Þjóðviljinn - 26.06.1985, Blaðsíða 9
MENNING
í anda meistaranna
Hallgrímur Helgason sýnir í Listmunahúsinu
hugmynd sem forðar þessum
verkum frá falli í innantóma
fölsun. Hún byggir á þeirri
sannfæringu að hægt sé að finna
nýjan sannleika að baki grónum
stílbrögðum með því að draga
fram innsta eðli þeirra. Tilraunin
er góðra gjalda verð þótt áhöld
séu um hvort hún heppnist að
öllu leyti.
Hins vegar er það ekki neitt
einsdæmi að listamenn fari í fót-
spor meistaranna og sökkvi sér á
bólakaf í stílbrigði þeirra. Gott
dæmi er rússnesk-bandaríski
málarinn Arshile Gorky, sem
kallaður hefur verið faðir hinnar
frjálsu abstraksjónar í Ameríku.
Gorky líkti eftir þeim Cézanne og
Picasso á sínum sokkabandsár-
um, þannig að vart má á milli sjá
hvort málverkin eru hans eða
meistaranna.
En annað lá að baki stælingum
Gorkys en Hallgríms. Hinn síðar-
nefndi er fyrst og fremst að velta
við nýjum staðreyndum um
ákveðið sögulegt myndmál, með-
an sá fyrrnefndi var að æfa sig á
þeim meisturum sem hann dáði
og virti. Hallgrímur er heldur
ekki við eina fjölina felldur í list
sinni. Hann finnur sér sérstæð
myndefni til að glíma við og eins
og hann sjálfur segir, þá málar
hann eftir minni. Hvarvetna eru
tilvitnanir í listasöguna, sem
tengjast nútímanum og samtíma
listamannsins. Pannig verður
Venus frá Míló að Venus frá Nýló
og tengist Nýlistasafninu við
Vatnsstíg.
Hnyttni er fylgifiskur margra
verka Hallgríms, en einnig efi og
órói, sem leynist bak við þessar
furðulegu myndir. Fólk er
dreymið eða sljótt og starir tómt
út í loftið líkt og rúið allri vonar-
glætu. Ógn umhverfisins og
dauði er nærri, líkt og í stóru mál-
verki sem Hallgrímur nefnir
N.A.T.O. og býr yfir dökkri
framtíðarsýn. Þannig virðist það
Hallgrímur Helgason við eina mynd sína.
Hallgrímur Helgason sýnir í
Listmunahúsinu við Lækjar-
götu. Þar sýnir hann 30 olíu-
myndir, málaðar á striga og
pappír og hátt á þriðja hundr-
að túss- og blýantsteikningar.
Hallgrímur á ekki langt nám að
baki, því eftir einn vetur í
Myndlista- og handíðaskóla ís-
lands (1979-1980) og annan vetur
í Akademie fúr bildende Kúnste í
Múnchen (1981-1982), hefur
hann haslað sér völl sem sjálf-
stæður listamaður. Einkasýning-
ar hans eru orðnar sjö að tölu á
aðeins tveimur árum og samsýn-
ingar þrjár.
Segja má að í verkum Hall-
gríms blasi við öll þau vandamál
sem list samtímans á við að
stríða. Ef eitthvað getur kallast
„post-módernískt“, þá eru það
svona myndir. Raunar eru mál-
verk og teikningar Hallgríms
myndir um myndir; akademísk
framleiðsla sem tekur sér stíl-
brigði nútímans og maníerisma
16. aldarinnar til fyrirmyndar.
Hallgrímur málar og teiknar „í
anda“ gömlu meistaranna. Eink-
um eru honum hugleiknir þeir
Michelangelo og Picasso. E.t.v.
En því fer fjarri að Hallgrímur
reyni að stæla þessa listamenn að
vísu apakatta. Að baki afstöðu
hans liggur ákveðin hugsun eða
er það engin tilviljun, því báðir
listamennirnir báru ægishjálm
yfir aðra myndlistarmenn samtíð-
ar sinnar.
HALLDÓR
Gúlag bregstvonum
Gúlag.
Bresk, 1984.
Leikstjóri: Roger Young.
Handrit: Dan Gordon.
Leikarar: David Keith,
Malcolm McDowell o.fl.
Kvikmynd um hinarillræmdu
sovésku fangabúðir, gúlögin;
bresk að auki og þessvegna
líklegri til að halda á spöð-
unum en stóri bróðir í Hollí:
áhugavert.
Hér hljóta þessu helvíti að vera
gerð einhver listræn skil, veitt
innsýn í það samfélag og það
valdakerfi sem fæða af sér þenn-
an óskapnað; væntanlega er fjall-
að um sérkennilegt mannlíf í
fangabúðunum, lýst þeim öfgum
í hegðun og sálarlífi sem áþján
fanganna vekur, og búnar til
sterkmótaðar persónur okkur til
leiðsagnar um þennan vonda
stað.
Kannski er þetta að formi til
vítislýsing í stíl Dantes og Apoc-
alypse Now!, eftilvill sálarlífs-
átök einsog Manntafl Zweigs eða
1984 Orwells, kannski er þetta
klætt í spennubúning líkan
Njósnaranum sem kom innúr
kuldanum eða Priðja manninum,
kannski er þetta byggt á Solsén-
itsín, og kannski er formið
eitthvert allt annað.
Hvernig sem þetta er nú í
laginu skyldi ætla að menn nálg-
uðust slíkt viðfangsefni af metn-
aði, ekki síst þegar það fréttist að
við gerð myndarinnar hafa að-
standendur ráðgast við sovéska
andófsmenn, og þurfa þessutan
sýnilega ekki að hafa miklar pen-
ingaáhyggjur.
En Gúlag leikstjórans Rogers
Young bregst öllum vonum.
Þetta er ósköp einfaldlega ein
spennu- og hasarmyndin í viðbót,
og sem slík undir meðallagi.
Ahorfandinn stendur upp alls ó-
fróður um gúlag, sovét, andófs-
menn og samviskufanga, hefur
ekki lent í listrænni upplifan, - og
varla skemmt sér neitt heldur við
hasarinn.
Gúlag fellur undir ættflokkinn
flóttamyndir innan spennubálks-
ins. Flóttamynd er allajafna í
þrennu lagi. Fyrst kemur aðdrag-
andi og yfirleitt skýring þess að
aðalleikarinn eða -arnir lenda
innan múranna. Svo hefst lýsing
mannlífs í prísundinni, fjallað er
um samskipti fanganna innbyrðis
og við fangaverði. Loks tekur
flóttinn sjálfur við, líka í þrennu
lagi: fangar sleppa, fangar flýja,
fangar verða frjálsir.
Gúlagið í Bíóhöllinni er nokk-
uð snerpulegt í fyrsta þætti, að-
draganda. Það þarf að vísu að
kyngja allgrimmilegri sovéskri
mannvonsku, en við vissum fyrir
að rússar eru illmenni. Kynning
til sögu er ágætlega mannboruleg
og sálfræðitrikk við yfirheyrslur
píslarvotta nokkuð vænleg. Úr
því fer myndinni að hraka veru-
lega. Þeir sovésku eru vondir á
sama hátt og nasistar eru vondir,
eða Japanir fyrir 1950, eða róm-
David Keith I hlutverki íþróttafréttaritarans og gúlagfangans við flóttaundirbúning.
vera mestur kostur þessara verka
hversu vel þeim tekst að flytja
sálræn boð með blæbrigðum sín-
um.
HBR.
Jónas Ingimundarson í Borgames-
kirkju annað kvöld.
Borgarnes
Píanó-
tónleikar
Jónasar
Tónlistarfélag Borgarfjarðar
gengst fyrir tónleikum í kirkj-
unni ÍBorgarnesi
fimmtudagskvöldið 27. júní og
hefjst þeirkl.21.00.
Jónas Ingimundarson píanó-
leikari kemur og flytur verk eftir
B. Galuppi, J.S. Bach, L. v Beet-
hoven, F. Liszt og nýtt verk eftir
Þorkel Sigurbjörnsson. Að ósk
Tónlistarfélagsins mun flytjand-
inn kynna verkin. Jónas lék þessa
sömu efnisskrá fyrr í þessum
mánuði að Kjarvalsstöðum fyrir
þátttakendur á organistanám-
skeiði á vegum söngmálastjóra
Þjóðkirkjunnar.
verjar í spartakusmyndum, eða
vondu kallarnir í stjörnustríðum,
eða hinir geigvænlegu óvinir í
Prins Valíant-bókunum. Föngum
og hlutskipti þeirra er lýst á eins
yfirborðslegan hátt og hægt er að
komst af með. Flótti fanganna
kitlar spennutaugarnar því miður
ekki mikið, - og flakk þeirra um
túndrur og ísbreiður vekur ekki
tiltrú.
Aðaileikaranum David Keith
tekst illa að búa til persónu úr
kananum sínum, hvað þá öðrum
leikurum, - nema Malcolm
MÖRÐUR
ÁRNASON
McDowell sem nær að rissa ofur-
litla skissu af því sem þessari
kvikmynd hefði kannski tekist að
verða, ef...
Gúlag er tekin í Bretlandi og
Noregi, og Norðmenn hafa kom-
ið þarna eitthvað við sögu. Það
fellur alveg einsog flís við rass
þessarar metnaðarlitlu kvik-
myndar að þegar fangarnir hafa
sloppið yfir norsk-sovésku landa-
mærin (sem er afar ótrúleg hetju-
dáð) rúlla þeir til Oslóborgar í
járnbrautarlest. Frá Finnmörku
til Oslóar eru hérumbil 1500 kíl-
ómetrar og maður með fullu viti
kaupir flugmiða.
Harmleikur gúlaganna á annað
og meira skilið en þessa kvik-
mynd. Og sennilega þarf Rússa
til að gera upp þá reikninga.
Miðvikudagur 26. júní 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9