Þjóðviljinn - 26.06.1985, Blaðsíða 4
LEIÐARI
Hvaða stjóm málaf lokkur?
Hvaöa stjórnmálaflokkur á Islandi er líklegur
til aö verja skólakerfiö og almenna menntun í
landinu fyrir árásum frjálshyggjunnar?
Þaö er ekki Sjálfstæðisflokkurinn sem hefur í
menntamálaráðherratíð Ragnhildar Helgadótt-
ur opnaö allar gáttir fyrir markaöskreddunni inní
skólakerfið og gert þjóölega menningu aö
hornreku í stefnu sinni.
Hvaöa stjórnmálaflokkur á íslandi er líklegur
til aö rétta við hag undirstöðuatvinnugreinar
þjóðarinnar, svosem sjávarútvegs?
Þaö er ekki Framsóknarflokkurinn. í stjórnar-
tíö hans hafa verið fluttir alltaö 6 miljaröar á
skömmum tíma frá atvinnugreininni á lands-
byggöinni til þenslusvæöisins syöra.
Hvaöa stjómmálaflokkur er viöbúinn aö verja
þingræðið á íslandi?
Þaö er ekki Sjálfstæðisflokkurinn sem hunds-
ar þaö í hverju stóra málinu á fætur ööru - og
þaö er ekki Bandalag Jafnaðarmanna sem vill
afnema þingræðiö.
Hvaöa stjórnmálaflokkur er líklegur til aö
snúa við þeirri byggöaþróun aö fólk flýi
unnvörpum landsbyggöina til Reykjavíkur?
Þaö er ekki Framsóknarflokkurinn sem fer
meö forsæti í núverandi ríkisstjórn, sem er sú
fjandsamlegasta sem landsbyggöin og launa-
fólk hefur fengiö yfir sig í áratugi.
Hvaöa stjórnmálaflokkur á íslandi er líklegur
til aö endurheimta kaupmátt launanna og
standa aö verðtryggingu þeirra?
Þaó eru ekki núverandi stjórnarflokkar sem
afnámu verðtryggingu launa og hjuggu af laun-
unum. Þaö er ekki Alþýðuflokkurinn sem hefur
margsinnis lýst yfir fylgi sínu viö afnám vísitölu-
bóta á laun.
Hvaöa stjórnmálaflokkar eru líklegir til aö
standa aö endurreisn verkalýöshreyfingarinnar
á næstu árum?
Þaö eru ekki Kvennalistinn og Bandalag
Jafnaðarmanna, sem telja engan mun á hægri
og vinstri í íslenskri pólitík.
Hvaða stjórnmálaflokkar á íslandi eru líklegir
Kreppa Framsóknarflokksins verður æ meira
áberandi í dagblaöinu NT þarsem engu er líkara
en uppkeyptir flokksleiðarar á fríhafnardönsku
og fréttapistlar á engilsaxnesku eigi aö hrífa
bændur til fylgis við flokkinn aö nýju.
Hvorki skoöanakannanir né takmarkalaust
fjármagn frá forstjórahringjum í Reykjavík fá
hins vegar duliö þá nöpru staöreynd að Fram-
til aö standa aö nýrri sókn í íslenskum atvinnu-
málum, - meö því aö hlúa aö rannsóknarstarf-
semi, og styöja samvinnurekstur, einkarekstur
og ríkisrekstur eftir því sem best hentar?
Þaö eru ekki stjórnarflokkarnir, Sjálfstæðis-
flokkur og Framsóknarflokkur, sem hafa aldrei
viðurkennt í raun að smærri rekstareiningargeti
veriö jafn þjóðhagslega hagkvæmar og stór-
rekstur eiturspúandi og sítapandi verksmiöja.
Þaö eru þessir flokkar sem bæði standa meö
miðstýringunni og erlenda kapitalinu, meö stóru
virkjununum sem kalla á skuldir yfir okkur og
stóru verksmiðjunum sem hvorki eru reknar
með gróöa né geta greitt kostnaðarverö fyrir
raforku. Slíkum flokkum eiga kjósendur aö gefa
langt orlof.
sóknarflokkurinn á í sjálfsmyndarkreppu. For-
ystan hefur gleymt hugsjónunum og situr í
frjálshyggjuríkisstjórn sem allt launafólk og
landsbyggöin öll hefur megnustu fyrirlitningu á.
Slíkum flokki verðu.r hvorki bjargað meö fjár-
magni né veislugínum úr Reykjavík.
-óg
Kreppa Framsóknarflokksins
KUPPT OG SKORID
Lífiö er undarlegt. í Sólheim-
um í Grímsnesi býr fólk, sem frá
náttúrunnar hendi er ekki eins
fært og flestir hinna við að bjarga
sér í kröppum dansi hversdags-
ins, og samfélagið ætti auðvitað
að kappkosta að hlúa vel að. Og
vissulega vantar ekki fögru orðin
hjá þeim, sem hafa valdið og
dýrðina, og í sjálfu sér ekki held-
ur góðan vilja hjá okkur hinum.
En einhvern veginn er það svo,
að tilvera þessara ágætu sam-
ferðamanna hefur að mestu leyti
farið utan garðs hjá þjóðinni. Pað
er ekki fyrr en Reynir Pétur
leggur upp í sína fræknu för að
það rennur upp ljós fyrir fólki, að
kannski standi samfélagið sig
ekki sem skyldi gagnvart þeim
sem minna mega sín.
í fljótu bragði virðist að
minnsta kosti með ólíkindum, að
þroskaheftir meðbræður okkar
og -systur skuli ekki hafa aðstöðu
til að temja kroppinn og iðka lík-
amsþjálfun nema í gömlum og
fúnum hænsnakofa í Sólheimum.
Það stappar líka nærri hreinu
samviskuleysi að til að samfé-
lagið ranki við sér og opni pyng-
juna þá þurfi einn Sólheima-
manna að snarast á tveimur jafn-
fljótum hringinn í kringum landið
til að vekja athygli á málinu.
Hvar vorum við? Hvar var
velferðarþjóðfélagið margfræga?
Frjálshyggjan
Á síðustu árum hefur átt sér
stað heldur dapurleg hugarfars-
breyting hér á landi gagnvart því
sem við höfum stundum kallað
velferðarþjóðfélag. Dæmið af
hænsnakofanum í Sólheimum
sem gegndi hlutverki íþróttahall-
ar af því það voru ekki til pening-
ar fyrir öðru er lýsandi fyrir þessa
þróun.
„Hver er sinnar gæfu smiður“
er orðið viðkvæðið. Ef einhver af
meðbræðrunum á um sárt að
binda, þá er það bara hans mál og
hver vegna skyldi samfélagið
reyna að hlaupa undir bagga? -
Hvers vegna skyldum við, sem
ekkert er að og getum vel séð
fyrir okkur sjálf, vera að borga
skatta til að hjálpa einhverjum
öðrum?
Auðvitað fer hrollur um fólk
við að lesa svona, og menn geta
sosum krossað sig upp og niður
og þverneitað að hýsa þvílíkar
skoðanir. Það er samt staðreynd
að þessara viðhorfa gætir á ótrúl-
egustu stöðum. í þeim efnum get-
ur frjálshyggjan vissulega hrósað
drjúgum sigri, því sjónarmið
sérgæskunnar sem nú vaða uppi í
þjóðfélaginu eru fyrst og fremst
sjónarmið hennar. Hvarvetna
sem hún hefur dregið plóg sinn
yfir jörð spretta þau í farinu.
Morgunblaðið
í þessum efnum er ábyrgð
Morgunblaðsins mikil. Það hefur
með offorsi haldið fram frjáls-
hyggjunni, sem hefur vætlað
einsog vatn af síðum þeirra síð-
ustu árin. Allra fjölmiðla harðast
hefur það ráðist gegn velferðar-
kerfinu.
í orði tekur Morgunblaðið
auðvitað jákvæða afstöðu með
þeim sem miður mega sín. Það
skrifar fallega um Sólheima í
Gímsnesi, og það vill að gömlu
fólki líði vel. Það má að minnsta
kosti lesa á síðum blaðsins. Á
borði predikar blaðið hins vegar
niðurskurð á sköttum. Því finnnst
að fyrirtækin borgi of háa skatta,
og því finnst líka að einstakling-
arnir í þjóðfélaginu gjaldi keisar-
anum meira en hans er.
En með því að leggja til að
skattheimta sé minnkuð er
auðvitað verið að leggja til að
samneyslan verði minnkuð. En
samneyslan er að miklu leyti það
sem við borgum til að mynda í
heilbrigðiskerfið. Með því að
leggja til að samneyslan verði
minnkuð er lagt til að fleiri spítal-
adeildum verði lokað, að lyfin
gamla fólksins hækki, að ekki
verði séð af fé til að kaupa íþrótt-
ahús handa þroskaheftum né
langþráðar sundlaugar, að van-
rækt sé að láta í té sjálfsagðan
aðbúnað þangað til menn taka sig
til einn góðan veðurdag og ganga
kringum landið.
Þetta er frjálshyggjan - hið lif-
andi vatn Sjálfstæðisflokksins og
Morgunblaðsins í verki. Þetta er
það sem siglir í kjölfar þeirrar
stefnu sem er tónuð til landslýðs
af síðum Morgunblaðsins daginn
út og inn. En þetta verður aldrei
hægt að kalla mannkærleika af
einni sort eða annarri, ekki held-
ur þó Þorsteinn Pálsson, Matthí-
as Johannesen og Styrmir skrifi
endalausar lofdýrðir um frjáls-
hyggjuna.
Totaot
Því miður hefur þessi sjúkdóm-
ur stungið sér niður þar sem síst
skyldi, og kannski er ekki fráleitt
að líkja honum við krabbamein
sem er um það bil að vinna sér
fast land í flestum frumum þjóð-
arbúksins.
Tökum verkalýðshreyfinguna.
Hún er víða holgrafin af sérhags-
munum. Allir eru alltaf til í að
rífa sig niður í rass um nauðsyn
þess að hækka laun þeirra sem
lægst eru launaðir. En spyrjið
fiskvinnslufólkið um hversu mjög
hinna fögru orða gæti í dáðum
hreyfingarinnar!!
Staðreyndin er sú, að um
nokkurt skeið hafa menn innan
verkalýðshreyfingarinnar ekki
verið á þeim buxunum að fórna
einhverju til að bæta hag þeirra
verst settu. Það er einfaldlega
staðreynd, sem orsakast af því,
að sérgæskan, sérhagsmunirnir,
eru farnir að ráða allt of miklu hjá
félögum hreyfingarinnar.
Frjálshyggjan hefur nagað
okkur ofan í rót. Þeim mun fyrr
sem við gerum okkur grein fyrir
því, og förum að efla aftur hug-
sjónir mannkærleikans og rétt-
lætisins og rétta vorum minnstu
bræðrum hjálpandi hönd, því
betra.
Þangað til lifum við í blíðri von
um betri tíð.
-ÖS
DJÚÐVIUINN
Málgagn sósíalisma, þjóöfrelsis
og verkalýöshreyfingar
Útgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljans.
Rltstjórar: Árni Bergmann, össur Skarphéðinsson.
Ritstjórnarfulltrúi: Oskar Guðmundsson.
Fréttaatjóri: Valþór Hlöðversson.
Blaðamenn: Aðalbjörg Óskarsdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Guðjón
Friðriksson, Helgi Guðmundsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gísla-
son, Mörður Árnason, Páll Valsson, Sigríður Pótursdóttir, Sævar Guð-
bjömsson, Víðir Sigurðsson (íþróttir), Þröstur Haraldsson.
Ljó8myndir: Einar ólason, Valdís Óskarsdóttir.
Útllt og hönnun: Filip Franksson, Svava Sigursveinsdóttir.
Handrlta- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar.
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 26. júní 1985
Framkvæmdastjóri: Guðrún Guömundsdóttir.
Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson.
Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson.
Útbrelðslustjóri: Sigríður Pótursdóttir.
Auglýslnga8tjóri: Ragnheiður Óladóttir.
Auglý8ingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson,
Clausen.
Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson.
AfgreiÖ8la: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pótursdóttir.
Simavarsla: Jenny Borgedóttir, Sigríður Kristjánsdóttir.
Húsmœður: Bergljót Guðjónsdóttir, Ólöf Húnfjörð.
Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson.
Bílstjórl: Ólöf Sigurðardóttir.
Utkeyrsla, afgreiðsla, auglýalngar, ritatjórn:
Siðumúla 6, Reykjavík, aími 81333.
Umbrot og setning: Prentsmlðja ÞJÓðviljans hf.
Prentun: Blaðaprent hf.
Olga Ver® 1 lausasölu: 30 kr.
Sunnudagsverö: 35 kr.
Áskriftarverö á mánuði: 360 kr.
Afgreiðsla blaðsins er opin á laugardögum
frá kl. 9 til 12, beinn sími: 81663.