Þjóðviljinn - 26.06.1985, Blaðsíða 16
Aðalsími: 81333. Kvöldsími: 81348. Helgarsími: 81663.
Miðvikudagur 26. júní 1985 142. tölublað 50. árgangur
DJÖÐVIUINN
r
Island á ekki skilið að eiga
frjálsíþróttamenn á heims-
mælikvarða þegar aðbúnaður
þeirra er ekki betri en raun ber
vitni, sagði P.A. Rottenburg,
eftirlitsmaður á vegum Frjáls-
íþróttasambands Evrópu í sam-
Pingvellir
Öxar
við ána...
Lúðrasveit verkalýðsins og
lúðrasveitin Svanur munu flytja
Öxar við ána og fleiri lög á Þing-
völlum á morgun kl. 21.00, en
þann dag eru hðin 100 ár frá því
lagið var frumilutt á völlunum
helgu af Hornaflokki Helga
Helgasonar.
Lúðrasveitirnar munu spila
saman og í hópum ýmis lög auk
þessa sérstæða viðburðar, að
flytja Öxar við ána í tilefni aldar-
afmælisins. -óg
Vestfirðir
Örbylgjan
kemur
Vestfirðir eru nú aftur komnir í
samband við umheiminn eftir að
Vegagerðin sleit jarðstrenginn í
fyrradag.
Lokið var viðgerð á ianglínu-
strengnum um kvöldmatarleytið
á mánudag. Kristján Reinharts-
son á mæliborði landsímans sagði
að slíkar bilanir væru afleitar en
þetta stæði til bóta. Verið er að
leggja örbylgjuleið frá Blönduósi
til lsafjarðar sem sennilega verð-
ur komin í gagnið síðar á þessu
ári. -aró
„Pið eigið ekki skilið frjálsíþróttamenn á heimsmœlikvarða. ”
Evrópubikarkeppnin örugglegaflutt héðan
tali við Þjóðviljann eftir að hafa
skoðað frjálsíþróttavöllinn í
Laugardal í gær.
Allar líkur eru á að ísland missi
Evrópubikarkeppnina sem halda
átti í Laugardalnum í ágúst.
„Reykjavíkurborg hefur ekkert
gert þrátt fyrir aðvaranir og þó
loforð komi nú á síðustu stundu
um að eitthvað verði gert tel ég
útilokað annað en að Evrópu-
sambandið flytji keppnina
eitthvað annað, líklega til Frakk-
lands eða Italíu. Þetta er mikil
hneisa fyrir fsland, sorgarsaga,
og ég reikna með því að Frjáls-
íþróttasamband íslands verði
sektað um hálfa miljón íslenskra
króna fyrir vikið,” sagði Rotten-
burg.
„Skömm okkar er gífurleg,”
sagði Guðni Halldórsson for-
maður FRÍ. „Valbjarnarvöllur er
nánast ónýtur og það eina raun-
hæfa væri að leggja nýja hlaupa-
braut á aðalleikvanginum. Þetta
er ekki bara spurning um þessa
Evrópubikarkeppni - þetta er
spurning um viðhorf til íþróttað-
stöðu í höfuðborginni og hvort
ganga eigi af frjálsum íþróttum
dauðum. Það er hart að allt okkar
besta frjálsíþróttafólk þurfi að
flýja land til að geta stundað sína
íþrótt,” sagði Guðni.
Já, Frjálsíþróttasambandið og
ekki síður Reykjavíkurborg sitja
illa í súpunni. Eins og Eggert
Bogason, einn okkar afreks-
manna, sagði við undirritaðan í
gær þá er frjálsíþróttavöllurinn í
Laugardal verri en nokkur barna-
skólavöllur í Bandaríkjunum.
Það verður væntanlega bið á því
að tekið verði mark á íslenskri
umsókn um að halda stórmót í
frjálsum íþróttum.
-VS
Heim!
Göngu-Reynir lokaði hringnum um fjögurleytið í gær þegar Selfyssingar
fylgdu honum frá Kögunarhóli að gamla kaupfélagshúsinu á Selfossi þaðan
sem Reynir hóf frægðarför sína. Bæjarstjóri tók þar á móti kappanum og bauð
honum og öðrum vistmönnum á Sólheimum til kvöldverðar. Myndina tók Valdís
á Sandskeiði.
Viðburður
Umberto Eco til Islands
Heimspekideild H.í. hefur boðið honum að halda fyrirlestra
Heimspekideild Háskóla ís-
lands hefur samþykkt að
bjóða hinum heimsþekkta ítalska
rithöfundi og fræðimanni Um-
berto Eco til Islands á vormisseri
1986 til þess að halda hér fyrir-
lestra, en Eco hefur lýst áhuga
sínum á að koma til Iandsins. Þcir
Keld Jorgensen og Vésteinn Óla-
son báru fram þessa tillögu á ný-
legum fundi dcildarinnar og var
hún einróma samþykkt.
Umberto Eco varð heimsfræg-
ur fyrir bók sem nefnist í'íslenskri
þýðingu Thors Vilhjálmssonar
„Nafn Rósarinnar,‘ og Svart á
Hvítu gaf út fyrir síðustu jól.
Þessi skáldsaga Ecos hefur hlotið
metsölu um allan heim og fékk
góðar viðtökur á íslandi sem ann-
ars staðar. En Umberto Eco er
ekki bara rithöfundur. Hann er
kunnur fræðimaður og hefur
skrifað merkar bækur um tákn-
fræði og miðaldafræði af ýmsu
tagi. Þá hefur hann einnig skrifað
um þá ólíku nafna James Joyce
og James Bond, svo dæmi sé
tekið af fjölbreytilegum viðfangs-
efnum hans.
Keld Jörgensen sagði í gær að
hann byggist við að Eco þekktist
boðið. Hann hefði taiað við Eco
fyrir rúmlega ári, og þá hefði
hann langað mikið til að koma til
Islands. Það hefði lengi verið
draumur Umberto Eco að koma
til heimalands fslendingasagna,
sem hann hefur miklar mætur á
eins og flestir miðaldafræðingar.
-pv
Umberto Eco.
Bolungarvík
Óuppsegjanlegt
Fulltrúi AB einn á móti ratsjársamningi í
, bœjarstjórninni. Leigan 2650 krónur á ári.
A llsherjaratkvœðagreiðslu hafnað
Eg lagði til að bæjarbúum yrði
gefinn kostur á að segja álit
sitt í bindandi almennri atkvæða-
greiðslu, en meirihluti bæjar-
stjórnar lagði ekki út í að leyfa
slíkt. Þetta er vísbending um að
þeir telji sig ekki örugga um fylgi
bæjarbúa og að andstaðan sé
mun meiri en búist var við. -
Þetta sagði Kristinn H. Gunnars-
son bæjarfulltrúi Alþýðubanda-
lagsins í Iiolungarvík um samning
þann scm bæjarstjórnin sam-
þykkti í fyrradag um ratsjárstöð í
Bolafjalli í Stigahlíð. Hann var
eini bæjarfulltrúinn sem greiddi
atkvæði gegn samningnum.
Samningur þessi er einungis
uppsegjanlegur af hálfu utan-
ríkisráðuneytisins en ekki Bol-
ungarvíkurkaupstaðar og sagði
BHNBHHHHHHHHHHHHHHBHHHI
Kristinn að engin rök hefðu verið
færð fyrir þessari tilhögun önnur
en þau að utanríkisráöuneytið
setti þessi skilyrði fyrir því að
samningurinn væri gerður.
Leigutaki skuldbindur sig til að
gera þær ráðstafanir sem
nauðsynlegar eru til að koma í
veg fyrir að vatnsból bæjarbúa
spillist vegna vegaframkvæmda
en ba:jarfélagið verður aðendur-
greiða þessar framkvæmdir með
ókeypis efni í veg og byggingar og
ókeypis vatn í ratsjárstöðina.
Kristinn sagði að lokum, að
fyrstu viðbrögð bæjarbúa við
þessum samningi hefðu verið þau
að þeir hlógu að honurn, sérstak-
lega leigunni á landinu sem er
2650 krónur á ári.
-GFr