnað sig í þröngum
höfnum á stöndinni.
Skipstjóri á Jökulfellinu er
Heiðar Kristinsson og yfirvél-
stjóri Björn Björnsson en alls eru
12 í áhöfn. -Ig
Útgáfa
Læra að beita
rikisvaldinu
alþýðunni í hag
Einar Olgeirsson íforystugrein Réttar:
Kominn tími til aðfagleg og pólitísksamtök
alþýðu læri það af yfirstéttinni að ná
meirihlutavaldi á alþingi.
En nú er tími til kominn að öll
samtök alþýðu, fagleg og póli-
tísk, læri það af yfirstéttinni að ná
meirihlutavaldi á alþingi tU þess
að hækka laun sín eða vernda,
afla sér frekari mannréttinda eða
verja þau, sem til eru, - og beita
alþingi og ríkisvaldi alþýðunni í
hag, segir Einar Olgeirsson m.a. í
forystugrein Réttar sem nýlega er
kominn út.
„ASÍ - BSRB - FFSÍ - BHM -
og fleiri samtök hins vinnandi
fólks hafa innan sinna vébanda
yfir 80 þúsund manns og í sam-
starfi við vinveitt stjórnmála-
samtök væri hægðarleikur fyrir
þessar vinnandi stéttir íslands að
ná sjálfar meirihlutavaldi á al-
þingi og nota það vald vinnandi
fólki til hagsbóta og svo til að
stjórna landinu af viti sem yfir-
stéttinni er ósýnt um af því hún
glápir í sífellu einvörðungu á það
hvernig hún geti grætt á kostnað
alþýðu“.
I Rétti eru m.a. grein eftir
Gerði Óskarsdóttur um stöðu
kvenna við lok kvennaáratugar,
smásaga eftir Elísabetu Þorg-
eirsdóttur, Innan eða utan kerfis,'
- þar er birt erindi Inga R Helga-
sonar um einkarekstur - opinber-
an rekstur, sem Ingi Ragnar flutti
á ráðstefnu Stjórnunarfélagsins í
fyrra og vakti mikla athygli. Þá er
tí Rétti grein eftir Einar - ísland
„farsældar Frón“ eða amrísk ár-
ásarherstöð og nýlenda á ný?
Enn fremur eftir Einar grein um
byitingarhreyfinguna 1905 og um
Jónas frá Hriflu. Smásagan Ga-
malt járn eftir kúbanska rithöf-
Einar Olgeirsson. Á næsta ári
verða 60 ár trá því að hann tók við
Rétti af Þórólfi frá Baldursheimi.
undinn Cardosa í þýðingu Ingi-
bjargar Haraldsdóttur er í tíma-
ritinu og þriðji hluti greinaflokks
um Mið-Ameríku. Þá eru hefð-
bundir þættir í Rétti Neistar, er-
lend og innlend víðsjá á sínum
stað.
Með þessu riti hefst 68. ár-
gangur Réttar, sem Þórólfur frá
Baldursheimi stofnsetti og Einar
Olgeirsson hefur haldið úti frá ár-
inu 1926. Tveir árgangar hafa
dottið út, árið 1945 og 1956, en
annars hefur Réttur komið út á
hverju ári. Á næsta ári á því tíma-
ritið sjötugsafmæli auk þess sem
Einar Olgeirsson hefur haldið
Rétti úti í 60 ár og hlýtur það að
vera einsdæmi í heiminum að
sami maðurinn hafi verið ritstjóri
sama tímaritsins jafn lengi. -6g
Þriðjudagur 7. maí 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 19
Jökufeli, hið nýja og glæsilega fjölhæfnisskip Sambandsins.
FERÐAVASABOK
FJÖLVÍS 1985
OMISSANDI I
FERÐALAGIÐ!
Meðal efnis t.d.: 40 íslandskort - Kort
af öllum hringveginum - Heimshluta-
kort - Sendiráð og ræðismannaskrif-
stofur um allan heim - Ferðadagbók -
Ferðabókhald - Öryggiskort - Gjald-
eyristöflur - Kaupstaðakort - Evrópu-
vegirnir - Neyðar- og viðgerðaþjón-
usta - Vegalengdatöflur - Bandaríska
hraðbrautakerfið - o.m.fl. sem of langt
er upp að telja.
Við höfum meira en 30 ára reynslu í
útgáfu vasabóka, og sú reynsla kemur
viðskiptavinum okkar að sjálfsögðu til
góða. Og okkur hefur tekist einkar vel
með nýju Ferðavasabókina okkar og
erum stoltir af henni. Þar er að finna
ótrúlega fjölbreyttar upplýsingar, sem
koma ferðafólki að ómetanlegu gagni
jafnt heima sem erlendis.
tasinqar
hverjum
degi
eru á boröum í Goöheimum,
veifingasal okkar.
Viö bjóöum:
Sfaögóöan morgunverö, létfan
hádegisverö og glœsilegan
kvöldverö.
Einnig miödegis- og kvöldkaffi
meö bœjarins bestu tertum
og kökum.
Goöheimar er tilvalinn áninga-
staöur, þegar veriö er i verslun-
arleiöangri eöa
þreytandi útréttingum.
4-lóteN-lok
Rauöarárstig 18 ,
Sími 28866 \