Þjóðviljinn - 16.07.1985, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 16.07.1985, Blaðsíða 14
HEIMURINN Arato/. Farmanna- og fiskimannasamband íslands óskar aö ráöa framkvæmdastjóra frá og meö 1. október 1985. Umsóknarfrestur er til 1. ágúst 1985. Skriflegar umsóknir sendist til Farmanna- og fiskimannasambands íslands aö Borgartúni 18, 105 Reykjavík. Upplýsingar um starfiö veröa veittar á skrif- stofu Farmanna- og fiskimannasambands íslands hjá Ingólfi Stefánssyni. Með allar umsóknir verður farið sem trúnaöarmál. Tilboð óskast í lagfæringu á lóð þvottahúss ríkisspítal- anna í Reykjavík, lagningu snjóbræðslukerfis og mal- bikun. Verkinu skal lokið eigi síðar en haustið 1985. Útboðsgögn fást á skrifstofu vorri gegn 5.000 króna skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað kl. 11.00 f.h., þriðjudaginn 30. júlí 1985. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006 /■Ig', w Tilkynning frá sölu varnarliðseigna Skrifstofa og verslanir verða lokaðar frá 22. júlí til 12. ágúst vegna sumarleyfa. Sala varnarliðseigna. St. Jósefsspítali, Landakot Lausar stöður Starfsstúlkur óskast til ræstinga á allar deildir spítal- ans. Einnig vantar starfsstúlku í eldhús spítalans. Upplýsingar gefur ræstingarstjóri í síma 19600-259. Skrifstofa hjúkrunarforstjóra. Húsvarðarstaða við félagsheimilið Aratungu í Biskupstungum er laust til umsóknar. Staðan er laus 1. september. Umsóknum skal skila til formanns húsnefndar Unnars Þórs Böðvarssonar, fyrir 1. ágúst. Nánari upplýsingar gefur Unnar Þór í síma 99-6831. Vélstjóra vantar á Bv. Baldur EA 108. Upplýsingar í síma 96-61475. Blaðberar óskast strax í Vesturbæ og Þingholtum. DJÓÐVIUINN Meoal fjölmargra mála sem upp voru tekin á ráðstefnunni var baráttan fyrir kjarnorkuvopnalausum svæðum, m.a. á Kyrrahafi. Hér talar Darlene Keju-Johnson frá Marshalleyjum um það mál. Friðarfundur í Amsterdam: Þróunin vinnur gegn tvískiptingu álfunnar Óháðarfriðarhreyfingar áfundi- Andófsmenn að austan-Ný sókn eða er orustan töpuð? 1200 fulltrúar frá 40 löndum voru mættirtil ráðstefnu óháðrafriðarhreyfinga, sem END (Kjarnorkuvopnalaus Evrópa) efndi til. Ráðstefnan, sem lauk um næstliðna helgi, einkenndist af viðleitni til að takmarka ekki starf friðar- hreyfinga við baráttu gegn til- teknum vopnakerfum - bar- áttu sem hefurekki borið þann árangur sem menn von- uðusttil. Þess ístað reyndu menn að leggja grundvöll að samevrópskri hreyfingu, þar sem krafan um afvopnun verður aflgjafi mjög víðtækum pólitískum umbótum, sem til friðar horfa. Ótal mál voru til meðferðar, en það mál sem mest fór fyrir var samvinnan við óháða friðarsinna í Austur-Evrópu, þá sem reynt hafa að móta kröfur um afvopn- un og mannréttindi utan við hinar opinberu friðarnefndir austur þar. Markmið END var að fá bæði fulltrúa hinna opinberu friðarnefnda og svo hina óháðu andófsmenn til ráðstefnunnar. En opinberu nefndirnar létu sig vanta - að undanskildum einum Rúmena. En frá Póllandi og Ungverjalandi komu um 30 friðarsinnar úr röðum hinna óháðu, og höfðu flestir fengið ferðamannaáritun í vegabréfin sín. Öðrum var meinað að koma, en frá Sovétríkjunum kom einn hinna óháðu, sem hafði verið vís- að úr landi skömmu áður en ráð- stefnan hófst. En mörg önnur mál voru á dag- skrá. Stjörnustríðsáform Reag- ans voru harðlega gagnrýnd. Hollendingar lögðu fram hug- myndabanka um „framtíð Evr- ópu - frá sameiginlegu öryggis- leysi til sameiginlegs öryggis". Þar er talað um að friðarhreyfing- in vinni að því að draga úr víg- búnaði, efla efnahagslegt sam- starf milli austurs og vesturs, menningarsamstarf og fleira. Þetta eru nokkuð svo hefðbundin mál en það helst nýjast, að hug- myndaskráin er bersýnilega mjög mótuð af Helsinkisamkomulag- inu um sambúðarhætti í álfunni, sem friðarhreyfingin hefur til þessa einatt látið sér fátt um finn- ast. „Vitleysan úr sögunni“ Þeir aðstandendur ráðstefn- unnar sem telja hana hafa skilað jákvæðum árangri taka það fram, að umræðan hafi verið málefna- legri en áður (END hefur efnt til árlegra funda síðan 1982) og marksæknari. „Vitleysan er úr sögunni" segir til dæmis Johan Galtung, norskur friðar- rannsóknarmaður, og á þá við það, að nú tali menn af meiri ein- drægni um allskonar samstarfs- form milli hreyfinga og ríkja, í stað þess að sitja undir upp- hlaupum grasrótarmanna, sem hver um sig taldi sig hafa fundið lausn á flestum friðarmálum. Ein af konunum sem setið hafa um eldflaugastöðina bandarísku í Greenham Common í Bretlandi lýsti ánægju sinni yfir því hve vel mönnum hefði gengið að ræða saman á ráðstefnunni. Þáttak- andi frá Austur-Evrópu lýsti ánægju sinni yfir því, að á ráð- stefnunni hefði það komið fram, að Vesturlandabúar skildu nú betur en áður hið nauðsynlega og órjúfanlega samhengi milli friðarbaráttu og baráttu fyrir mannréttindum, en það samband hefur verið aðalinntak framlags t.d. tékkneskra andófsmanna til friðarfunda. „Og við andófs- menn í Austur-Evrópu", sagði hann einnig, „höfum að verulegu leyti losað okkur undan þeirri svart-hvítu heimsmynd sem gerir Reagan forseta ágætan af því hann er á móti Sovétríkjunum, og friðarfólk fyrri vestan vara- samt, vegna þess að sovésk stjórnvöld líta það hýru auga“. Bölsýn rödd Ekki eru allir þó svo jákvæðir í mati á ráðstefnunni og stöðu óháðra friðarhreyfinga. Einna mestrar bölsýni gætir hjá Mient Jan Faber, aðalritara Friðarráðs hollenskra kirkna, sem hefur mjög komið við sögu friðarmála undanfarin ár. Mient Jan Faber segir það skiljanlegt, að menn hylli óháða friðarsinnaða andófsmenn að austan, en hann telur það samt mjög miður að hinar opinberu friðarnefndir létu ekki sjá sig. Hann telur það og miður að evr- ópska sósíaldemókrata vantaði til leiks: þeir tækju undir gagnrýni friðarsinna á vígbúnað- inn, en væru samt of lokaðir inni í gömlum hugmyndum um sambúð austurs og vesturs. í þriðja lagi taldi hann það miður, að friðarhreyfingarnar hefðu ver- ið í svo ríkum mæli bundnar við baráttu gegn kjarnavopnum, að þær ættu erfitt með að fjalla um hin stærri pólitísku mál í víðu samhengi. Hann kvað það rétt vera, að meiri eindrægni hefði gætt á ráðstefnunni en fyrri fund- um, en það kæmi ekki til af góðu. Ástæðan væri sú að ráðstefnan nú spannaði í raun og veru þrengra pólitísk svið en þær fyrri og nú vantaði þær „ögrandi tillögur" sem áður hleyptu auknu lífi í um- ræðuna. Þrátt fyrir allt Mary Kaldor frá CND í Bret- landi og Luciana Castellina frá ítölsku friðarhreyfingunni lögðu áherslu á það í sínu máli, að þrátt fyrir allt væri í gangi þróun sem ynni gegn tvískiptingu Evrópu í fjandsamlegar blakkir. I loka- ræðu sinni sagði Luciana Castel- lina á þessa leið: Það tókst ekki að koma í veg fyrir að stýriflaugarnar nýju væru settar upp. En þessar nýju eld- flaugar hafa ekki haft þau áhrif sem til var ætlast. Þær áttu að styrkja agann innan hernaðar- bandalaganna en það hafa þær ekki gert. Nú er friðarhreyfingin þar á vegi stödd að nauðsynlegt er að taka mörg vandamál upp með nýjum hætti. Við höfum kosið að taka þessari hvatningu, enda þótt við getum ekki séð til þess að hún virki fjöldann í stór- um stíl á næstunni. Við höfum kosið að taka þá áhættu sem fylg- ir því að skoða hlutina í öllu þeirra flókna samhengi... áb byggði á Information. 18 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 16. júlí 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.