Þjóðviljinn - 26.06.1985, Blaðsíða 2
FRÉTTIR
Eskifjörður
Fiskvinnslufólkið sér?
Hrafnkell A. Jónsson formaður: Fólki svíður að nánast hefur verið sparkað í
fiskvinnslufólk. Fólk reitt útí Alþýðusambandið og sérsamböndin
Almennur fundur í verka-
lýðsfélaginu Árvakri „telur
tímabært að stofnað verði sér-
stakt samband fískvinnslufólks.
Jafnframt því sem unnið yrði að
stofnun sérstaks sambands físk-
vinnslufólks telur fundurinn rétt
að taka til endurskoðunar aðild
félagsins að Alþýðusambandi ís-
lands.“
„Það er þannig hjá okkur
hérna eystra að almennir félags-
menn sem horfa á þessi mál
máske í gegnum launaumslögin
sín, botna ekkert í því hvers
vegna þeir eru að borga stórfé til
að halda uppi einhverri starfsemi
suður í Reykjavík sem kemur
þeim eiginlega ekkert við, - og
það ergir okkur að einhverjir
menn þar telja sig þess umkomna
að negla okkur niður á þessu
launastigi," sagði Hrafnkell A.
Jónsson formaður verkalýðsfé-
lagsins í samtali við Þjóðviljann í
gær.
Vestmannaeyjar
Urgur í mönnum
Samningarnir samþykktir með hjásetuflestra
áfundi verkalýðsfélagsins. Jón Kjartansson
formaður: Sumir hélduþvífram að ASIvœri
einsog reiknistofnun sem skiptist á
reikningsdæmum við
Vinnuveitendasambandið. Mikið rœtt um
stofnun sérstaks sambands
fyrir fiskvinnslufólk
Samningarnir voru samþykktir
á rúmlega 30 manna fundi
með 4 atkvæðum gegn einu. Allir
aðrir sátu hjá, sagði Jón Kjart-
ansson formaður verkalýðsfé-
lagsins í Vestmannaeyjum í sam-
tali yið Þjóðviljann í gær.
„Á fundinum var samþykkt á-
lyktun sem er mjög harðorð í
garð ASÍ forystunnar. Það var
mikill urgur í mönnum og sumir
héldu því fram að ASÍ væri ekki
lengur baráttutæki fyrir fólk
heldur reiknistofnun sem skiptist
á reikningsdæmum við reiknist-
ofnun vinnuveitendasambands-
ins og niðurstaðan væri ávallt sú
að ekki sé svigrúm til eins eða
neins. Það var mikil gremja með
það hvernig farið var með fisk-
vinnslufólk eina ferðina enn.“
„Það var mjög ntikið rætt um
sérstakt samband fiskvinnslu-
fólks. Tónninn í þeim umræðum
var aðalllega sá að segja sig úr
Alþýðusambandinu og stofna svo
sérstakt samband. Mönnum leist
mjög vel á að bindast samtökum
við fiskvinnslufólk víðs vegar um
landið, því að þetta er stór hópur
og í lykilaðstöðu ef hann nær
saman. Málið er orðið það alvar-
legt að jafnvel í svona sjávar-
plássum eins og Vestmannaeyj-
um eru hrein vandræði að fá fólk
ti) fiskvinnslu. Þar hjálpast
auðvitað allt að, léleg laun, ekk-
ert atvinnuöryggi, slæmur aðbún-
aður og hollustuhættir.“
„Mig langar að bæta því við að
það var samþykkt heimild til
stjórnar um að leggja niður bón-
usvinnu vegna þess að bónus-
samningarnir eru lausir núna 1.
júlí,“ sagði Jón Kjartansson.
-pv
„Ef til vill svíður fólki það líka
að það hefur nánast verið spark-
að í fiskvinnslufólk af þeim sem
hefðu átt að standa með okkur í
baráttunni. Ég held jafnvel að
fólk sé reiðara út í Alþýðusam-
bandið og einstök sérsambönd
þess heldur en nokkurn tíma útí
Vinnuveitendasambandið. Það
er vegna þess að menn búast svo-
sem ekki við neinu sérstöku af
VSÍ en ætlast til virkrar baráttu af
ASÍ. Það sem skín nánast útúr
afstöðuleysi Alþýðusambandsins
gagnvart kröfum fiskvinnslu-
fólks, - það endurspeglar þá
skoðun, sem ég hef t.d. heyrt hjá
málsmetandi forystumönnum
heildarsamtakanna, að fisk-
vinnslufólkið hafi það bara helv.
gott. Slíkt fólk sem geti tvöfaldað
dagvinnutekjur sínar eigi ekki að
vera með neinar kröfur og kjaft.
Þessi afstaða, finnst mér, endur-
speglar átakanlega vanþekkingu
á því sem felst í bónusvinnu í
fiski,“ sagði Hrafnkell A. Jóns-
son.
Á fundinum 20. júní voru
samningarnir samþykktir „í
trausti þess að sú spá um verð-
lagsþróun sem lögð er til grund-
vallar samningnum haldist og í
Ég vissi þetta alltaf. Halldór
Asgrímsson er bolsévikk.
trausti þess að samkomulag um
málefni fiskvinnslufólks sé gert af
fullri alvöru og verði til þess að
skapa fiskvinnslufólki verulega
bætt kjör.“
-óg
Elliðavatn
Ókeypis
fyrir
fatlaða
Borgarráð samþykkti í gær að
allir Sjálfsbjargarfélagar í
Reykjavík fengju að veiða í Ellið-
avatni án endurgjalds. Áður hafa
aðeins fatlaðir í hjólastólum haft
þann rétt.
Auk Sjálfsbjargarfélaga geta
reykvískir unglingar veitt ókeypis
í vatninu einsog verið hefur und-
anfarin ár. Borgin kaupir veiði-
leyfin af veiðifélaginu.
-m
Unglingar og fatlaðir veiða
ókeypis í Elliðavatni í sumar.
Myndin er af veiðimanninum Sig-
urði og er tekin við Elliðavatn á
sunnudaginn var, á veiðidegi fjöl-
skyldunnar. Ljósm.: Sævar.
Dagsbrún
Prestastefnan
Kaupmáttinn aftur
Samstaða með fiskvinnslufólki.
ASI-samflot ekki sjálfgefið
Snertir alla
þjóðfélagsumræðu
Helga Soffía Konráðsdóttir: Kirkjan á að hafa áhrif
Dagsbrúnarfundur á mánu-
dagskvöld ítrekaði aðalfund-
arsamþykktir félagsins þar sem
meðal annars er sagt að langtím-
asamningar verði ekki gerðir án
kauptryggingar. í ályktun fund-
arins segir ennfremur:
„1. Fundurinn felur stjórninni
að undirbúa vel, í góðu samráði
við félagsmenn, kröfur um nýtt
launakerfi fyrir Dagsbrún með
nýjum launastiga með 3-3,5%
milli launaflokka og uppstokkun
á núverandi flokkaskipan.
2. Öll almenn yfirvinna verði
greidd með 1% af mánaðar-
kaupi.
3. Að reyna að tryggja sem
kostur er framgang breytinga á
hinum ýmsu sérsamningum í
þeim fjölþættu starfsgreinum er
félagið á samningsaðild að.
Verkamannafélagið Dagsbrún
vill minna á að kaupmáttur
kauptaxta hefur rýrnað um 20-
30% á s.l. 2 árum. Verkefni
verkalýðsfélaganna hlýtur að
vera að endurheimta þann kaup-
mátt - þótt í áföngum verði - og
miða samninga ekki aftur við
kaupmátt 4. ársfjórðungs 1983,
en þá var kaupmáttur mjög lítill.
Félagsfundur Dagsbrúnar tel-
ur ekkert sjálfgefið að þessi bar-
átta verði háð eingöngu í ein-
hverju allsherjar samfloti A.S.Í.
en telur æskilegt að félög innan
Verkamannasambandsins og
Landdsambands iðnverkafólks
haldi hópinn, því það er fólkið
með lægstu launin og minnstu
réttindin. Fundurinn harmar það
að ekki skuli hafa tekist betur að
rétta hlut fiskverkunarfólks en
raun varð á. Dagsbrún heitir fisk-
verkunarfólki samstöðu í áfram-
haldandi baráttu.
Fundurinn skorar á félags-
menn að taka virkari þátt í störf-
um Dagsbrúnar til að efla félagið
í baráttunni gegn þeim óviðun-
andi kjörum er verkafólk býr nú
við, þrátt fyrir nýgerða samn-
inga.“
Prestastefna íslands 1985 var
sett í gær með messu í Dóm-
kirkjunni um morguninn og
klukkan tvö flutti biskupinn
ávarp sitt og yfirlitsræðu yfir
starfsemi síðasta kirkjuárs. Eftir
ræðu biskups náði Þjóðviljinn
tali af Helgu Soffíu Konráðsdótt-
ur sem var vígð til prests á sunnu-
deginum fyrir viku og situr því
prestastefnu í fyrsta sinn.
„Biskup talaði um hin hefð-
bundnu störf kirkjunnar á árinu.
Það vakti athygli mína að hann
lagði mikla áherslu á starf hennar
fyrir börn og unglinga á þessu ári
æskunnar. Það tengist mjög mínu
starfssviði, en ég hef störf 1. júlí
sem aðstoðarprestur í Fella- og
Hólasókn. Þar mun ég hafa um-
sjón með barna og unglingastarfi,
sem er mjög spennandi. Mér
finnst afskaplega gaman að starfa
með unglingum og það er mikið
af þeim í Breiðholtinu. Af öðru í
yfirlitsstarfi biskups fannst mér
athyglisvert hvað Hjálparstofnun
kirkjunnar hefur gert margt gott
á árinu og unnið vel.“
„Aðalmál þessarar presta-
stefnu er svokölluð Limaskýrsla,
sem er guðfræðileg umræða um 3
meginþætti kristins starfs: Skírn-
ina, máltíð Drottins og þjónust-
una. Þessi skýrsla mun verða
rædd af öllum kristnum söfnuð-
um og þeir munu skila áliti.
Markmiðið umræðunnar er að
efla skilning milli kirkju-
deildanna. Að mínu mati er þetta
hið merkasta mál, því t.d. um-
ræðan um þjónustuna kemur
inná samband leikmanns og
prests, sem embættismanns
kirkjunnar. Samkvæmt guð-
fræðilegri skilgreiningu er enginn
munur á þeim.“
„Umræða af þessu tagi snertir
alla almenna þjóðfélagsumræðu,
frelsunarguðfræði og kirkjuna
sem stofnun og þjóna hennar.
Kirkjan á að mínu viti að grípa
hvert tækifæri til þess að hafa sín
áhrif á alla umræðu í þjóðfé-
laginu. Prestastefnan nærtilgangi
sínum ef hún fær menn til þess að
hugsa og ræða um kirkju og
kristni í stóru samhengi. Það er
mikilvægt að fólk hlusti á það sem
kirkjan hefur að segja. En þá
verður hún líka að segja
eitthvað.“
-pv
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 26. júní 1985