Þjóðviljinn - 16.07.1985, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 16.07.1985, Blaðsíða 6
FLÓAMARKAÐURINN Trabant til sölu ógangfær, skoðaður '85, með nýrri kúplingu og nýju pústkerfi, þá er hann með útvarpi. Lágmarksverð kr. 5000.- Uppl. í v.s. 82566 og h.s. 686575. Gott fólk hafið þið húseigendur tök á að leigja okkur hjónunum og stráknum okkar 2ja ára, 2-3ja herb. íbúð sem fyrst. Einhver fyrirframgreiðsla hugsanleg. Uppl. í síma 78816. Spónaplötur óskast rakavarðar eða venjulegar, spóna- plötur á að gíska 12-15 mm. þykkar óskast. Uppl. í síma 17482. Ljósmyndastækkari óskast Uppl. í síma 35673 eftir kl. 19. Sölumaður óskast Atson-umboðið símai 687765. Strákar og stelpur grípið gæsina, hef á boðstólum Bit-90 tölvur, forrit og fylgihlutir fylgja, og Spectra-Video 80K forrit og fylgihlutir fylgja. Ennfremur hef ég Coopper tor- færutröll alveg sem nýtt, og BMX Winther torfæruhjól, vel með farið, og að síðustu Dunlop blue flash byrj- enda golfsett. Selst ódýrt. Uppl. í síma 44800, eftir kl. 19. Garðeigendur Sláttur, hreinsun og snyrting lóða. Sanngjarnt verð. Símar 22601 og 28086. Hraðbrandur til sölu T rabant station árg. '80 í toppstandi til sölu, skoðaður 1985, ný dekk. Greiðslukjör eftir samkomulagi. Uppl. í síma 39045. Skosk-íslenskur hvolpur Gullfallegan hvolp vantar gott heimili. Uppl. í síma 671254. Til sölu svefnbekkur 1,70x70 cm, með sæng- urfatageymslu, hvítur skápur með hillum yfir, upplagt í barnaherbergi. Á sama stað er til sölu skíði, skíðastafir og skíðaskór á 8-11 ára. Uppl. í síma 686317, eftir kl. 18. Til sölu Lada 1200 árgerð 1973 ekin 65 þús. km. Mjög vel með farin. Sami eigandi frá upphafi. Aukadekk með felgum. Verð kr. 45.000. Upplýsingar í símum 83447 og 685173 eftir kl. 19. Nýsmíði-breytingar-viðhald Tek að mér smærri og stærri verk fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Viðhald, breytingar, og nýsmíði. Húsa- og húsgagnasmiður, sími 43439. Til sölu fataskápar 2 fataskápar 100 cm. á lengd, 60 cm á dýpt, og 220 cm á hæö til sölu saman á kr. 10 þús. Hringið í síma 621276. Til sölu lítill frystiskápur ca 150 I. Hann er 4ra ára og lítur mjög vel út. Kostar nýr 18.400, en selst á kr. 9000.- Sími 39442. Til sölu svefnbekkur með áföstu skrifborði og rúmfatageymslu. Auk þess hillur sem fylgja. Sími 39442. 2ja herbergja íbúð óskast fyrir ábyggilegan karlmann í ábyrgð- arstöðu. Leigutími 1. september eða 1. október. Helst í vesturbæ eða mið- bæ. Vinsamlegast hringið í síma 31281. Baðborð til sölu Vel með farið. Uppl. í síma 621037 eftir kl. 20. Húsnæði í Vestmannaeyjum Tvö pör með eitt barn óska eftir að taka á leigu 3ja.-4ra herbergja íbúð eða hús í Vestmannaeyjum. Upplýs- ingar í símum 96-81195 og 96- 81279. Starfsmaður óskast Samtök herstöðvaandstæðinga óska eftir að ráða starfsmann nú þeg- ar hálfan eða allan daginn. Þarf að vera víghreyfur baráttumaður friðar og réttlætis og hafa óbeit á hernaðar- hyggju og halakleprum stórvelda. Uppl. hjá Árna Hjartarsyni í símum 17966 eða 33458 eða 83600. Til sölu vegna flutninga Alda þvottavél 3 1/2 árs á kr. 12 þús., ennfremur lítið tekkskrifborð. Uppl. í síma 21792 eftir kl. 17. Mótatimbur Einnota mótabimur 1x6 til sölu. Sími 11409. Kerruvagn - barnabílstóll Til sölu rúmgóður kerruvagn með brúnu flauelisáklæði. Mjög vel með farinn. Verð 7000 kr. Einnig til sölu barnabílstóll. Verð 700 kr. Upplýsing- ar í síma 18115. Lada 1200 Til sölu er Lada 1200 árg. 1979. Hún er í góðu lagi og ekin tæplega 59 þús. kílómetra. Vinsamlegast hringið í síma 13658 eftir kl. 17. Húsbyggjendur - Sumarbústaðaeigendur Til sölu 2 krossgluggar og 2 sexskiptir með tvöföldu gleri. Uppl. í síma 22469. FERÐAVASABOK FJÖLVÍS 1985 ÓMISSANDI í FERÐALAGIÐ! Viö höfum meira en 30 ára reynslu i útgáfu vasaboka, og sú reynsla kemur viöskiptavinum okkarað sjáifsögöu til góða. Og okkur hefur tekist einkar vel meö nýju Feröavasabókina okkar og erum stoltir af henni. Þar er aö finna ótrúlega fjölbreyttar upplysingar, sem koma ferðafólki að ometanlegu gagni jafnt heima sem erlendis. Meöal efnis t.d.: 40 íslandskort - Kort af öllum hringveginum - Heimshluta- kort - Sendiráð og ræöismannaskrif- stofur um allan heim - Ferðadagbók - Feröabókhald - Öryggiskort - Gjald- eyristöflur - Kaupstaöakort - Evrópu- vegirnir - Neyöar- og viðgerðaþjón- usta - Vegalengdatöflur - Bandaríska hraðbrautakerfið - o.m.fl. sem of langt er upp aö telja. ÓLKÁFERÐ! egar fjölskyldan ferðast r mikilvægt 5 hver sé á sínum stað - með beltið spennt. mIUMFERÐAR Uráð ^ ATVINNUUF Sex dómaranna voru sammála og dæmist því ófrysta sýnið mark- tækt meyrast. Hins vegar töldu flestir dómarar áferð tvífrysta sýnisins geðfelldasta þ.e. að aukin stífni væri til bóta, gerði grálúðuna „frísklegri”. Við endurtekið skynmat þar sem ekki voru tök á að staðla vatnsinnihald fengust eftir- farandi niðurstöður: Sýni Vatn Skynmat O/ /o ófryst 75.6 næst meyrast einfryst 78.1 meyrast tvífryst 71.7 stífast Allir dómarar voru sammála um þessa röðun og hér sést einnig að einfrysti fiskurinn dæmist meyrari en ófrystur, sennilega vegna þess að hann er vatnsmeiri og undirstrikar það að efnasam- setning hefur meiri áhrif í skyn- mati á grálúðu en vinnsla fisksins ein sér. Loks þarf að taka fram að þess- ar tilraunir voru gerðar á nýlega tvífrystum sýnum og athuga þarf hvort geymsla í frosti mánuðum saman eykur gæðabil á einfrystri og tvífrystri grálúðu. Aðferðir til þíðingar fisks Til varðveislu hráefnisgæða er best að hratt sé þítt upp en allar aðferðir hafa þó einhverja ókosti. Uppþíðingaraðferðir eru einkum þessar: 1) Þíðing í kyrru lofti - fer fram við 15-20°C, forðast þarf þornun yfirborðs, fiskur- inn tekur mikið pláss, 10 cm blokk tekur um 20 tíma að þiðna til fúlls, en stakir fiskar 8-10 tíma. 2) Þíðing í ræstu lofti - gengur mun hraðar en í kyrru lofti. Fiskblokkum er hlaðið í hillur í gámum, lofthiti er gjarnan um 20°C og lofthraði 8 m/s. Best er að loftið sé raka- mettað til að örva þiðnun, er gufa þéttist á yfirborði fisks- ins. Vatni er úðað í hlýtt loftið áður en það berst að fiskinum. 10 cm blokk þiðnar við ofan- greindar aðstæður á 4-5 tím- um. Þiðnun með þessu móti má ýmist gera í lotum (batch thawing) eða í sífellu (conti- nous thawing). 3) Þíðing í vatni - er ódýr og auðveld, ef nóg vatn er á staðnum. Blokkum er þá ýmist dýft í vatn eða þær úðaðar með vatni. Flök er ekki hægt að þíða á þennan hátt, þau tapa verulega bragði og verða vatnsósa en heilan fisk má vel þíða með þessu móti, einkum fisk með haus. Fiskurinn þyngist lítillega en vatnið tapast aftur eftir flökun. Vatnið má ekki vera heitara en 18°C og streymi þess minnst 5mm/sek. 10 cm blokkir þiðna þá á 4V2 tíma. 4) Þíðing við undirþrýsting og raka. Með þessari aðferð þiðna blokkir á 1-2 tímum en það hefur stundum slæm áhrif á út- lit fisks. Af þessari lauslegu samantekt virðist ljóst að hagkvæmast muni að þíða fisk í rökum loftblæstri eða með vatnsúða. Ályktanir og þörf frekari athugana Þær athuganir sem gerðar hafa verið á R.f. og erlendis benda til að heilfrysting um borð í veiði- skipi, uppþíðing og endurvinnsla í landi gefi afurðir sem fyllilega eru markaðshæfar. Margt þarf þó að athuga betur t.d. eftirfarandi atriði: 1) Hvort er betra að frysta fisk með haus eða hausaðan um borð? Athuga þarf hve mikið flakanýting vex, ef fryst er með haus, því að líklegt er að fremsti hluti flaksins hnakkastykkið, verði ella fyrir hnaski og þorni í frost- geymslu, en verði vatnsósa ef þítt er upp í vatni. 2) Ef fiskur er frystur fyrir stirðn- un þarf að athuga vel hvort við það skapast hætta á blóðlitu eða blædökku holdi, því að nú er vitað að stirðnunin er veiga- mikill þáttur í fullnægjandi blóðgun. 3) Er fiskur sem aldrei nær að stirðna svo miklu áferðarbetri að borgi sig að leggja á það kapp að frysta fisk óstirðnað- an þ.e. strax eftir veiði? Þessi sjónarmið hafa áhrif á vinnu- brögð um borð. - athuga þarf betur áhrif stirðnunar á gæði og nýtingu. 4) Bera þarf saman nýtingu í flakapakkningar a) venjulegar landfrystingar t.d. á 7 daga hráefni, b) sjófrystra flaka, c) endurfrystra flaka úr sjó- frystum heilum fiski með og án hauss, d) tvífrystra flaka. 5) Hver eru gæði sjófrystra flaka nú, hvað varðar áferð og lit eftir uppþíðingu? 6) Er skynsamlegt að ætla fiski tvífrystingu aðeins á vissum tímum árs, t.d. þegar hann er laus í sér á vorin? - athuga þarf áhrif tví- frystingar á fisk sem veiddur er á 3-4 mismunandi árstímum. 7) Margar fisktegundir virðast vel hæfar til tvífrystingar. At- huga þarf hvernig vinnslu verður best fyrir komið fyrir tegundir svo sem kola, ýsu, og þær sem „slæðast með” í veiði frystitogara. 8) Síðast en ekki síst þarf að at- huga vel áhrif þess að geyma tvífrystan fisk lengi í frysti, hvort neyslugæðabil á ein- frystum og tvífrystum afurð- um vex með tímanum. Niðurstöður þessar eru á sömu lund og niðurstöður rannsókna sem gerðar voru á einfrystum og tvífrystum þorski og fleiri fisk- tegundum á Nýfundnalandi á ár- unum 1964-1968, en frá þeim rannsóknum er skýrt í skýrslunni. Liður í nýrri sókn Eins og fram hefur komið, er hugmyndin um tvífrystingu afla ekki alveg ný af nálinni, og hún hefur áður verið til umfjöllunar í Þjóðviljanum. M.a. hefur Jó- hann J E Kúld bent á niðurstöður rannsókna annarra þjóða og í apríl sl. fjallaði Þjóðviljinn um að fyrir dyrum stæði bylting í fryst- ingu, möguleikar væru að opnast fyrir tvífrystingu og sérfræðingar væru fullir bjartsýni. Eftir skýrslu Öldu Möller er Ijóst, að full ástæða er til að taka undir þá bjartsýni. íslendingar ættu að gera þetta að forgangs- máli í þróun fiskvinnslu í landinu, nýjasta framlagið til sóknar í ís- lensku atvinnulífi. ~gg Jakob Jónsson Fátækleg kveðjuorð skulu færð á blað, yljuð innilegri þökk fyrir kynnin kær. Augljós er sú mynd, er í muna bærist, þegar yfirþing- vörður okkar hefur staðið sína hinztu vakt. Nú hefur þetta síunga hraust- menni, þessi trausti og grandvari þegn, hinn trygglyndi vinur vina sinna lokið sínu drjúga dags- verki. Einhvern veginn mun allt verða öðruvísi en áður á göngum þingsins. Þó andblærinn lifi með þeim, sem þekktu Jakob og fengu notið fágætlega góðra starfa hans. Hversu örstutt er þó umlið- ið frá því hann gerði þar að gamni sínu, gaf út sín ljósu og glöggu fyrirmæli, hafði á öllu ærna gát og leysti vandamálin vel og fljótt sem ætíð áður. Engan óraði þá fyrir því, að svo skammt væri eftir ævi hans, því enginn sá þess stað, að illur gestur hefði þegar gert strandhögg svo alvarlegt, að engu var eirt. Hugsunin skörp, viðbrögðin snör, stjórnunin örugg sem áður, og list hans að gleðja mann með góðri sögu eða yndislegri eftir- hermu söm við sig. Gott er að geta staðið svo sína „pligt“ til hins síðasta, og gera það með slíkri röggsemi og reisn. Jakob fékk í vöggugjöf góða eiginleika, andlegt og líkamlegt atgjörvi hans fór ekki framhjá neinum. Fumlaust var að hverju yfirþingvörður Síðbúin kveðja verki gengið, góðlátleg glettni glitraði í tilsvörum hans og at- hugasemdum, honum varð ekki orðs vant og oft sagði ég honum, að betur mundi hann sóma sér í ræðustóli Alþingis en margur okkar sem þar mælir. Hverri gamansögu hans fylgdi hlýlegur eftirmáli, því illmælgi var honum víðs fjarri, öllu því góða haldið til haga, án þess að í nokkru kæmi niður á kímni sög- unnar. Þannig var Jakob, heilsteyptur og hreinlyndur, sam- vizkusemin honum í blóð borin og aldrei hætt við hálfunnið verk. Að vinna vel og vinna hratt, leggja sig fram í stóru og smáu voru þau „mottó“, sem ávallt var unnið eftir. Einlægni vináttunnar met ég þó mest alls. Hana fann maður jafnt í hlýju og styrku handtakinu sem í ylhýru brosinu, sem honum var svo eiginlegt. Þar munu margir sakna vinar í stað, sendlarnir ungu sem lærðu margt undir handarjaðri hans, sem þingmennirnir, er nutu að- stoðar hans í öllum greinum, að ógleymdum öllum öðrum, sem hann átti við hin margvíslegustu samskipti. Hann átti ríka réttlæt- iskennd, fór aldrei í mann- greiningarálit, maður alvöru er við átti, og gleðin og gamanið áttu sín ríku ítök. Horfinn er af sviði óvenju vel gerður og góður þegn, sem ævilangt gerði skyldu sfna og ívið betur. Ég kveð Jakob yfirþingvörð klökkum og þakklátum hug. Sú mynd er mér hugumkær er ég á og mun eiga af þeim manni, er flestum betur átti skilda nafn- giftina fornu: „drengur góður." Hann geymdi æskunnar eld innra með sér ævilangt, varðveitti barnið í sjálfum sér, miðlaði öðr- um ríkulega af auðlegð síns stóra hjarta, sem nú er hætt að slá. En hann lét okkur eftir auð- legð margra minningamynda, sem ég geymi í þakklæti og birtu þeirrar fullvissu, að andi hans lifi áfram með okkur. Einlægar sam- úðarkveðjur til Aðalheiðar og hennar fólks. Blessuð sé sú minningamynd. Helgi Seljan. 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 16. júlí 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.