Þjóðviljinn - 26.06.1985, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 26.06.1985, Blaðsíða 7
 Laugarnestanginn er einn besti sólarlagsútsýnisstaður Reykjavíkur. Ljósm.: Valdís. Jónsmessuhátíð á Laugarnestanga Blikur á lofti um framtíð þessa litla skika sem er orðin eins og vin í eyðimörk uppfyllinga, birðageymsla, verksmiðja og hraðbrauta Sólin skein í daufu Ijósi í gegn- um móðu í vestri og Sóleyja- breiður hneigðu krónur sínar fyrir hægri golu af sjónum. H@fið marraði hljóðlega við lága stuðlabergskletta og sæ- bárna möl í víkum og vogum. Fuglar kvökuðu en í fjarska heyrðist daufur niður af sam- felldri bílaumferð í borginni. Jónsmessunótt á Laugarnes- tanga. Á sunnudagskvöld safnaðist stór hópur fólks við Listasafn Sig- urjóns Ólafssonar, sem stendur á fögrum og óspilltum stað við sjó- inn, til að halda Jónsmessu hátíð- lega og leggja áherslu á að það sem eftir er af Laugarnesi verði ekki skemmum, olíutönkum og hraðbrautum að bráð. Fólki finnst nóg að gert þar sem búið er að skemma allar náttúrulegar fjörur frá Eiðisgranda inn í Graf- arvog nema þennan litla bút á Laugarnestanga. Parna eru líka gömul tún, mýrar og holt og þar að auki sögulegar minjar. Þar er fuglalíf og fjölbreytilegur gróður. Laugarnestanginn er orðinn eins og vin í eyðimörk og ómetanlegur fyrir stressaða borgarbúa. í þessum 2-300 manna hóp var fjöldi Laugarnesbúa og þar mátti sjá listamenn, náttúrufræðinga, sagnfræðinga og aðra Reykvík- inga á ýmsum aldri. í hópnum voru m.a. tveir alþingismenn og einn borgarfulltrúi. Og í vændum var dýrlegt sumarkvöld með miklum væntingum um framtíð þessa svæðis þó að blikur séu á lofti, um hraðbraut sem á að skera svæðið í tvennt og gera gamla Laugarnesbæinn á sínum háa bæjarhól og friðaðan kirkju- garð að kverk milli hraðbrauta. Það var Þór Magnússon þjóðminjavörður sem tók að sér ganga með hópnum um svæðið til að byrja með og rifja upp sögu þess. Fyrst var gengið á bæjar- staði Suðurkots en alllangt sunn- an þess er Suðurkotsvör sem nú hefur verið fyllt upp með grjóti. Suðurkot var í byggð 1703 og fram eftir síðustu öld og hefur verið ein af hjáleigum Laugar- ness. Sjúklingar í holdsveikraspítalanum reru til fiskjar úr Suðurkotsvör fram undir seinni heimsstyrjöld. Rétt norðaustan við Suðurkot var Biskupsstofan en hennar sér nú engin merki. Hún var reist snemma á 18. öld úr steini og var ekki ósvipuð Nesstofu með sneidda gafla. Þarna bjó Steingrímur Jónsson biskup yfir íslandi, mikill fræðimaður, og í nokkur ár var ungur maður að vestan ritari biskups. Hann hét Jón Sigurðsson frá Rafnseyri við Arnarfjörð. Hér hefur hann reikað um tún og móa og horft á Snæfellsjökul rísa við sjónarrönd meðan sólin sökk í mar. Fram undan Sigurjónshúsi var holdsveikarspítalinn sem brann til kaldra kola árið 1943. Þetta var eitt stærsta hús á íslandi, gef- ið af Oldfellowum í Danmörku 1898. Hér var holdsveikinni út- rýmt en eftir því sem sjúklingum fækkaði var húsið fengið lista- mönnum og embættismönnum til bústaðar. Hérbjuggu Guðmund- ur G. Bárðarson náttúrufræðing- ur, Haraldur Níelsson prófessor og Sigurjón Markússon stjórnar- ráðsfulltrúi og hér voru þeir Jón Þorleifsson listmálari frá Hólum og Ásmundur Sveinsson mynd- höggvari til húsa. Holdsveikra- spítalinn var æskuheimili Jónasar Haralz bankastjóra og Rögnvalds Sigurjónssonar píanó- leikara. Þeir ólust upp í akadem- íu lista og mennta. Nú er gengið beint yfir tún og þurrkaðar mýrar í átt til gamla Laugarnesbæjarins sem stendur upp á háum hól, síðasta bæjar- hólnum í Reykjavík, og framan við bæinn er hringlaga reitur. Það er gamli kirkjugarðurinn og sér móta fyrir útlínum kirkju í hon- um miðjum. Líkur benda til þess að kirkja hafi komið í Laugarnesi skömmu eftir kristintöku en hún var lögð niður 1794. Síðast var grafið í kirkjugarðinum um 1870. Frægasti ábúandi á Laugarnesi var Hallgerður langbrók sem eyddi ævikvöldi sínu hér og var þá orðin kristin. Hún er því að öllum líkindum grafin í þessum kirkjugarði. Um langa hríð á þessari öld bjó í Laugar- nesbænum Þorgrímur Jónsson söðlasmiður en hann var faðir þeirra Ólafs lögfræðings og tón- listarfrömuðar, Péturs, stofn- Miðvikudagur 26. júní 1985 ÞJÖÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.