Þjóðviljinn - 16.07.1985, Blaðsíða 9
FRÉTTIR
Amnesty
Fangar mánaðarins júlí 1985
Mannréttindasamtökin Amn-
esty International vilja vekja at-
hygli almennings á máli eftirtal-
inna samviskufanga í júlí. Jafn-
framt vonast samtökin til að fólk
sjái sér fært að skrifa bréf til
hjálpar þessum föngum og sýna
þannig í verki andstöðu við að
in.
Tékkóslóvakía. Jaroslav Jav-
orsky er 38 ára gamall fyrrver-
andi hótelstarfsmaður. Hann var
handtekinn í október 1977 við til-
raun til að hjálpa unnustu sinni
og dóttur hennar að flýja til
Vestur-Þýskalands. Unnustan
fékk 10 mánaða skilorðsbundinn
dóm en Jaroslav Javorsky var
dæmdur í desember 1978 í 13 ára
fangelsi. Hann var kærður fyrir
að ljóstra upp ríkisleyndarmál-
um, að dvelja erlendis án heim-
ildar og að hjálpa öðrum að yfir-
gefa landið án opinbers leyfis.
Amnesty-samtökin telja kæruna
um uppljóstrun á ríkisleyndar-
málum ósanna og Jaroslav Javor-
sky sé í fangelsi vegna skerts
ferðafrelsis í Tékkóslóvakíu.
Thailand. Samaan Khongsup-
hon er fyrrverandi framámaður í
samtökum nemenda, verkalýðs-
aðila og annarra sem eru andvígir
yfirráðum hersins yfir stjórn-
málum í Thailandi og hefur tekið
þátt í friðsamlegum mótmælum
fyrir hönd samtakanna. Samaan
Khongsuphon og tveir félagar
hans voru handteknir í júlí 1983,
ákærðir fyrir landráð og ásakaðir
um að hafa prentað og dreift óh-
róðri um thailensku konungsfjöl-
skylduna. Þeir voru dæmdir eftir
herlögum og fengu þar af
leiðandi ekki að áfrýja til æðri
dómsstóla. Samaan Khonsuphon
var dæmur í 8 ára fangelsi og fé-
lagar hans í tveggja ára fangelsi.
Sýrland. Mahmud Baidun er 47
ára gamall líbanskur lögfræðing-
ur sem var rænt frá Tripoli í Lí-
banon 1971 og hefur síðan verið í
haldi í Sýrlandi án dóms og laga.
Mahmud Baidun studdi stjórnar-
flokk Salh Jadid, forseta Sýr-
lands, í stjórnartíð hans ’66-’70.
Eftir byltingu í nóvember 1970
komst Hafez al-Assad til valda og
var þá fjöldi af stuðnings-
mönnum Salahs Jadid handtek-
inn. Mahmud Baidun var rænt í
Líbanon og hefur verið staðfest
að hann sé í haldi í fangelsi nálægt
Damascus í Sýrlandi. Hann var í
hungurverkfalli í 43 daga árið
1984 og vildi með því vekja at-
hygli á slæmu ástandi sínu og
krafðist jafnframt þess að verða
látinn laus. ítrekuð mótmæli hafa
verið send frá Amnestysamtök-
unum en sýrlensk stjórnvöldJiafa
aldrei svarað þeim.
Þeir sem viija leggja málum
þessara fanga lið, og þá um leið
mannréttindabaráttu almennt,
eru vinsamlegast beðnir um að
hafa samband við skrifstofu fs-
landsdeildar Amnesty, Hafnar-
stræti 15, Reykjavík, sími 16940.
Skrifstofan er opin frá 16:00-
18:00 alla virka daga. Þar fást
nánari upplýsingar, sem og
heimilisföng þeirra aðila sem
skrifa skal til. Einnig er veitt að-
stoð við bréfaskriftir ef óskað er.
^Húsnæðisstofnun ríkisins
AUGLYSIIMG
UM GREIÐSLUJÖFNUN
FASTEIGNAVEÐLÁNA
TIL EINSTAKUNGA
Hinn 21. júní si. samþykkti Aiþingi iög um
greiðslujöfnun fasteignaveðlána tii einstaklinga.
Tilgangur laganna er að jafna greiðslubyrði af
Valborg Tryggvadóttir
Fœdd 21.10. 1914 - Dáin.29.6. 1985
í glampandi sumarsól á leið til
landsins leit ég í blað. Skugga brá
yfir, er ég las það að ágæt vinkona
mín um mörg ár væri horfin yfir
móðuna miklu. Hugurinn hvarfl-
aði til löngu liðinnar tíðar.
Fyrir meira en þrjátíu árum
unnum við Valborg sitt hvort
starfið á sama vinnustaðnum. Þá
ræstu þær Sigurlaug heitin í Pét-
ursborg skólann á Fáskrúðsfirði
af einstökum dugnaði og sam-
vizkusemi.
Eðlilega fundu þær oft að um-
gengni unga kennarans, og um-
búðalaust var það sagt, en miklu
oftar var þó rætt saman í ein-
drægni um daginn og veginn og
ekki síður um það sem þá var efst
á baugi í þjóðmálum, en þar fóru
skoðanir saman um flest.
Einkenni Valborgar, geislandi
atorka og lífskraftur ásamt ágætri
greind og léttri kímnigáfu, komu
þar glögglega í ljós og síðari
kynni öll staðfestu eftirminnilega
þessa mynd. Hún var hispurs-
laus, jafnt í fari sem í skoðunum,
hreinlynd og hress í tali og tepru-
skapur var víðs fjarri.
Einlæg og staðföst var lífs-
skoðun hennar, sem hún leyndi
aldrei, kona erfiðis og ærinna
verka, sem fygldist vel með og
kunni glögg skil á mönnum og
málefnum, myndaði sér sjálf-
stæða skoðun á hverju og einu og
hélt henni fram af einurð og
festu.
Við leiðarlok hlýt ég að færa
fram þakkir fyrir mæt kynni, en
ekki síður fyrir samfylgdina í
þjóðmálunum og hið ágæta lið-
sinni hennar við þann málstað,
sem hún hafði óbifanlega trú á,
að einn gæti leyst þjóðfélags-
vanda okkar, ef framkvæmd færi
saman við stefnumið. Valborg
var vel gerð kona, kona mikillar
annar og erils, móðir með fimm
börn, en þau hjón óiu einnig upp
tvo dóttursyni sína, sem urðu
þeim einkar kærir.
Kveðjuorð ein skyldu þetta
verða, hripuð á hraðfleygri
stund. Ég sá líka að Regína Thor-
arensen minntist Valborgar af
innileik og smekkvísi svo ekkert
var þar ofsagt né van.
Æviferil rek ég því ekki, en
mjög er nú reynt á eftirlifandi
eiginmann hennar Ottó Vest-
mann, sem sá einnig á bak syni
þeirra fyrir stuttu, á bezta aldri.
Ég sendi Ottó vini mínum inni-
legar samúðarkveðjur svo og
öðrum ástvinum Valborgar.
í hugskoti mínu bregður fyrir
mynd af gjörvulegri konu, gang-
andi að verki sínu af alúð og elju,
raulandi fjörugt danslag og sé
hvernig hún lítur upp með glettn-
isglampa í augum til að stríða mér
dálítið, raula síðan áfram í takt
við verkið, sem unnið var hratt og
vel.
Og önnur og áleitnari mynd:
Ég sé hana fyrir mér á sjúkra-
beði, farna að kröftum, biðjandi
mér blessunar og þeim málstað,
sem við unnum bæði, og gera svo
að lokum að gamni sínu, er ég
kvaddi, hrærður í hug.
Með þessum ljósu leiftur-
myndum kveð ég Valborgu
Tryggvadóttur hinztu kveðju í
kærri þökk.
Blessuð sé minning hennar.
Helgi Seljan.
Þriðjudagur 16. júlí 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13
fasteignalánum, sem tekin eru til kaupa
íbúðarhúsnæðis til eigin nota.
Það verður tekið tillit til misgengisáhrifa launa og vísitölu.
Aðeins einstaklingar,
er hafa tekið fullverðtryggð lán (100% verðtryggð)
úr Byggingarsjóði ríkisins og/eða
Byggingarsjóði verkamanna (þ.e.a.s. lán úr
Byggingarsjóði rfkisins, útgefin frá 1 .júlí 1979 og lán úr
Byggingarsjóði verkamanna, útgefin frá 1. júlí 1980)
eiga rétt á greiðslujöfnun.
Þeim, sem fengið hafa fullverðtryggt lán úr
byggingarsjóðunum og eiga í greiösluerfiöleikum, gefst
kostur á að fresta greiðslu afborgana, vaxta og verðbóta,
á næsta heila ári hvers láns.
Þessi frestun gildir aðeins einu sinni.
Greiðslumarkið (þ.e. afborgun og vextir) er gjaldfallin
afborgun og vextir á verðlagi 1. mars 1982, hafi lán verið
stofnað fyrir þann tíma. Hafi lán verið stofnað eftir
1. mars 1982, þá er greiðslumarkið á verðlagi við lántöku.
Lántaki í greiðsluerfiðleikum á rétt á að
sækja um greiðslujöfnun vegna fyrri gjalddaga og/eða
komandi gjalddaga.
Greiðslujöfnunin nær sjálfkrafa til allra,
sem fá lán sín útgreidd eftir gildistöku ofangreindra laga.
Þeir, sem hafa fengið útgreidd lán frá Veðdeild
Landsbanka íslands fyrir þann tíma, þurfa að sækja um
greiðslujöfnun.
Umsóknareyöublöð liggja frammi hjá Húsnæðisstofnun
ríkisins og bæjar- og sveitarstjórnarskrifstofum um allt
land, frá 1. ÁGÚST 1985.
UMSÓKJMUM SKAL SKILAÐ TIL HÚSNÆÐISSTOFIMUMAR RÍKISINS
FYRIR 1. SEPTEMBER 1985.
Reykjavík, 12. júlf 1985,
Húsnæðisstofnun ríkisins