Þjóðviljinn - 07.05.1985, Side 16
Aðalsími: 81333. Kvöldsími: 81348. Helgarsími: 81663.
Þriðjudagur 2. maí 1985 101. tölublað 50. árgangur
UÚÐVmiNN
Hvalur h/f
Býður 120 miljónir í Júní
Kristján Loftsson: Þetta er allt í deiglunni, vona aðþettafari að
skýrast. Nýtafrystigeymslurfyrirtækisins íHafnarfirði ogaðra
aðstöðufyrirtogarann.
Við erum að tala við bæjaryfir-
vðld. Það er ýmsilegt í þessu
sem þarf að njörva betur niður“,
sagði Kristján Loftsson forstjóri
Hvals h/f sem nú stendur í samn-
ingaviðræðum við bæjaryfirvöld
í Hafnarfirði um kaup á skuttog-
aranum Júní.
Hvalur hefur boðið nær 120
miljónir fyrir skipið sem er hæsta
boðið sem barst en þrír aðrir aðil-
ar sýndu togaranum mikinn
áhuga. „Ég man ekki þessar
tölur, þetta er nokkuð flókið
reiknisdæmi", sagði Kristján í
gær er kauptilboð Hvals var borið
undir hann.
„Já við höfum haft áhuga ef
verðið er ekki alveg uppi í skýj-
unum. En það er ýmislegt sem
þarf að skoða betur. Það stóð til
að funda um helgina en því var
frestað. Þetta er allt í deiglunni.
Ég vona að þetta fari að skýrast.
Hvalur hyggst breyta Júní í
frystitogara, og sagði Kristján að
ýmis aðstaða sem fyrirtækið hef-
ur í Hafnarfirði svo sem frysti-
geymslur myndi nýtast fyrir út-
gerð skipsins, en menn gengu að
því vísu að nú færi síðasta
hvalveiðivertíðin í hönd.
Auk Hvals buðu í Júní útgerð-
araðilar frystitogaranna Hólma-
drangs og Akureyrar auk ís-
lenskra matvæla í Hafnarfirði
sem voru í samvinnu við erlenda
aðila.
Eins og Þjóðviljinn hefur áður
bent á er b/v Júní skráður á 31,2
miljónir í eignarmati en trygging-
armat togarans er uppá 116 milj-
ónir.
-lg-
Skák
Tveir nýir
alþjóða-
meistarar
Karl Þorsteins og
Sœvar Bjarnason
komnir í hópinn.
Tryggðusér
lokaáfangann í
Borgarnesi. Eigum
nú 3 stórmeistara og 7
alþjóðlega.
íslenskir skákmenn bættu enn
einu sinni skrautfjöðrum í hatt
sinn, þegar þeir Karl Þorsteins og
Sævar Bjarnason tryggðu sér titil
alþjóðaskákmcistara á opna
skákmótinu í Borgarnesi sem
lauk um helgina. Karl hlaut 6Vi
vinning og Sævar 6 af 11 mögu-
legum á þessu sterka skákmóti
sem 6 stórmeistarar tóku þátt í.
„Nei ég myndi ekki segja að
þetta hafi verið erfitt en það var
dálítið álag í restina“, sagði Sæ-
var Bjarnason í samtali við Þjóð-
viljann. Sævar varð að fá 2Vi
vinning úr síðustu þremur skák-
unum til að tryggja sér lokaáfang-
ann.
„Já ég stefndi markvisst að
þessum áfanga. Það var alveg
klárt að ég ætlaði að ná í þennan
titil. Þetta var sterkt mót en
Meistarajafntefli: Nýbakaðir alþjóðameistarar tóku eina lótta hraðskák fyrir Þjóðviljann í blíðunni í gær. Þeir sömdu um jafntefli eins og í Borgamesi á
dögunum. Mynd -E.OI.
skemmfilegt", sagði Sævar.
„Þetta var ekki erfiður áfangi.
Ég þóttist nokkuð öruggur um að
ná honum. Það þurfti aðeins að
tefla uppá öryggið, tapa helst
engri skák og tryggja sér 2-3 vinn-
inga á þeim veikari. Þetta gekk
upp“, sagði Karl Þorsteins sem
lengi hefur beðið eftir síðasta á-
fanganum.
Karl er að byrja í prófum í
Háskólanum og tók með sér
námsbækurnar í mótið. „Ég
reyndi að líta í þær fyrstu dagana,
en síðan urðu þær að liggja
óhreyfðar. Næst er það opið mót í
Vestmannaeyjum eftir prófin, en
síðan held ég að maður taki sér
smá frí frá skákinni“, sagði hinn
nýbakaði meistari. -Ig-
Kvikmyndahátíð
Útvarpsráð
Biskup íhugar mótmæli
Páfi á bœn gegn Godard-kvikmynd. Hinrik biskup:
r
Akvikmyndahátíð í Reykjavík
seinna i maí á meðal annars
að sýna síðustu mynd franska
leikstjórans Jean-Luc Godard, Je
vous salue, Marie/Heill þér Mar-
ía. Kvikmyndin hefur vakið ólgu
meðal strangtrúaðra kaþólikka
og bárust þær fréttir frá Róm nú
um hélgina að páfi hefur skorið
upp herör gegn kvikmyndinni og
lagst á bæn við Postulakirkjuna í
Róm til heiðurs Maríu guðsmóð-
ur og fyrir sálarheill þeirra sem
hafa „afskræmt andlega þýðingu
kristinnar trúar“. Kaþólski bisk-
kaþólikkar sárir
upinn yfir íslandi, Hinrik Fre-
hen, sagði við Þjóðviljann í gær
að hann íhugaði að mótmæla í
tilefni af sýningu myndarinnar
hér.
„Ég veit að efni myndarinnar
særir alla sanna kaþólikka“ sagði
biskup en kvaðst mundu bera sig
saman við kvikmyndasérfræðing
og kaþólska leikmenn áður en
hann bregst við sýningum hér-
lendis. í mynd Godards er María
dóttir bensínstöðvarstjóra og
Jósef leigubílstjóri. María kemur
fram nakin í nokkrum mynd-
skeiðum.
Biskup sagðist einnig mundu
byggja afstöðu sína á áliti annarra
kaþólskra jafningja sinna. Hann
hefði undir höndum yfirlýsingar
ýmissa biksupa í Frakklandi,
Sviss og víðar og væru þær flestar
neikvæðar í garð myndarinnar.
Salvör Nordal framkvæmda-
stjóri Listahátíðar sem heldur
kvikmyndahátíðina sagði í gær að
engar athugasemdir hefðu borist
við sýningar myndarinnar frá ka-
þólsku kirkjunni eða kaþólskum
leikmönnum. -m
Þrefalt vantraust
Meirihluti útvarpsráðs tekur að sér að ritstýra
efni hljóðvarpsins þvertávilja dagskrárstjóra.
Meirihluti útvarpsráðs
hnekkti þremur dagskrártil-
lögum frá dagskrárstjóra á síð-
asta fundi sínum, - og fór þannig
inná verksvið dagskrárdeildar
hljóðvarps.
Eins og Þjóðviljinn greindi frá
á laugardaginn hafnaði ráðið til-
lögu deildarinnar um frétta-
tengdan laugardagsþátt undir
umsjón Ævars Kjartanssonar og
Ólafs H. Torfasonar. Inga Jóna
Þórðardóttir stakk upp á rabb-
þætti undir umsjón Páls Heiðars
Jónssonar og Ólafs H. Torfa-
sonar. í staðinn létu þær Ingi-
björg Hafstað og Gerður Óskars-
dóttir bóka mótmæli sín við þess-
ari ákvörðun sem sýni starfs-
mönnum útvarpsins dæmalausa
lítilsvirðingu og vantraust.
Meirihlutinn réði einnig Sverri
Diego til að sjá um síðdegisþátt
án þess að það kæmi fyrir dag-
skrárdeild sem var með aðrar til-
lögur í smíðum.
I þriðja lagi bætti meirihluti út-
varpsráðs við umsjónarmanni að
þætti um málefni kvenna, sem
þær Margrét Oddsdóttir og Sig-
ríður Árnadóttir höfðu ætlað að
taka að sér. Ráðið hafði ekkert
samráð við viðkomandi um hinn
þriðja umsjónarmann. -úg
Sjá leiðara bls. 4.